Dagur - 09.09.1995, Síða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 9. september 1995
KVI KMYNDI R
ELSA JÓHANNSDÓTTIR
Skosk þjódhetja
15. september:
Borgarbíó, Regnboginn
og Háskólabíó:
Braveheart
Ástralski leikarinn Mel Gibson
kemur hér á stökki í mynd sinni
„Braveheart" sem hann leikstýrir
sjálfur og fer auk þess með aðal-
hlutverkið. Sögusviðið er Skot-
land og England á síðari hluta 13.
aldar þegar konungur Skota deyr
og enginn er til að erfa krúnuna.
Játvarður 2. konungur af Eng-
landi, þekktur fyrir að vera
grimmur og vægðarlaus maður,
nýtir sér aðstöðuna og nær fljótt
yfirráðum. Wallace er staðráðinn í
því að frelsa þjóð sína úr klóm
Englendinga og safnar miklum
her og upphefst mikil og blóðug
barátta fyrir frelsinu.
„Sir William Wallace var einn
af þeim mönnum sem breyttu
mannkynssögunni. Þetta er ótrú-
leg saga um hugrekki, trú-
mennsku, heiður og hrottalegar
styrjaldir. En þetta er einnig
áhrifamikil ástarsaga,“ segir Mel
Gibson um mynd sína. „Ofbeldið í
Mad Max-myndunum kemst ekki
einu sinni nálægt því að vera eins
og í þessari mynd, menn eru gjör-
samlega slitnir í sundur," bætir
hann við. Með önnur hlutverk fara
Sophie Marceau, Patrick McGoo-
han og Catherine McCormack
sem leikur Murron, stóru ástina í
lífi Wallace. „Þau kynnast fyrst
þegar þau eru böm að aldri og
þegar hann kemur aftur til hennar
eftir nokkurn tíma verða þau ást-
fangin og giftast í laumi. En fram-
tíð þeirra varð ekki eins og þau
höfðu óskað sér og það er fyrst og
fremst ást Wallace á Murron sem
veitir honum þessa miklu hvatn-
ingu til að berjast fyrir frelsi þjóð-
ar sinnar," segir Catherine
McCormack um hlutverk sitt. Það
má svo til gamans geta þess í lok-
in að þeir sem unnu að myndinni
dunduðu sér við að búa til 10.000
örvar úr tré með gúmmíoddi fram-
an á og hlýtur það hafa verið mjög
Öðruvísi lögga
22. september:
Borgarbíó og Laugarásbíó:
Judge Dredd
Þá er Sylvester Stallone kominn af
stað inn í 22. öld, nánar tiltekið
staðsettur í Mega City 1, þar sem
hann túlkar nýja útgáfu af verði
laganna, þ.e.a.s. hann er allt í senn
lögga, dómari, kviðdómari og sá
sem sér um að lífláta þá sem
óhlýðnast hafa settum lögum. Hér
þeytist hann um í vígalegum ein-
kennisbúningi með ægileg tól og
tæki og er satt að segja algjör nas-
isti í myndinni. Að sjálfsögðu
hafa óvinir hans komið sér upp
samsæri gegn honum og það mun
svo koma í ljós hvemig Judge
Dredd mun taka á því máli. Aðrir
leikarar í myndinni eru Armand
Assante, Diane Lane (sem heillar
Kanana í rauða leðurgallanum sín-
um) og Rob Schneider.
Myndin er byggð á teikni-
myndasögupersónunni Judge
Dredd úr hinu vinsæla breska
blaði 2000AD. Það þykir hafa tek-
ist vel að útfæra þetta í kvikmynd,
allavega flýtur blóð og innyfli
velta um í jafnmiklu magni og lýst
er á síðum myndasögublaðsins.
Það hafa víst gengið einhverjar
sögur um að Stallone hafi svindl-
að svolítið og fengið eitthvað lán-
að af sílikoninu hjá Pamelu And-
ersson og sprautað því í varirnar á
sér... en það má svo aftur dæma
um það þegar að því kemur.
