Dagur - 18.10.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 18.10.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 18. október 1995 FRÉTTIR Atvinnuástand á Norðurlandi í september: Batnar milli mánaða Atvinnuleysi dróst saman í báð- um kjördæmum Norðurlands milli mánaðanna ágúst og sept- ember, samkvæmt yfirliti frá Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytis, sem sent var út í gær. Á Norðurlandi vestra voru í september 2,6% vinnu- færra manna án atvinnu og 3,1% á Norðurlandi eystra. A nokkrum stöðum er fólk skráð atvinnulaust, enda þótt þar sé auglýst eftir fólki í fiskvinnslu. Að meðaltali voru 144 manns án atvinnu á Norðurlandi vestra í september. Það gerir 2,6% af heildarfjölda vinnufærra manna; 4,7% kvenna og 1,3% karla. í ágúst voru 3,8% vinnufærra í kjördæminu án atvinnu. Þá kemur jafnframt fram í skýrsku félags- Aðeins þrjú íslensk skip á veiðum i Smugunni: Stakfelliö og Hólma- drangur á landleið - Þórshafnartogarinn fer á rækjuveiðar Varðskipið Óðinn kom til Reykjavíkur á þriðjudagsmorg- un úr Smugunni og hafði skipið Háskólinn á Akureyri: Stjórn Rannsókna- stofnunar skipuð Háskólinn á Akureyri hefur skipað stjórn Rannsóknastofn- unar skólans til næstu þriggja ára. Stjómin er þannig skipuð: Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávar- útvegsdeildar HA, formaður, Finnbogi Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri, tilnefndur af sjáv- arútvegsdeild, Ingi Bjömsson, framkvæmdastjóri, tilnefndur af rekstrardeild, Ingun St. Svavars- dóttir, sveitarstjóri, án tilnefningar og Kristján Kristjánsson, dósent, tilnefndur af kennaradeild. Eftir er að skipa fulltrúa heilbrigðisdeildar HA í stjóm Rannsóknastofnunar HA. óþh þá verið þar nær átta vikur. Sex íslenskir togarar eru í Smugunni og hefur aflinn verið þokkalegur undanfarna daga, raunar var mokveiði fyrir liðlega viku síð- an. Tveir norðlenskir togarar eru í Smugunni, Akureyrin EA-110 frá Akureyri, Hágangur II frá Vopna- firði og Sléttanes ÍS-808 frá Þing- eyri. Þrjú skip eru á landleið úr Smugunni, þ.m.t. Stakfell ÞH-360 frá Þórshöfn og Hólmadrangur ST-70 frá Hólmavík. Stakfellið landar Smuguaflanum, um 20 milljóna króna virði, nk. fimmtu- dag í Reykjavík en þar fer skipið í slipp í fyrirbyggjandi viðhald, m.a. vélarupptekt og málningu. Sævaldur Gunnarsson, útgerðar- stjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafn- ar hf., segir að togarinn hafi með veiðskapnum í Smugunni í sumar og haust aflað sér varanlegrar kvótareynslu að verðmæti 20 milljónir króna, jafnvel meira. Stakfell ÞH fer á rækjuveiðar hér við land að lokinni slipptökunni í Reykjavík. GG málaráðuneytisins að á Hvamms- tanga séu 21 laust starf í boði við fiskvinnslu. Og þar var aðeins einn maður atvinnulaus á skrá all- an síðasta mánuð. Af áætluðum mannafla í Norð- urlandskjördæmi eystra eru nú 3,1% án vinnu, en í ágúst voru það 3,9%. Skiptingin milli karla og kvenna er 4,6% konur og 2,0% karlar. Alls voru 290 manns á Ak- ureyri skráðir atvinnulausir í síð- asta mánuði og það gerist á sama tíma og þar vantar fólk til starfa við fiskvinnslu, - sem og í Hrísey og á Raufarhöfn. I Hrísey voru tveir skráðir atvinnulausir í sept- ember en á Raufarhöfn, í Öxar- fjarðarhreppi og á Þórshöfn var at- vinnuleysi á núllpunkti. -sbs. Sisimiut, fyrrum Arnar HU, í flotkvínni á Akureyri. Mynd: Brynjólfur Brynjólfsson. Arnar heitir nú Sisimiut - er með