Dagur - 23.09.1995, Side 2

Dagur - 23.09.1995, Side 2
2 - DAGUR - Laugardagur 23. september 1995 FRÉTTIR Dalvíkurbær seldi Snorra Snorrasyni hluta af Hafnarbraut 7: Einnig heimiluð vegarlagn- ing að Böggvisstöðum Dalvíkurbær hefur heimilað Snorra Snorrasyni útgerðarmanni á Dalvík að leggja vegarslóða eða stíg, ökufæran, frá syðstu og efstu byggðinni á Dalvík við Skógar- hóla að Böggvisstöðum þar sem Snorri hefur aðstöðu fyrir útgerð- ina auk þess sem rekin er þar lík- amsræktarstöð. Vegarslóðin kemur neðan nú- verandi slóðar þar sem bæjaryfir- völd telja að hann komi best út með tilliti til snjóalaga og án þess að grípa þurfti til verulegra breyt- inga á landinu. Með þessari vegar- lagningu styttist aðkoman til Böggvisstaða verulega og tenging við bæinn verður betri. Tveir skál- ar eru í landi Böggvisstaða í eigu Dalvíkurbæjar. Bæjarráð Dalvtkur hefur einnig samþykkt að selja Snorra Snorra- syni 440 fermetra hlut í neðri hæð svokallaðs Haraldarhúss að Hafn- arbraut 7 sem bærinn eignaðst eft- ir gjaldþrot samnefndar útgerðar. Snorri Snorrason segist hafa keypt húsið til að tryggja framtíðarstöðu líkamsræktarinnar að Böggvis- stöðum, og þessi umsókn hafi ver- ið lögð inn áður en afgreiðsla bæj- Þessi mynd var tekin fyrir nokkru og sýnir vegarframkvæmdirnar. Fjær sést til syðstu husa a Dalvík. Mynd: BG arins á vegamálum hafi verið sam- verður m.a. rekin hreinlætisvöru- hefur verið frá Reykjavík til Dal- þykkt. í húsinu að Hafnarbraut 7 verksmiðjan Hreinn hf. sem keypt víkur. GG Laxá í Aðaldal: Sandurinn eyðileggur hrygn- ingarstóðvar - segir Stefan Skaftason, ráðunautur „Sandurinn er að eyðileggja allt í Laxá. Á sínum tíma var búið að gera samning um að byggð yrði stífla við Laxár- virkjun en Náttúruverndarráð eyðilagði þann samnig fyrir okkur,“ sagði Stefán Skafta- son, ráðunautur í Aðaldal. Stefán segir að nú séu uppi hugntyndir um að byggja stítiu við Laxárvirkun til að stöðva sandburðinn og einnig hug- myndir um að byggja stíflu- mannvirki við Kráká, en hún ber allan sandinn í Laxá. „Ekkert af þessu er fastákveðið því það þarf ýmis leyfi, samninga við landeigendur og leyft Náttúru- vemdarráðs fyrir stíflunni í Laxá,“ sagði Stefán. Hann sagði að ef framburður sandsins yrði stöðvaður mundi áin hreinsa sig á nokkurra ára bili og þá mundi ástandið væntanlega lagast aftur. „Þetta er búið að vera slæmt lengi og við erum búin að berjast í þessu í mörg ár. Við erum með heil- miklar aðgerðir til uppgræðslu á Katlasvæðinu og upptökukvísl- um Krákár. Það er búið að girða þar af og græða hátt í 2000 hekt- ara,“ sagði Stefán. Hann sagði að sandurinn legðist yfir hrygningarstöðvam- ar og fyllti í allt skjól, einnig dræpi hann gróðurinn í botnin- um á ánni og slýgróðurinn sem verið hefði með öllurn löndum væri nú horfinn. Ef stffla verður byggð við virkjunina er hugsunin að dæla upp sandinum ofan hennar á nokkurra ára fresti. En einnig er rætt um að stífla við Kráká svo sandur berist síður í efri hluta Laxár. IM Meiri ásókn í vinnu hjá frystihúsi KEA á Dalvík en mörg undanfarin ár Betur hefur gengið að ráða fólk til vinnu hjá frystihúsi Kaupfé- lags Eyfirðinga á Dalvík undan- farin misseri en oft þar áður og má rekja það m.a. til vaxandi at- vinnuleysis á staðnum. Gunnar Aðalbjörnsson frystihússtjóri segir að fólk vant fiskvinnslu hafi verið ráðið til starfa af og til að undanförnu. Ekki hefur verið auglýst eftir starfsfólki og ekki standi til að leita eftir erlendu vinnuafli enda hafi frystihúsið ekki verið betur mannað til margra ára. Ásókn sé auk þess meiri til vinnu nú en oft áður, sem rekja megi fyrst og fremst til aukins atvinnuleysis á Dalvík. „Það eru til karlmenn sem geta unnið við snyrtingu á fiskflökum, það er engin