Dagur - 16.08.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 16. ágúst 1995
FRÉTTIR
Bikarkeppni Bridgesambandsins:
Norðlensku sveit-
irnar úr leik
Þriðju umferð í bikarkeppni
Bridgesambands íslands er nú
lokið og eru báðar norðlensku
sveitirnar úr leik.
Sveit Antons Haraldssonar frá
Akureyri, tapaði fyrir sveit Hjól-
barðahallarinnar úr Reykjavík, 51-
70 og sveit Sveins A^lgeirssonar
frá Húsavík, tapaði fyrir sveit Sig-
urðar Vilhjálmssonar frá Súðavík,
55-139.
Af þeim átta sveitum sem
komnar eru áfram í fjórðu umferð,
eru sex úr Reykjavík, ein frá
Súðavík og ein frá Isafirði. KK
Vegaframkvæmdir
í Öxarfirði
Friðrik Vestmann, eigandi I’edromynda og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Lifandi landi hf., afhentu í vikunni Guð-
nýju G. Gunnarsdóttur og Herði Helgasyni hjá Minjasafninu, geisladisk með 54 gömlum myndum af akureyrskum
iðnaði.
Minjasafninu gefinn geisladiskur með myndum af akureyrskum iðnaði:
Merkileg samtímaheimild
- myndirnar sýndar á Iðnaði ’95
- hafa ekkert með ferðalag fjárlaga-
nefndar að gera
Lifandi Iand hf. og Pedromyndir
hafa í sameiningu gefið Minja-
safninu á Akureyri geisladisk
með myndum af iðnaði og iðn-
aðarmönnum úr safni Kristjáns
Laugardaginn 19. ágúst verður
svokallaður Hólasandsdagur en
þá munu áhugamenn um upp-
græðslu Hólasands, Húsgulls-
menn og aðilar frá fyrirtækjum
sem styrkja framkvæmdirnar
efna til ferðar og kynna sér ár-
angur þess sem þegar hefur ver-
ið framkvæmt. Guðmundur
Bjarnason landbúnaðar- og um-
hverfisráðherra og Halldór
Blöndal samgönguráðherra
mæta.
Uppgræðsla Hólasands hófst í
fyrrasumar en um er að ræða 130
ferkílómetra eyðimörk. Alvarleg
jarðvegs- og gróðureyðing á sér
stað við jaðra sandsins en kola-
grafir sem þar hafa fundist benda
til að þar hafi áður vaxið birki-
Aðalsteinssonar, húsgagna-
smiðs, sem lést fyrir nokkrum
árum.
Kristján tók virkan þátt í starf-
semi Iðnaðarmannafélags Akur-
kjarr. í fyrra veitti Hagkaup
myndarlegt framlag til uppgræðsl-
unnar. Islandsbanki á Húsavík
styrkir einnig framtakið, og bakar-
íið Kringlan og verslunin Þingey
hafa nú bæst í hópinn, en Þingey
leggur fram 4 kr. af hverju seldum
plastpoka til framkvæmdanna.
í fyrrasumar var lúpínu sáð í
suðausturhluta Hólasands en lögð
er áhersla á fjölþættar aðgerðir og
notkun lífræns úrgangs við upp-
græðsluna. í sumar og í fyrra hef-
ur þetta svæði verið girt. Það eru
landeigendur, áhugafólk, sveitar-
félög, Landgræðslan og Skóg-
ræktin sem samvinnu hafa um
verkefnið og á laugardaginn verð-
ur áhugafólki kynntur árangurinn
sem þegar er orðinn sýnilegur. IM
eyrar á fyrri hluta aldarinnar, en
það starfaði mjög ötullega að
fræðslumálum iðnaðarmanna.
Myndasafnið var hluti af fræðslu-
efni félagsins, en starfsemi þess
var grunnur að stofnun Iðnskólans
á Akureyri. Safnið inniheldur 114
myndir, allar á glerplötum, og
hafa 54 af þeim verið valdar úr og
settar á geisladisk.
Að sögn Guðnýjar Gerðar
Gunnarsdóttir, safnvarðar á
Minjasafninu, er greinilegt að iðn-
aðarmenn við vinnu hafa verið
Ijósmyndaðir markvisst, og það
geri safnið einstakt. Myndirnar
eru mikilvæg samtímaheimild um
iðnað og framleiðslu á Akureyri á
árunum 1920-1935 og sýna þær
glögglega vinnubrögð og hand-
bragð þessa tíma.
Myndirnar verða sýndar á sýn-
ingunni Iðnaður ’95 sem hefst í
dag. shv
Fjárlaganefnd Alþingis hóf
ferð um Norðurlandskjördæmi
eystra á Þórshöfn í gærmorgun,
eins og fram kemur annars stað-
ar í blaðinu. Nefndin ræðir við
forsvarsmenn sveitarfélaga í
kjördæminu og í Norður-Þing-
eyjarsýslu, þar sem ferðin hófst,
voru vegamálin efst á baugi.
