Dagur - 10.10.1995, Síða 1

Dagur - 10.10.1995, Síða 1
78. árg. Akureyri, þriðjudagur 10. október 1995 194. tölublað í STAKKAR ! , í | URVALI Tólf sækja um forstööu- mann atvinnu- skrifstofu Atvinnumálanefnd Akur- eyrarbæjar bárust 12 um- sóknir um stöðu forstöðu- manns atvinnuskrifstofu. Hallgrímur Guðmundsson, núverandi forstöðumaður, mun sem kunnugt er láta af störfum innan skamms að eigin ósk. Að sögn Guðmundar Stef- ánssonar, fonnanns atvinnu- málanefndar, verða umsóknir teknar til skoðunar á fundi at- vinnumálanefndar í dag. í aug- lýsingu um starfið kemur fram að viðkomnadi þurfi að geta hafið störf sem fyrst og því lfk- legt að niðurstaða um hver hlýtur starfið liggi fyrir innan ekki mjög langs tíma. Ráðning- artími er til 15. júní 1998, þ.e. út yfirstandandi kjörtíabil. HA Aukafundur Búnaðarþings hefstídag Idag kl. 10.30 verður settur í Súlnasal Hótels Sögu auka- fundur Búnaðarþings til þess að Jjalla um samning Bænda- samtaka fslands og landbún- aðarráðherra um breytingar á gildandi búvörusamningi í sauðfjárframleiðslu, sem und- irritaður var l.október sl. Aukafundinn sitja 28 fulltrú- ar búnaðarsambandanna og 11 fulltrúar einstakra búgreinafé- laga og búgreinasambanda. Við upphaf fundarins mun Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka íslands, gera grein fyr- ir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á gildandi búvöru- samningi. óþh íslandsmót í einmenningi í bridds: Þing Alþýöusambands Noröurlands ályktar um uppsögn kjarasamninga: Algjör samstaða Norðanmaður stóð uppi sem sigurvegari Islandsmótið í einmenningi í bridds var haldið í Reykjavík um helgina. Spilaðar voru þrjár lotur og varð Magnús E. Magn- ússon frá Bridgefélagi Akureyr- ar sigurvegari í einmenningi með 2785 stig en næsti maður, keppandi frá Brigefélagi Reykjavíkur, hlaut 2720 stig. Þetta er í annað skiptið á fjórum árum sem Magnús vinnur titil- inn, í fyrra skiptið var það árið 1992. Magnús hefur einnig orðið ís- landsmeistari í yngri flokkum í sveitakeppni árið 1994 og spilar í yngra landsliðinu í bridds og hef- ur farið til keppni með því til Nor- egs og Hollands. Næsta sumar verður haldið Evrópumót í Wales og stefnir Magnús að þátttöku á því móti. Fyrir liðlega hálfum mánuði síðan varð Magnús Vest- fjarðameistari í tvímenningi ásamt Sigurði Vilhjálmssyni, sem spilað hefur fyrir Bridgefélag Reykjavík- ur. Þátttakendur á íslandsmótinu í einmenningi voru 112 talsins og var spilað í sjö sextán manna riðl- um. Spiluð voru forgefin spil og skorin borin saman yfir allan sal- inn. I fjórða sæti á einmennings- mótinu var Reykvíkingurinn Guð- laugur Níelsen með 2669 stig en hann spilaði fyrir Bridgefélag Húnvetninga en í því félagi spila aðallega félagar í Átthagafélagi Húnvetninga. í 3. sæti var kepp- andi frá Kópavogi, í 5. sæti kepp- andi frá Breiðfirðingum og í 6. sæti hafnaði ísfirðingur. GG Akureyri: Tveir grunaöir um ölvun við akstur Tveir ökumenn voru teknir af lögreglunni á Akureyri sl. föstudagskvöld, vegna gruns um ölvun við akstur. Þá gistu sjö í fangageymslum á Akureyri um helgina vegna óspekta og ölvunar. Að öðru leyti segja lögreglumenn á Norðurlandi liðna helgi hafa verið almennt ró- lega og næsta tíðindafáa. -sbs. - segir Valdimar Guömannsson, nýkjörinn formaður