Dagur - 22.08.1995, Síða 16

Dagur - 22.08.1995, Síða 16
Leikskóladeild Akureyrarbæjar: Engir leikskóla- kennarar sóttu um Leikskóladeild Akureyrarbæj- ar auglýsti 15. ágúst síðast- liðinn cftir leikskólakennurum til starfa á leikskóla bæjarins. Um var að ræða bæði heilar og hálfar stöður á níu leikskólum. Að sögn Ingibjargar Eyfells, deildarstjóra leikskóladeildar, sóttu engir leikskólakennarar um enda flestir búnir að ráðstafa ser á þessum tíma. Mikill skortur hefur verið á leikskólakennurum undanfarin ár og því hefur þurft að manna marg- ar stöður með ófaglærðu fólki. Ingibjörg segir að sérstaklega sé erfitt að manna hálfar stöður síð- degis. „Einsetning skólanna hefur þessi áhrif. Konur, sem eru í meirihluta starfsfólks, vilja frekar vinna meðan börnin eru í skólan- um,“ segir Ingibjörg en bendir þó á að ástandið sé heldur að skána. T.d. sé enginn leikskóli það illa staddur að enginn leikskólakenn- ari vinni þar eins og dæmi voru um fyrir nokkrum árum. „Þetta hefur heilmikið lagast. í vor bætt- ust t.d. tíu leikskólakennarar við sem útskrifuðust úr dreifða og sveigða fóstrunáminu." Stöðugildi í leikskólum á veg- um Akureyrarbæjar eru 86 og er hlutfall leikskólakennara 43.5% en aðrir starfsmenn eru ófaglærð- ir. Enn eru leikskólakennarar því í minnihluta starfsfólks þó þeim sé að fjölga og á Akureyri eru þeir hlutfallslega fleiri en að meðaltali á landsvísu. AI Goð aðsókn var að sýningunni Iðnaður ‘95 á Hrafnagili. Háskólinn á Akureyri: Kennsla hefst 28. ágúst Kcnnsla hefst í öllum deildum Háskólans á Akureyri mánudaginn 28. ágúst. Kennarar eru mættir til vinnu og að sögn Þorsteins Gunnarssonar, rektors, er undirbúningur kominn í full- an gang. Deildir við Háskólann á Ak- ureyri eru alls fjórar: kennara- deiíd, sjávarútvegsdeild, rekstrardeild og heilbrigðis- deild. Nemendur í vetur verða milli 410-420 og segir Þor- steinn að nemendum hafi fjölg- að um u.þ.b. 10 prósent frá því í fyrra. AI T Jm syr Um 6 þúsund manns sóttu Iðnað ’95 heim að Hrafnagili - Eldhúsinnrétting unnin úr Leyningshólalerki vakti verðskuldaða athygli 6 þúsund manns sóttu 1 sýninguna Iðnaður ’95 sem haldinn var að Hrafnagili dag- ana 16. til 20. ágúst sl. Inn í dag- skrá sýningarinnar var fléttað sögu-, menningar-, fræðslu- og skemmtiefni sem höfða átti til sem flestra aldurshópa. Jóhann- es Geir Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri sýningarinnar, segir nokkrum vandkvæðum bundið að ákveða Qölda sýning- argesta því gestum yngri en 13 ára var ekki seldur aðgangur, og svo var töluverður hópur sem fylgdi skemmtikröftum auk þess sem skjólstæðingum Svæðis- stjórnar fatlaðra var boðið að heimsækja og skoða sýninguna. Jóhannes Geir segir að þeir gestir sem hann hafi heyrt í hafi verið mjög ánægðir með sýning- una, ekki síst þá óskastund sem hitt var á sl. laugardagskvöld en þá voru haldnir útitónleikar í blíð- unni sem á hlýddu liðlega þúsund manns. Þar tróðu upp „Konnararn- ir“ Jóhann Már Jóhannsson, Svav- ar Jóhannsson,Jóna Fanney Svav- arsdóttir, Örn Viðar Birgisson og Stefán Birgisson. Jóhannes Geir segir að niargir hafi staldrað við kynningu á tölvu- búnaði, möguleikum samfara nýj- ustu tækni í fjarvinnslu og eins við kynningu íslenska mennta- Norræna eldfjallastöðin á Húsavík: Fýrsti sumarskolinn settur i gær Sumarskóli Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar var settur á Húsavík í gær. Skólann sitja 23 nemendur frá Norðurlöndum sem eru að undirbúa sig fyrir doktorspróf í jarðvísindum, og auk þess styrkþegar Norrænu eldQallastöðvarinnar. Þrír amer- ískir prófessorar koma og halda fyrirlestra auk íslensku vísinda- mannanna og nokkurra Breta sem koma einnig sem gestir. Skólinn er kostaður af NORFA, sjóði sem styrkir ráðstefnur og samstarf í vísindum á Norður- löndum. „Það verður fjallað um brot- hreyfingar og eldvirkni á svæðum þar sem tvær skorpuplötur eru að reka hvor frá annarri. Við komum