Dagur - 23.09.1995, Page 12

Dagur - 23.09.1995, Page 12
12 - DAGUR - Laugardagur 23. september 1995 I VINNUNNI HJÁ LAUFEYJU JÓNSDÓTTUR Alltaf þótt gaman að vinna í frystihúsinu Laufey Jónsdóttir hefur unnið hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur í tæp tuttugu ár eða síðan um áramótin 1975-6, með nokkrum hléum þó. Hún er sérhæfður fiskvinnslumaður en í rúmlega tvö ár hefur hún starfað sem að- stoðargæðastjóri. Starfsvið Laufeyjar er að sjá um eftirlit sem felst í að fylgjast með vörunni frá því hún kemur í hús og þangað til hún er komin í frost. „Ég þarf að taka hitaprufur, vigtarprufur og tékka á því hvort varan fullnægi þeim kröfum sem gerðar eru. Ég fylli sjálfsagt út ein 10-20 eyðublöð á dag,“ segir Laufey og hlær við. En hvernig skyldi dæmigerður vinnudagur ganga fyrir sig hjá Laufeyju? „Ég byrja á morgnana að tékka á því hvort allt sé í lagi. Ég þarf t.d. að taka hitaprufu og klórprufu. Síðan fer ég að athuga ýmislegt eins og hvort bitamir séu rétt skornir og annað slíkt. Þetta er eins konar rútína. Þegar vinnslu lýkur þarf ég að ganga frá öllum pappírum, reikna út hvernig dag- urinn hafi komið út og hver galla- staðan sé. Ef mikið er af göllum þarf ég að tala við fólkið sem er að vinna og biðja það um að passa sig á að gera þetta rétt. Það fer svolítið eftir hvað við erum að gera hverju sinni hvemig dagurinn líður.“ Fjölskylduvænt starf - Hverjir eru helstu kostimir við þessa vinnu? Laufey Jónsdóttir vinnur sem aðstoðargæðastjóri hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. „Ég er nú svo skrýtin að mér hefur alltaf fundist gaman að vinna hér í frystihúsinu. Kosturinn við að vinna hér er kannski sá að þó bömin séu lasin eða ef ég þarf að sinna einkamálum, þarf ég ekki endilega að fá einhvern fyrir mig. Að því leyti er þetta fjölskyldu- vænt starf og maður er ekki eins bundinn eins og í þjónustugrein- unum til dæmis.“ - Hvað með gallana? Milli 70 og 80 manns vinna í Fiskiðjusamlaginu og segir Lauf- ey að vinnuandinn geti verið nokkuð misjafn. Starfið hjá þeim sem vinni bara í snyrtingu geti verið einhæft en hjá henni sé aðal gallinn við starfið sá að stundum hafi hún áhyggjur af að geta ekki séð fyrir öllu. „Ég Þarf t.d. að passa upp á að þrif séu í lagi og fleira. En starfsfólk tekur mér yfirleitt afskaplega vel ef ég er eitthvað að finna að, enda getur auðvitað öllum yfirsést. Það er samt svolítið stressandi ef mikið er af göllum og ég þarf að fara margar ferðir og kvarta og hlutirn- ir lagast samt ekki. Andinn í hús- inu verður líka leiðinlegur ef gall- arnir eru allt of margir." Ekki unnið eftir fímm - Hvemig er vinnutíminn í frysti- húsinu? „Við byrjum klukkan sex tvo daga í viku en annars er unnið frá átta til fimm. A álagstímum eins og á vorin eða í aflahrotum er unnið meira og getur verið þannig að unnið sé frá sex á morgnana til fimm á daginn alla virka daga og einnig frá sex til tólf á laugardög- um. En við vinnum yfirleitt ekki eftir fimm heldur byrjum frekar sex á morgnana.“ - Hvað með launin? „Laun fiskvinnslufólks eru náttúrulega léleg en bónusinn lyft- ir þeim upp. Hann er hinsvegar sveiflukenndur. Ég er komin á föst laun í þessu gæðastjórastarfi sem ég er í núna þannig að ég hef aðeins betri, eða alla vega tryggari laun. Þær sem eru í snyrtingunni geta farið upp í sömu laun ef vel gengur með bónusinn," segir Laufey og bætir við að hæsti mögulegi taxti hjá fiskvinnslufólki sem búið sé að starfa í 10 ár sé 312 krónur á tímann. Þar við bæt- ist síðan bónusinn sem sé sveiflu- kenndur en meðaltalið á síðasta ári var í kringum 170 krónur á tírnann að hana minnir. Laufey segir að mikill kurr sé í fólki út af hækkunum alþingis- manna, sérstaklega vegna 40 þús- und krónanna sem eru skattfrjáls- ar. „Fólki hér finnst þessi hækkun fyrir neðan allar hellur eins og ég held að fólki í þjóðfélaginu finnist reyndar almennt.