Dagur - 23.09.1995, Side 4

Dagur - 23.09.1995, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 23. september 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 • SÍMFAX: 462 7639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 464 1585, fax 464 2285). LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Að nýta sóknarfærin Styrkur sá sem fiskeldisfyrirtækið Máki á Sauðár- króki hefur fengið frá Evrópusambandinu undir- strikar hvaða athygli má ná á alþjóðavettvangi með íslensku hugviti og frumkvæði. íslensku at- vinnulífi veitir ekki af nýsköpuninni og allir eru sammála um að þróun nýrra atvinnutækifæra kalli á mikið fjármagn. Því miður hefur ekki verið úr digrum sjóðum að ausa hér innanlands fyrir atvinnulífið og því má fastlega reikna með að margar góðar hugmyndir hafi farið fyrir borð sem ella hefðu getað orðið að góðum fyrirtækjum ef fjármagn hefði verið fyrir hendi. í tilfelli Máka á Sauðárkróki er um samstarf að ræða við fyrirtæki í fjórum Evrópulöndum og þetta samstarf skiptir miklu um vilja Evrópusam- bandsins til að styrkja samstarfsverkefni þeirra. Guðmundur Ingólfsson, framkvæmdastjóri Máka, segir í Degi í gær að svo virðist sem mikil tregða eða hræðsla sé meðal íslenskra fyrirtækja að sækja um styrki til ESB og það hlýtur að vera miður þar sem íslensk fyrirtæki eru mörg hver að þreifa fyrir sér með framleiðslu sem gæti náð augum og eyrum styrkveitenda erlendis ef rétt væri á spilum haldið. Guðmundur bendir rétti- lega á að samstarfsaðilar verði að vera traustir og þá vaknar sú spurning hvort verið geti að ís- lensk fyrirtæki séu of hikandi að leita eftir sam- starfsaðilum á erlendum vettvangi. Ekki er annað hægt en viðurkenna að menn hafa oft verið fljótir að hrópa upp ef minnst hefur verið á erlend fyrir- tæki í tengslum við íslenskt atvinnulíf en sam- starfsverkefnið sem Máki er í sýnir að þetta sam- starf er hægt að útfæra á þann hátt sem nýtist ís- lensku atvinnulífi mjög vel. Ef styrkur Evrópu- sambandsins við þetta starf verður til að treysta fyrirtækið og búa til störf þá er ekki nema gott eitt um það að segja. Styrkurinn ætti þá að vera öðrum hvatning til að feta sömu braut fyrir sínar hugmyndir og nýsköpun. Það er sama hvaðan gott kemur. I UPPAHALDI - segir Gígja Sigurbjömsdóttir, skólastjóri einkaskólans að Skútustöðum íðasta mánudag hófst kennsla í nýja einkaskólan- um að Skútustöðum og það er skólastjórinn. Gígja Sig- urhjörnsdóttir, sem er í uppáhaldi í dag. Gígja er gift Am- grími Geirssyni sem kennirvið framhaldsskólann á Laugum en hann er einnig stundakennari við einkaskólann. Gigja og Arngrímur eiga 5 börn, sú yngsta er 17 ára en sá elsti 33 ára. Börnin eru dreifð víða um heiminn; einn er í Danmörku, ein kennir við Fram- haldsskólann á Laugum, einn son- urinn er við nám í Bahdaríkjunum, annar í Reykjavík og sú yngsta er í Menntaskólanum á Akureyri. Þrjú yngstu eruöll við nám og koma þvíheim á sumrin og vinna segir Gígja. Gígja komfyrst til Mý- vatnssveitar árið 1961 og hefur búið í Skölahúsinu að Skútustöðum síðan 1973. Hún segir að staifið í einkaskólanum leggist vel í sig og viðhoiftð til skóláns sé ákaflega jákyœtt. En hvað skyldi vera í uppáhaldi hjá Gígju? Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? Lambakjötið. Uppáhaldsdrykkur? Vatn, ég er lítið fyrir gosdrykki. Hvaða heimilsstörffinnst þér skemmtilegust/leiðinlegust? Mér finnst mest gaman að sauma en leiðinlegast að ryksuga. Stundarþú einhverja markvissa hreyfingu eða líkamsrœkt? Ég stunda bdskap á sumrin og er Gígja Sigurbjörnsdóttir. þá rnikið úti. Stðan fer ég stund- um út að hlaupa eða ganga. Ertþú í einhverjum klúbb eðafé- lagasamtökum? Já, allt of mörgum. Ég er í kven- félaginu hér, Slysavarnafélaginu. ungmennafélagi, hestamannafé- lagi og Kvennakórnum Lissý. Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? Ég kaupi Dag, íþróttablaðið og Hestinn okkar. Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? Ég er að lesa „Skáldið sem sólin kyssti“, sem er um Guðmund BÖðvarsson og Siíja Aðalsteins- dóttir skrifaði. Ég hef líka verið að lesa „í bamdómi“ eftir Jakob- ínu Sigurðardóttur. / hvaða stjörnumerki ert þú? Égertvfburi. Hvaða tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? Kristinn Sigmundsson. Uppáhaldsíþróttamaður? Jón Amar Magnússon qg eins verð ég að nefna son minn, Stg- urbjörn Áma Arngrímsson en hann æfir hlaup í bandarískum háskóla. Hvað liorfir þú mest á ísjónvarpi? Fréttir og ég reyni líka að horfa á Matador. Á livaða stjórnmálamanni hefurðu mestálit? Kristínu Haildórsdóttur, þing- konu Kvennalistans. Hver er að þínu matifegursti staður á Islandi? Skagafjörður. Hvar vildirðu helst búa efþú þyrftir að flytja búferlum nú? Mér væri alveg sarna, ætli ég myndi samt ckki hclst flytja til Skagafjarðar þar sem mínar æskustöðvar eru. Efþúynnir stóra vinningin í Lottó- inu í hvað myndirþú nota pening- ana? Ég mundi borga skuldir og síðan myndi ég reyna að ná fjölskyld- unni saman og fara með henni í ferðalag. Hvernig vilt þúhelst verja frístund- um þínum? Gjarnan í ferðalögum og með fjölskyldunni. Hvað œtlarðu að gera um helgina? Helgin er fullbókuð hjá mér. Á laugardaginn klukkan þrjú verður Lissý kórinn með tónleika í Borgarholtsskóla á Húsavík og á sunnudagskvöldið syngjum við í Glerárkirkju á Akureyri. AI BAKÞAN KAR KRISTINN C. JÓHANNSSON Um kornrækt í kartöflugarði eða að snúa blaðinu við Ég heyrði og sá gegnan og dugmikinn bónda úr Eyjafjarðarsveit í sjónvarpinu á dögunum. Hann var að skera kom sem sprottið hafði hjá honum af miklum dugn- aði. Hann lét þess getið þessi bóndi, þegar hann var spurður um hvort komrækt væri vænleg í Eyjafírði, að einhvers staðar hefði hann heyrt að þar sem væri hægt að rækta kartöflur þar væri hægt að rækta kom. Fyrr- um kartöflubónda, mér, þótti mikið til um þetta. Kartöflugarður minn er sem kunnugt er í órækt um þessar mundir og hefi ég nú ákveðið að hefja komrækt í honum að vori í þeirri von að reynist mér drýgri búbót en kartöflumar. Ég hefi ákveðið að mér leiðist kartöflur nema þegar ég borða þær. Svona ætla ég að snúa við blaðinu og koma á átaksverkefni undir vinnuheitinu kornrækt í kartöflugarði. Ráðherra minn, hann Páll, er vís með að styrkja þetta fmmkvæði svo fremi ég ráði ekki útlendinga til upp- skerustarfa þegar þar að kemur. Ekki væri þessi breyting á búskaparháttum mínum í frásögur færandi nema fyrir þá sök að svo virðist sem um þessar mundir séu allir sem eitthvað eiga undir sér að gera þetta sama, þ.e. að snúa við blaðinu. Ekki eru t.d. margir dagar síðan ég hlust- aði á ráðherrann minn, hann Pál, í útvarp- inu. Hann var spurður um efndir á loforðum okkar framsóknarmanna um að skapa nokk- ur þúsund störf á næstu ámm. Hann var þá búinn að snúa loforðablaðinu kirfilega við og á hvolf líka þegar hann svaraði horskur að það hefði lítið upp á sig að skapa ný störf ef ekki væri hægt að manna þau sem fyrir em. Undanfarin tuttugu ár hefur