Mad Max undirdjúpanna
29. september:
Borgarbíó og Háskólabíó:
Waterworld
Þá fer að koma að því að bíógestir
á íslandi fái að líta dýrustu mynd
allra tíma en síðustu tölur sem
borist hafa eru í kringum 200
milljónir dollara. Til að standa
undir öllum þessum kostnaði þarf
Waterworld að hljóta þá mestu að-
sókn sem um getur, og ekki eru
það neitt litlar kröfur. Kevin
Kostner, aðalleikari og einn fram-
leiðenda myndarinnar hefur verið
mjög umtalaður í Hollywood og
óspart verið gert grín að allri um-
gjörð þessa vatnsævintýris. En svo
farið sé eitthvað í söguþráðinn þá
á hún að gerast einhvem tíma í
framtíðinni þegar gróðurhúsa-
áhrifin fara að virka svo um mun-
ar. Veðurfarið hitnar, heimskautin
bráðna og yfirborð sjávar hækkar
það mikið að hvergi virðist vera
hægt að finna þurra þúfu. Mann-
kynið berst fyrir lífi sínu og leitar
að þurru landi til að lifa á og
Kostner fer þar fremst í flokki.
Með önnur hlutverk fara Jeanne
Tripplehom (The Firm) og Dennis
Hopper (Speed) en Hopper leikur
núna víst enn meiri skíthæl en
nokkru sinni fyrr, svo segir hann
sjálfur að minnsta kosti.
Þegar Kostner var spurður að
því hvernig hann gæti réttlætt
notkun þessara gífurlegu fjár-
muna, sagði hann að það væri af-
stætt hversu miklir peningar færu í
að skapa mynd, sumir væru að
leggja í það 6 milljónir dollara og
stundum jafnvel 150 milljónir.
„Það þurfti mikla peninga til að
vinna neðansjávar með 3000
manns, ég þarf ekkert að réttlæta
það neitt. Og af þessuml50 millj-
ónum eða hvað það nú var sem fór
í þetta fara 30 milljónir í skatta.
Eg hef miklu meiri áhyggjur af
því hvað stjómmálamennirnir í
landinu gera við þær 30 milljón-
ir...
Týndir í geimnum
13. október:
Borgarbíó,
Háskólabíó og Laugarásbíó:
Apollo 13
30. apríl 1970 sendu Bandaríkja-
menn geimfarið Apollo 13 á braut
til tunglsins, aðeins átta mánuðum
eftir að fyrsti maðurinn steig þar
fæti sínum. För þessi átti einnig
eftir að verða söguleg líkt og hin
fyrri og nú hefur verið gerð mynd
þar sem reynt er að lýsa þeim
ótrúlegum aðstæðum sem geim-
faramir á Apollo 13 lentu í.
Myndin er sannsöguleg og byggð
á bókinni „Lost Moon“ þar sem
Jim Lovell, yfirmaður og stjóm-
andi geimfarsins, lýsir því sem
hann og tveir aðrir félagar hans
gengu í gegnum og hvemig til
tókst við björgun þeirra. Spreng-
ing í stjómhylki geimfarsins olli
því að það varð stjórnlaust og
missti afl. Eina von mannanna til
að bjargast var að færa sig yfir í
tunglferjuna og freista þess að
stýra henni aftur í átt til jarðar
jarðar, en stóri gallinn var sá að
tunglferjan var aðeins hönnuð fyr-
ir tvo menn ásamt súrefnisbirgð-
um og eldsneyti til tveggja sólar-
hringa. Fyrir þeim lá því aðeins
það að kafna úr súrefnisskorti,
frjósa í hel eða brenna upp í loft-
hjúpi jarðar.
Tom Hanks fer með hlutverk
Jim Lovell en Bill Paxton og Ke-
vin Bacon leika hina geimfarana
tvo, Fred Haise og Jack Swigert.
„Þetta er draumahlutverkið, mig
hefur dreymt um það síðan ég var
strákur hvemig það væri að vera
geimfari. Ég fylgdist alltaf náið
með öllum geimferðum, vissi
hvað allar áhafnir og geimferjur
hétu. Mér þótti þessi leiðangur
alltaf sá dramatískasti af öllum og
er reyndar hissa á því af hverju
var ekki búið að gera mynd um
þetta fyrr. En nú er það orðið að
veruleika og ég bara trúi því varla
að ég sé sjálfur að leika í henni,“
varð Hanks að orði er hann var
spurður út í myndina. Leikararnir
voru meðal annars þjálfaðir í að
venjast þyngdarleysinu við tökur
myndarinnar og fannst það eigin-
lega allt annað en gaman. „Þetta
var ótrúlega erfitt, maður sveif um
í lausu lofti sem gerði það að
verkum að aldrei var hægt að taka
öll atriði upp nákvæmlega eins.
Okkur varð því oft óglatt og æld-
um eins og múkkar,“ sagði leikar-
inn frægi.
' d y-i&j *
Tffy. >'-3ivvJr í
æ *