Dagur - 22.08.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 22.08.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 22. ágúst 1995 MINNIN Cm A Jakob Frímannsson IJ Fæddur 7. október 1899 - dáinn 8. ágúst 1995 Jakob Frímannsson fæddist á Akureyri 7. október 1899. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Jakobs voru Sigríður Björnsdóttir, fædd 13. mars 1874, dáin 27. maí 1963, ættuð frá Syðra Garðshorni í Svarfað- ardal og Frímann Jakobsson, fæddur 12. ágúst 1868, dáinn 6. júní 1937, trésmíðameistari á Akureyri, ættaður frá Grísará í Eyjafjarðarsveit. Systkini Jak- obs voru María og Svanbjörn sem nú eru látin, en systir þeirra Lovísa býr í Kaup- mannahöfn. Jakob kvæntist 20. nóvember 1926 Borghildi Jóns- dóttur, fædd 26. desember 1901, dáin 7. ágúst 1990. Kjördóttir þeirra var Bryndís Jakobsdótt- ir, fædd 26. apríl 1932, dáin 10. júlí 1986, sem giftist Magnúsi Guðmundssyni, fæddur 8. janú- ar 1925, dáinn 2. ágúst 1991. Þeirra börn eru Jakob Frímann Magnússon og Borghildur Magnúsdóttir. Jakob lauk gagnfræðaprófi árið 1915, brottfararprófi frá Verslunarskóla Islands árið 1918 og hóf hann þá störf að nýju hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, en áður hafði hann unnið þar eftir gagnfræðapróf. Jakob var settur kaupfélagsstjóri árið 1940 og því starfi gegndi hann til árs- ins 1971 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Jakob gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum um ævina. Iiann var stjórnar- formaður Sambands íslcnskra samvinnufélaga og Útgerðarfé- lags Akureyringa og sat í stjórn- um Olíufélagsins, Flugfélags ís- lands, Flugleiða auk fjölda ann- arra smærri félaga, nefndum og ráðum. Jakob var bæjarfulltrúi á Akureyri á árunum 1942 til 1970 og var forseti bæjarstjórn- ar um skeið. Jakob var kjörinn heiðursborgari Akureyrar þann 7. október 1974. llann hlaut stórriddarakross Fálkaorðunn- ar, sænsku Vasa-orðuna og finnsku Lejon-orðuna. Útför Jakobs fer fram á veg- um Akureyrarbæjar og hefst at- höfnin í Akureyrarkirkju kl. 13.30. Þaó var í upphafi aldarinnar þcgar fcrskir vindar ungmcnnalclaga og samvinnuhugsjóna léku um landið að Eyfirðingar nýttu scr hug- myndir vcfaranna í Rochdalc og lögóu grunn aö nútíma kaupfc- lagsrckstri undir stjórn bræðranna Hallgríms og Sigurðar Kristins- sona. Jafnaldrarnir Jakob Frí- mannsson og Vilhjálmur Þór gcngu þá barnungir til starfa hjá kaupfclaginu og árið 1923, þá 23 ára gantall, varö Jakob Frímanns- son fulltrúi Vilhjálms scm tók við kaupfélagsstjórastarfinu. Inn- blásnir hugsjónum hófu athafna- mcnnirnir ungu að rcisa við Eyja- fjörð öfiugasta vígi samvinnu- hreyfingarinnar á Islandi. A bcrnskuárum mínum á sjötta og sjöunda áratugnum var lífið á Akureyri mótaó af áratuga vel- gengni samvinnumanna - svo mjög að mörgum þótti orðið nóg um. Á þcint árum var Akurcyri fallcgastur íslcnskra bæja, kirkjan var glæsilcgust, trén stærst, skíða- lyfturnar lengstar og vcóriö bcst. Ákureyri var líka mcstur iönaðar- bær, KEA var stærst kauplclaga, þar var fyrst stofnað fiuglclag, sctt á laggir skipasmíöastöð og vcrk- smiðjur Santbandsins