Dagur - 09.09.1995, Blaðsíða 13

Dagur - 09.09.1995, Blaðsíða 13
Laugardagur 9. september 1995 - DAGUR - 13 POPP MAÚNÚS GEIR CUÐMUNDSSON / / ÞRR FDiMTUGR FELAGAR Það er víst óhætt að fullyrða að ár- ið 1995, sé mikið tímamótaár hjá mörgum þekktum tónlistarmann- inum. Þeir eru nefnilega ófáir sem fagna hálfrar aldar lífstíð á þessu ári, en það þykir víst alltaf merki- legur áfangi í lífi hvers manns. Kappar á borð við Gunnar Þórð- arsson og Rúnar Júlíusson eru dæmi um íslenska poppara sem orðið hafa fimmtugir fyrr á árinu og af erlendum eru t.d. Eric Clapton og Johnny Winter. A síð- ustu vikum hafa svo þrír til við- bótar, tveir íslenskir og einn er- lendur, bæst í hópinn og eru þeir ekki síður merkir en hinir fyrr- nefndu. Reyndar hefur það áður verið skýrt tekið fram að þessi síða er ekki ætluð undir „eilífar afmæliskveðjur", en þegar slíkir garpar eiga í hlut, er það enginn stórglæpur. VAN MORRISON Fyrstan af þremur sem hér eiga í hlut, skal frægan telja Van Morri- son, sem varð fimmtugur 31. ágúst sl. Fæddist hann í Belfast á N-írlandi, sonur mikils áhuga- manns um djass- og blústónlist og blús- og djasssöngkonu. Má því segja um Morrison með sanni að sjaldan falli eplið langt frá eikinni, en blús og djass auk sálartónlistar og popps í bland hafa einkennt feril þessa vinsæla tónlistarmanns. Hann var aðeins um 13 ára gamall þegar hann stofnaði fyrstu hljóm- sveitina og var aðeins tæplega átján ára þegar fyrstu skrefin til frægðar voru stigin. Var það með stofnun Them sem það gerðist 1963. Hljómsveitin sló strax í gegn með fyrstu smáskífunni, Ba- by please don’t go (sígildum Muddy Waters-slagara) í ársbyrj- un 1964 og náði lagið áttunda sæti breska vinsældalistans. A bakhlið- inni var hins vegar annað lag, Gloria, sem síðar átti eftir að slá rækilega í gegn og telst líklega í dag vera vinsælasta lag Van Morrison. Lifði Them í um rúm tvö nokkuð stormasöm ár, en árið 1966 hóf Morrison, fullt nafn George Ivan Morrison, sinn eigin feril eftir að hafa hætt í sveitinni. Sá ferill hefur reynst einkar glæsi- legur allt fram á þennan dag og Morrison almennt talinn með fremstu söngvurum og lagahöf- undum í sögu rokksins. Dæmi um meistaraverk hans eru plötur á borð við Astral Weeks, Moon- dance, St. Dominic’s Preview og lög eins og Brown Eyed Girl, Moonshine og Dornino. Margt fleira mætti hér segja um Morri- son, en þetta látið nægja að sinni. MAGNÚS EIRÍKSSON Sá mæti lagahöfundur og gítar- leikari, Magriús Eiríksson, er tæpri viku eldri en Van Morrison, fæddur 25. ágúst 1945. Þótt hann teljist ekki vera söngvari á borð við Morrison, eiga þeir tveir það sameiginlegt auk aldursins að tón- listarræturnar liggja djúpt í blús- fiinmtugur og líklega Van Morrison orðinn sjaldan vcrið betri. Magnús Eiríksson 50 ára stórtón- skáld. tónlistinni og undir áhrifum þess hafa þeir báðir samið mörg af sín- um bestu og vinsælustu lögum. Er engum blöðurn um það að fletta að Magnús er einhver allra besti lagahöfundur þjóðarinnar á seinni árum og án efa sá sem hefur átt hvað inesta virðingu skilið. Eru lög hans og leikur með Manna- komum, Blúskompaníinu og mörgum fleiri, stór þáttur í ís- lenskri poppsögu síðustu þrjá ára- tugina og það eru ekki margir tónlistarmenn sem státa af slíku. Magnús hefur þó aldrei verið þekktur fyrir að sækjast mikið eft- ir athyglinni heldur látið lögin og gítarinn tala en félögum sínum ^ Hörður Torfa. „Hálfrar aldar trúbador“. I ÞAGU BARNANNA Ef ailt hefur gengið samkvæmt áætlun, var á mánudaginn var staðið fyrir allsérstæðri plötuupp- töku, sem síðan mun sjá dagsins ljós á mettíma. Um er að ræða upptöku á plötu til styrktar stríðs- hrjáðum börnum í Bosníu sem rjóminn af breskum popp- og rokkhljómsveitum stendur að, þ.