á vegum kertaljósakynslóðarinnar verið í gildi lög um skóla og menntun bama, kölluð gmnnskóla- lög af einhverjum ástæðum. Með þeim var m.a. ætlað að draga úr samkeppni milli skóla og einstaklinga, leggja af landspróf og aðra ómannúðlega mælikvarða, próf urðu að námsmati, helst loðnu, agi mildur ef yfirleitt mátti beita honum, nám að föndri í blönduð- um bekkjum og allt undur sjálfrennandi og moðvolgt. Nú ber hins vegar svo við að á dögunum var haldin ráðstefna um gæða- stjómun og gæðamat í skólum og ekki er yf- ir því að kvarta en eins og allir vita núorðið em þau vísindi, gæðastjórnun, byggð á þeirri hugljómun að æskilegt sé að menn vinni í vinnunni. Það finnst ekki öllum sann- gjörn krafa. En hvað sem um það má nú segja þá kemur yfirmaður minn, hann Bjöm, í blöð á eftir og er nú aldeilis búinn að snúa blaðinu við. Hann er uppfullur með það, hann Björn, að nú sé brýnt að koma á sam- keppni á milli skóla, hverjir skili bestum ár- angri samkvæmt einhverjum mælikvarða sem uppfundinn verður, gæðamatslandspróf. Engin elsku mamma lengur, kertaljósin slökkt og kvarði tekinn upp í staðinn, kepp- ist nú hver sem betur getur. Hann ætlar í komræktina eins og ég, hann Bjöm, úr grunnskólagarðinum. Og hann varð svo uppnuminn, yfirmaður minn, hann Bjöm, að hann var ekki fyrr kominn á næstu gæða- stjómunarráðstefnu en hann lýsti því yfir að nú væri hers þörf í landinu í gæðastjórnun- arskyni væntanlega. Þar með var hann búinn að snúa við öðra blaði bara sisona. Það kemst svo upp og ekki hávaðalaust að þingmennimir okkar hafa aldeilis snúið við blaðinu. Menn höfðu svona almennt verið sammála um það í landinu í orði að minnsta kosti að launþegar skuli allir greiða skatta af tekjum sínum og viðamiklu eftirliti komið upp um land allt að fylgjast með því að skattskýrslumar væru nú réttar og skatt- amir í samræmi við þær og engin grið gefin ef upp komst að krónur færu fram hjá kerf- inu. Kemur þá ekki á daginn að þessir dándimenn hafa búið til handa sjálfum sér dálftinn tekjuauka og sett um það lög að hann skuli undanþeginn skatti. Þetta má nú aldeilis kalla að fara í kornræktina. Mig dreymir til þeirra sælu tíma þegar núverandi meirihluti í borgarstjórn höfuð- borgarinnar var minnihluti í þeirri sömu borgarstjóm. Þá lofsöng hann mjög og mærði, minnihlutinn, almenningssam- göngur og strætisvagnaferðir. Efla skyldi allt svoleiðis og helst að gera einkabfia brottræka úr miðborginni. Þar átti að vera blómaangan og blíða og ekkert að spilla fegurðinni. Þó mátti þar vera einstaka hljóð- látur Ikarus sem helst gengi fyrir jurtaolíu og smurður með júgursmyrslum. Ferðir með strætó áttu að vera ódýrar, helst fríar til að laða að viðskiptavini og vera þeim hvatning til að skilja eigin farartæki eftir heima. Nú er búið að snúa við laufblaðinu og allt í einu farið að tala um jafn fáfengi- lega hluti og peninga og rekstrarhalla. Fjóluangan og frímiðar löngu gleymdir og fargjald hækkað hundrað prósent hjá þeim með breiðu bökin. Hún er víða komræktin um þessar mundir. Meira að segja hér í fásinninu eru menn einatt að snúa við blöðum. Nýjasta dæmið var þegar mönnum hugkvæmdist að breyta grænu svæði í bensínstöð. En þar braut auð- vitað nauðsyn lög svo sem oft vill verða þegar hugsjónamenn taka til við að rækta kartöflugarðinn sinn. Ekki rek ég þessa sögu lengur en sný nú við blaðinu og fer að hyggja að undirbún- ingi kornræktar í garðshorni.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.