Alþýðusambands Norðurlands Kjaramál voru eins og gefur að skilja efst á baugi á 24. þingi Alþýðusambands Norður- lands á Illugastöðum um helg- ina. Kjarninn í ályktun þingsins er að forsendur kjarasamninga séu brostnar, þeim beri að segja upp þannig að þeir verði lausir um næstu áramót og grundvall- arkrafa við næstu samningagerð sé að krefjast eingöngu verulegr- ar hækkunar lægstu launa, ásamt fullri tryggingu fyrir því að sá kaupmáttur sem um verði samið haldi. Valdimar Guðmannsson, ný- kjörinn formaður Alþýðusam- bands Norðurlands, sagði að sér væri nú að þinginu loknu efst í huga sú samstaða sem var á þing- inu í sambandi við kjaramálin. Hún hafi verið 100%. „Það er auð- vitað svo lengi búið að draga okk- ur á asnaeyrunum að það er fyrir löngu kominn tími til að eitthvað verði gert. Forsendur kjarasamn- inga teljum við vera margbrostnar. Það sem fyllti mælinn var þessi 40 þúsund króna úthlutun til þing- manna, en það er ekki bara það eitt og sér. Síðan koma fjárlögin eins og skrattinn úr sauðarleggnum á móti okkur líka. Margt í þeim sjá- um við ekki betur en virki þvert á það sem um var talað.“ Hann sagðist ekki trúa öðru en menn fari í kjarasamningaviðræð- ur nú þegar. „Verkamannasam- bandið er með sitt þing nú síðast í mánuðinum og þar verður endan- lega tekið á þessum málum af okk- ar hálfu. Samstaða verkafólks er mjög góð um þessar mundir. Það virðist loksins vera búið að fylla mælinn og verkalýðshreyfinginn hlýtur að nýta sér það. Verkafólk Valdimar Guðmannsson. hefur á undanförnum árum tekið afskaplega mikinn þátt í að byggja upp þann stöðugleika sem ríkir í landinu og mál til komið að eitt- hvað komi á móti,“ sagði Valdi- mar. I ályktun þingsins um kjaramál kemur m.a. fram að ekki verði lengur unað við þá láglaunastefnu sem atvinnurekendur og stjórn- völd hafi rekið á undanförnum ár- um. Mörg heimili séu komin á vonarvöl, fólksflótti úr landi, vextir allt of háir og skattbyrði hafi stóraukist. Milljarðasköttum hafi verið létt af atvinnurekstrin- um og velt yfir á launþega. Verka- fólki beri full hlutdeild í þeim af- komubata sem orðið hefur hjá fyr- irtækjum. HA Heilsuskór til Þýskalands Að undanfornu hafa farið tvær sendingar frá skóverksmiðjunni Skrefinu á Skagaströnd til Þýskalands og er það fyrsti útfiutningurinn frá verksmiðjunni síðan rekstur hennar hófst, en verksmiðjan var keypt frá Akureyri eftir gjald- þrot skóverksmiðjunnar Striksins á Gleráreyr- um. Framleiðslan fram að þessu hefur eingöngu verið heilsuskór en á næstunni koma á markað- inn nýir klossar. Bryndís Guðjónsdóttir verksmiðjustjóri segir að salan til Þýskalands hafi verið í bígerð í rúmt ár en upphafið var það að umboðsskrifstofa, sem er bæði starfrækt í Þýskalandi og Bretlandi, hafði samband fyrir alllöngu síðan en síðan gerðist ekkert í málinu fyrr en fyrir nokkru síðan er pöntunin barst. í hverri sendingu fara um 500 pör en framleiðsluget- an er mun meiri en nýtt hefur verið til þessa og því auðvelt að auka framleiðsluna berist stórar pantanir í hana. Verksmiðjan er starfrækt í húsnæði sem áð- ur hýsti plastverksmiðjuna Mark hf. og hefur nægj- anlegt rými til að bæta við starfsfólki og auka framleiðsluna gerist það nauðsynlegt. GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.