Dagur - 09.09.1995, Side 2
2 - DAGUR - Laugardagur 9. september 1995
FRÉTTIR
Rífandi gangur hjá Sæplasti
20,1 milljón í hagnað fyrstu 6 mánuðina
Af uppgjöri fyrstu sex mánuði
ársins að dæma er rekstur Sæ-
plasts hf. á Dalvík á góðu róii á
þessu ári. Að teknu tillitli til af-
skrifta, fjármagnsliða og óreglu-
legra liða skilar rekstur Sæplasts
hf. 20,1 milljóna króna hagnaði
á fyrri helmingi ársins, sem er
10,5% af veltu.
Heildartekjur Sæplasts hf. á
fyrri árshelmingi voru 191 milljón
króna, sem er 18% aukning miðað
við sama tíma í fyrra. Rekstrar-
gjöld voru 162 milljónir króna og
var framlegð upp í afskriftir og
fjármagnsliði 29 milljónir króna,
eða 15,2%.
í lok júní voru heildareignir
Sæplasts hf. bókfærðar á 404,4
milljónir króna og námu skuldir
129,9 milljónum króna. Eigið fé
var 274,4 milljónir króna og eig-
infjárhlutfalllið því 0,68. Veltu-
fjárhlutfallið var 2,35.
Verðmæti útflutnings fyrirtæk-
isins fyrstu sex mánuðina jókst
um 30% miðað við sömu mánuði
1994. Verðmæti útflutningsins
nam 102 milljónum króna eða
54% af heildarveltu fyrirtækisins.
í frétt frá Sæplasti hf. kemur
fram að sala fiskkerja fyrstu sex
mánuðina hafi aukist um 17,5%
Héraðsskólinn að Reykjum í Hrútafirði:
Skólabúðirnar njóta
stöðugra vinsælda
33
ENGIN HUS
ÁN HITA
33
1 Blöndunar-
tæki
Héraðsskólinn að Reykjum í
Hrútafirði hefur undanfarin ár
verið rekinn sem skólabúðir, þ.e.
nemendur koma víðs vegar að af
landinu til a.m.k. vikudvalar við
leik og störf. Nemendur eru yfir-
leitt úr 6. bekk en sumir skólar
sækja aðeins um vist annað
hvert ár og fara þá með nem-
endur úr 6. og 7. bekk.
Kennslan er mjög umhverfis-
væn því nemendur ganga fjörur
og skoða það fjölbreytta lífríki
sem þar er að finna við nánari
skoðun auk ýmissa annarra verk-
efna, innan dyra sem utan. Mikil
aðsókn er að skólabúðunum og er
bókað fram eftir desembermánuði,
og síðan kemur fyrsti hópurinn á
árinu strax í byrjun janúar og sá
síðasti í maímánuði, þannig að
starfstíminn er orðinn svipaður að
lengd og starfstími grunnskóla.
Skólastjóri er Bjami Aðalsteins-
son.
Fyrstu nemendumir á þessu
hausti hófu skolatímabilið með
því að fara í skólabúðimar að
Reykjum. Það vom nemendur frá
Borgamesi og Snælandsskóla í
Kópavogi.
Nýr skólastjóri, Ingólfur Kjart-
ansson, hefur verið ráðinn að
grunnskólanum að Reykjum, en
þar stunda í vetur 20 böm nám en
kennt er upp í 7. bekk. Ingólfur er
ættaður frá Unaðsdal á Snæfjalla-
strönd en hann hefur kennt á
Hvammstanga en þar áður á
Tálknafirði, Eiðum og Reykjanesi
við Djúp. GG
milli ára, en sala á trollkúlum
dregist saman um 5%. Mest aukn-
ing hefur verið í sölu á kerjum til
fjarlægri heimsálfa. Munar þar
mest um sölu til Suðaustur-Asíu,
S-Amenku og S-Afríku.