á m. Blur, Suede, Boo Radleys, Portishead, Terrorvison, Oasis, The Levellers, Radiohead, Charl- atans og Manic Street Preachers, sem gleyma þarna áhyggjunum af hvarfi Richey James um stund í þágu barnanna. Eiga tónlistar- mennirnir allir að skila sínu á þessum eina degi, en aðeins fimm dögum síðar, í dag, á plat- an að koma út. Nefnist hún Help og er það fyrirtækið Go! Discs sem gefur hana út. Krist Novo- selic, sem rætur á að rekja til Bosníu, ritar aðfararorð með plötunni og gítarleikari Stone Roses, John Squire, hannar útlit hennar. Terrorvision styður börnin í Bosníu. TALEVNAF Nú er liðið hálft ár frá því að gítarleikari Manic Street Pre- achers, Richey James, hvarf nánast sporlaust frá hóteli í London. Hefur gríðarlega um- fangsmikil leit að honum lítinn sem engan árangur borið og telja lögregluyfirvöld nú að flest bendi til þess „að hann sé ekki lengur meðal vor”. Frá því James hvarf hefur enginn haft af honutn spurnir og hann ekki reynt að taka út fé sem hann á í bönkum. Telur lög- reglan þetta nær óyggjandi sönnun þess að rokkarinn sé ekki lengur í tölu lifenda. eftir að baða sig í sviðsljósinu, t.d. Pálma Gunnarssyni. Kemur þar á nokkurn hátt samanburður við Van Morrison aftur til sögunnar, en sá írski öðlingur hefur aldrei þótt berast ntikið á þrátt fyrir alla frægðina. Það var því engin tilvilj- un að plata þar sem írskættaðir tónlistarmenn túlkuðu lög hans og kom út í fyrra, kallaðist No Prima Donna, sem snara mætti sem „Enginn Allsherjar". Sá Morrison meira að segja sjálfur um upp- tökustjórnina. Færi vel ef íslenskir tónlistarmenn heiðruðu Magnús einhvem daginn á svipaðan hátt. Ætti liann það meira en skilið. HÖRÐUR TORFASON Á mánudaginn var, 4. september, varð Hörður Torfason fimmtugur. Það er frægara en frá þarf að segja, er Hörður gekk fram fyrir skjöldu fyrir um tveimur áratug- um og játaði samkynhneigð sína í viðtali við tímaritið Samúel. Hafði slík játning vart heyrst fyrr og stóð ekki á viðbrögðunum. Hrakt- ist Hörður, sem þá þegar hafði um nokkurt skeið verið í fararbroddi trúbadora á íslandi, hreinlega úr landi í kjölfarið, svo hart var að honum vegið. Fyrir nokkrum ár- um þegar um hafði hægt, snéri Hörður hins vegar heim og hefur síðustu 4-5 árin verið býsna at- kvæðamikill bæði í tónlist og leik- list. Því til staðfestingar er að á síðasta ári sendi hann frá sér tvær plötur og eina bamasnældu að auki og á þessu ári hefur hann heldur ekki verið aðgerðarlaus. í tilefni af 50 ára afmælinu eru nú að koma út tvær fyrstu plötur kappans á einni geislaplötu og kallast hún Hörður Torfa ’70. Komu þær út 1970 og 1973 og hafa lengi verið ófáanlegar. "■k'Tú með haustinu er von á Py tveimur plötum helguð- JL Ni um minningu Kurts Cobain, báðum frá hendi lítilla útgáfa í Bandaríkjunum. Ann- ars vegar er urn að ræða Ang- els Bleed, þar sem finna má lög sem orðið hafa til undir áhrifum lrá dauða Cobains með ýmsum flytjendum, m.a. Frank cox úr Lovemongers (sveitinni sern Wilsonsystur úr Heart settu saman í hjáverk- um) en hins vegar um plötu þar sem lög kappans verða túlkuð. Sú plata hefur ekki fengið nafn enda enn verið að safna saman hljómsveitum fyr- ir hana. Krist Noveselic, fyrrum bassaplokkari Nirvana, seni líka er nefndur annars staðar á síðunni, hefur nælt sér í útgáfusamning fyrir nýju sveitina sína. Sweet 75. Er það við risann Epic og er fyrsta platan í undirbúningi. Ministry, sú margræða sveit, kann nú e.t.v. að verða að fresta útgáfu nýjustu plötu sinnar, Fifth Pig, fram á næsta vor. Upphafiega átti hún að koma út í október, en vegna tæknilegra erfiðleika með hljóðver, hefur verkið taf- ist úr hófi fram.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.