Dagur - 09.09.1995, Page 15

Dagur - 09.09.1995, Page 15
UTAN LANDSTEINANNA Laugardagur 9. september 1995 - DAGUR - 15 SÆVAR HREIÐARSSON x'' Lafði Hollywood Leikkonan Jamie Lee Curtis mun verða þekkt sem Lafði Ha- den-Guest þegar eiginmaður hennar, leikarinn og leikstjórinn Christopher Guest, erfir baróns- titil föður síns. Hann er sonur enska lávarðarins Peter Haden- Guest, sem nú er 82 ára og verð- ur Christopher fimmti Haden- Guest baróninn. Jamie verður því barónessa þó svo að oftast sé titilinn „Lafði“ notaður. Hún get- ur ekki kallað sig Lafði Lee Curtis en getur notast við sitt gamla sviðsnafn ef hún hefur hug á að leika í fleiri kvikmynd- um. Það þykir þó ólíklegt því hún hyggur nú á að flytjast til London ásamt eiginmanni og átta ára dóttur þeirra. „Leiklistin hefur aldrei verið mér mjög kær og það er ekki eins og ég sé svo hæfileikarík að mín verði sárt saknað í Hollywood,“ er haft eft- ir Jamie. Hún er sjálf komin af merkisættum því faðir hennar er leikarinn óútreiknanlegi, Tony Curtis og móðirin er leikkonan Janet Leigh. Eitt er það sem Jamie hefur heitið að gera aldrei en það er að skrifa bók um ævi sína og sinna nánustu. ◄ Jamie Lee Curtis segir að sín verði ekki sárt saknað í Holly- wood. Lafliræddur í Vatnaveröldinni Þó myndin Waterworld þyki til þá stendur einn leikari upp úr ekki eins merkileg og efni standa og sannar enn einu sinni getu Dennis Hopper í hlutverki sjóræningjans Deacon á sjósleðanum sínum. sína á hvíta tjaldinu. Dennis Hopper leikur Deacon, illan leið- toga klíku einnar sem ruplar og rænir og lætur ekkert hindra sig í leit að þurru landi. En það var ekki átakalaust fyrir Hopper að leika í myndinni sem var að mestu tekin í stórfenglegri sjáv- arborg sem byggð var sérstak- lega og sjósett undan strönd Hawaii. „Það sem reyndist mér erfiðast,“ segir hinn 59 ára Hopper „var að þegar ég hafði sett leppinn fyrir augað skynjaði ég ekki fjarlægðimar rétt. Bara að fara um borð í þetta fljótandi ferlíki var meðal þess hættuleg- asta sem ég gerði. Eg var í brynjuklæðum sem vógu 35 kíló. Eg var með belti úr blýi, jám- sporð og stóran járnkrók á hend- inni. Ég hugsaði bara að ef ég félli einhvern tíma útbyrðis þá gæti ég kvatt þennan heim,“ er haft eftir Hopper. Vegleg kveðjugjöf Vandræðagemsinn Sean Penn hef- ur undanfama mánuði leikið í fangelsismyndinni Dead Man Walking. Þegar tökum lauk fyrir skömmu kvöddu samstarfsmenn hans aðalstjömuna með veglegri gjöf - nefnilega klósettskálinni úr fangaklefa kappans. Ekki bar sér- fræðingum saman um hvort þetta væri gert af ánægju eða óánægju Sean Penn í fylgd eiginkonu sinnar, leikkonunnar Robin Wright. með samstarfið. Penn hefur oft lent í vandræðum og lætur jafnan finna fyrir sér þegar honurn er misboðið. Fyrir skömmu var hann á listaverkasýningu í New York og kunni því illa þegar tekin var mynd al' honum fyrir framan eitt listaverkið. Hann skvetti úr vín- glasi sínu yfir myndavélina og lét myndasmiðinn heyra það. Síðar komst hann að því að þama var listamaðurinn sjálfur að taka mynd af eigin verki áður en það var selt. Antonio Banderas segist hafa fundið hina sönnu ást í örmum Melanie Grif- fith en hún hefur látið hafa eftir sér að sönn ást sé ekki til. Ofsóttur elskhugi Latneski elskhuginn hennar Mel- anie Griffith hefur sætt ofsóknum. Spænska leikaranum Antonio Banderas, sem lék ástmann Tom Hanks í myndinni Philadelphia, hafa borist ógnvænleg hótunar- bréf. „Ég hef fengið illkvittin skilaboð á hótelum þar sem ég hef dvalist og heim til mín. Þessir menn segjast vilja hitta mig á götu og „ræða“ málin,“ segir Antonio. „Af bréfunum að dæma virðast þeir hættulegir og ég vil helst ekki hafa frekari kynni af þeim. Það eru svo margir ruglhausar í heiminum að maður veit aldrei hvað gæti gerst. Þau skilaboð sem ég hef fengið frá þeim eiga best heima í mynd á borð við The Silence Of The Lambs,“ segir hjartaknúsar- inn. Antonio sagðist ekki vita hvort mennimir væm öfundsjúkir vegna þess að hann tók saman við Melanie eða hvort þetta stafaði af hommahlutverkinu hans í Phila- delphia. Antonio er 34 ára og skiptir tíma sínum á milli Madrid og Los Angeles. Hann skildi ný- lega við eiginkonu sína, leikkon- una Anita Leza, til að geta hafið sambúð með Melanie eftir að þau höfðu kynnst við tökur á myndinni „Two Much“ fyrr á þessu ári. Næsta hlutverk hans verður í myndinni Evita þar sem hann mun leika á móti Madonnu. Lengi hafa verið á kreiki sögur um að þau hafi átt í ástarsambandi en því harð- neitar Antonio. „Madonna er nterkiskona en ég sver fyrir það að við höfum aldrei átt í ástarsam- bandi.“ Nicole Kidman fékk ríkulega borgað fyrir leik sinn í Batman Forever. Vel skóuð leikkona Nicole Kidman fór með hlutverk eins fallegasta sálfræðings sem sögur fara af í myndinni Batman Forever. Hún var vel launuð fyrir hlutverkið en það voru ekki einungis peningar sem hún hafði upp úr krafsinu. í myndinni notaði hún 35 pör af skóm og þegar tökum var lokið heimtaði hún að fá að eiga alla skóna. Að sjálfsögðu var það látið eftir þessari „klassakonu."

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.