Sala á plaströrum hefur fimm-
faldast milli ára og nemur sá
framleiðsluliður nú ríflega 8% af
heildarveltu Sæplasts hf. Munar
þar mest um sölu á hitaþolnum
plaströrum til Hitaveitu Öxarfjarð-
arhéraðs. Þá má geta þess að hita-
þolin plaströr frá Sæplasti hf.
verða notuð í lagningu hitaveitu í
Kína, í tengslum við nýgerðan
samning Virkir Orkint við þarlend
yfirvöld.
Framundan er góð verkefna-
staða hjá Sæplasti og fyrirsjáan-
legt að áfram verði unnið um
helgar. óþh
Stofnun hlutafélags til að bæta aðstöðu knattspyrnumanna:
Misjafnar undirtektir
Nýjar gerdir
Gott verb
Okkar verð er
alltaf betra
Lrffiíj
Verslið
við
fagmann.
AKUREYRI
DRAUPNISGOTU 2
B SÍMI 462 2360
E Opið á laugardögum kl. 10-12.
BBHBBBBBHHBHHHBQQHQBUBBHHQHSQBE
Héraðsskólinn að Reykjum.
f Degi í gær var greint frá
þriggja ára áætlun íþrótta- og
tómstundaráðs Akureyrar. Það
atriði áætlunarinnar sem íjallar
um úrbætur fyrir knattspyrnu-
menn hefur vakið mikla athygli.
Ekki það að úrbætur séu fyrir-
hugaðar, heldur sú aðferð sem
lögð er til, þ.e. að Akureyrarbær
hafi forgöngu um stofnun hluta-
félags, sem hafl það að mark-
miði að bæta aðstöðu til knatt-
spyrnuiðkunar á Akureyri, t.d.
með yflrbyggingu. Á hlutafélag-
ið að leita eftir að fá sem flesta
til liðs við sig. Haft var samband
við formenn knattspyrnudeilda
KA, Þórs og Leifturs og þeir
spurðir hvernig þeim litist á
hugmyndina.
„Mér finnst mjög jákvætt að
bæjaryfirvöld ætli sér að leggja
peninga í að bæta aðstöðu fyrir
knattspymumenn og þó aðeins sé
verið að tala um hálft hús í upp-
hafi má segja að hálfnað er verk
þá hafið er. Hins vegar hefur regl-
an verið sú að bæjaryfirvöld byggi
og reki íþróttamannvirki og því
finnst mér þessi hugmynd um
stofnun hlutafélags í þessu sam-
bandi ekki nógu góð. Mér dettur
helst í hug að með þessu vilji
íþróttaráðsmenn komast hjá því að
taka ákvörðun um staðsetningu
hússins,“ sagði Kristján Kristjáns-
son, formaður knattspyrnudeildar
Þórs.
„Á fundi sem ég sat á Hótel
KEA fyrir nokkuð mörgum mán-
uðum síðan með forsvarsmönnum
KSÍ, KA og Akureyrarbæjar, kom
skýrt fram hjá fundarmönnum að
besta staðsetningin fyrir knatt-
spymuhús væri á félagssvæði
Þórs,“ sagði Kristján ennfremur.
„Ég hafði auðvitað heyrt þessa
hugmynd og það er bara hið besta
mál ef þetta verður til þess að
koma málinu loksins af stað. Mér
finnst aukaatriði hvaða form verð-
ur á þessu. Höfuðmálið er að drífa
verkið í gang og koma húsinu
upp. Það sjá allir að það er löngu
tímabært að koma svona húsi í
gagnið," sagði Ámi Jóhannsson,
formaður knattspymudeildar KA.
Hann taldi ekki að hugsanleg tog-
streita um staðsetningu slíks húss
milli KA og Þórs hefði skemmt
fyrir málinu. Hins vegar hafi sú
krafa Þórs að vilja íþróttahús í for-
gang skemmt fyrir framgangi úr-
bóta fyrir knattspymumenn.
