Dagur - 09.09.1995, Síða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 9. september 1995
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SlMI: 462 4222 • SÍMFAX: 462 7639
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLÐÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÓRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285),
FROSTI EIÐSSON,(íþróttir),
LJÓSMYNDARI: BJÓRN GISLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRl'MANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Áfram streymir
fólk úr landi
Fólk heldur áfram að flytja frá landinu í stórum stíl.
í ágúst fluttu 273 íslenskir ríkisborgarar brott af
landinu umfram þá sem fluttu til landsins. Fyrstu
átta mánuðina eru brottfluttir 916 umfram aðflutta
en allt síðasta ár voru brottfluttir íslenskir ríkis-
borgarar umfram aðflutta 861 talsins.
Þetta eru heldur óglæsilegar tölur og þær segja
margt um íslenskt þjóðfélag í dag. Tölurnar hafa
reyndar ekki verið greindar niður í kjölinn, en
margt bendir til þess að hér sé að stórum hluta um
að ræða fjölskyldufólk sem hefur gefist upp við að
ná endum saman hér heima og vill freista þess að
komast af á erlendri grundu. Sé þetta rétt er hér
um að ræða stórkostlega alvarlegt þjóðfélagsmein
sem ekki verður kveðið niður nema með gjör-
breyttri hugsun stjórnvalda. Það vita allir sem vilja
vita að margar ákvarðanir stjórnvalda á undanförn-
um árum hafa gert það að verkum að svo mjög hef-
ur þrengt að fjölskyldufólki að það getur ekki með
nokkru móti náð endum saman. Það er þessi þjóð-
félagshópur sem ber þjóðfélagið uppi að drjúgum
hluta með háum skattgreiðslum, þetta eru skatt-
píndir þjóðfélagsþegnar. Skattkerfið sér til þess að
fyrir þetta fólk er ekki til neins að leggja á sig meira
í vinnu, sé þess kostur, til þess að ná í nokkrar
aukakrónur í heimilisreksturinn. Auk þess hefur
ríkisvaldið skorið niður barnabætur ár eftir ár, að
ekki sé talað um handahófskenndar ákvarðanir um
breytingar á húsnæðisbótakerfinu, sem hafa kippt
stoðum undan fjölmörgum fjölskyldum.
Ef sú þróun heldur áfram á næstu misserum að
fjölskyldur flytjast úr landi í stórum stíl er ástæða
til að pólitíkusar og embættismannakerfið fari í
endurhæfingu og læri að setja hlutina í samhengi
þannig að reikningsdæmið gangi upp. Eins og þjóð-
félagið er í dag er ekki hægt að segja að fjölskyldu-
fólki sé auðveldaður róðurinn. Það er hin bitra stað-
reynd málsins.
I UPPAHALDI
Bítlarnir voru og eru í uppáKaldi
- segir Hólmsteinn Hólmsteinsson, framkvæmdastjóri
Hólmsteinn Hólm-
steinsson.fram-
kvœmdastjóri Malar
og sands hf. ú Akureyri. er
einn þeirra fjölmörgu sem
rennt hafa fyrir lax í sumar.
Vertíð law’eiðimanna er ac5
Ijúka og í dag er síðasti
veiðidagurinn í Laxá í Aðal-
dal sem hcegt er að segja að
hafi valdið talsverðum von-
hrigðum þetta árið. Hólm-
steinn er meðal þeirra sem
renna í ána síðasta daginn
og eins og alltafáður er
spennan fyrir hendi. Veiði-
dagareru uppáhaldsdagar
en Hólmsteinn sýnir lesend-
um aðrar uppáhaldshliðar.
Hvaða matur er í mestu uppáhaldi
hjá þér?
Það er nú það. Ég held að eg
nefni villigæsina ef' ég er spurður
um einhvem virkilega góðan
mat. Og ekki er verra að hafa
skotið hana sjálfur.
Uppáhaldsdrykkur?
Þar fer ekki á milli mála að und-
anrennan stendur uppúr. Ég á
hana alltaf í ísskápnum kalda og
góða.
Hvaða heimilisstörf flnnst þér
skemmtilegustlleiðinlegust?
Nú ertu erfiður því ég er hálf lin-
ur við heimilisstörfin. Ég er þó
góður með ryksuguna en hún er
hundleiðinleg!
Hólmsteinn HólmsteSnsson.
Stundarþú einhverja markvissa
hreyflngu eða líkamsrœkt?
Ég er í blaki og skokka svolítið.
Ert þú í einhverjum klúbbi eða fé-
lagasamtökum?
Já, ég er í mörgum klúbbum og
get nefnt bæði stangaveiðifélag
og skotveiðifélag, fyrir svo utan
íþróttafélögin.