voru gríðar- stórar. Mctnaðarfullt iðnaðarfólk framlciddi Heklu- peysur og Ió- unnarskó, smjörlíki og kaffi, Flóru brjóstsykur og saxbauta í dósum, málningu, mysing og mjólk í brúnum flöskum og 10 lítra köss- um. Á þessum árum ók Jakob Frí- mannsson á A-4 um snarbratt Gil- ið og hélt um púlsinn á athafnalíf- inu, oddviti framsóknarmanna, bæjarráðsmaður, kaupfélagsstjóri og stjórnarformaður Sambandsins, með meiru. Það er nú í ágúst fyrir réttum tíu árum aö ég giftist Borghildi og kynntist náió afa hennar Jakobi. I stofu hans í Þingvallastræti dekr- uðu þau amma Borghildur við okkur nærri þrítug börnin. I hús- inu ríkti ró efri ára, heimilislegt höfðingjasetur þar sem gott var að setjast niður og ræöa um líðandi stund og liðna tíð. Vió Jakob skiptumst á sögum, þannig að ég gat frætt hann um eitt og annað sem var efst á baugi, meðan Jakob sagði mér frá foreldrum sínum Frímanni Jakobssyni og Sigríði Björnsdóttur og lífi þcirra systkin- anna; Maríu, Svanbjörns og Lo- vísu, við upphaf aldarinnar á Ak- ureyri. Oft bar á góma námiö í Versl- unarskólanum frostaveturinn mikla og dvöl hans í Edinborg og síðar fcrðalög um alla Evrópu allt austur til Moskvu. Hann sagði mér af kynnum sínum af stjórn- málamönnum, skáldum, biskup- um, forsctum, alþýðufólki, snjöll- um smiðum og bændum í Svarf- aðardal. I tali Jakobs kom fram ábyrgð á velferð ekki bara hans nánustu ættingja, dótturinnar Bryndtsar og afabarnanna Jakobs og Borghildar, heldur Iíka sam- ferðamannanna allra í gleði og sorg. Ævistarf hans var þeim öll- um hclgað og uppbyggingu byggðanna sem hann unni svo heitt að hann gat helst hvergi ann- ars staðar verið. Líf hans varð langt og scm gamall maður gat hann lagt frá sér sjáll'blekunginn, litið yfir dagsverkió og brosað hlýtt og kankvíslega, eins og hon- um einum var lagið. Hann hcfur nú kvatt okkur en spor hans eru víöa um Eyjafjörð og vcrða lcngi cnn. Gísli Gunnlaugsson. Kveðja frá Kaupfélagi Eyfirðinga Látinn er Jakob Frímannsson fyrr- um kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga. I upphafi okkar aldar verður samvinnufélagsskapur á Is- landi að alli í athafnalífi þjóðar- innar. Rétt úr aldamótunum er Samband íslenskra samvinnufé- laga stofnað og mörg ný kaupfé- lög verða til og þau eldri fá nýjan svip og nýtt hlutverk. Bæði í sveit og vió sjó er á þcssum tíma ríkj- andi bjartsýni á ljósari framtíð og bctra líf og efiing samvinnuhreyf- ingarinnar til þátttöku í atvinnulífi og stofnun ungmennafélaganna, þar sem bæta átti andlega og lík- amlega hreysti hinnar upprenn- andi æsku, eru tákn þcssa tíma. Inn í þetta samfélag fæddist Jakob Frímannsson og mjög á ungum aldri varð hann virkur þátttakandi í þessum hreyfingum báðum. Störf hans fyrir félög samvinnu- manna uröu þó stærst og mest og á þeim vettvangi varð hans ævi- starf. Jakob var fæddur á Akureyri, í þcim bæ var hans vagga og viö þann bæ hélt hann tryggð alla ævi - hartnær heila öld. Að Jakobi stóðu traustar bændaættir í ey- firskri byggð - föðurætt þaðan scm nú heitir Eyjafjarðarsveit - móðurættin, hið næsta honum, úr Svarfaðardal en lcngra til handan yfir fjörö úr