spuming, en þeir ætla sér hins vegar ekki að vinna við það til frambúðar. Það er okkar reynsla. Karlmenn koma í neyð, þ.e. þegar þeir hafa ekki mögu- leika á annarri vinnu, en það tekur marga mánuði að þjálfa upp óvan- an starfsmann með kennara. Það er einfaldlega of dýrt fyrir fyrir- tækið ef starfsmaðurinn er svo horfinn fyrirvaralaust til annarra starfa ef þau bjóðast. Ég minnist þess hins vegar ekki að hér hafi karlmanni verið neitað um vinnu, en hér geta legið að baki ástæður þess að ekki vanti starfsmenn,“ sagði Gunnar Aðal- bjömsson, frystihússtjóri. Félagsmálaráðherra, Páll Pét- ursson, hefur sagt að hann muni styðja við bakið á því fólki sem telji sig vera beitt misrétti vegna Gunnar Aðalb jiirnsson. kynferðis þegar um ráðningu er að ræða við fiskvinnslustörf en haft hefur verið á orði að frystihús vilji ekki ráða karlmenn til starfa við snyrtingu og fleiri störf sem til þessa hefur fyrst og fremst verið litið á sem hefðbundin kvenna- störf. Ennfremur hafa sumir for- svarsmenn frystihúsa talið karl- menn lakari vinnukraft. Hráefnisöflunin hefur gengið þokkalega hjá frystihúsi KEA á Dalvík, en Rússafiskur fyllir upp í dauð tímabil. Nokkmm erfiðleik- um hefur verið bundið að fá keyptan Rússafisk úr Barentshafi en nk. föstudag kemur skip frá Litháen til Dalvíkur og losar um 100 tonn en áður hefur það losað á ísafirði. Kaupin em gerð fyrir milligöngu Marbakka hf. í Reykjavík. GG Akureyri: Punktar úr bæjarráði Staðgreiðsluskylda Á fundi bæjarráðs sl. fimmtu- dag var bókað að það tæki undir þá skoðun félagsmála- ráðs að leitað skuli allra leiða til þess að afnema stað- greiðsluskyldu af fjárhagsað- stoð. Jafnframt fól bæjarráð fé- lagsmálastjóra að taka saman greinargerð um málið og leggja fyrir bæjarráð. Afnám tvísköttunar Bæjarráð Akureyrar telur af- nám tvísköttunar lífeyris- greiðslna réttlætismál, 'én tekur jafnframt undir þá kröfu stjómar Sambands íslenskra sveitarfélaga að sveitarfélög- unum verði bættur sá tekju- missir, sem af þessu hlýst. Ullarverksmiðja í Narsaq Jakob Bjömsson, bæjarstjóri, kynnti á bæjarráðsfundinum sl. fimmtudag bréf sem hann hef- ur sent bæjarstjóranum í Narsaq á Grænlandi í tilefni af erindi sem greint var frá í bæj- arráði 3. ágúst sl. I bréfi bæjar- stjóra kemur fram að Akureyr- arbær getur ekki lagt fram bein fjárframlög til stofnunar ullar- verksmiðju í Narsaq, en er reiðubúinn að veita upplýsing- ar og rágjöf svo sem kostur er. Malbikunarmengun Með bréfi dags. 12. september s.l. frá Heilbrigðiseftirliti Eyja- fjarðar eru ítrekaðar ályktanir frá heilbrigðisnefnd um að komið verði upp mengunar- vamabúnaði á malbikunarstöð bæjarins. Á bæjarráðsfundinn kom yfirverkfræðingur og ræddi við bæjarráð um málið. Bæjarráð fól honum að svara bréfinu og upplýsa bréfritara um framtíðaráform bæjarins um endurnýjun malbikunar- stöðvarinnar. Jón hættir í nóv. Með bréfi dags. 21. september sl. segir Jón Björnsson félags- málastjóri upp starfi sínu hjá Akureyrarbæ og fer þess á leit að mega láta af störfum 15. nóvember nk. Bæjarráð sam- þykkti að verða við ósk Jóns um styttan uppsagnarfrest. Jarðvatnsvandamál Á bæjarráðsfundinum sl. fimmtudag var tekið fyrir bréf frá Kirkjugörðum Akureyrar þar sem óskað er úrbóta vegna jarðvatns, sem fram hefur komið í kirkjugarðinum við Þórunnarstræti. Bæjarráð fól tæknideild að kanna hvemig gmnnvatnsstöðu og grann- vatnsrennsli sé háttað á kirkju- garðssvæðinu og hvort raun- hæft sé að framræsa landið frekar en þegar hefur verið gert. Leitað verði sérfræðiráð- gjafar jarðfræðings. Greinar- gerð um málið verði lögð fyrir bæjarráð, en að öðra leyti var erindinu vísað til gerðar fjár- hagsáætlunar fyrir næsta ár.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.