Hvaða blöð og tímarit kaupir þú?
Ég kaupi töluvert af því. Að
sjálfsögðu Dag, Moggann og
nokkur tímarit, t.d. veiðitímarit
og fagtímarit.
Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?
Fuglabók. Ég er alltaf með eina
slíka og blaða gjarnan t þeim.
/ livaða stjörnumerki ertþú?
Ég er í Krabbanum.
Hvaða hljómsveit er í mestu uppá-
liaidi hjá þér?
Þar nefni ég gömlu góðu Bítlana,
Þeir voru og eru í uppáhaldi enda
komast engir með tæmar þar sem
þeir voru með hælana.
Uppáhaldsíþróttamaður?
Ég hef alltaf dálæti á Eyjólfi
Sverrissyni, knattspymumanni.
Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi?
Fyrst og fremst á fréttir og veð-
urfregnir. Ég hef engan tfma fyrir
framhaldsþættina.
Á hvaða stjórnmálamanni hefurþú
rnest álit?
Halldóri Blöndal.
Hver er að þínu mati fegursti staður
á íslandi?
Það fer ekki á milli mála. Feg-
urstu staðirnir em Aðaldalurinn,
Laxá og Mývatnssveitin.
Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir
að flytja búferlum nú?
Ætli maður færi ekki eitthvað á
suðurvesturhornið.
Ef þú ynnir eina milljón í happ-
drœtti hvernig myndir þú nota pen-
ingana?
Ætli ég myndi ekki aðallega
borga skuldir.
Hvernig vilt þú helst verja frístund-
um þínum?
í útivist.
Hvað œtlarðu að gera um lielgina?
Ég ætla að veíða og fara í sumar-
bústaðinn. JÓH
BRÉF FRÁ HVAMMSTAN6A_
Sumar sögur
KRISTJÁN BJÖRNSSON
Við emm sagnaþjóð og búum í stórbrotnu landi. Það er því
ekki undarlegt þótt sögur okkar verði bæði margar og fjöl-
skrúðugar. Um aldir höfum við auk þess átt því láni að fagna
að eiga sagnamenn. Þeir eru oft prúðir í fasi og ábúðin uppmál-
uð og alltaf til reiðu að gefa á garðann ferðalöngum til saðning-
ar. Eftir þessu sækjast útlendingar en við hér heima erum held-
ur að flýta okkur og gefum okkur ekki tíma til að hlýða á sög-
umar og vísur sem eðlilega fylgja með í kaupbæti.
Sagnamaðurinn tæmist hins vegar seint því sögur hafa oftar
en ekki þau áhrif á nærstadda að þeir upptendrast af frásagnar-
gleðinni og fyllast knýjandi þörf til að segja líka sína sögu. Það
er því óbrigðult ráð að segja sögu til að fá fólk til að tjá sig og
leysa frá skjóðu sinni, ef annað hefur ekki dugað, þ.e. beinar
spumingar um hvaðan maðurinn er og hverra manna og hvað
hann geri, hvert hann sé að fara og hvaðan að koma. Mest er
um vert að ná ættartengslum og þar næst að vita hvaða stétt
hann tilheyrir, en samt er talið gott að ná snertingu við kunn-
ingjahóp, vinnufélaga og nágranna. Tengsl í gegnum félaga-
samtök eru ekki eins merkileg, enda geta flestir verið í flest öll-
um félögum, ef þeir nenna að skrá sig í þau. Sumar sögur af
deili manna eru því markverðari en aðrar. Alla tíma hefur auk
þess verið talið gott að afla sér þekkingar um önnur lönd og
stöðu manna þar og hvemig afkoma þeirra er, en í þeim flokki
enda einnig afrekssögur af erlendu fólki eða íslendingum er-
lendis. Alltaf er gott að ná tali af komumanni sem hefur farið
víða. Víðförulir þykjumst við sjálfir vera og bætum óbeint við
reynslu okkar af ferðasögum forfeðra okkar með því að eignast
myndir í sögum af fjarlægum stöðum. Það getur eflt sjálfstraust
hjá gestinum ef honum tekst að nefna nokkur ömefni úr ferð
sinni um nálægt hérað og heimamaðurinn, sem þekkir landið
eins og lófa sinn, kinkar kolli eða veitir honum á annan hátt
viðurkenningu eða uppörvun til að halda áfram. Gesturinn er
því knúinn til að sækja sögur sínar lengra að og kallast það
réttu nafni frásögur. Hann er þá farinn að segja frá og örvun
heimamannsins, sem hóf sagnaleikinn, miðar að því að gestur-
inn fari nær heimahögum sínum. Forvitni má aldrei sjást í fari
sagnamannsins, en hann saumar að gesti sínum með því að
þykjast sjálfur vilja koma sögum að í þessari uppfærslu. Við
það er gesturinn knúinn til að glæða frásögn sína enn meira lífi
og jafnvel krydda hana með auknum orðum. Fari það úr bönd-
unum með ýkjum er upphafsmaðurinn nauðbeygður að taka af
honum orðið og segja helst nógu langa sögu af einhverju þjóð-
kunnu fólki til að róa aðkomumanninn niður. I því felast tvenn
skilaboð hið minnsta, en það er að vanda beri málflutning sinn
því hér séu menn vandir að virðingu sinni og hitt að þótt hér sé
ef til vill setið utan alfaraleiðar, þekki menn líka þá sem hafa
yfír sér þjóðsagnakenndan frægðarljóma úr liðinni tíð. Báðir
aðilar að þessum sígildu samskiptum verða svo að lyktum að fá
tækifæri til þess að hverfa frá samtalinu með reisn. Gesturinn
þakkar fyrir greiða, gestrisni og gagnlegar upplýsingar um
sveitina. Heimamaðurinn þakkar fyrir fróðlegt spjall og innlit,
en óskar honum góðrar ferðar og þiður hann blessaðan að lifa.
