Dagur - 07.10.1995, Síða 3

Dagur - 07.10.1995, Síða 3
FRETTIR Laugardagur 7. október 1995 - DAGUR - 3 Sveini Ingólfssyni, framkvæmdastjóra Skagstrendings, sagt upp: Bæjarstjórn Húsavíkur: Vill fa 32 milljonir fyrir sinn hlut Rættum gangstéttagerð Stjórn útgerðarfélagsins Skag- strendings hf. á Skagaströnd Húsavík: Bæjarmála- punktar Ráðið í Kelduna Fjórar umsóknir bárust um störf við félagsmiðstöðina Kelduna á Húsavík. Bæjarráð hefur sam- þykkt tillögu æskulýðs- og íþróttanefndar um að Friðbjörn Oskarsson og Haukur Gunnars- son verði ráðnir í störfin. Listaverkakaup Bæjarráði hefur borist bréf frá raenningarmálanefnd með ósk um ljárveitingu til að styrkja kaup á listaverki sem Framhalds- skólinn á Húsavík hyggst standa fyrir. Farið er fram á 400-500 þúsund krónur og var erindinu vísað til gerðar ijárhagsáætlunar. Heimilishjálp Bæjarráð hefur samþykkt erindi frá Félagsmálaráði Húsavíkur um að auglýsa 50% starf við Heimilishjálp Húsavíkur. Stöðu- gildi eru nú I.5 og anna starfs- menn ekki aukinni þörf fyrir þjónustu. Kauptilboð í Prýði Nýtt kauptilboð frá Jóni Her- manni Óskarssyni hefur borist í hlutabréf Framkvæmdalánasjóðs í Prýði hf. Tilboðið hljóðar upp á þrjár milljónir og er með fyrir- vara um að aðrir eigendur saumastofunnar taki einnig til- boðum hans í hlutabréf. Stjórn sjóðsins er sammála um að hafna tilboðinu en í bæjarráði bar Sig- urjón Benediktsson fram tillögu um að gera bjóðanda gagntilboð, sem aðrir bæjarráðsmenn voru ekki tilbúnir að samþykkja. Mál- ið fer því fyrir bæjarstjóm. Rækjuverksmiðja Sigurjón Benediktsson lét bóka í bæjarráði að hann væri ósam- mála skoðun meirihluta stjómar Framkvæmdalánasjóðs að ekkert væri við störf stjómar og/eða framkvæmdastjóra FH hf. að at- huga, því við endurskipulagn- ingu rækjuverksmiðju FH hafi komið í ljós misbrestur í áætl- anagerð og framkvæmdastjórn. Byggt við banka íslandsbanki, Stóragarði l, hefur fengið leyfi bygginganefndar fyrir 71,4 m2 steinsteyptri við- byggingu til austurs. Bygginga- fúlltrúi kynnti bókun bygginga- nefndar frá 1964 um að byggja eigi tvær hæðir ofan á núverandi byggingu bankans og er við- byggingin samþykkt með söniu kvöðum. ákvað nýlega að segja Sveini Ingólfssyni framkvæmdastjóra upp störfum og tekur uppsögnin gildi um næstu áramót. Sveinn fékk ársleyfi frá störfum um síð- ustu áramót og hefur Óskar Þórðarson gegnt starfi fram- kvæmdastjóra útgerðarfyrirtæk- isins í ijarveru hans. í framkvæmdastjóratíð Sveins Ingólfssonar tók Skagstrendingur hf. stórstígum framförum og á í dag tvo frystitogara og einn ísfisk- togara. Fyrsti frystitogari landsins, Örvar HU, var í eigu Skagstrend- ings hf. Á árinu 1994 var Skag- strendingur hf. 14. stærsta sjávar- útvegsfyrirtæki landsins með 1.018 milljóna króna veltu; launa- greiðslur námu 372 milljónum króna og meðallaun 3,9 milljónum króna. „Þessi ákvörðun kemur mér ekki svo mjög á óvart. Ég fann það seinni hluta síðasta árs að inn- an stjómarinnar voru menn sem vildu hafa hlutina öðru vísi en ég og voru óánægðir með mín störf í ýmsu, bæði smáu og stóru. Ég taldi það því rétt að fara fram á ársleyfi frá störfum og láta reyna á það hvort það breyttti einhverju en það hefur greinilega ekki breytt neinu og því ofur eðlilegt að þeir segja mér upp störfum nú,“ sagði Sveinn Ingólfsson. Hlutafé í Skagstrendingi hf. er að nafnvirði 177 milljónir króna og á Sveinn Ingólfsson 5% af því eða 8,8 milljónir króna. Hlutabréf hans eru til sölu hjá verðbréfafyr- irtæki og segist Sveinn vilja fá 32 milljónir króna fyrir þau, eða á genginu 