Dagur - 01.08.1995, Side 7

Dagur - 01.08.1995, Side 7
Þriðjudagur 1. ágúst 1995 - DAGUR - 7 „Komið út fyrir öll mannleg mörk“ - segir Þorvaldur, sem á í viðræðum við Manchester City og fleiri félög Akureyringurinn Þorvaldur Ör- lygsson hefur verið í sviðsljósinu í fjölmiðlum bæði á íslandi og í Englandi að undanfórnu. Hann er búinn með samning sinn hjá Stoke og er ákveðinn í að Ieika annars staðar á næsta tímabili. Ekki hefur gengið sem skyldi að losna frá Stoke, sem fer fram á háar upphæðir fyrir Þorvald og framkvæmdastjóri félagsins, Lou Macari, hefur að sögn Þorvalds staðið í vegi fyrir að hann sé kominn í nýtt félag. Þorvaldur hefur æft með Stoke og lék þrjá æfingaleiki með liðinu í Högni E. Gylfason og Hannes Haraldsson sjást hér Icngst til vinstri á verð- launapalli með silfurverðlaun sín á Eyjaleikunum. Haglabyssuskotfimi: Glæsilegur árangur Akureyringa á Eyjaleikum Fyrir skömmu gerðu akureyskar skyttur góða ferð á Eyjaleika á Gíbraltar og náðu besta árangri íslendinga í haglabyssuskotfimi á erlendri grund til þessa. Hann- es Haraldsson og Högni E. Gylfason voru fulltrúar íslands í skotfiminni og náðu í silfurverð- laun í liðakeppninni auk þess sem Högni fékk bronsverðlaun í einstaklingskeppninni. Fjölmennt lið íslenskra íþrótta- manna var á Eyjaleikunum, sem voru haldnir 15. til 22. júlí á Gí- braltar. Högni og Hannes náðu sér vel á strik og voru aðeins einni dúfu frá efsta sætinu í liðakeppn- inni. Þar var skotið á tvö hundruð dúfur, eitt hundrað á mann. Högni hitti 88 og Hannes 87 eða samtals 175 dúfur en sigurvegaramir, sem koma frá Alandseyjum, voru báðir með 88 dúfur og því 176 samtals. I einstaklingskeppninni skaut hver keppandi á 125 dúfur og felldi Högni 112 en Hannes 105. Þessi árangur dugði Högna sæti í úrslitakeppni og var þetta annar besti árangurinn eftir undankeppn- ina. í úrslitum skaut hann 23 af 25. Gotel frá Jersey var með full- komna hittni og komst upp fyrir Högna, sem fékk því bronsið. Wide Gold Cup Um helgina fór fram Wide Cold Cup mótið á æfingasvæði Skotfé- lags Akureyrar en það voru bresku Gamebore haglabyssuskotfram- leiðendumir sem héldu mótið. Fjöldi snjallra skytta kom víðs vegar að af landinu og keppnin var skemmtileg. Hannes sigraði í þeirri keppni með 110 stig en Bjöm Stefánsson varö annar með 104 stig. Ámi H. Helgason fékk reyndar einnig 104 stig en Bjöm hafði betur í bráðabana. Verðlaun- in á þessu móti voru glæsileg, utanlandsferð fyrir 2 efstu á mót á vegurn Gamebore í Bretlandi. síðustu viku. „Svo lengi sem klúbburinn borgar mér laun þá verð ég aó mæta á æfingar hjá Stoke. Það er ágætt að æfa og spila með liðinu til að komast í leik- form,“ sagði Þorvaldur. „Megin- takmark mitt er að komast í form og ef hann vill nota mig í liðinu þá spila ég fyrir mig en ég er ekki að spila fyrir klúbbinn,“ sagði Þor- valdur sem greinilega er sársvekkt- ur með hvemig staðið er að hans málum. Stoke hefur boðið Þorvaldi betri samning en hann var með en hann hefur lítinn áhuga á að gangast við því tilboði. „Ég er ekki ánægður með hvemig hefur verið komið fram við mig og svo lengi sem „skoski dvergurinn" er staddur þama þá hef ég ekkert þama að gera,“ sagði Þorvaldur og á þar greinilega við Lou Macari. Þorvaldur var mjög nálægt því að gera samning við Birmingham City og var spenntur fyrir að fara þangað en það mál datt upp fyrir. Enn em margir möguleikar fyrir hendi fyrir Þorvald og í síðustu viku átti hann í viðræðum við for- ráðamenn úrvalsdeildarliðs