Dagur - 01.08.1995, Side 1

Dagur - 01.08.1995, Side 1
I <ÍÍSKLÍV : \iísmá 78. árg. Akureyri, þriðjudagur 1. ágúst 1995 145. tölubiað Sveitarstjórinn á Raufarhöfn ósáttur við ummæli samgönguráðherra í Degi: Algjörlega óvið- unandi ástand Við hér fyrir austan erum mjög undrandi á þessum viðbrögðum samgönguráðherra. Við erum hissa á því að okkur sé gert að bíða þar til hringvegin- um sé lokið, okkur finnst ástandið vera orðið algjörlega óviðunandi,“ sagði Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, vegna ummæla Halldórs Blöndal, samgönguráð- herra, í Degi sl. fostudag þar sem hann sagði m.a. að röðin kæmi að Norður-Þingeyjarsýslu í vegaframkvæmdum þegar hringveginum ljúki. „I umræðu meðal þingmanna kjördæmisins og sveitarstjórnar- manna á níunda áratugnum var talað um fjögur meginverkefni í vegamálum. I fyrsta lagi lagning vegar og slitlags milli Akureyrar og Húsavíkur, Öxnadalsheiðin og Öxnadalurinn, vegurinn út með Eyjafirði vestanverðum til Ólafs- fjarðar og síðan leiðin frá Húsavík til Þórshafnar. Rætt var um að far- ið yrði í þessa síðastnefndu leið þegar hinir kaflarnir væru frá- gengnir. Síðan er okkur tjáð það núna að hringvegurinn sé aðalat- riðið og við eigum að bíða þar til að honum Ijúki. Ég bendi á það að það er mikið að gerast í vegaframkvæmdum annars staðar á landinu jafnhliða Söfnun hafin til styrktar ábúendum aö Þormóðsstöðum: Hjónin hyggjast flytja búferlum Hjónin Petrea Hallmanns- dóttir og Egill Þórólfs- son að Þormóðsstöðum í Sölvadal í Eyjafirði hyggjast flytja búferlum og stofna heimili á öðrum stað. Sem kunnugt er féll gífurleg aur- skriða við bæinn 29. júní sl. sem hreif með sér mikið af túnunum að Þormóðsstöðum og rafstöð bæjarins. Fullyrða má að ófremdar- ástand hafi ríkt í þeirra bústað síðan en þau hafa jörðina og kvótann á leigu. í gær, liðlega mánuði eftir náttúruhamfarirn- ar, voru ráðunautar staddir að Þormóðsstöðum að meta skemmdirnar. Vinir þeirra hjóna og aðrir sem leggja vilja þeim lið hafa m.a. stofnað tékkareikning í sparisjóði Vestur-Húnavatns- sýslu númer 1533 þar sem framlögum verður veitt mót- taka en einnig er hægt að koma framlögum til skila í öll- um bönkum, sparisjóðum og pósthúsum landsins. GG uppbyggingu hringvegarins og er nærtækast að horfa til Vestfjarða í þeim efnum. Fyrir utan Vest- fjarðagöngin, sem eru sérverkefni, er á stuttum tíma búið að byggja brýr í Önundarfirði og Dýrafirði, búið að Ieggja bundið slitlag á leiðina milli Þingeyrar og Flateyr- ar og sömuleiðis frá Bíldudal og í Patreksfjarðarbotn. Þá er alltaf að lengjast kaflinn með bundnu slit- lagi á Barðaströndinni og vegur- inn í austursýslunni hefur verið bættur stórlega á undanfömum ár- um. Þá er Gilsfjarðarbrú í burðar- Iiðnum og mikið hefur verið fram- kvæmt á leiðinni frá Brú og út á Hólmavík. Með öðrum orðum; það þarf engan hringveg til þess að unnið sé að vegasamgöngum og ég sætti mig ekki við að Norð- ur-Þingeyingar eigi að bíða þar til hringveginum er lokið,“ sagði Gunnlaugur. Hann sagði að Norður-Þingey- ingar takist ekki á um forgangs- Akureyri og nágrenni: Methelgi á tjald- stæðum Mikill fjöldi gisti á tjaldstæði Akureyrar og tjaldstæðinu Húsabrekku um helgina og hef- ur aðsókn aldrei verið meiri í sumar. Undanfarin ár hefur fjöldinn á báðum tjaldstæðum verið mestur um verslunar- mannahelgina og því líklegt að þessi helgi hafi einungis verið upphitun fyrir næstu helgi. Á tjaldstæði Akureyrar voru um 530 manns hvora nótt um helgina og að sögn Ingvars ívars- sonar, tjaldvarðar, var þetta góð helgi og róleg þrátt fyrir fjölda. í fyrra um verslunarmannahelgi gistu yfir 700 manns á svæðinu. Þá eru ótaldir þeir sem voru inn í Kjarna en þar var opið fjölskyldu- tjaldstæði þessa helgi og svo verð- ur einnig í ár. ívar segir að fjöl- skyldutjaldstæðið í Kjarna verði