Dagur - 16.08.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 16.08.1995, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 16. ágúst 1995 - DAGUR - 11 Starfsemi Landsbjargar kynnt á alheimsmóti skáta: Tugþúsundir gesta skoðuðu sýningarsvæðið Á 18. alhcimsmóti skáta sem haldið var í Hollandi dagana 1,- 11. ágúst sls.jvar starfsemi Lands- bjargar, landssambands björgunar- svcita, sérstaklega kynnt. Um þrjátíu Landsbjargarfélagar sáu um að kynna starfsemi björgunar- sveitanna en margar björgunar- sveitir Landsbjargar eiga rætur sínar að rekja úr skátahreyfing- unni. Mikill björgunarbúnaður var íluttur til Hollands í sambandi vió kynninguna. Má þar nefna full- kominn snjóbíl ásamt flutningabíl, björgunarbifreið, snjósleóa og bát, ásamt miklu magni af alls kyns smærri búnaði, svo sem til fjar- skipta, kcnnslu og klifurs. Landsbjörg fékk sérstakt svæði á mótsstað til aö kynna starfsem- ina. Þar var reist rúmlega eitt hundrað fcrmetra tjald þar sem mótsgestir gátu kynnt sér starf- scmi sambandsins í máli og myndum. Á svæðinu í kringum tjaldiö voru bílar og tæki sem flutt voru út til sýnis og þá var sett upp sérstök svifbraut þar sem gestir fcngu að kynnast af eigin raun björgunarsigi úr 15 m háum tumi. Tugþúsundir skáta og annarra gesta frá flestum löndum skoðuðu svæði Landsbjargar á Jamboree og voru margir forvitnir um þessi sérstöku björgunarsamtök skáta, sem þykja einstök þar sem venjan er að her eða aðrir opinberir aðilar þjóni þessu hlutverki. Allir gcstir á svæði Landsbjargar fengu að gjöf póstkort með myndum úr starll björgunarsveita sem við- komandi gat notað til að senda vinurn og ætíingjum í sínu heima- landi, eins og segir í fréttatilkynn- ingu frá Landsbjörg. KK Hér er verið að gera klárt fyrir sýningu Landsbjargar á skátamótinu í Hollandi. Starfsemi sambandsins vakti mikla athygi skáta og annarra gesta víðs vegar um heim. Gífuriegur fjöldi skáta og annarra gcsta komu saman á alheimsmóti skáta í Hollandi dagana l.-ll. ágúst sl. Á meðan á sýningunni Iðnaður 95 stendur bjóðum við okkar stórglæsilega 17 sorta sveitahlaðborð alla dagana frá kl. 15-18 Frítt sund og sauna fyrir kaffigesti Verið velkomin! Landsbyggðin: Fjársöfnun Hjálparstarfs aðventista að Kefjast Hin árlega fjársöfnun Hjálpar- starfs aðvcntista hefst núna í vik- unni. Hús og fyrirtæki á allri landsbyggðinni verða heimsótt og öllum þannig gefið tækifæri til að hjálpa þar sem neyðin cr stærst. Hjálparstarfið er alþjóólegt starf og á undanförnum áratugum hefur fjölda stofnana verið komió á fót, svo sem sjúkrastöðvum, sjúkra- húsum, hcilsugæslustöðvum, grunn-, framhalds- og verknáms- skólum og öðrum skólum. Þessar Ut er komin hjá Hljóöbókaklúbbn- um verðlaunaskáldsagan Englar al- heimsins eftir Einar Má Guð- mundsson, en fyrir hana hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráös í febrúar sl. Englar alhcimsins fjallar um ævi og endalok mannsins sem lendir í hremmingum geðveikinnar. Aðalpersónan-iEáll segir sögu sína frá vöggu til grafar og inn í sögu hans fléttast sögur og örlög margra þeirra sem á vegi hans verða. Englar alheimsins er fimmta skáldsaga Einars Más, en hann hcf- ur cinnig sent frá sér fjórar ljóða- bækur, smásagnasafn og