Dagur - 22.07.1995, Side 14
14 - DAGUR - Laugardagur 22. júlí 1995
SJÓNARMIÐ
JaÉnréttislög verði endur-
skoðuð í keild sinni
„í ljósi aðildar okkar að EES munu
jafnréttislög verða endurskoðuð á
næstu misserum. Við þá end-
urskoðun tel ég eðlilegt að endur-
skoða lögin í heild sinni, meðal
annars það hvort skipta eigi jafn-
réttislögum upp eftir efni, hvort
fella eigi jafnréttisákvæði inn í
texta annarra laga í ríkari mæli en
gert hefur verið og hvort setja eigi
ákvæði um kvóta í lög til að flýta
fyrir virkri þátttöku kvenna á öll-
um sviðum. Sérstaklega tel ég
brýnt að huga að
því hvernig draga
megi úr launa-
misrétti með lög-
gjöf, hvort snúa
eigi sönnunar-
byrði við í launa-
málum, hvort
setja skuli ákvæði
í lög um starfsmat eða herða viður-
lög við broturn."
(Lára V. Júlíusdóttir, formaður Jafnréttisráðs, í
Ársskýrslu Skrifstofu jafnréttismála)
Vantar verulega á
að ásættanlegur
árangur hafi náðst
„í nýútkominni skýrslu undirbún-
ingsnefndar vegna ráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna í Peking eru
dregnar saman mikilsverðar upp-
lýsingar um réttindi og stöðu
kvenna á íslandi í dag. Þar kemur
fram að konum hefur fjölgað
verulega á þingi og í sveitastjórn-
um á síðasta áratug. Einnig er
mikil aukning í þátttöku kvenna í
nefndum, stjórnum og ráðum á
sama tímabili. Enn vantar þó
verulega á að ásættanlegur árang-
ur hafi náðst. Stúlkur hafa hin síð-
ari ár sótt sér aukna menntun og
eru nú meirihluti brautskráðra
nemenda frá Háskóla fslands, en
námsval er enn mjög kynbundið.
Atvinnuþátttaka kvenna hefur
einnig aukist umtalsvert, en þrátt
fyrir það hefur framlag kvenna á
vinnumarkaði
ekki verið metið
til jafns við fram-
lag karla og hefur
frekar dregið í
sundur í launa-
málum ef eitt-
hvað er. Atvinnu-
leysi sem nú er á
íslandi bitnar
fremur á konum en körlum. Þetta
er allt saman staðreyndir sem
blasa við þegar stöðumat er tekið.
í framhaldi af því þarf að skoða
það hvert hlutverk stjórnvalda
skuli vera og hvernig þeim fjár-
munum, sem hið opinbera ver til
jafnréttismála, sé best ráðstafað."
(Lára V. Júlíusdóttir, formaður Jafnréttisráðs, í
Ársskýrslu Skrifstofu jafnréttismála)
Brýnt er að
stækka kökuna
„Ekki virðist hafa verið um neina
langtímastefnu að ræða hvað
varðar fjárfestingar. Erlendar fjár-
festingar hafa verið hvað minnstar
hér á Islandi af öllum OECD ríkj-
unum undangenginn áratug. Fjár-
festing útlendinga er almennt
bönnuð þar sem einhver hagnað-
arvon er, þ.e. í fiskveiðum og
orkuvinnslu, þó svo að nú hylli
undir breytingar í þessum efnum.
Aformuð upptaka fjármagnstekju-
skatts hlýtur einnig að vera um-
hugsunarefni því allir hljóta að
vera sammála um að stækkun
kökunnar er brýnni en skipting
hennar.“
(Tryggvi Þór Herbertsson, sérfræðingur
á Hagfræðistofnun Háskóla íslands,
í nýjasta tölublaði BHMR-tíðinda)
Lævíst bragð að sýna
gamalt og brosandi fólk
„Það má ef til vill segja að þetta
hafi verið nokkuð lævíst bragð hjá
okkur en það lævísasta við þessa
auglýsingu var að sýna gamalt og
brosandi fólk í lok auglýsingar-
innar. Það gerðum við meðvitað,
því allar breytingar eru erfiðar fyr-
ir þann aldurshóp og svo virðist
sem þetta lokaskot myndarinnar
hafi haft tilætluð áhrif.“
(Krislján Friðriksson í viBtali
í Frjálsri verslun um númerabreytingar-
auglýsingu Pósts og síma)
m 'f
Umsjón: GT
42. þáttur
Lausnir á bls. I6
Er ólögtegt að eiga og selja eimingartæki?
D Já | Nei, en verður það fljótlega U Þaðeróvíst
Hæstarétti Bandarikjanna
Hæstarétti Islands
Jafn margir
Hvaða áhrlf heftir gufubað á frjóseml karla?
I Dregur úr sæðismyndun R| Eykur sæðismyndun
Engin
Hvað starfaði málarlttn Paul Gauguln áður en hann fór að mála?
I Bruggari K9 Teiknimyndateiknari
Verðbréfasali
Hver er ráðherra Iþróttamála?
I Björn Bjarnason
Davíð Oddsson
Ingibjörg Pálmadóttir
6
Hvenær er Bastilludagurlnn?
n i4. júu
I4. ágúst
7. desember
Hvað eru Ásgarðar?
I Híbýli valkyrja I Valhöll
Stúdentagarðar í Reykjavík
Byggð Vestur-lslendinga
Sendiherra í Bretlandi
Utanríkisráðherra
Varaforseti
Hver urðu laun hans fyrlr vlklð?
I Brottrekstur og dómur
Friðarverðlaun Nóbels I953
Vanþakklæti
Er konum heimil innganga í Flugbjörgunarsveltina I Reykjavik?
Nei
Bara ef þær ná 180 cm
11
Hvað þýðlr nafnlð Guðný?
|i Gyðja
Sú sem guðimir gera unga
Móðir
12
Mega utanfélagimenn vlnna þegar verkalýðsfélag fer I lögmætt verkfall?
n Já n Nei
Það er umdeilt
13
Antarktis(suðurpóllinn)
Vestursahara
Ekkert
GAMLA MYNDIN
M3-1975 Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/
Minjasafnið á Akureyri
Hver
kannast
við fólkið?
Ef lesendur Dags þekkja ein-
hvern á þeim myndum sem hér
birtast eru þeir vinsamlegast
beðnir að snúa sér til Minja-
safnsins, annað hvort með því að
senda bréf í pósthólf 341, 602
Akureyri eða hringja í síma
24162 eða 12562 (símsvari).