Dagur - 25.10.1995, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 25. október 1995
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SÍMI: 462 4222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
AÐRIR BLAÐAMENN:
AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR GEIR A. GUÐSTEINSSON,
HALLDÓR ARINBJARNARSON,
SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285),
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 462 7639
LESENDAHORNIÐ
LEIÐARI-----------------------
Hörmungar umferðarinnar
Hörmuleg slys á þjóðvegum landsins síðustu
vikurnar hljóta að vekja upp spurningar um
hvort ekki sé þess þörf að sest verði niður og
skoðað hvort íslenskt vegakerfi í heild ber þá
þungu umferð sem orðin er. Þetta þarf ekki
aðeins að skoða út frá umferðarþunganum
heldur einnig þeim aðstæðum sem oft skapast
á vegunum vegna snöggra veðrabreytinga.
Mannslíf eru dýrmætasta eign hverrar þjóðar
og tölur um dauðaslys í umferðinni á þessu
ári segja meira en allt annað um að nú er
nauðsyn að fara í gegnum öll mál sem lúta að
umferðinni.
Á þessum vettvangi hefur þess áður verið
getið að taka þurfi miklu fastari tökum á hrað-
akstri á þjóðvegunum enda má benda á veg-
arkafla á landinu þar sem ökuhraði er að jafn-
aði til muna hærri en heimildir segja til um.
Hraðakstur þarf að skoða, sem og vegina
sjálfa, hönnun þeirra og viðhald. Öll atriði sem
geta orðið umferðinni til bóta og hafa um leið
áhrif til fækkunar á slysum hljóta að vera af
hinu góða.
Margir eiga um sárt að binda eftir hörmu-
legt banaslys í Hrútafirði um helgina, sem og
önnur banaslys í umferðinni síðustu vikur. í
framhaldi af rútuslysinu í Hrútafirði hefur
dómsmálaráðherra skipað nefnd til að rann-
saka slysið og fyrir liggur áskorun Slysavarna-
félags íslands um að beltanotkun í hópferða-
bílum verði leidd í lög.
Þrjú hópferðabílaslys hafa orðið á tiltölu-
lega skömmum tíma í umferðinni og sýna þau
að kominn er tími til þess að litið sé á hóp-
ferðabílana sömu augum og aðra bíla. Aldrei
er hægt að fullyrða um hverju beltin geta
bjargað en ef einungis er horft til slysa í um-
ferðinni á íslandi þá má finna fjölmörg skýr
dæmi þess að beltin hafi komið til bjargar.
Undir áskorun SVFÍ þarf þess vegna að taka
jafnframt því sem farið væri yfir önnur atriði í
umferðinni sem til bóta geta verið. í ljósi
hörmulegra afleiðinga umferðarslysa á árinu
þurfa alhr að leggjast á eitt.
Hugkvæmni í
skattheimtu
Vegna lélegra almenningssam-
gangna neyðist ég til að eiga bíl
og þar með greiða þá margvíslegu
skatta sem á þau tæki eru lagðir.
Bíleigendur eru afar nytháar
mjólkurkýr hins háa dómsmála-
ráðuneytis og úr þeim er nytin líka
býsna trygg, þar eð mörgum er
bíllinn nauðsyn. Hugkvæmni hug-
myndasmiða hins háa ráðuneytis
eru lítil takmörk sett þegar um er
að ræða að finna skatta á bfla.
Lengi hefur verið greiddur af
þeim þungaskattur, „kflóagjald" -
eða hvað það nú heitir. Ég man þá
tíð að gjald þetta fékkst endur-
greitt, ef númer voru tekin af bfl, í
hlutfalli við tímann sem þau voru
í vörslu lögreglu. Sú endur-
greiðsla var svo afnumin og sam-
kvæmt upplýsingum tollstjóra-
embættisins í Reykjavík var litið á
gjaldið sem eignaskatt. Mér fannst
skatturinn sá ama ansi hátt hlutfall
af minni bílaeign, eða um 25%
síðast þegar ég greiddi hann.