“ AI MATARKRÓKUR Réttir frá Englandi og Danmörku Vilborg ásamt strákunum sínum Ægi og Ara. Mynd: AI Vilborg Oddsdóttir er með uppskriftir í Matarkróknum í dag. Vilborg býr á Akureyri og vinnur sem félagsráð- gjafi á Svœðisskrifstofu fatlaðra. Hún á þrjú börn; 17 ára steipu sem heitir Tinna, Ægi, sem er þriggja ára, og 11 mánaða snáða sem heitir Ari. Þeir Ægir og Ari eru með mömmu sinni á myndinni. Uppskriftirnar hennar Vilborgar eru allar frá Danmörku neina Beikon- og baunapottrétturinn sem er frá Englandi en maðurinn hennar er enskur. Vilborg segir að þetta séu réttir sem hún geri gjarnan þegar gestir komi í heimsókn enda taka þeir nokkurn tíma. Pottrétturinn þarf t.d. að vera 2 tíma og 20 mínútur í ofni. Nœsti kokkur í Matarkróknum verður Vincet Newman sem er Eng- lendingur en hefur búið á Akureyri í fjölda ára. „Hann gefur mér oft góð- ar ráðleggingar í sambandi við enska matargerð og býr til mjög góðan mat, “ segir Vilborg. Frönsklaukbaka Deig: 3‘A dl hveiti 100 g smjög eða smjörlíki 1 eggjarauða 3 msk. kalt vatn Fylling: 5 stórir laukar 2 msk. smjör 3 egg 50 g rifinn ostur (líka gott að nota parmesan) pipar, salt og muskat Deig: Smjöri og hveiti blandað saman. Eggjarauðu og köldu vatni bætt út í. Deigið er hnoðað og lagt til hliðar á köldum stað í eina klukku- stund. Deigið er síðan flatt út og sett í tertuform. Passið að deigið nái vel yfir kantana á forminu. Fylling: Laukurinn saxaður smátt og steiktur í smjöri í 10 mínútur. At- hugið að ekki má hafa mikinn hita því laukurinn má ekki verða brúnn. Blandið eggjum, osti og kryddi sam- an við laukinn og heilið í formið. Bakið í ofni á 200 °C í 40 mínútur og hafið ristina neðarlega í ofninum. Heitt sveppapaté Fyrir 4-6 1 dl hrísgrjón '/ kg sveppir (brytja gróft) 3 meðalstórir laukar (fínt saxaðir) 1 hvítlauksrif (fínt saxað) 50 g hasselhnetuflögur 1 tsk. timjan 50 g smjör 2egg Vt rjómi 2 tsk. gróft salt pipar Sjóðið hrísgrjónin eftir leiðbein- ingum á pakka. Kælið þau. Blandið sveppum, lauk, hvítlauk, hasselhnet- um og timjan kryddi saman. Steikt upp úr smjöri (ath! þarf að skipta í tvo hluta og steikja í sitt hvoru lagi). Hellið í skál og blandið hrísgrjónum í ásamt eggjum, rjóma, salti og pipar. Hrærið vel saman. Sett í smurt eld- fast mót og bakað í 60 mínútur á 175°C. Borið fram með salati og brauði. Er einnig mjög gott kalt. Beikon- og bauna-pottréttur 2 msk. olía 450 g beikon (skorið í bita) 3 laukar (fínt saxaðir) 2 hvítlauksrif (fínt söxuð) 1 rauð paprika (skorin í bita) 1 dós nýrnabaunir (kidney) 1 dós niðursoðnir tómatar 1 tsk. oregano Kjúklingakraftur leystur upp í 4,5 dl afvatni salt, pipar, steinselja Beikonið steikt í olíu og sett í eld- fast mót. Laukurinn, hvítlaukurinn og paprikan steikt og sett í mótið ásamt baunum, tómötum, kjúklingakrafti og oregano. Salti og pipar bætt útí. Sett í 200°C heitan ofn f 20 mínútur. Þá er hitinn lækkaður í 150°C og rétturinn bakaður áfram í 2 tíma. Steinselju stráð yfir áður en borið er fram. Borðað með hrísgrjónuin og brauði. Ath! Má nota nýrnabaunir sem hafa legið í bleyti yfir nótt í stað baunadósa. Toska eplakaka Eftirréttur Deig: 250 g hveiti 225 g smjör eða smjörlíki 2-3 msk. kalt vatn 4-5 epli Glassúr: 100 g smjör 75 g sykur 2 msk. hveiti 60 g hnetur eða saltlmetur Hveiti og smjöri blandað saman og vatni bætt við. Deigið hnoðað og látið í kæli í 'á tíma. Flatt út og sett í form. Skerið 4-5 epli í sneiðar eða báta og raðið á deigið. Setjið hveiti, sykur, smjör og hnetur í pott og látið suðu koma upp. Glassúmum hellt yfir eplin. Bakað í 45 mfnútur við 200°C. Berið fram með sýrðum rjóma. AI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.