Dagur - 22.08.1995, Síða 7

Dagur - 22.08.1995, Síða 7
Þriðjudagur 22. ágúst 1995 - DAGUR - 7 Góður stuðningur Ólafsfirðinga: Allir í landsliðið! Tæplega tvö hundruð stuðnings- menn Leifturs fóru með liðinu til Akraness og hvöttu sína menn óspart á Iaugardaginn. „Leiftur, ef þið vinnið leikinn, farið þið allir í landsliðið!“ var meðal fleygra setninga sem heyrð- ust frá Olafsfirðingum á áhorf- endapöllunum, en sjö landsliðs- menn voru í Skagaliðinu en eng- inn í liði Leifturs. Mikill áhugi var á Ólafsfirði og þeir sem ekki kom- ust með á Akranes áttu kost á því að fylgjast með símalýsingu Frið- riks Einarssonar á Hótel Ólafs- firði. „Veðdeild Blýferða" hefur séð Ólafsfirðingum fyrir beinum lýsingum af útileikjum liðsins. Þess má geta að þrátt fyrir stigatap ÍA getur Iiðið tryggt sér meistaratitilinn þegar í næstu um- ferð en til þess þurfa þeir að sigra KR á heimavelli Reykjavíkurliðs- ins. ‘ -KH Handknattieikur: Sævar tekur við Þórsliðinu - ■ ■ k 's ' v Gunnar Oddsson sem hér sést með knöttinn skoraöi jöf'nunarmark Leif'turs gegn ÍA beint úr aukaspyrnu. Mynd: BG Knattspyrna -1. deild: ^ Leiftur stöðvaði IA Sævar Árnason mun þjálfa Þór í 2. deild handknatfleiksins næsta vetur. „Leikurinn var kaflaskiptur. Við vorum sterkari í fyrri hálfleik en Skaginn í þeim síðari. Það var góður baráttuandi í liðinu og við sýndum góðan „karakter“ að jafna leikinn eftir að hafa verið tveimur mörkum undir,“ sagði Gunnar Oddsson, leikmaður Leifturs. Sævar Árnason sem leikið hefur með Þórsliðinu undanfarin ár mun einnig taka að sér þjálfun liðsins í vetur í 2. deildinni í handknattlcik. „Við reiknum með að halda öllum leikmönnunum sem voru í fyrra og við höfum verið að skoða það hvort við höfum tök á því að bæta við hópinn,“ sagði Helgi Indriðason, nýráðinn formaður handknattleiksdeildar Þórs í spjalli við Dag. „Stefnan hjá liðinu hlýt- ur að vera að komast í úrslita- keppnina, hvort við förum alla leið verður að koma í Ijós,“ sagði Helgi. „Við vorum algjörir klaufar að klára ekki leikinn þegar við vorum komnir í 2:0 forystu. Leiftursliðið er mikið baráttulið og þeir gáfust aldrei upp. Við hleyptum þeim inn í leikinn og með baráttu tókst þeim að jafna,“ sagði Logi Ólafs- son, þjálfari ÍA. Leikur íslandsmcistara Akra- ness og Leifturs frá Ólafsfirði bauð upp á flest það sem prýðir góðan leik. Aðstæður voru hinar bestu á Skipaskaga og leikur lið- anna skemmtilcgur og bauð upp á Qölmörg marktækifæri. Lyktir leiksins urðu jafntefli 2:2 eftir að gestirnir höfðu skoraði tvívegis á síðustu tíu mínútum leiksins og heimamenn töpuðu þar með sín- um fyrstu stigum á þessu keppn- istímabili. Skagamenn voru meira með knöttinn í fyrri hálfleiknum en marktækifæri Leifturs voru öllu hættulegri. Páll Guömundsson var nálægt því að skora þegar hann lyfti knettinum yfir Árna Gaut sem kominn var langt út úr mark- inu en knötturinn fór yfir þver- slána og Pétur Björn átti lúmskt skot í þverslána undir lok hálf- leiksins. I fyrri hálfleiknum voru Skagamenn meira með knöttinn úti á vellinum en Leiftursmenn voru í miklu opnari færum þó að Skaginn hef'ði fengið tvö góð færi. Skagamenn komu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og voru einir um að ráða ferðinni á fyrstu fimmtán mínútunum og tvíburabræðurnir í Skagaliðinu voru ágengir við markið á fyrstu mínútunum. Ólafur Þórðarson braut ísinn með góðu skoti fyrir utan teig sem hafnaði undir þvers- lánni, 1:0. Stuttu síðar átti Bjarki skot í þverslána og þá voru farnar að renna tvær grímur á stuðnings- menn Leifturs því á þessum kafla voru heimamenn mikið sterkari. Matthías Sigvaldason kom inn á í Leiftursliðið á 16.