Einn af mögulegum stöðum
fyrir knattspymuhús sem rætt hef-
ur verið um er þar sem Malar- og
steypustöðin var á árum áður, nið-
ur með Glerá nokkru fyrir neðan
Möl og Sand. Ámi sagði að sér
litist nokkuð vel á þá staðsetn-
ingu. „Það er staður sem við hjá
KÁ getum allavega^ sætt okkur
mjög vel við,“ sagði Ámi.
Þorsteinn Þorvaldsson, formað-
ur knattspymudeildar Leifturs í
Ólafsfirði, tók undir það með hin-
um tveimur að afar brýnt væri að
koma upp betri aðstöðu fyrir
knattspyrnumenn og taldi nokkuð
víst að Ólafsfirðingar myndu að
einhverju leyti nýta sér slíka að-
stöðu sem staðsett væri á Akur-
eyri. Með þátttöku í hlutafélagi
um uppbygginguna var hann hins
vegar meira efins. „Málið hjá okk-
ur er auðvitað að við erum að
berjast í ýmsum framkvæmdum,
t.d. þökuleggja völlinn og horfum
einnig til þess að koma upp fé-
lagshúsi. Síðan er verið að byggja
skíðaskála og hestamenn ætla að
fara að koma upp reiðskemmu,
þar sem knattspymumenn gætu
hugsanlega fengið aðstöðu. Verk-
efnin em bara svo mikil heima
fyrir,“ sagði Þorsteinn, en ítrekaði
að menn væm mjög jákvæðir fyrir
bættri aðtöðu knattspymumanna á
Norðurlandi. HA
2
Ballettskólinn FIMI
Kynningartímar í salarkynnum skólans
í Iþróttahöllinni:
6-9 ára, laugardaginn 16. sept. kl. 13-14.
10-13 ára, laugardaginn 16. sept. kl. 14.15-15.15.
14 ára og eldri, sunnudaginn 17. sept. kl. 16-17.
Akureyri:
Vetrarstarfið hefst
með Fálkafellsveislu
- 20 dróttskátar vígðir í kvöld
I
Sími 462 5266
I
Mánudagur Þriðjudagur Miðuikudagur Fimmtudagur Föstudagur
Kl. 19.15 Modem 0.16.00 Ballett, 6-9 ára XL16.00 JaZZ, 10-13 ára Kl. 16.00 Ballett, 6-9 ára
Kl. 20.15 Ballett, konur KL 19.15 Ballett, 14 ára og eldri a. 20.15 JaZZ, 14 ára og eldri Kl. 17.00 Ballett, 10-13 ára
I
I
Að venju munu skátar á Akur-
eyri helja starf sitt með Fálka-
fellsveislu sem verður í kvöld.
Eldri skátar félagsins hittast í
Fálkafelli og eiga þar saman
kvöldstund í veislu sem haldin
er vegna opnunar á skálanum
fyrir veturinn.
Mæting er við Pásustein kl.
20.15 og samkvæmt upplýsingum
frá skátunum eru eldri skátar
hvattir til að mæta. Skömmu síðar
mun svo verða fylkt liði upp í
Fell. Áður en veislan hefst munu
um 20 skátar vígjast inní drótt-
skátana, sem starfað hafa undan-
farin ár í hinum almennu skáta-
sveitum en hafa nú náð þeim aldri
að starf þeirra breytist og þau fara
að vinna að nýjum verkefnum inn-
an dróttskátanna. Samkvæmt
venju sér dróttskátasveitin Draco
um veisluna og vilja Draco-menn
koma þeim skilaboðum til þeirra
sem hyggjast mæta að gott geti
verið að hafa meðferðis útbúnað
til að stunda þjóðaríþrótt Finna
(þ.e. sundföt). í veislunni verður
boðið upp á veglegar kræsingar og
skátakakó, svo verður að sjálf-
sögðu sungið fram á rauða nótt.
JÓH