3,6, sem hann telji sann- gjarnt. Tilboð hefur þegar borist í bréfin á genginu 3,2 eða um 28 milljónir króna, en Sveinn segist ekki vita hvaðan það tilboð sé eða hver sé uppruni þess. Hjá Kaupþingi Norðurlands fengust þær upplýsingar að besta salan á hlutabréfum f Skagstrend- ingi að undanfömu væri á genginu Kælismiöjan Frost: Góð verk- efnastaða Mikið hefur verið að gera í sum- ar hjá Kælismiðjunni Frost á Akureyri og góð verkefnastaða framundan. Þá mun fyrirtækið innan skamms flytja í annað og rúmbetra húsnæði við Fjölnis- götu. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið mjög ör. Á einu og hálfu ári hefur starfsmönnum fjölgað úr 18 manns í 55 og hafa verið upp í 70 manns í vinnu fyrir fyr- irtækið þegar undirverktakar eru meðtaldir. Þessa dagana er fyrirtækið að smíða frystikerfi sem verður í nýju frystihúsi sem er í byggingu í Namibíu. Af öðrum stórum verk- efnum má nefna að fyrirtækið smíðaði frystikerfi í togarann Eng- ey frá Reykjavík, sem er í breyt- ingum í Póllandi. Er maður frá Kælismiðjunni Frost staddur ytra til að flygjast með niðursetningu þess. Að sögn Elíasar Þorsteins- sonar hjá Kælismiðjunni Frost, er frekar að menn verði að stíga á bremsuna þessa daga og taka ekki of mikið af verkefnum að sér til þess að geta sinnt því sem fyrir liggur. HA 3,10 og hefðu selst bréf í septem- bermánuði fyrir 1,5 millj. króna að nafnverði. „Það er ómögulegt að segja hvað ég tek mér fyrir hendur í ljósi þessara staðreynda en ég er ekki með neitt í sigtinu. Ég vissi að það gat brugðið til beggja vona hvort ég færi aftur norður að loknu leyfinu og er því nú á lausu ef einhver vill nýta mína starfs- krafta,“ sagði Sveinn Ingólfsson. Stjóm Skagstrendings hf. mun í þessum mánuði taka ákvörðun um það hvemig á málum verður hald- ið; þ.e. hvort Óskar Þórðarson verður ráðinn áfram eða starfið auglýst laust til umsóknar. Stjóm- arformaður er Gylfi Sigurðsson. GG Á fundi Bæjarstjórnar Húsa- víkur sl. fimmtudag var rætt um gangstéttagerð í bænum. Það var Katrin Eymundsdótt- ir (D) sem kvaddi sér hljóðs og vitnaði til greinar um gerð gang- stétta og reynslu sinnar af gang- stéttafyrirkomulagi vegna búsetu erlendis. Taldi hún hefðbundnar gangstéttir, eins og verið er að gera á Húsavík um þessar mund- ir, oft óþarfar nema við mestu umferðargötumar. Þessar gang- stéttir væru dýrar og einnig oft farartálmi fyrir hjólandi börn og fleiri. Sagði hún að erlendis tíðkaðist að mála einfaldlega línu á malbikaða götu og af- marka gangstétt á þann máta. Arnfriður Aðalsteinsdóttir (B) tók jákvætt í hugmyndina og fleiri tóku til máls og rætt var um að vísa hugmyndinni til skipulags- og tæknimanna bæj- arins. Öskur Þorkels Umræður bæjarfulltrúa dmkkn- uðu síðan gjörsamlega í ógurleg- um öskmm Þorkels Bjömssonar, fréttaritara útvarpsins, í næsta sal. Þar mun Þorkell hafa verið að túlka viðbröð meindýraeyðis bæjarins við býflugnastungum, en Dagur greindi í vor frá óskammfeilinni árás þeirra inn á heimili hans. Fréttin mun komin í leikgerð sem verið var að taka upp fyrir Sjónvarpið og sýnd verður í skemmtiþætti frá Húsa- vík í næstu viku. IM l apríl 1970 héldu þrít geimfarar til tunglsins Á þrettántiu stuntiu. á þrettántiu mínútu. var apollo 13 skotið á loft Og 13. dag mánaðarins... fór allt úrskeiðis sem úrskeiðis gat farið. Tom Hanks, Kevin Bacon, Bill Paxton, Kathleen Quinlan, Ed Harris og Gary Sinise í mynd Rons Howard. Myndin er f orsýnd samtímis í Borgarbíói, Laugarósbíói og Hóskólabíói. laugardaginn kl. 23.13

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.