Dagur - 22.08.1995, Side 6

Dagur - 22.08.1995, Side 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 22. ágúst 1995 Tíu ára afmæli Spaugstofunnar: Spaugstofiimenn á leið norður Það þykir kannski ótrúlegt en samt er það satt; Spaugstofan á tíu ára afmæli um þessar mundir. Það eru sem sagt tíu ár síðan þessir sí- kátu kumpánar tóku höndum sam- an við að létta lund þjóðarinnar, jafnt í útvarpi, sjónvarpi, sem á leiksviði. Og eins og nærri má geta ráða þeir féiagar sér ekki fyr- ir kæti yfir þessum merku tíma- mótum. Af því tilefni bregður Spaug- stofan undir sig betri fætinum, það er að segja spaugfætinum, nú í ágúst og ferðast hringinn í kring- um landið með mikla glens- og skemmtidagskrá. Að sögn þeirra félaga er þetta þeirra framlag til að auka langlífi á landsbyggðinni, því eins og allir vita lengir hlátur- inn lífið. Sýning þeirra félaga er uppfull af kátínu, sprelli, söng og spaugilegu látæði eins og þeir hafa getið sér hvað best orð fyrir í gegnum tíðina. Ymsir gamlir kunningjar landsmanna munu skjóta upp kollinum á sýningun- um og nægir þar að nefna öðling- inn Kristján (heiti ég) Ólafsson, hinn rökfasta alþýðumann Ragnar Reykás og ölvunartæknana Boga og Örvar. Spaugstofuhópinn skipa sem fyrr þeir Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláks- son, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason. Til Norðurlands koma þeir fé- lagar í lok vikunnar. Þeir hefja leikinn á Hvammstanga kl. 21 á fimmtudag, verða á sama tíma á föstudag í Miðgarði, kl. 14 á laug- ardag í Ólafsfirði og kl. 21 á laug- ardagskvöld á Siglufirði. Þaðan liggur svo leiðin til Akureyrar þar sem Spaugstofumenn verða með þrjár skemmtanir. Þá fyrstu á sunnudag kl. 14, síðan sama dag kl. 21 og á mánudagskvöld á sama tíma með þriðju skemmtunina. Á þriðjudagskvöld kl. 21 verður skemmt í Ýdölum, á Raufarhöfn á miðvikudagskvöld 30. ágúst og á Vopnafirði fimmtudagskvöldið 31. ágúst kl. 21. Akureyringur í lukkupottinn Akureyringurinn Einar Brynjars- son, datt í lukkupottinn í Lukku- leik Lego og Kjöríss og vann tveggja daga ferð fyrir fjóra til Legolands í Billund í Danmörku. Þeir sem kaupa íspakka frá Kjörís eru um leið þátttakendur í lukkuleiknum en með hverjum pakka fylgir skafmiði. Alls voru yfir 9000 vinningar í boði en vinningur Brynjars er sá stærsti í leiknum. Enn eru fjölmargir vinn- ingar eftir í pottinum og m.a. 5 ferðavinningar erlendis. Hefur þessi leikur mælst mjög vel fyrir. Gleðigjafarnir í Spaugstofunni. Úr Legolandi í Billund. Tökum að okkur vörslu/geymslu á alls konar vamingi á lokuðu, afgirtu svæði okkar. TOLLVÖRUGEYMSLAN HF. Hjatteyrargötu 10, Akureyri Sími 462 1727, fax 462 7227 Lokað Vegna útfarar Jakobs Frímannssonar, fyrrverandi kaupfélagsstjóra, veröa skrifstofur félagsins á Akureyri lokaðar frá ki. 13-15 í dag. Kaupfélag Eyfirðinga Skólavistun í grunnskólum á Akureyri hefst í haust: Tvö þúsund króna gjald fyrir fyrstu 20 túnana Nú er nýtt skólaár að hefjast og með því skólavistun og skóladag- heimilisvistun fyrir þau börn sem þurfa gæslu eftir eða fyrir skóla- tíma sinn. Næsta vetur verða allir grunnskólarnir sunnan Glerár ein- setnir, þ.e. Lundarskóli, Barna- skóli Akureyrar, Oddeyrarskóli ásamt Giljaskóla í Giljahverfi. Það þýðir að öll börn þessara skóla njóta kennslu fyrri hiuta dags. Við þessa sömu skóla verður rekin skólavistun fyrir börn í 1 .