Ekki sakar að ljúka samskiptunum með því að skiptast á nokkr-
um stuttum og vel fleygum orðum úr einhverjum verka Lax-
ness eða jafnvel Gunnars eða Þorbergs. Allra best er að geta
kastað fram stöku af þessu tilefni og í tengslum við stöðu um-
ræðunnar undir lokin.
Það besta við þessa hefð er að við erum fúsir að láta útlenda
ferðamenn njóta hennar. Eftir því sækjast þeir og mikið er ég
sannfærður um að svolítil sviðsetning í þessum anda er ósvikin
söluvara eða kaupauki í ferðamálum. En mikið eru mannleg
samskipti kostuleg. Góðum samskiptum fylgir enginn stofn-
kostnaður eða byggingarútgjöld. Við eigum þetta í hefðinni og
í sögunum úr fortíðinni, sem allir eru svo hrifnir af. Sagnamað-
urinn er ekki aðeis heima í sinni sveit heldur er hann einnig
heima í sögum íslendinga. Þar sem sjaldnast er að finna vísi að
mannvirkjarúst á söguslóðum er því nauðsynlegt að virkja
þessa lifandi mannlegu kosti frásagnarlistarinnar. Ferðamaður-
inn leitar í öllu falli eftir einhverri staðfestingu þess að hér hafi
einu sinni búið sagnaþjóð. Hann leitar í fæstum tilfellum eftir
þjóðfélagsgreiningu eða yfirliti um efnahagsástand og horfur í
sjávarútvegsmálum.
Sjálfur hef ég fengið þessa vissu mína staðfesta nokkrum
sinnum í sumar á ferðum mínum um landið. Ég hef ferðast við
Eyjafjörð og Mývatn og um öræfin þar í nánd, Aðaldalinn og
með Fnjóská en einnig um lindir Herðubreiðar og Hvanna og
Kverkfjöll. Ég hef farið um Jökuldalinn og Héraðið og austur á
Borgarfjörð. Það markverðasta fólst hvorki í því að koma að
Goðafossi, enda nenntum við ekki út úr bflnum hjá þeim vara-
sama stað, né kóngi og drottningu Hallormsstaðar. Það besta
var að hitta fólk og láta kynnin takast. Láta fjölskylduna lenda í
svolítilli lífsreynslu með öðrum og eignast með því sameigin-
legan fjársjóð að ausa úr fyrir veturinn. Ævintýrin eru við hvert
fótmál og því er gott að gæta vel að því hvar stigið er niður.
Þegar við stöldrum við, skulum við því anda að okkur andblæ
augnabliksins og njóta þess að hitta fólk á stað og stundu úr
fortíð og í nútíð; Éyvind og Höllu, grannkonumar og sagna-
manninn í Dalakaffi í Jökuldal, Bensa á Fjalli og aðra sagna-
menn, systkinin og samferðafólkið í Húsabrekku, Jóhann
Svarfdæling, sæmdarhjónin í Sæluhúsinu á Dalvík og Bjarna í
Sjóferðum, Benedikt prófast á Grenjaðarstað og son hans
Bjama á Húsavík, Nonna og Manna og bamahirðana á Vest-
mannsvatni. Sumar ferðir eru bara eins og sumar sögur - betri
en aðrar. Þegar daga styttir á síðsumri lít ég því til baka og segi
fullum rómi: Sækjum sögumar áfram heim í fortíð og nútíð, en
umfram allt með annan fótinn í íslensku sagnahefðinni.