Dagur - 16.08.1995, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 16. ágúst 1995 - DAGUR - 9
Iðnaður ’95 hefst ■ dag
Bæði skemmtun og fræðsla
- segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Iðnaðar ’95, um sýningarhaldið næstu daga
í kvöld setur Finnur Ingólfsson,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
sýninguna Iðnaður ’95 á Hrafna-
gili í Eyjafjarðarsveit. Þar með
hefst formlega sýning sem helg-
uð er ísienskum iðnaði en sýn-
ingarsvæðið verður opnað al-
menningi kl. 16. Inn í dagskrána
næstu daga verður fléttað sögu-
og menningarsýningum,
fræðslu- og skemmtiefni. For-
svarsmenn Lifandi lands hf., sem
stendur fyrir sýningunni, segja
mikið lagt upp úr að spinna á
þennan hátt saman dagskrá sem
höfði til breiðs hóps, jafnt full-
orðinna sem barna.
„Inni á þessari sýningu eru jafnt
fyrirtæki sem eru að stíga sín
fyrstu skref sem rótgróin og öflug
stórfyrirtæki. Þar má til dæmis
nefna fyrirtæki eins og Landsvirkj-
un, Rarik og fleiri,“ segir Jóhannes
Geir Sigurgeirsson, framkvæmda-
stjóri Iönaðar ’95.
Með Iðnaði ’95 lýkur þriggja
helga sýningar -og skcmmtana-
haldi að Hrafnagili sem hófst með
Ættarmóti Helga magra um versl-
unarmannahelgina og síðan fylgdi
í kjölfariö handverkshátíð um
liðna helgi. Lifandi land efndi
einnig til viðamikillar landbúnað-
arsýningar í fyrra þar sem komu
um 9000 gestir. Jóhannes Geir
segir að iðnsýningin sé talsvert
frábrugðin landbúnaðarsýning-
unni. Að hans sögn koma gestir til
með að sjá þar hvernig íslensk fyr-
irtæki notfæra sér nútíma tölvu-
tækni því nokkur fyrirtæki ætla að
vera í beinu sambandi við sínar
höfuðstöðvar, auk þess sem á
svæðinu verða einnig aðilar sem
kynna tölvutengingar inn á al-
þjóðanetið Intemet.
Fjölbreyttar hliðarsýningar
Alls eru á áttunda tug aðila á sýn-
ingunni, jafnt á úti- sem innisvæð-
um. Þá verða hliðarsýningar, s.s.
sýningin „Fólk og vélar í 60 ár“,
þar sem fjallað er um sögu Sam-
bandsverksmiðjanna á Akureyri.
Myndavélasafn verður einnig til
sýnis sem og yfir 50 einstakar
myndir sem sýna iónaóarmenn á
Akureyri að störfum snemma á
öldinni. Jóhannes Geir segir að
meó þessari umgjöró um iónsýn-
ingunna sé undirstrikað að at-
hafnasemi verði að eiga sér rætur í
öðrum þáttum þjóðlífsins.
Líflegt á útisvæðunum
Jóhannes Gcir segir að í sýningar-
haldinu næstu daga fari saman
fræðsla, skemmtun og fallegt unt-
hverfi og þessir dagar geti orðið
sumarauki fyrir fjölskyldufólk á
Noróurlandi. I vcitingatjaldi verða
öll kvöld söng- eða leikatriði og á
útisvæði verða t.d. hestasýningar,
hestaleiga, dýrasýning, svifllug-
skynning, torfærubílar, hoppkast-
ali, starfsþrautakeppni og hesta-
kerra.
Sýningarsvæðið verður opnað í
dag kl. 16 þegar klippt vcrður á
borða sem strengdur verður um-
hverfis sýningarsvæðið. Klukkan
20.30 í kvöld hefst svo formleg
opnunarhátíð þar sem meðal ann-
ars verður ávarp Haraldar Sumar-
lióasonar, formanns Samtaka iðn-
aðarins, setningarávarp Finns Ing-
ólfssonar, iðnaðarráðherra, og
ávarp Davíðs Sch. Thorsteinsson-
ar, sem er sérstakur gestur sýning-
arinnar. Þá verða nokkur söngat-
riði þar sem fram koma Om Viðar
Birgisson, Kór Glerárkirkju, Pálmi
Gunnarsson, Kristján frá Gilhaga,
Alftageróisbræður og flciri.
Viðamikill undirbúningur
Sýning á borð við Iðnað ’95 er
viðamikió verkefni, ekki síst fyrir
ungt fyrirtæki eins og Lifandi land.
Jóhannes Geir segir að á vegum
fyrirtækisins komi um 40 manns
að sýningunni og undirbúningi
hennar og þá er ótalinn allur sá
fjöldi fólks sem kemur að þátttöku
fyrirtækja í sýningunni.
„Þetta er mikið fyrirtæki sem
kostar bæði mikla vinnu og fjár-
magn. Framhaldió á svona starf-
semi hjá okkur ræðst því mikið af
því hvemig viötökur við fáum
núna. Það hefur sína kosti og galla
að halda sýningu á þessum árstíma
en kostirnir eru þeir að hún tengist
sumarleyfistíma fólks og sumar-
ferðalögum og er þannig sumar-
auki fyrir fjölskyldufólk. Við erum
líka að nýta húsnæði og aðstöðu
sem hér er til staðar, bæói skóla-
húsnæði og útiaðstöðu,” segir Jó-
hannes
Sýningin verður opin milli kl.
16 og 22 í dag, 14-22 á morgun og
föstudag og 10-22 á Iaugardag. A
sunnudag veróur opið milli kl. 10
og 18. Fjölskylduafsláttur verður á
miðaverði og gilda miðamir alla
dagana. Þá verður frítt inn fyrir
böm yngri en 14 ára. Gestir geta
vænst óvænts glaðnings því með
hverjum miða fylgir lukkumiði.en
einn sýningargestur fær tölvu af
fullkomnustu gerð, tilbúna í teng-
ingu á alþjóóanetið, Intemet. JÓH
Jóhanncs Gcir Sigurgeirsson í sal íþróttahússins á Hrafnagili í gær. Þar, eins og alls staðar annars staðar á svæðinu
var unnið hörðum höndum að lokaundirbúningi Iðnaðar ’95. Mynd: BG
ii«rararararararaini»i«rarainisBraiiai»inrararaimraini»rarainrarararai»i»i»raraimrarai»ifnffiiL
g
s
s
g
g
g
g
g
g
g
g
g
g
g
g
g
g
g
g
g
g
g
g
g
g
g
g
g
g
y e
tft m WHk
Brauðgerð
Kjötiðnaðarstöð
Safagerð
Smjöriíkisgerð
Kafflbrennsla
Akureyrar hf.
Á iðnsfningunni að Hrafnagili munu iðnfyrirlæki KEA ásamt Kaffibrennslu Akureyrar hf.
kynna fjölbreytta framleiðslu sína á sviði matvælaiðnaðar
Sfningargestum gefst einnig tækifæri á að kynnast nokkrum framleiðsluvörum nánar
mm í s
- T ^ „.‘i’
S’Jk jf 'jf I •"« |1 II i/
al UdS bk
__________
s
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
’'P»P»P»P»P»P»P»PaP»PaP»PaP»P»l»P»P»P»P«P»PraP»l!»P»P«P»P«PaP!»P»P»P»P»P»j!»P»K«PB3ÍP»P!»P»j!»P!«P!»r