Dagur - 01.08.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 01.08.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 1. ágúst 1995 LEIÐARI-------------------------- Nýrra leiða leitað ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285), SÆVAR HREIÐARSSON (iþróttir). UÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 Samningaviðrœður milli ríkisvaldsins og talsmanna Bændasamtaka íslands um endurskoðun á gildandi búvörusamningi standa yfir og ekki er gott á þessu stigi að spá fyrir um til hvers þær leiða. Hins vegar virðast menn sem betur fer vera sammála um nauð- syn þess að slaka á þeirri miklu miðstýringu sem sauðfjárframleiðslan i landinu hefur búið við. Það hefur margoft komið fram að undanförnu að ef nú- gildandi kerfi verður ekki skorið upp blasir ekkert annað við en fjöldagjaldþrot í sauðfjárræktinni. Á það hefur verið bent að ein af skýringunum á erfiðri stöðu sauðfjárræktarinnar er að hún hefur lot- ið miðstýringu á meðan aðrar samkeppnisgreinar á kjötmeukaðnum, t.d. svinakjötsframleiðslan, hefur fengið að þróast án verðstýringar og framleiðslu- hafta. Þetta hefur skapað svínakjötinu góða stöðu á kjötmarkaðnum. Hins vegar hefur ekki sem skyldi tekist að markaðssetja lambakjötið, það hefur ein- hvern veginn þótt sjálfsagt að neytendur keyptu það. Neysluvenjur fólks hafa breyst, dregið hefur úr kjötneyslu og neyslan færst yfir í aðrar vörutegundir. í frétt í dagblaðinu Tímanum sl. laugardag kom fram að innflutningur á pasta jókst yfir 40% í fyrra miðað við árið 1993 og hefur hann fjórfaldast á sex árum. Frá 1988 hefur aukning á sölu pasta numið 2,3 kg á hvert mannsbarn í landinu, en samdráttur í kjöt- neyslu á seuna tíma er sem næst 7 kg. Aukin pasta- neysla skýrir því ekki nema að litlu leyti þetta hrun í kjötneyslunni. í Degi í dag kemur fram að þann 1. júlí sl. voru enn eftir óseld 40% af lambakjöti frá síðustu slátur- tíð, birgöastaðan var þá miklu verri en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt þessu sígur enn á ógæfuhliöina hjá sauðfjárbændum og var þó ekki á hana bætandi. Síðastliðinn föstudag voru settir á markað svo- kallaðir naggar, fiturýrir skyndibitar úr lambakjöti, sem Kjötiðja Kaupfélags Þingeyinga framleiðir. Reynslan verður að skera úr um hvernig neytendur taka þessari nýbreytni, en fullyrða má að slík vara ætti að vera komin á markaðinn fyrir lifandi löngu. Þróunin er sú, jafnt hér á landi sem erlendis, að neytendur vilja fá vöruna svo til beint á pönnuna. Þetta gildir um kjöt, fisk, pitsur, grænmeti og fleira. Þetta framtak KÞ-manna er gott og við það eru bundnar vonir. Ef vel tekst til má ætla að áfram verði haldið á þessari braut. Það verður að leita allra leiða til þess að koma í veg fyrir algjört hrun sauðfjárrækt- arinnar, sem ekki myndi bara hafa alvarlegar afleið- ingar í sveitum landsins, heldur ekkert síður fyrir marga þéttbýlisstaði út um land. Heljardalsheiði gengin Þjóðsaga hf. gefur út Skógargerðisbók Þjóðsaga hf. hefur sent frá sér ritið Skógargerðisbók. Ritstjóri og aðal- höfundur er Indriði Gíslason og aóstoóarritstjóri Ömólfur Thors- son. í formála bókarinnar er greint frá því að í bókinni sé sagt frá því er Helgi Indriðason og Olöf Mar- grét Helgadóttir hófu búskap í Skógargerói í Fellum vorið 1882. „Hefur verió freistað aó setja á bók nokkra þætti úr sögu þeirra hjóna og jafnframí er sögð deili á for- feðrum þeirra og afkomendum.