Manc- hester City. „Það hafa verið önnur úrvalsdeildarfélög inni í dæminu og erlend lið líka. Þá er ónefnt 1. deildarfélag búið að bjóða mér 3 Þorvaldur Örlygsson hefur átt í við- ræðum við forráðamcnn Manchest- cr City og hann hefur mikinn áhuga á að lcika með félaginu. ára samning. Manchester City er ennþá inni í myndinni og ég á í viðræðum við þá,“ sagði Þorvaldur en við stjómvölinn hjá Man. City er nú gamla brýnið Álan Ball og hann réði til sín annan gamlan ref, Asa Hartford, sem aðstoðarmann fyrir skömmu. Hartford var þjálfari hjá Stoke þegar Joe Jordan var við stjómvölinn og stjómaði liðinu í nokkrum leikjum á síðasta tíma- bili, áður en Lou Macari var ráðinn til félagsins. „Asa er mjög svo við- kunnanlegur maður og það skaðar ekki að hann sé þama. Ég hef átt viðræður viö Alan Ball en það em ýmsir hnútar sem þarf að leysa áð- ur en af þessu verður. Sérstaklega er það ýmislegt hér hjá Stoke sem þarf að leysa. Þetta em hin undar- legustu mál og ég myndi segja að þetta væri komið út í bamaskap af þeirra hálfu,“ sagði Þorvaldur. Nú eru tvær vikur þar til 1. deildin hefst en þrjár þangað til úr- valsdeildarliðin hefja sparktíðina. „Ég vona svo sannarlega að ég verði kominn í annað lið áður en tímabilið byrjar en svo framarlega sem þeir haga sér eins og hálfvitar þá er lítið sem ég get gert. Ég hef farið eftir bókinni en þeir hafa ekki gert það. Ég veit ekki hvaða ákvörðun ég tek í næstu viku ef þeir ætla að haga sér svona áfram. Því miður er þetta komið út fyrir öll mannleg mörk,“ sagði Þorvald- ur en hann og Lou Macari hafa ekki talast við undanfama sex mánuði. „Ég mun hugsa mitt ráð og taka ákvörðun á næstunni,“ sagði Þor- valdur að lokum. Golf: Stormasamt á fyrsta degi Landsmóts - meistaraflokkskylfingar heffa lelk í dag þeir sem em helst taldir líklegir til að vcita honum keppni em Birgir Leifur Halldórsson úr Leyni og Björgvin Sigurbergsson úr Keili. Akureyringurinn Öm Amarson hefur átt mjög góða hringi á Strandarvclli og hann gæti hæglega blandað sér í bar- áttuna um íslandsmeistaratitilinn. „Ég er mjög bjartsýnn. Ég hef haft góðan tíma til að æfa að undanfömu og er ákveðinn í að blanda mér í toppbaráttuna," sagði Öm í samtali við Dag. „Annars verður þetta mjög jöfn barátta því þaó em mjög margir sem koma til greina sem sigur- vegararar. Völlurinn er nokkuö öðmvísi en margir aðrir. Flatim- ar eru frekar haróar og tnaður þarf oft að láta boltann rúlla inn á llatimar. Þessi völlur hentar mér ágætlega og mér hefur gengið vel héma. Ég vann héma mót þann I. maí og var ofarlega síöast þcg- _ . ar Landsmót var haldið héma, Sveinsson, GA, á titil að verja en örn Arnarson, GA. 1991,“ sagði Óm. FE/'SH veono settl strtK l reikninginn á fyrsta degi Landsmótsins t golfl, sem hófst á Strandarvelli við Hellu á sunnudag. Kylflng- ar í 3. flokki og hluti af 2. flokks kylfingum lentu í miklu roki og ákveðið var að flauta mótið af um miðjan dag. Kylftngar mættu aftur til leiks kl. 5.30 í gærmorgun og leikið var í 1. 2. og 3. flokki karla og 1. og 2. flokki kvenna en Meistara- flokkskylftngar hefja leik í dag. Veðrið var mun skapiegra í gær heldur en fyrsta daginn og skor ilcstra mun betra, þó svo að und- antekningar hafi verið á því. Ónefndur félagi i GA lék t.d. á 117 höggum og vermir neósta sæti stns flokks. Búast má við að keppni í meistaraflokki verði mjög spenn- andi og tvísýnt um hverjir verði í efstu sætum. Sieurpáll Geir

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.