mest aflaverðmæti íslenskra togara Togarinn Arnar frá Skagaströnd er þessa dagana í flotkvínni á Akureyri þar sem fram fer á honum skoðun vegna sölu Skag- strendings hf. á skipinu til Royal Greenland as. Auk hefðbundinnar botnskoð- unar verður skipið öxuldregið og er gert ráð fyrir að því verki ljúki í lok þessarar viku. Jafnframt er verið að útbúa nýtt nafn á Amar HU sem mun heita Sisimiut eftir eigendaskiptin. Hann verður gerð- ur út á rækjuveiðar frá Grænlandi. Amar HU var fyrstu átta mánuði þessa árs með mesta aflaverðmæti allra íslenskra togara, eða 372 milljónir króna og aflinn 2.842 tonn auk þess sem fryst vom 220 tonn af loðnu um borð í togaran- um fyrir austan land að verðmæti 6,3 milljónir króna. GG Deiliskipulag Hveravalla gerir ráð fyrir að annar skáli Ferðafélagsins hverfi: Forráðamenn Ferðafélags íslands hafa skapað upphlaup í fjölmiðlum - segir Jóhann Guðmundsson, oddviti Svínavatnshrepps Svínavatnshreppur í Austur- Húnavatnssýslu lét vinna aðal- skipulag fyrir hreppinn fyrir nokkrum árum og var aðal- skipulagið auglýst og kynnt á árinu 1992. Unnið er nú að deili- skipulagi fyrir Hveravelli sem tilheyra hreppnum samkvæmt afsali fyrir Auðkúluheiði frá 1917 þegar hreppurinn keypti heiðina af ríkinu. Deiliskipulag- ið verður auglýstum lögum sam- kvæmt í haust, en þar gerir sveitarstjórn Svínavatnshrepps ráð fyrir að á Hveravöllum rísi þjónustumiðstöð sem gerir það að verkum að nýrri skáli Ferða- félags íslands á svæðinu þurfl að víkja. Skálinn, ásamt snyrtingu, var reistur árið 1980 án undan- genginnar samþykktar bygg- inganefndar. Engin byggingar- leyfí voru veitt fyrir eldri skála Ferðafélagsins, sem reistur var kringum 1935, en samkvæmt deiliskipulaginu mun hann ásamt baðpolli fá að standa áfram. Jóhann Guðmundsson í Holti, oddviti Svínavatnshrepps, segir forráðamenn Ferðafélagsins hafa skapað töluvert upphlaup í fjöl- miðlum út af málinu. „Það eru ekki fyrirliggjandi neinar tímasetninga um byggingu þjónustumiðstöðvarinnar og við erum fyrst og fremst að huga að vemdun Hveravalla og uppbygg- ingu svæðisins og skila aftur því sem tekið hefur verið frá því. Náttúran hefur töluvert látið á sjá á þessu svæði,“ segir Jóhann Guð- mundsson. Forsvarsmenn Svínavatns- hrepps telja að það fé sem inn- heimt hefur verið af Ferðafélaginu af þeim sem um Hveravelli fara og gista hafi ekki nema í óveru- legum mætti skilað sér aftur til uppbyggingar svæðisins. Engir samningar hafa tekist milli Svína- vatnsrepps og Ferðafélagsins um þetta mál en af hálfu hreppsins er lögsaga hreppsins á landinu óum- deilanleg. „Leiga fyrir tjaldsvæði hefur alfarið verið tekin af okkar landi en heildarupphæð innheimtu Ferðafélagsins af landinu er mér ekki tiltæk. Við vitum að ekki fer nema lítill hluti af því sem þama innheimtist til reksturs og við- halds á staðnum, hitt fer til rekst- urs félagsins eða annarra sæluhúsa á þess vegum. Unnið er að gerð umhverfismats og deiliskipulags og þegar það er frá verður farið að huga að öðmm þáttum. Þá förum við að leita að samstarfsaðilum á Hveravöllum um uppbyggingu, þjónustukjama o.fl. og þar verður engum aðila úthýst. Þessir þættir eru meira aðkallandi nú með auk- inni umferð um Kjöl eftir að brú kom á Seyðisá," sagði Jóhann Guðmundsson. Páll Guðmundsson, formaður Ferðafélags Islands, segir í frétta- bréfi félagsins að verði deiliskipu- lagið að vemleika muni félagið þurfa að þola vemlegt eigna- og