Það vakti því nokkra athygli
heimamanna að í gær var verið að
bera ofaníburð í veginn frá Núps-
kötlu og inn í Öxarfjörð. Bændur
á svæðinu voru mjög hissa og
sögðu að þarna hefði ekki komið
malarhlass í mörg ár. Var því rætt
um það bæði í gríni og alvöru
hvort ástæðan fyrir þessum fram-
kvæmdum væri heimsókn fjár-
laganefndar.
„Við erum ákaflega ánægð
með hvaðeina sem til framfara
horfir og auðvitað erum við
ánægð með þennan ofaníburð,”
sagði Ingunn St. Svavarsdóttir,
sveitarstjóri á Kópaskeri, í samtali
við Dag. „Hins vegar hef ég feng-
ið ábendingu heimamanna sem
eru að vinna við ofaníburðinn en
þeir hafa áhyggjur af því að þessi
ofaníburður verði mjög háll þegar
rignir. Eg vona að það reynist ekki
rétt.“
Helgi Hallgrímsson, vegamála-
stjóri, sagði í samtali við Dag að
þessi vinna við veginn hefði ekk-
ert með ferðalag fjárlaganefndar
að gera. IM/KK
Ráðstefna um
rækjuveiðar
og vinnslu
Félag rækju- og hörpudisks-
framleiðenda mun standa fyrir
ráðstefnu um rækjuveiðar og
rækjuvinnslu dagana 6. og 7.
október nk. og verður ráðstefnan
verður haldin í stjórnsýsluhús-
inu á ísafirði.
Tilefni ráðstefnunnar er að nú
eru liðin um 60 ár síðan farið var
að veiða rækju við ísland.
Ráðstefnan, sem er öllum opin,
skiptist í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn
fjallar um rækjustofna hér við
land og í öðrum löndum og horfur
með þá. Annar hlutinn fjallar um
fiskveiðistjórnun og opinber af-
skipti af greininni. Þriðji hlutinn
fjallar um rækjuvinnslu og síðasti
hlutinn um markaðsmál rækjuaf-
urða. GG
Læknablaðið:
Sérstakt fylgirit um
Læknafélag Akureyrar
Hólasandsdagur
á laugardag
RENAULT
DRÁTTARVÉLAKYNNING
17.-20. ágúst 1995
Dagur Tími Staður
17.08.95 10-13 Varmahlíð, Skagafirði
17.08.95 20-22 Söluskáli Olís, Dalvík
18.08.95 10-14 Blómaskálinn Vín, Hrafnagili
18.08.95 17-19 K.Þ., Fosshóli
18.08.95 20-22 Söluskáli ESSO, Laugum, Reykjadal
19.08.95 16-20 Brúarás í Jökulsárhlíð
20.08.95 10-14 Söluskáli KHB, Egilsstöðum
RENAULT
Agriculture
Aræði hf.
Höfðabakka 9,112 Reykjavík
Sími 567 0000'Fax 567 4300
Ut er komið fylgirit Lækna-
blaðsins þar sem rakin er saga
Læknafélagsins á Akureyri, en
félagið varð 60 ára í nóvember
síðastliðnum. Auk sögu félagsins
eru í ritinu greinar sem læknar í
Læknafélagi Akureyrar skrifuðu
og birtust í Degi síðastliðið haust
og fram eftir vetri.
Læknablaðinu er dreift til allra
íslenskra lækna og yfirleitt fjár-
magnað með lyfjaauglýsingum.
Félagar í Læknafélagi Akureyrar
vilja hinsvegar gjarnan að fleiri fái
tækifæri til að tileinka sér fróð-
leikinn í fylgiritinu og því var sá
háttur hafður á að fá fyrirtæki á
Akureyri og nágrenni til að aug-
lýsa í blaðinu. Hægt er að nálgast
ritið endurgjaldslaust á heilbrigð-
isstofnunum og apótekum á Akur-
eyri, Dalvík og Ólafsfirði og er
hverjum sem er frjálst að taka ein-
tak. Blaðið mun einnig liggja
frammi á Flugstöð Akureyrar, í
afgreiðslu Dags og Morgunblaðs-
ins á Akureyri og hugsanlega
fleiri stöðum.
og heiðursfélaga félagsins. Ólafur
var yfirlæknir í tæp þrjátíu ár, eða
frá 1954-1985, en áður starfaði
hann sem heimilislæknir. Við rit-
un sögunnar segist Ólafur hafa
stuðst við minni og ýmsar heim-
ildir, þar á meðal fundargerðir
Læknafélagsins. Þegar læknafé-
lagið var stofnað 1934 voru 9
læknar í félaginu en sú tala hefur
margfaldast og félagar eru nú um
60 talsins. Aðeins tvö íslensk
læknafélög, Læknafélag Reykja-
víkur og félag sem íslenskir lækn-
ar í Svíþjóð tilheyra, eru fjöl-
mennari. AI
Saga Læknafélagsins errituð af Stefán Yngvason, formaður Læknafélags Akureyrar, lengst til hægri, Ólaf-
Ólafi Sigurðssyni, fyrrverandi ur Sigurðsson, sem ritaði sögu félagsins og Pétur Pétursson, fyrrverandi for-
yfirlækni lyflæknisdeildar á FSA maður Læknafélagsins. Mynd: ai