tvær bamabækur, auk þess sem hann er meðhöfundur tveggja kvikmynda- stofnanir eru mannaðar árið um kring af fórnfúsu hugsjónafólki. Hjálparstarf aöventista starfar með ADRA (Adventist Develop- mcnt and Relief Agency) eöa Þró- unar- og líknarstofnun aðventista. ADRA fær fjárstuðning frá ríkis- stjórnum, félagasamtökum og ein- staklingum í mörgum löndum. I þessu samstarfi er einstaklingum veitt neyðar- og þróunaraðstoð án tillits til pólitískra skoðana, trúar- bragða eða kynþáttar. ADRA er handrita. Margar af bókum hans hafa verió þýddar og komið út á Norðurlöndum, í Englandi og Þýskalandi. Þessi nýja útgáfa Engla alheimsins er hins vegar fyrsta hljóðútgáfan á verki eftir hann. Englar alheimsins er á fjórum snældum, um 6 klukkustundir í fiutningi og það er höfundurinn sem les. Utgefandi hljóðbókarinnar Englar alheimsins er Hljóðbóka- klúbburinn. Um hljóðritun og fjöl- földun sá Hljóðbókagerð Blindra- félagsins, en kápu hannaði Þórhild- ur Elín. Hljóðbókin er aðeins seld félögum í Hljóðbókaklúbbnum og kostar 1890 krónur. fimmta stærsta hjálparstofnun heims sem rekin er af einkaaðil- um. Hvenær sem hörmungar hafa dunið yfir fer Hjálparstarf aðvent- ista á vettvang ásamt öörum hjálp- arsveitum með alla þá hjálp sem hægt er að veita, til dæmis aðstoö viö fórnarlömb fjöldamorðanna í Rúanda, þar sem mynduðust stærstu flóttamannabúðir heims og ADRA setti upp sjúkraskýli fyrir u.þ.b. 10 milljónir á dag. Á meðan hungursneyðin í Sómalíu stóð rak ADRA 79 fjöldaeldhús. Þaó stærsta dreifói mat til 100.000 manns á dag. ADRA fæst þó ckki aðallega við neyðaraðstoð hcldur við aó vcita fólki tækifæri til að þroska hæfileika sína og til að verða sjálfbjarga og þegar neyðar- hjálpinni er lokið heldur hið dag- lega fyrirbyggjandi starf áfram ásamt þjálfun og hjálp til sjálfs- hjálpar. Margir fátækir, sjúkir og í neyð hafa notiö góðs af þeim gjöfum sem Hjálparstarfinu bárust árið 1994. Fyrir hönd þessara mörgu viljum við þakka fyrir 2.321.575 sem söfnuðust í fyrra. Það eru svo margir sem þarfn- ast hjálpar okkar til að öðlast mannsæmandi lífsviðurværi. Um leið og vió þökkum stuðninginn og hlýhuginn á undanförnum ár- um vonumst viö einnig til að njóta aðstoðar þinnar þegar söfnunar- fólkið bankar upp hjá þér í vik- linni. (Fréttatilkynning) Englar alheimsins í nýrri útgáfiu Hrafnagili, sími 463 1400 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Laust embætti er forseti íslands veitir Embætti ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu er laust til umsóknar. Embættið veit- ist frá 1. desember 1995. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf umsækjenda skulu sendar heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, fyrir 20. septem- ber nk. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 14. ágúst 1995. ¥Sjálfstœðisfólk Norðurlandi eystra Skemmtiferð verður farin sunnudaginn 27. ágúst. Lagt af stað frá Akureyri kl. 8.00 á sunnudags- morgni og farið sem leið liggur um Kelduhverfi og fyrir Sléttu. Nánari upplýsingar i síma 462 2672 á morgn- ana og kvöldin og hjá formönnum félaganna. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 22. ágúst. Kjördæmisráð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.