Dagur - 16.08.1995, Blaðsíða 6
.'SJBSSSMíSSSr/i
6 - DAGUR - Miðvikudagur 16. ágúst 1995
Verðlaunasjóður íslenskra bamaboka:
Samkeppni um bestu
barnabók næsta árs
- tekið á móti handritum
til 15. október næstkomandi
Nú stendur yfir samkeppni um
verðlaunabamabók ársins 1996.
Fyrir samkeppninni stendur Verð-
launasjóður íslenskra bamabóka
og er þetta í ellefta sinn sem verð-
laun af þessu tagi verða afhent.
Um leið og verðlaunin verða af-
hent gefur Vaka- Helgafell bók-
ina út.
Samkvæmt upplýsingum frá
Verðlaunasjóði íslenskra bama-
bóka er frestur til að skila inn
handritum til 15. október næst-
komandi.
Islensku bamabókaverðlaunin
nema 200 þúsund krónum auk
þess sem höfundur verðlaunabók-
arinnar fær greidd laun sam-
kvæmt^ samningi Rithöfundasam-
bands íslands og Félags íslenskra
bókaútgefenda.
Dómnefnd mun velja verð-
launasöguna úr þcim handritum
sem berast. Ekki eru sett nein tak-
mörk varðandi lengd sagnanna og
einungis við það miðað að efnið
hæfi bömum og unglingum. Hvatt
er til þess að óreyndir, jafnt sem
reyndir rithöfundar, spreyti sig í
þessari samkeppni en handrit þarf
að merkja dulnefni og nafn höf-
undar skal fylgja með í lokuðu
umslagi. Sögumar skal svo senda
Verðlaunasjóði íslenskra bama-
bóka í hcimilisfangi bókaútgáf-
unnar Vöku- Hclgafells.
I
1
HOTEL KEA
Föstudagsjass
Hínn frábærí gftarleíkarí
Bjöm Thoroddsen
ásamt Jóní Rafnssyní í léttrí sveíflu
frá kl. 10-01.
Ath! Enginn aðgangseyrír.
Laugardagskvöld
f
-KLASS
ásamt söngvurunum
Berglíndi Björk og Reyní Guðmundssyní
Borðapantanir fyrir matargesti í síma 462 2200
Sólrún Bragadóttir
heimsækir Norðurland
- kemur fram á þrennum tónleikum um
næstu helgi ásamt Jónasi Ingimundarsyni
Sólrún Bragadóttir, söngkona, og dagkl. 21 og í safnaóarheimili Ak- mjög fjölbreytt og aðgöngumiða-
Jónas Ingimundarson, píanóleikari, ureyrarkirkju á sunnudag kl. 20.30. sala verður vió innganginn á
heimsækja Húsavík, Breiðumýri, Efnisskrá tónleikanna verður hverjum stað.
Akureyri og Borgames næstu daga
rrteð spili og söng. Tónleikaröð
þeirra á Noróurlandi hefst á föstu-
dag og lýkur á sunnudagskvöld.
Sólrún Bragadóttir hefur undan-
farin ár starfaö í Þýskalandi og
sungið víða. Að loknu söngnámi
hér heima og í Bandaríkjunum
fékk hún fastráðningu við ópcruna
í Keiserslautem, var þar í nokkur
ár og síðan var hún fastráðin við
óperuna í Hannover. Hún hefur
sungió mjög víða sem gestur og
tekist á við mörg stór hlutverk í
mörgum helstu óperum sögunnar,
auk þess sem hún hefur komið
fram á tónleikum af ýmsu tagi.
Þau Jónas og Sólrún hefja tón-
leikaröðina í sal Borgarhólsskóla á
Húsavík á föstudag, 18. ágúst kl.
20,30. Þau veróa síðan í félags-
heimilinu að Breiðumýri á laugar-
Landskeppni Færeyinga og íslendinga í skák á Akureyri:
Miklir yfirburðir
íslenska liðsins
Landskeppni í skák fór fram milli
Færeyinga og Islendinga á Akur-
eyri um liðna helgi. Þetta var í 9.
sinn sem slík landskeppni er hald-
in en jafnan hefur lið Islands verið
skipaó skákmönnum af Akureyri
og Austurlandi þó í þetta sinn hafi
aóeins Akureyringar komið aó
taflmennskunni. Skemmst er frá
því að segja að íslenska liðið vann
yfirburða sigur á mótinu.
Ætlunin var að tveir skákmenn
af Austurlandi yröu í íslenska
keppnisliðinu en þeir forfölluðust
á síðustu stundu. Aður en keppnin
hófst var ljóst að lið Færeyinga
var mun veikara en þaó íslenska
ef skákstig eru mælikvarði á slíkt.
Eins og alþjóó veit hafa verið erf-
ióleikar í Færeyjum og fólksflutn-
ingar úr landi. Nokkrir bestu skák-
menn Færeyja eru af þessum
ástæóum búsettir í Danmörku um
þessar mundir.
Yfirburðir í keppninni voru
miklir, eins og áður segir. Fyrri
umferðin endaði meó níu sigrum
gegn einum og sú síóari sömuleið-
is. Lokastaðan varö því 18:2 fyrir
Rúnar Sigurpálsson sigraði á hraðskákmótinu scm var lokapunktur hcim-
sóknar Færcyinganna til Akureyrar.
ísland.
Sigurlið Islands var þannig
skipaó: Jón Garðar Viðarsson, 01-
afur Kristjánsson, Gylfi Þórhalls-
son, Askell Örn Kárason, Rúnar
Sigurpálsson, Bogi Pálsson, Þór-
leifur K. Karlsson, Þór Valtýsson,
Magnús Teitsson, Sigurjón Sigur-
bjömsson, Jón Björgvinsson og
Jakob Þór Kristjánsson.
Heimsókn Færeyinga á Akur-
eyri lauk með hraðskákmóti á
mánudag þar sem voru 23 kepp-
endur. Sigur í mótinu hafói Rúnar
Sigurpálsson sem hlaut 20 vinn-
inga. Röð næstu manna var þann-
ig: Jón Garðar Viðarsson 19 v.,
Olafur Kristjánsson 17,5, Flóvin
Næs 17,5, Ólavur Simonsen 16,5
og Magnús Teitsson 16. JÓH
Landslið íslands og Færeyja scm tókust á á taflborðunum um hclgina. Færeyingar urðu að lúta í lægra haldi enda
sakna þcir sinna stcrkustu skákmanna.