rekstrartjón, auk annars skaða og hneisu, vegna vanhugsaðra skipu- lagsaðgerða á Hveravöllum, sem eru mörgum íslendingum hjart- fólgnir. Síðan segir: „Lögfræðileg könnun á vegum Ferðafélagsins hefur leitt í ljós að líklegt verður að telja að enginn einstakur aðili - og þar á meðal ekki sveitarfélagið, sem þó heldur öðru fram - geti gert tilkall til beins eignarréttar yf- ir Hveravallasvæðinu eða Auð- kúluheiði yfirleitt. Málaferli standa nú yfir um það atriði án þess að Ferðafélagið sé aðili þess máls. Hins vegar er upprekstrar- réttur (beitarréttur) á Auðkúlu- heiði óumdeildur.“ Ferðafélagið fór síðsumars á leit við hreppsnefnd Svínavatns- hrepps að hún veitti stöðuleyfi fyrir núverandi aðstöðu félagsins til allmargra ára en henni var vís- að til byggingamefndar sem ekki hefur tekið afstöðu til hennar. Verði svar sveitarfélagsins nei- kvætt mun Ferðafélagið kæra þá niðurstöðu til umhverfisráðuneyt- isins og krefjast þess að það veiti félaginu stöðuleyfi. GG 3WWC Ólafsfjörður: Bæjarmála- punktar Húsnæðismál í brennidepli Á fundi bæjaiTáðs 5. október sl. mættu þeir Gunnar L. Jóhanns- son, skólastjóri Barnaskólans, og Jakub Kolosowski, skóla- stjóri Tónlistarskóla Ólafsfjarð- ar. Rætt var um hugsaniega sölu á Sigurhæðum og flutningi á þeim stofnunum sem þar starfa. Fram kom í máli Gunnars að hann teiji ekkert því tii fyrir- stöðu að Bókasafnið flytjist í sal Bamaskólans skv. þeim hug- myndum að gera loft í salinn. Jakub óskaði eftir að fá að skoða aðstöðu á Hótelinu undir Tón- listarskóla. Á fundi bæjarráðs 12. októ- ber lagði Þorsteinn Bjömsson, bæjartæknifræðingur, fram frumgögn varðandi viðbyggingu við Gagnfræðaskólann. I við- byggingunni komi til með að vera aðstaða fyrir bókasafn og tónlistarskóla auk viðbótarað- stöðu fyrir GÓ. Jafnframt var lögð fram kostnaðaráætlun varð- andi breytingar á sai Bamaskól- ans í aðstöðusköpun fyrir bóka- safnið. Lokapunktur afmællsárs Á bæjarráðsfundi 12. október gerði Hálfdán bæjarstjóri grein fyrir viðbrögðum stjórnar Tjam- arborgar varðandi þá hugmynd að árshátíð Ólafsfirðinga í tilefni 50 ára afmælis Ólafsfjarðarbæj- ar yrði haldin í íþróttamiðstöð- inni. Tjamarborg mun halda ár- legan vetrardagsfagnað og telur því bæjarráð ekki forsendur fyrir því að halda árshátíð eins og ráð var fyrir gert í dagskrá afmælis- ársins. Vegleg gjöf Náltúrugripasafninu hefur borist gjöf frá Rögnvaldi Möiler, upp- stoppuð Vepja og Brandugla. Báðir þessir fuglar voru felidir í Ólafsfirði, Bæjarráð færir Rögn- valdi bestu þakkir fyrir. í skólamálanefnd Bæjarráð hefur tilneft Óskar Þór Sigurbjömsson, skólastjóra Gagnfræðaskólans, og Rúnar Guðlaugsson, félagsmáiastjóra, í nefnd varðandi skólamál, sbr. samþykkt á samráðsfundi fram- kvæmdastjóra sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð. ÚÍÓ þakkar Ú.Í.Ó. hel'ur með bréfi dags. 12. október sl. þakkað bæjaryfír- völdum viðbrögð varðandi hug- myndir samtakanna um bygg- ingu félagshúss fyrir íþrótta- hreyfinguna í Ólafsfirði og býð- ur Ólafsfjarðarbæ að tilnefna fuiltrúa í byggingarnefndina. Bæjarráð samþykkti að tilnefna Hálfdán Kristjánsson, bæjar- stjóra. Úrbóta er þörf Á byggingarnefndarfundi 13. október sl. benti Gunnlaugur Jónsson á að úrbóta væri þörf á gatnamótum Ægisgötu og Ólafs- vegar. Erindinu var frestað og kemur fram í bókun að nefndin mun ræða þetta á sérstökum fundi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.