Dagur - 23.09.1995, Page 15

Dagur - 23.09.1995, Page 15
UTAN LANDSTEINA Laugardagur 23. september 1995 - DAGUR -15 UMSJÓN: SÆVAR HREIÐARSSON Bruce Willis segir að Demi Moore hafi bjargað sér frá glötun. Heimtur Claudiu Schiffer er illa við að sýna nakinn líkamann en þessari mynd náði óprúttinn Ijósmyndari af henni í sólbaði, án hcnnar vitundar. John Travolta leikur þjakaðan hvít- an mann sem lifir í heimi þar sem þeldökkir menn eru í meirihluta. Myndin heitir White Man s Burden og verður frumsýnd síðar á árinu. úr helju Hörkutólið LEtUCE WILLIS segir að eiginkona hans, leikkonan vinsæla Demi Moore, hafi bjargað honum frá glötun þar sem hann átti við mikið drykkjuvandamál að stríða. „Þeg- ar við kynntumst var alveg ljóst að ég var ekki líklegur til afreka. Hún kenndi mér að ég þurfti ekki að horfa á lífið í gegnum botninn á glasi eða að vera sá háværasti hvar sem ég kom,“ segir Willis. Hann var eitt sinn þekktur fyrir drykkfelldni og kvensemi en nú hefur hann ekki snert áfengi síð- ustu átta ár og segist aldrei hafa verið konu sinni ótrúr. Hann seg- ist þó ekki vera hættur að skemmta sér. „Ég skemmti mér bara á annan hátt nú á dögum en ég skemmti mér vel. Nú þarf ég bara ekki drekka flösku og aðra til þess að skemmta mér,“ segir kappinn. Þau hjónin hafa gert það sem flestir slúðurritarar töldu ómögulegt, því eftir átta ára hjónaband eru þau enn gift. Þau eiga saman þrjár dætur, Rumer 6 ára, Scout 4 ára og Tallulah sem er 1 árs. Þau eiga húseignir í Malibu og á Manhattan en ala upp börnin á búgarði í NV-Bandaríkj- unum, stað sem ekki er mengaður af slúðri og rógburði. Jodie Foster hefur lifað blómlegu ástarlífi ef marka má frásögn ^ bróður hcnnar. Kynntist kyntífi una 51úðurfréttaritarar hafa lengi reynt að finna eitthvað til að klína á leikkonuna -JQDIE FOSTER en hafa engan höggstað fundið. Hún hefur farið mjög leynt með allt sem snertir einkalíf sitt og, ef marka má sumar sög- Ekki eins og allar hinar Ofurfyrirsætan CLAUDIA SCHIFFEEt hefur lýst því yf- ir að hún myndi aldrei feta í fótspor starfsystra sinnra, Cindy Crawford og Élle Macpherson, og sitja fyrir nakin. Ég held að ég sé sú eina af hæstlaunuðu fyrirsætun- um sem hef ekki fækkað fötum fyrir framan myndavélamar en ég er frekar tilbúin að fórna frægð- inni en að bera mig fyrir ljós- myndara. Þetta er bara spurning um siðgæði. Það er til fullt af fal- legum nektarmyndum en það bara á ekki við mig að sýna nakinn lík- amann, segir Claudia og sú sjón sé aðeins fyrir unnusta hennar, galdramanninn David Copper- field. umar, ekki verið við karlmann kennd. Gróusögumar segja ýmist að hún sé kynköld eða lesbísk og fréttasnápar héldu að þeir væm loksins komnir í feitt þegar að bróðir hennar, Buddy, skrifaði bók um Foster-fjölskylduna þar sem hann upplýsir lesandann um hvernig systir hans er í raun og vem. Buddy var þó ekki á þeim buxunum að skrifa einhvern ófögnuð um systur sína heldur eru það foreldramir sem fá það óþvegið í bókinni. Hann segir sögur um samkynhneigð systur sinnar vera uppspuna frá upphafi til enda. Hún hefur átt í ástarsam- böndum við karlmenn allt sitt líf, segir Buddy í bók sinni, Foster Child. Hún kynntist kynlífi mjög ung og hefur lifað blómlegu ástar- lífi. Fyrsta ástin í lífi hennar var franskur strákur sem hún kynntist á Tahiti þegar hún var 15 ára, seg- ir Buddy í bókinni og um kyn- hneigð systur sinnar hefur hann þetta að segja: Hatur mömmu á karlmönnum og vantraust hennar á þeim hefði auðveldlega getað leitt Jodie á aðrar brautir. Það hefði sennilega verið mjög auð- velt fyrir Jodie að leita til konu í leit sinni að ást og félagsskap, segir Buddy. F ÖhtfMÍá Fregnir herma að JOHN TRAVOLTA hafi látið gera nákvæma eftirgerð að baðherbergi því sem er í einka- þotu hans til að hafa á heimili sínu. Þar er jafn þröngt og í flugvélinni og gár- ungamir segja að hægt sé að láta klefann hristast líkt og ókyrrð væri í lofti. „Ég eyði svo miklum tíma í loftinu að mér líður eins og heima hjá mér á þessu kló- setti,“ er haft eftir Travolta. Erfíð og veit af því Það orðspor fer af leikkon- unni DELElU WINGER að hún sé skapstór og erfið við- fangs og sjálf segir hún að það sé mikið til í því. „Ég neita því ekki,“ segir Winger sem fagnar fertugsafmæli á næsta ári. Hún hefur oft verið til vandræða og var til að mynda rekin úr hlutverki sínu í A League Of Their Own og Geena Davis fengin til að leysa hana af. „Ég drekk mig fulla endr- um og eins og mér finnst ekkert athugavert við það. Áður hugsaði ég alltaf um hvaða slæmu afleið- ingar þetta gæti haft í för með sér en nú er mér nokkuð sama,“ segir leikkonan. Winger líkar illa við alla tvöfeldnina í Hollywood. „Ef A1 Pacino lokar sig inni í búnings- herberginu sínu í tvo tíma til að undirbúa sig fyrir eitthvert atriði eru allir ánægðir og segja að hann taki hlutverkið alvarlega. Ef ég geri hið sama segja allir að það hljóti bara að vera sá tími mánað- arins! Maður verður að vera kjamakona til að sætta sig við þetta,“ segir Winger. Debra Winger og Anthony Hopkins. Arnie Schwarzenegger með fimm ára dóttur sína, Katherine. Neðanjarð* arlest fyrir börnin Eins og sagt var frá á þessari síðu fyrir skömmu hefur ARN- OLD SCHWARZENEGGEft keypt stórt land í Beverly-hæðum með því að kaupa húsin sitt hvom megin við glæsivillu sína. Nú hef- ur hann í hyggju að tengja húsin saman með neðanjarðargöngum þar sem m.a. verður lest til að flytja börnin hans þrjú á milli staða. Arnie er sagður áhyggufull- ur vegna þess hversu erfitt verður að viðhalda góðri öryggisgæslu á svona stóru landsvæði og vill helst að börnin geti farið á milli húsa án þess að þurfa að fara urn garðinn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.