“ Bókin skiptist í sex meginkafla: Ættgarður, Skógargerði, Ólöf og Helgi í Skógargerði, Skógargerðis- systkin eldri, Skógargerðisætt og Ljóðabálkur. Guðmundur Andri Thorsson segir á bókarkápu að bókin sé helguð Helga Indriðasyni og Ólöfu Helgadóttur, áum þeirra og afkom- endum - og Iandinu. „Indriói Gíslason hefur endurskapaö tilveru þessa alþýðufólks fet fyrir fet, stein fyrir stein. Við kynnumst þessum sískrifandi manneskjum í bréfum þeirra og öðrum skrifum; við sjáum Skógargerðissystkinin eldri með augum bama þeirra: vió kynnumst þessu fólki sem ella hefði átt lengri leið á spjöld sög- unnar. Þessi bók geymir niðjatal hjón- anna í Skógargerði, Helga Indrióa- sonar og Ólafar Helgadóttur. Hún geymir líka sagnaþætti og huldu- fólkssögur, gamanmál og kveð- skap frá 18. öld og fram á þennan dag, Islandssögu, ömefnaskrá... Indriði Gíslason hefur hér opnað niðjum þessa fólks skilning á því og högum þess - og þar meö skiln- ing á sjálfum sér - en aðrir lesend- ur sjá hér skráða merka sögu um þá kynslóð sem mddi nýjum tím- um braut á íslandi." Skógargerðisbók er 416 blað- síöur aó stærð, unnin í Prentsmiðj- unni Odda. óþh Akureyri: Jurtalitun í Punktinum A morgun, miðvikudaginn 2. ágúst, veróur jurtalitun á Punktin- um á Akureyri. Litað verður undir berum himni á hlóöum og prímu- sum. Þátttakendur koma með pott og prímus og tína sínar eigin jurtir sem þeir síðan lita með. Mæting verður kl. 10 á Punktinum og byrjað verður á því að safna jurt- um. Ætlunin er að prófa mismun- andi tegundir jurta. Litunin er án eiturefna. Þátttökugjald er kr. 1000, innifalið í því er 100 gr. af íslensku bandi. Vonast er til aö sem flestir komi og kynni sér ís- lenska jurtalitun. Leiðbeinandi er Guórún Hadda Bjamadóttir. Einhvem næstu daga verður Guóríður Gyóa Eyjólfsdóttir sveppafræðingur með kennslu í að tína sveppi og ganga frá þeim í frystikistuna. Það námskeió verð- ur haldið fljótlega eftir næstu rign- ingu. Undanfarin ár hefur Útivist farið eina ferð á Tröllaskaga á hverju sumri, en svo er almennt farið að kalla hálendið milli Eyjafjarðar- og Skagafjarðarsýslna. Trölla- skagi er eitt hrikalegasta fjalllendi landsins en fjölmargar gönguleiðir liggja yfir hann. I sumar verður gengin Heljar- dalsheiði á milli Svarfaðardals og Kolbeinsdals. Var hún áður ein fjölfamasta leiðin yfir Trölla- skaga. Séð heim að Hólum í Hjaltadal. Úti- vistarfóik hyggst ganga Heljardals- heiði á iaugardag og á Hólabyrðu á sunnudag. Mynd: Reynir Þór Sigurösson. Ferðin hefst nk. föstudags- kvöld, 4. ágúst, á Hólum í Hjalta- dal, þar sem ferðafélagar hittast. Að morgni laugardagsins 5. ágúst verður ekið í Svarfaðardal og gengið í einum áfanga yfir Heljar- dalsheiói heim að Hólum. Gangan tekur 8 til 10 tíma og þurfa þátt- takendur aðeins að hafa með sér nesti til dagsins. A sunnudag, 6. ágúst, verður gengið á Hólabyrðu og notið fag- urs útsýnis. Mánudaginn 7. ágúst verður Hjaltadalurinn síóan skoð- aður áóur en leióir skiljast. Skagfirðingar og Eyfirðingar eru hvattir til að koma að Hólum kl. 8 að morgni laugardags og sunnudags og taka þátt í dagsferó- um þessa daga. Fararstjóri veróur Reynir Þór Sigurósson. Hótel ísland: Sýning Björg- vins aftur í haust A síðastliðnum vetri gekk fyrir fullu húsi helgi eftir helgi á Hótel íslandi sýningin „Þó líði ár og öld“, þar sem rifjuð eru upp nokkrar perlur frá 25 ára ferli Björgvins Halldórssonar. Samkvæmt frétt frá Hótel Is- landi hefur eftirspum á sýning- una engan veginn verið fullnægt og því hefur verið ákveðiö að hafa sex sýningar í haust og verður sú fyrsta laugardags- kvöldið 16. september. Allir sömu listamenn verða með Björgvini á sviðinu í haust og sl. vetur, tíu manna hljóm- sveit undir stjóm Gunnars Þórð- Sýningin „Þó líði ár og öld“, þar sem Björgvin Halldórsson syngur ýmis lög frá 25 ára ferli, verður tekin upp á Hótel íslandi í sept- ember. arsonar, bakraddasöngvararnir Ema Þórarinsdóttir og Jóhann Helgason, dansarar úr Battú dansflokknum undir stjóm He- lenu Jónsdóttur danshöfundar og Sigríður Beinteinsdóttir söngkona, sem er sérstakur gestur Björgvins. Jón Axel Ól- afsson er kynnir, hljóðstjórn er í höndum Gunnars Smára Helga- sonar, lýsingu stjórnar Magnús Viðar Sigurósson. Alls starfa 10 tæknimenn vió sýninguna, sviðsstjóri er Ágúst Ágústsson og Bjöm G. Bjömsson sá um sviðsetningu og leikstjóm.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.