opnað á fimmtudag. „Við vísum fjölskyldum þangað og þeim sem vilja sofa því við getum ekki ábyrgst svefnfrið hérna miðað við hvernig þetta hefur verið síðustu tvær verslunarmannahelgar. En það verður örugglega mikil stemmning." Á Húsabrekku á Svalbarðs- strönd var helgin líka methelgi það sem af er sumars en um 180 manns gistu þar laugardagsnóttina og fjöldinn var svipaður föstu- dagsnóttina. Þar hefur verslunar- mannahelgin verið sú fjölmenn- asta síðustu sumur og því búist við mörgum gestum næstu helgi svo framarlega sem veðrið verði þokkalegt. AI röðun vegaframkvæmda innan sýslunnar, stóra málið sé að ráðist verði sem fyrst í framkvæmdir. „Það má nefna tvo einkar slæma kafla; annars vegar Tjörnesveginn og hins vegar Brekknaheiði milli Bakkafjarðar og Þórshafnar. Á sínum tíma var búið að veita fjár- munum í Brekknaheiðina en þeir síðan færðir í aðrar framkvæmdir. Ég fullyrði að í þessu máli sem mörgum öðrum virðist atkvæða- magnið telja,“ sagði Gunniaugur A. Júlíusson. óþh Ágústa Gunnlaugsdóttir 100 ára í dag Ágústa Gunnlaugsdóttir, sem býr nú á Hlíö - dvalarheimili aldraöra á Ak- ureyri, er hundrað ára í dag. Ágústa er vel hress og lék á alls oddi á niöja- móti sem efnt var til sl. laugardag á Svalbaröseyri, en þar komu saman af- komendur hennar og eiginmanns hennar, Árna Valdemarssonar, sem nú er látinn. Meðfylgjandi mynd af Ágústu var tekin viö þaö tækifæri. Á afmælis- daginn veröur afmæliskafTi á Hlíö. Dagur sendir Ágústu árnaöaróskir á ald- arafmælinu. Á blaösíöu 10 í blaöinu í dag er frásögn í máli og myndum af niöjamótinu á Svalbaröseyri. óþh/Mynd: BG. Mývatnssveit: Harður arekstur - þrennt flutt á sjúkrahús Það fór betur en á horfðist í hörðum árekstri tvcggja bfla á afleggjaranum að Heiði í Mývatnssveit sl. laugardag. Þrennt var í bflunum og voru þau öll flutt til skoðunar á sjúkrahúsið á Húsavík, tvennt fékk síðan að fara heim en kona var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri. Eftir frekari rann- sókn kom f ljós að um slæmt mar og skrámur var að ræða. Áreksturinn varð á blindhæð við ristarhlið. Bflarnir eru ónýtir eða mjög illa skemmdir. IM Árni Rúnar Magnússon, starfs- maöur KEA-Nettó, setur lamba- kjöt á lágmarksveröi i kæliborð- iö. Mynd: BG Mun meiri lambakjöts- birgðir en í fyrra T ambakjötsbirgðir í land- .L/inu eru nú umtalsvert meiri en á sama tíma í fyrra. Þann 1. júlí sl. voru birgðir af dilkakjöti 3.392 tonn og þá voru óseld 527 tonn af kjöti af fullorðnu. Samtals voru því kindakjötsbirgðir 3.919 tonn en sl. haust komu 8.700- 8.800 tonn á markað. Því voru enn tæp 45% af því kjöti óseld þann 1. júlí, þegar rúmir tveir mánuðir eru í að nýtt kjöt fari að koma á markað. Miðað við sama tíma í fyrra eru birgðir af dilkakjöti nú 33% meiri en 19% meiri í kindakjöti. Jón Ragnar Bjömsson, hjá Framleiðsluráði landbúnaðar- ins, sagði menn ekki vera farna að spá alvarlega í hvað mikið af kjöti kemur á markað í haust, en þar geta breytingar á fallþunga dilka valdið nokkr- um sveiflum frá ári til árs. Hann sagðist ekki vita um sér- stakar söluherferðir á næstunni til að minnka birgðir, en í sum- ar hefur talsvert verið í gangi í þeim efnum. Eins er alltaf ein- hver útflutningur í gangi og í júní fóru tæp 77 tonn erlendis. Salan innanlands var 702 tonn í júní sem er ívið minna en í fyrra. Salan á 12 mánaða tíma- bili er rétt rúm 7.000 tonn. HA Harður árekstur á Melrakkasléttu Fjórir voru fluttir til læknis á Raufarhöfn eftir umferðar- óhapp á Sléttu sl. fimmtudag. Harður árekstur varð er fólks- bíll og lítill pallbíll skullu saman. Fólkið hlaut ekki alvarleg meiðsli en fólksbíllinn skemmdist mikið. Pallbíllinn var á öfugum vegar- helmingi þegar óhappið varð þar sem ökumaðurinn var upptekinn við náttúruskoðun. IM

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.