-17. mínútu og hleypti lífi í sóknarleik Leifturs. Umdeilt atvik Á 22. mínútu lék Gunnar Oddsson skemmtilega á varnarmenn Skag- ans og sendi á Sverri sem var frír inn í vítateig, Árni Gautur varði skot Sverris en boltinn barst til Gunnars Más sem skallaði boltann að marki þar sem einn varnar- manna IA varði knöttinn innan marklínu, að mati stuðningsmanna Leifturs en ekki dómarans sem lét leikinn halda áfram. Akranes fékk aukaspyrnu á 40. mínútu sem Arnar Gunnlaugsson skoraði beint úr, - lyfti boltanum yfir vegginn og Þorvaldur náði ekki að koma höndum á hann. Leikurinn tafðist nokkuð meðal annars vegna meiðsla Árna Gauts, markvarðar ÍA sem þurfti að yfirgefa völlinn. Þegar hér var komið við sögu hafa sjálfsagt flestir haldið að björninn væri unninn fyrir íslandsmeistar- ana en það var ekki svo. Þegar vallarklukkan sýndi 43. mínútna leik var Páli Guðmundssyni brugðið innan vítateigs og Pétur Björn Jónsson minnkaði muninn úr vítaspyrnunni 1:2. Þorvaldur varði vel í tvígang á næstu mínút- um eftir skyndisókn heimamanna en lokasóknina átti Leiftur. Þórður Þórðarson, markvörður var kom- inn út úr vítateignum þegar hann stökk inn í hann aftur og greip knöttinn. Aukaspyrna var dæmd á vítateigslínunni og Gunnar Odds- son skoraði beint úr spyrnunni með því að lyfta knettinum yfir vegginn og í bláhornið. I.eiftur: Þorvaldur Jónsson, Sindri Bjarnason, Nebojsa Zorovic, Gunnar Oddsson, Sigurbjörn Jakobsson (Gunnar Már Másson), Pétur Björn Jónsson, Bald- ur Bragason (Matthías Sigvaldason), Júlíus Tryggvason, Jón Þór Andrésson (Steinn Viðar Gunnarsson), Páll Guð- mundsson. Sverrir Sverrisson. -KH Gunnar Oddsson, Leiftri: „Góður baráttu- andi í liðinu“ Golf - Sveitakeppni karla og kvenna á Suöurnesjum A-sveitir GA höfnuðu í 4. Sigurpáll Geir Sveinsson sigraði alla andstæðinga sína. A-sveitir Golfklúbbs Akureyrar höfnuðu báðar í íjórða sætinu í Sveitakcppni GSI í golfi sem fram fór á Hólmsvelli við Leiru um helgina. Kcilir úr Hafnar- firði sigraði tvöfalt að þessu sinni því karla- og kvennasveit klúbbsins hrepptu bæði gull- verðlaunin. Karlasveit GA sem skipuð var þeim Sigurpáli Geir Sveinssyni, Erni Arnarsyni, Björgvini Þor- steinssyni, Ómari Halldórssyni og Þórleifi Karlssyni byrjaði mjög vel í mótinu þegar hún lagði Leynis- sveitina 3:0. Leikurinn gegn Leyni var jafnframt besti leikur sveitar- innar að sögn Halldórs Rafnsson- ar, liðsstjóra liennar. Næstu mót- herjar voru síðan A-sveit Golf- klúbbs Reykjavíkur og aftur hafði GA-sveitin sigur, nú 2:1 og tæpast hægt að fara fram á betri byrjun. En í kjölfarið fylgdu tveir tapleik- ir, gegn Keili og Golfklúbbi Suð- urnesja og eftir það átti sveitin að- eins veika von um sigur. Sveitin sigraði B-sveitir GR og GS og átti möguleika á 2. sætinu með sigri á GS en það gekk ekki eftir. Sigurpáll Geir Sveinsson var í feykilega góðu formi á mótinu. Hann sigraði alla andstæðinga sína og var oftast að spila í námunda við parið. Sömu sögu er að segja um Örn sem átti mjög góða leiki. B-sveitin hafnaði í neðsta sæt- inu og leikur því í 2. deild að ári þrátt fyrir ágæta leiki. Birgir Har- aldsson og Jón Steindór Árnason léku í tvímenningi og Sigurður Ringsted og Sverrir Þorvaldsson í fjórmenningi. Eins og áður sagði varð Keilir meistari en sveitin var skipuð þeim Björgvin Sigurbergssyni, Birni Knútssyni, Tryggva Trausta- syni og Guðmundi Sveinbjörns- syni. Keilir þurfti bráðabana við Leyni og réðust úrslitin á 3. hol- unni, - Bergvíkinni frægu. sæti Nokkur óánægja var hjá kepp- endum með útreikning stiga. Sigr- ar í leikjum giltu lítið og talað er um að þeim verði jafnvel breytt á næsta golfþingi. Kristín Elsa Erlendsdóttir og Erla Adolfsdóttir léku best í kvennasveitinni sem stóð sig vel. Keilir og GR höfðu hins vegar nokkra yfirburði í kvennaflokkn- um en báðar sveitirnar unnu aðra mótherja sína 3:0. Mikið álag var á keppendum sem þurftu að ganga 36 holur í þrjá daga. Veður var þokkalegt fyrstu þrjá mótsdagana en síðasta daginn gerði rigning og rok kylfingunum erfitt fyrir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.