Þingeyjarsýslu. Vel var því blandað til þessa verðandi forystumanns fyrir byggðir Eyja- fjarðar. Jakob Frímannsson kom til starfa hjá Kaupfélagi Eyfirðinga sextán ára gamall. Dvölin hjá fé- laginu var þó aðeins árið að sinni. Næstu tvö ár stundaði hann nám við Verslunarskóla Islands en strax að því loknu (1918) kom Jakob aftur til starfa hjá Kaupfé- laginu og nú var ekki tjaldað til einnar nætur. Jakob varð fulltrúi kaupfélagsstjóra 1923. Hann var settur kaupfélagsstjóri um nærfellt tveggja ára skeið, 1938 og 1939, fyrir Vilhjálm Þór sem þcnnan tíma fékk leyfi frá störfum og frá 1. janúar 1940 varð hann fastráð- inn til þessa starfs, sem hann gegndi síðan í rösk 30 ár. Sem kaupfélagsstjóri var Jakob ein- staklega farsæll. Hann var mjög glöggur að sjá ef eitthvað ætlaði aö bera af leið og borinn sú lagni og það áræði er þarf til að stýra á réttan veg að nýju. Þekkingu hans á stóru og smáu í rekstri félagsins var viðbrugðið og hann naut trausts og vinsælda langt út fyrir raðir samherja og meðstarfs- manna. Að öðrum ólöstuðum er, nú þegar horft er til baka, óhætt að fullyrða að enginn einn hafi átt svo stóran þátt í að gera Kaupfé- lag Eyfirðinga að því stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða sem það í raun er. Jakob Frímannsson var stjórn- armaður í fjölda fyrirtækja og fé- laga og lét þar hvarvetna mjög til sín taka. Hæst ber setu hans í stjórn Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, án þess þó að vita hvort það var skoðun Jakobs sjálfs, en í stjórn Sambandsins var hann í um þrjátíu ár og þar af for- maður þau fimmtán seinni. Er Ijóst aó formennska í stærsta fyrir- tæki landsins, á þcirri tíð, í svo langan tínia Iagði þunga ábyrgð á hans hcrðar í viðbót við aö sinna rekstri kaupfélagsins í heima- byggð. Sá sem þessar línur skrifar þckkti Jakob Fríniannsson ekki mikiö persónulega - aóeins nokk- ur handtök og kurteisleg orð - en hann kom mér fyrir sjónir sem mjög ljúfur maður og þannig ætla ég hann hafi birst meðbræðrum sínum um langan aldur þó oft hafi væntanlega um hann gustað og ýmsar ákvarðanir hafi hann orðið að taka þar sem ágreiningur var um stefnu. Að leiðarlokum vil ég, fyrir hönd Kaupfélags Eyfirðinga, færa Jakobi miklar og góðar þakkir fyr- ir hans langa vinnudag fyrir þctta félag og félagsmenn þess og byggðina við Eyjafjörð. Verk hans mörg munu standa um ókornna tíð. Aðstandendum Jakobs færi ég alúðar samúðarkveðjur. F.h. stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga, Jóhannes Sigvaldason. Þegar Jakob Frímannsson hóf störf hjá Kf. Eyfirðinga árið 1915 var ekki bílfært á milli landshluta, útvarp ckki til, sjónvarpið ekki einu sinni fjarlægur draumur, flugmálin geymd í óráðinni fram- tíð. Síminn var kannski það eina, sem boöaði framfarabyltingu tutt- ugustu aldar, og þó var hann enn í frumbernsku, innan við tíu ára gamall hér á landi. I stórum dráttum var landbún- aöur stundaður með þeim hætti sem tíðkast hafði frá upphafi Is- landsbyggðar og hið sama mátti segja um nokkurn hluta útgerðar og fiskveiða. Jakob Frímannsson var einn af mætustu fulltrúum þeirrar kyn- slóðar sent