Dagur - 07.10.1995, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 7. október 1995
FRÉTTIR
Sprengjuhótun
frá Akureyri
- röö innbrota upplýst
Karlmaður á fimmtugsaldri
viðurkenndi við yfirheyrslu
hjá rannsóknarlðgreglunni á
Akureyri í gær að hafa hringt
og tilkynnt um sprengju í bíl
Friðriks Sophussonar. Bar
maðurinn við ölvun.
Þá hefur rannsóknarlög-
reglan upplýst fjölda innbrota
á Akureyri. Um er að ræða 8
innbrot frá því í sumar og til
síðustu daga þar sem stolið var
samtals fyrir á aðra milljón
króna. Sjö aðilar alls tengjast
þessum innbrotum, sumir fleiri
en einu. HA
Siglufjörður:
Annriki vegna vatnselgs
Bæjarstarfsmenn á Siglufirði
hafa átt annríkt að undanförnu
vegna þeirrar miklu rigningar
sem verið hefur.
Á fimmtudagskvöld hafði flætt
inn í kjalla tveggja húsa og fleiri
bættust við eftir því sem leið á
nóttina. Voru starfsmenn áhalda-
húss bæjarins á ferðinni alla að-
faranótt föstudags við að aðstoða
húseigendur og hreinsa teppt nið-
urföll á götum.
Vegfarendur voru beðnir að
sýna fulla aðgát á veginum til
Siglufjarðar. Að sögn Hreins Júlí-
ussonar, vegaeftirlitsmanns, var
nokkuð um grjóthrun en ekkert
sem beinlínis teppti veginn. Þá er
vegagerð í gangi á kafla og þar er
mikið drullusvað.
Um miðjan dag í gær var enn
úrhellis rigning á Siglufirði og
bjuggust menn við áframhaldandi
annríki.
Spáð er áframhaldandi úrkomu
og viðvaramir til vegfarenda því
enn í fullu gildi. HA
Krónunni, Hafnarstræti 97, Akureyri, sími 462 2214 -
Lítill áhugi á
félagslegu húsnæði
Lítil viðbrögð komu við auglýs-
ingu ÓlafsQarðarbæjar, þar sem
könnuð var eftirspum eftir fé-
lagslegu húsnæði í bænum. Þrjár
umsónir bárust og Hálfdán
Kristjánsson bæjarstjóri segir
það ekki gefa tilefni til þess að
bæjarfélagið sæki um framlag á
framkvæmdaáætlun Húsnæðis-
stofnunar fyrir næsta ár til bygg-
ingar félagslegra íbúða.
Nokkuð hefur verið til umfjöll-
unar lítill áhugi fólks almennt
félagslega kerfinu og Hálfdán se
ir ljóst að það geti verið vænle^
kostur fyrir fólk að kaupa á frjál
um markaði, ekki síst eftir len
ingu húsbréfalána. Þá geti fólk t.
keypt íbúðir af verktökum á ým
um byggingarstigum og síði
unnið í þeim sjálft. í félagsle;
kerfinu er ekki um annað að ræi
en kaupa fullbúið, sem gerir þ;
íbúir of dýrar fyrir marga.
Mynd þcssi var tekin á námskeiðinu á Iilugastöðum. Hér virðist eitthvað
mikið vera á scyði.
Grunnurað
bættri ímynd
Fyrr í vikunni sátu bæjarfulltrúar Akureyrarbæjar og helstu yfir-
menn í bæjarkerfinu á námskeiði á Illugastöðum í Fnjóskadal, en
það er hluti í verkefninu Auður, sem nú er í gangi hjá bænum.
Tilgangurinn með verkefni þessu er, að sögn Þórgnýs Dýrfjörð,
verkefnisstjóra hjá bænum, að leggja grunn að breyttri og bættri
ímynd bæjarkerfisins.
Þórgnýr segir margar góðar hugmyndir hafa komið fram. Meðal
annars hafi verið rætt um þörtina fyrir meira upplýsingaflæði milli
aðila í bæjarkerfinu og bætt tengsl við bæjarbúa. Að því leyti hefði
námskeiðið komið inn á eitt af verkefnum bæjarins sem reynslusveit-
arfélag. Miklar vonir séu bundnar við þetta verkefni af hálfu bæjaryf-
irvalda. Mikil vinna er þó framundan, bæði við kortlagninu verkefna
og eins að koma þeim í framkvæmd, skv. Auði.