til með að haida fyrirlestra og fara í stuttar ferðir um nágrennið, skoða Tjörnesbrotabeltið og Húsa- víkurmisgengin og eldvirknina sem hefur verið í tengslum við rekhrygginn við Kröflu,“ sagði Guðmundur Sigvaldason, for- stöðumaður Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar. Sumarskóli sem þessi er nýj- ung, en eftir 1964 ferðuðust jarð- fræðingar frá Norðurlöndum um ísland í ferðum sem Norræna ráð- herranefndin kostaði. Styrkir til þessara ferða voru felldir niður en Norræna eldfjallastöðin hefur síð- an verið undir þrýstingi með að gera eitthvað það sem gerði ung- um jarðfræðingum kleift að koma til Islands. „Við gripum til þess ráðs að halda sumarskóla í stað þessara námsferða um landið. í skólanum verður fjallað um ákveðin efni af völdum kennurum utan Norðurlanda, og auk þess far- ið í hálfsdagsferðir frá þeim stöð- um þar sem skólinn verður haldinn hverju sinni. Þetta er fyrsti sumarskólinn, við höfum hug á að halda áfram en þurfum að sækja um styrki vegna verkefnisins hverju sinni,“ sagði Guðmundur í samtali við Dag. IM Gæsaveiöitímabiliö hefst rólega: Ungarnir enn of smáir VEÐRIÐ Breytileg eða norðaustlæg átt mun verða ráðandi á Norðurlandi vestra í dag, með súld eða dálítilli rign- ingu annað slagið. Hiti verð- ur á bilinu 8-13 stig. Á Norð- urlandi eystra má í dag bú- ast við hægri breytilegri átt, ef til vill ngningu snemma dags, en léttir til þegar líður á daginn. Hiti 10-16 stig. Margar gæsaskyttur skruppu strax á sunnudaginn þegar leyft var að byrja vciðarnar og náðu í þrjár til fjórar gæsir. Páll Pálsson hjá Veiðisporti á Akur- eyri segir að almennt fari menn svo ekki aftur fyrr en í septem- bermánuði því það sé samdóma álit að ungarnir séu enn of smá- ir. „Margir kfktu á hefðbundnar slóðir á sunnudaginn til að ná úr sér hrollinum en verða svo rólegir næsta hálfa mánuðinn. Þá má aft- ur búast við aukinni sókn,“ sagði Páll Pálsson. Sigurkarl Aðalsteinsson hár- skeri segir að hann hafi verið á stað þar sem þær komi fljúgandi, en hann hafi orðið var við töluvert af ófleygum ungum nær náttstöð- um sem enn þurfi á.m.k. hálfan mánuð til að verða góðir. Þeir voru á stað sem þeir koma á ár eftir ár og hafi því góðan saman- burð. Sigurkarl fer mest á veiðar með bróður sínum en í hópinn bætist síðan einn til þrír eftir at- vikum hverju sinni. „Við náðum ekki nema fjórum því það var svo mikið logn og erf- itt veður að veiða í. Það er miklu betra að það sé nokkuð livasst því þá verða þær hálf heyrnarlausar, greyin. Ég held að það hafi ekki margir farið uni þessa helgi. Ég veit um vana menn sem fóru í gærkvöldi að skoða kvöldflug á sömu slóðum og við vorum en niðri í nátthaganum en þeir urðu varir við svo mikið af ófleygum fugli þar að þeir hættu við og tóku ekkert með sér heim,“ sagði Sig- urkarl Aðalsteinsson. GG netsins á tengingu við Internet o.fl. Einnig vakti sumarhús Krist- jáns á Mógili á Svarbarðsströnd mikla athygli og eins eldhúsinn- rétting frá Ymi hf. á Akureyri sem unnin var í lerki úr Leyningshól- um í Eyjafirði. Nokkra athygli vöktu sýningar- básar Landsvirkjunar og RARIK. Hjá RARIK var hægt að skoða rafmagnsnotkun einstaka notanda, en beintenging var úr básnum í móðurtölvu fyrirtækisins og þann- ig hægt að sjá meðalnotkun og hvort hægt væri að bæta úr, þ.e. draga úr rafmagnsnotkun. DNG- raleindaiðnaður var með veðurat- hugunarstöð inni í sýningarsalnum og þar var hægt að fylgjast með veðrinu utandyra á hverjum degi. Jóhannes Geir segir markmiðið hafa verið það að allir færu ánægðir í burtu en of snemmt sé að svara því hvort um framhald sýningarhalds verði að ræða. Met- in verður reynsla tveggja síðustu sumra og ákvörðun tekin eftir að sú úttekt liggur fyrir en fyrir liggi m.a. hversu stór markaðurinn er. GG Allt fyrir garðinn í Perlunni við 0KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg. simi 23565

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.