tók við þjóðfélagi ní- tjándu aldar, lítt breyttu aftan úr öldum og reisti hér þá þjóðfélags- byggingu sem við öll njótum í dag. Nú eru Islendingar í hópi þeirra þjóða sem bestra lífskjara njóta. Þó að fariö sé vítt og breitt um heiminn, er naumast hægt að finna þá tækni eða þau þægindi, að ekki séu þau hluti af daglegu lífi okkar, hér á þessu eylandi sem erlendur menntamaður taldi að lægi á mörkum hins byggilega heims. Það mun vera óumdeilt að þessi kynslóð, stundum kennd við aldamótin, kom meiru í verk á skemmri tíma en nokkur önnur kynslóð Islandssögunnar. Margir af fulltrúum þessarar farsælu kynslóðar tóku daginn snemma og lögðu ekki frá sér am- boðin fyrr en ævideginum var mjög tekið að halla. Þetta átti einnig vió um Jakob Frímannsson. Hann var aðeins á sextánda ári, þegar hann fyrst hóf störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, á árinu 1915. Að loknu brottfararprófi úr Verslunarskóla Islands í Reykja- vík árið 1918, hóf hann aftur störf hjá Kf. Eyfirðinga og starfaði þar óslitió til 1. júlí 1971; þar af var hann kaupfélagsstjóri í 33 ár, frá 1938 til 1971. Jakob sat í stjórn Sambands íslenskra Samvinnufé- laga frá 1940 til 1975 og var hann formaður stjórnarinnar frá 1960 til 1975. Störf hans fyrir samvinnu- hreyfinguna náóu því yfir full sex- tíu ár. Jakob Frímannsson var landskunnur maður, m.a. fyrir frá- bær tök er hann hafði alla tíð á víðtækri starfsemi Kf. Eyfirðinga. Eg ætla mér ekki þá dul að gera þeim þætti í störfum hans skil; þar munu þeir um fjalla sem betur til þekkja. Ævistarf Jakobs var ekki eingöngu bundið við Kf. Eyfirð- inga og Sambandið. Hann sat í stjórnum allra helstu samstarfsfyr- irtækja Sambandsins, svo sem Olíufélagsins, Samvinnutrygginga og Andvöku, hann lét sig bæjar- mál á Akureyri rniklu skipta og var í þakkarskyni gerður að heið- ursborgara bæjarins. Þá var hann einn af frumkvöðdlum farþega- flugs á Islandi og sat í stjórnum Fluglciða og þeirra félaga sem það rakti ætt sína til. Sjálfur kynntist ég Jakobi Frímannssyni ekki að marki fyrr en á árinu 1967, þegar ég fluttist aftur til Reykjavíkur með fjölskyldu minni, eftir nokk- urra ára dvöl erlendis. Eg tók þá að sitja fundi Sambandsstjórnar, eins og aórir framkvæmdastjórar Sambandsins, en þessum fundum stýrði Jakob með þeim hætti sem honum einum var lagið. Á þessum tíma gerði ég mér eflaust ekki ljóst að hinn föngulega stjórnar- formann Sambandsins skorti að- eins tvö ár í sjötugt, en það var með Jakob cins og marga þá, sem forlögin útdeila langri ævi, að hann bar aldurinn vel. Á þessum árum var ég fram- kvæmdastjóri í Skipulags- og fræðsludcild Sambandsins og kom það í minn hlut að undirbúa stjórnarfundi með stjórnarfor- manni og forstjóra, sem þá var Er- lendur Einarsson. Samstarf þeirra Jakobs og Erlendar um allt það er mátti til framfara horfa fyrir kaup- félögin og Sambandið var með miklum ágætum og því var þetta skemmtilegt verkefni. Og þessi þáttur í störfum mínumnleiddi til þess að ég kynntist Jakobi betur en ella hefði orðið. Hann sat á óð- ali sínu á Akureyri og var ekki daglegur gestur í Sambandinu, þó að vissulega