Leiðbeinandi á námskeiðinu á Illugastöðum var Anette Volthers
frá Danmörku. Hún hefur mikla reynslu af starfi með stjórnendum
fyrirtækja í opinbera geiranum í sínu heimalandi og tók m.a. þátt í
endurskipulagninu á rekstri dönsku ríkisjámbrautanna. -sbs.
Siglir veiðir
ágætlega á
Reykjanes-
hrygg
Togarinn Siglir SI-250 frá Siglu-
firði er á úthafskarfaveiðum á
Reykjaneshrygg, um 250 mflur
frá landi. Aflinn hefur verið
ágætur, liðlega 230 tonn af
hauskornum og heilfrystum
karfa, auk B-karfa, þegar viðrað
hefur til þess, en þarna hafa
geysað stórvirði af og til að und-
anförnu. Fullfermdur tekur Sigl-
ir um 500 tonn í frystilest auk
mjölsins sem framleitt er um
borð en sú framleiðsla er nú orð-
in um 80 tonn.
Viðunandi verð fæst fyrir karf-
ann sem fer á Japansmarkað en B-
karfinn (kýlarkarfinn) hefur verið
seldur hérlendis. Verð fyrir mjölið
er hins vegar fremur lélegt. Til
stendur að taka skipið í slipp í
desembermánuði og verður leitað
tilboða í verkið. Óljóst er því
hvort skipið verður tekið í flotkví
á Akureyri eða Hafnarfirði eða
hvort verkið fer úr landi en vegna
stærðar skipsins, sem er 2.540
tonn, koma aðeins flotkvíar til
greina hérlendis. GG
Dagana 9*-12. ofctóker
veráur 20% alsláttur aí öll-
um fcjólum og clressum.
Gríptu tækiíærið og láttu drauminn rætast.
Dömur, verið velkomnar í verslunina,
við tökum vel á móti ykkur.
~1Í5lcuLWi*lun SíeínunncLt
Þessi mynd var tekin við setningu Islandsmótsins í boccia sl. fimmtudags-
kvöld. Mynd: IM.
Húsavík:
íslandsmót í boccia
íslandsmótið í boccia var sett við
hátíðlega athöfn í íþróttahöll-
inni á Húsavík sl. fimmtudags-
kvöld. Það var áhrifamikið er
rúmlega 200 fatlaðir íþrótta-
menn, ásamt þjálfurum, farar-
stjórum og öðru aðstoðarfólki,
marseruðu inn í höllina undir
fánum og merkjum sinna félaga.
Ingólfur Freysson, formaður
Völsungs, bauð keppendur og að-
stoðarfólk velkomna til Húsavík-
ur. Ólafur Jensson, formaður
íþróttasambands fatlaðra, setti
mótið. Síðan léku og sungu félag-
amir Valmar Valjaots og Ólafur
Júlíusson. Að setningarathöfninni
lokinni fór fram glæsileg flugelda-
sýning við höllina.
Það er einstaklingskeppni sem
fram fer á íslandsmótinu. Fyrir
mótshaldinu standa: íþróttasam-
band fatlaðra, Kiwanisklúbburinn
Skjálfandi og Bocciadeild Völs-
ungs. Mótsstjóri og yfirdómari er
Amar Guðlaugsson. Keppt er í
fjölda flokka fatlaðra og einnig í
flokki aldraðra. Keppendur eru
rúmlega 200 og 487 leikir fara
fram á þremur dögum, en lokahóf
og verðlaunaafhending fer fram í
kvöld. Nær 300 manns munu
komnir til Húsavíkur til keppni
eða aðstoðar á mótinu. IM
K/ó Ia Aug ci / •
Verið viðbúin
m m m m
vinmngi!
Að sögn Hálfdáns er um 12%
af íbúðum í bænum innan félags-
lega kerfisins og menn hafi engan
sérstakan áhuga á að það hlutfall
verði hærra. Ólafsfjarðarbær er
með 5 félagslegar íbúðir í bygg-
ingu sem koma á markaðinn í
ágúst á næsta ári. Að teknu tilliti
til fyrirliggjandi umsókna segir
Hálfdán ljóst að hægt verði að
anna eftirspum eftir félagslegu
húsnæði. Hins vegar sé mikil eft-
irspum eftir húsnæði í bænum al-
mennt. HA