-4. bekk í framhaldi af almennri kennslu til klukkan 17.15 ádaginn. Norðan Glerár verða Glerár- skóli og Síðuskóli áfram tvísetnir um sinn, þ.e. börn þessara skóla hefja skólastíma sinn ýmist fyrir eða eftir hádegi. Þar verður rekið skóladagheim- ilið Hamarkot með líku sniði og undanfarin ár. Það verður opið frá klukkan 7.45 til kl. 17.15 og tekur við börnum í gæslu fyrir eða eftir skólatíma þeirra. Sú breyting verður gerð á starfsemi Hamar- kots að meiri sveigjanleiki verður í vistunartímanum en áður hefur verið og munu foreldrar geta pant- að þar gæslu frá einni upp í 100 klst. á mánuði, eins og í skólavist- uninni við hina skólana. Að auki verður börnum fjölgað þar svo fleiri komist að. Grunnverð á skólavistun/skóla- dagheimilisvistun, frá 1- 20 klst. á mánuði verður 2000 kr., vistun í 20 til 40 klst. á 100 kr. hver klst., vistun í 40 til 80 klst. á 63 kr. hver klst. umfram 40 klst. og vistun í 80-100 klst. verður á 100 kr. hver klst. umfram 80 klst. og undir 40 klst. Þetta þýðir að gjald fyrir barn sem vistað verður í 15 klukku- stundir verður 2000 kr., fyrir barn í 38 klukkustunda vistun þarf að greiða 3800 kr„ fyrir barn sem vistað verður í 54 klukkustundir þarf að greiða 4882 kr. og fyrir barn sem vistað verður í 90 klukkustundir þarf að greiða 7520 kr. Léttar máltíðir verða fram- reiddar í nestispökkum og kostar lítið nesti (þ.e. fyrir nemendur sem eru í skólavist til kl. 15) 150 kr. á dag, mikið nesti (þ.e. fyrir nemendur sem eru í skólavist til kl. 16 eða 17) 200 kr. á dag og heit máltíð (sem aðeins verður í boði í Hamarkoti og Giljaskóla) kostar 220 kr. á dag. Umsóknareyðublöð fást í skól- unum milli kl. 10 og 12 alla virka daga og er foreldrum bent á að sækja um skólavistunina sem fyrst. (Tilkynning) Miðstöð fólks í atvinnuleit: Ferðalag um nágrannabyggðirnar VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 19.08.1995 (I3) (2l)(26) (Sf§jfp (32)(36) fo4) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 af 5 0 7.826.277 O 4 af 5 6 ^■PIÚS 117.330 3. 4af5 109 9.280 4. 3a(5 4.321 540 Helldarvlnningsupphæð: 11.757.787 Mmm BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Eins og frá hefur verið skýrt áður f blaðinu efnir Miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit til kynnisferðar um ná- grannabyggðir á morgun, mið- vikudaginn 23. ágúst. Farið verður um byggðirnar við vestanverðan Eyjafjörð og m.a. komið við á Hjalteyri, Hauganesi og Árskógssandi og mun leið- sögumaður kynna atvinnulíf og uppbyggingu á þeim stöðum. Lagt verður af stað frá Akureyrarkirkju kl. 15. Léttar veitingar verða á vegum Miðstöðvarinnar svo að þátttak- endur þurfa ekki að taka með sér nesti og verður ferðin þeim að kostnaðarlausu. Þátttökulistar liggja frammi á Vinnumiðlunar- skrifstofunni, á Tómstundamið- stöðinni Punktinum og í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju og æski- legt væri að vita um þátttöku eigi síðar en um hádegi á miðvikudag. Fundi írestað I frétt í Degi á laugardag kom fram að hagsmunaaðilar í ferða- þjónustu ætluðu að hittast á fundi á Hótel KEA í kvöld. Fulltrúi úr hópi hagsmunaaðila hafði sam- band við blaðið og vildi koma því á framfæri að fundinum hafi verið frestað um eina viku.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.