gerði hann tíðreist til höfuðborgarinnar. Einhvern tíma heyrói ég því raunar fleygt að Jak- ob hefði farið oftar á milli Akur- eyrar og Reykjavíkur en nokkur íslendingur annar fyrr eða síðar. Jakob Frímannsson var mikill málafylgjumaður en það var ekki hans háttur aó keyra fram mál með hávaða og offorsi. Hann var fastur fyrir í öllu því, er honum þótti nokkru skipta, en jafnframt afar Iaginn við að koma málum fram. Hann var gæddur ríkri kímnigáfu og eftir á að hyggja finnst mér hún hafi gert hvoru tveggja í senn, að krydda fram- komu hans og milda. I fasi hans var eitthvað það, sem erfitt er að skilgreina, en kallaði á trúnaðar- traust af hálfu þeirra sem áttu við hann skipti. Jakob var einkar ljúf- ur maóur í viðmóti. Á nútímamáli mundi sagt að hann hefði verió gæddur mikilli útgeislun. Mér fannst ævinlega að sú útgeislun væri þrungin velvild til þess sem hann ræddi við hverju sinni og fyrir bragðið leið manni vel í ná- vist hans. Nú er þessi heiðursmaóur allur en eftir stendur minningin um ein- stæðan persónuleika og framúr- skarandi liðsmann á vettvangi samvinnustarfsins. Stjórn Sam- bandsins þakkar honum áratuga störf í þágu kaupfélaganna og Sambandsins og allra annarra samvinnufyrirtækja, sem nutu hæfileika hans og starfskrafta. Á þessari kveðjustund minnumst við þakklátum huga eiginkonu Jak- obs, frú Borghildar Jónsdóttur, sem stóð honum styrk við hlið á löngum og gifturíkum starfsferli, en hún lést árið 1990. Afkomendum þeirra vottum við dýpstu samúð. Sigurður Markússon. Vinur minn og velgjörðamaður, Jakob Frímannsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, er fallinn frá á nítugasta og sjötta aldursári. Hann andaðist þann 8. ágúst síðastlið- inn. Þeir, sem ungir eru, láta sig það jafnan litlu varóa þótt nær tírætt gamalmenni hverfi af sjónarsvið- inu, en fyrir okkur, sem eldri erum og munum lengra aftur í tímann, horfir þetta öðruvísi við og í þessu tilviki alveg sérstaklega. Þau orð, sem ég festi hér á blað, eru ekki ætluð til þess aö ættfæra Jakob eða rekja æviferil hans, það ntunu eflaust aðrir gera, heldur aðeins til þess að láta í ljós þakklæti mitt fyrir þaó aö hafa fengið að kynnast og starfa með slíkum öðlingsmanni, sem hann var, en þau kynni urðu mér góður og dýrmætur skóli. Þegar ég, rúm- Iega tvítugur aö aldri, hafði lokið námi í MA og alvara lífsins var framundan, réðst ég til starfa hjá KEA í stað þess að hefja háskóla- nám, sem flestir félagar mínir geróu. Sá maður, sem tók þar á móti mér, var Jakob Frímannsson, sem þá var settur kaupfélagsstjóri í fjarveru Vilhjálms Þórs. Það var ekki laust við að ég kenndi nokk- urs kvíða fyrir að fara að vinna hjá svo stóru og merku fyrirtæki, en hið ljúfa viðmót Jakobs eyddi þeim kvíða strax og má segja að þá þegar hafi vaknað hjá mér þær tilfinningar til Jakobs og viss að- dáun á honum, sem varað hafa æ síðan. Kynni okkar hjá KEA og náin samskipti í störfum þar stóðu yfir rúm tuttugu ár og síóan urð- um við meira og minna samferða eftir aö ég gerðist starfsmaður Út- gerðarfélags Akureyringa h.f., en

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.