Ég held mig fara rétt með það
að á síðasta ári var aftur upp tekin
sú regla að endurgreiða „eigna-
skattinn" í hlutfalli við innistöðu
bfls, og þá þurfti að finna eitthvað
upp í staðinn. Ekki brást hug-
kvæmnin hjá starfsmönnum hins
háa dómsmálaráðuneytis frekar en
fyrri daginn: Þegar númer er tekið
af bfl skal koma því í geymslu hjá
Bifreiðaskoðun íslands hf. sem
innheimtir „geymslugjald“ (les:
geymsluskatt). Á síðasta ári var
gjaldið kr. 600 - sex hundruð
krónur - fyrir tvær númeraplötur,
reyndar óháð tíma sem þær voru í
geymslu. Það hlýtur að vera yfir-
sjón að hafa ekki „geymslugjald-
ið“ stighækkandi í hlutfalli við
geymslutíma, en það hljóta skatt-
smiðimir að sjá og færa til hæfis.
Undanfarin þrjátíu ár hef ég
búið í Ólafsfirði, sem er um 1200
manna pláss við utanverðan Eyja-
fjörð. Staðurinn er snjóþungur og
mér hefur jafnan fundist bfll held-
ur til trafala á vetrum og því af-
skráð hann og lagt inn númer til
geymslu, fyrstu árin hjá bæjar-
fógeta og hin síðari hjá lögreglu
staðarins. Þá var meira að segja
hægt að taka númerin út einn eða
tvo daga til að bregða sér bæjar-
„Bíleigendur eru afar nytháar mjólkurkýr“, segir Þórir m.a. í bréfí sínu um hagkvæmni í skattheimtu.
leið, ef þannig viðraði og færi var,
án þess að glata endurgreiðslurétti
hjá tryggingum og fógeta. Þetta
þótti bæði mér og öðmm gott fyr-
irkomulag.
Nú er hins vegar öldin önnur.
Séu númer tekin af bfl héma í Ól-
afsfirði skal senda þau til Bif-
reiðaskoðunar íslands hf. á Akur-
eyri. Sendingarkostnaður í ábyrgð
- sem er nauðsynlegt ef númer
glatast til að geta sannað sendingu
- er kr. 235. Þegar ég svo ætla að
skrá bflinn aftur þarf ég að hringja
í Bifreiðaskoðunina og fá númerin
send gegn póstkröfu, sem væntan-
lega hljóðar upp á geymslu- og
sendingargjald. Hvað það kemur
til með að kosta veit ég ekki en
hitt veit ég að það er enginn
„meðaljón“ sem lætur sér detta í
hug jafnheimskulegt fyrirkomu-
lag.
Þórir Jónsson.
Hvað er Reikí?
Slysið í Hrútafirði:
Fólk hvatt til að
nýta sér áfallahjálp
Yfirstjóm almannavama óskaði (
gær birtingar á eftirfarandi vegna
bílslyssins í Hrútafirði síðastliðið
sunnudagskvöld:
„Yfirstjóm björgunarmála í
Vestur-Húnavatnssýslu vill koma
á framfæri þakklæti til allra
þeirra er veittu aðstoð sína við
aðhlynningu og björgun á vett-
vangi, er hópbifreið valt út af
þjóðveginum í Hrútafirði sunnu-
dagskvöldið 22. október sl. Þeim
tilmælum er beint til þeirra sem
komu að slysinu á einn eða ann-
an hátt, að leita sér andlegrar að-
hlynningar sem fyrst. Áfallahjálp
er í boði hjá ýmsum aðilum og
fer það eftir aðstæðum í hverjum
bæ eða hverri sveit, með hvaða
hætti hún er veitt. í flestum hér-
uðum hafa læknar og hjúkrunar-
fólk fengið þjálfun til að veita
þessa þjónustu og fólki er bent á
að leita sér upplýsinga á heilsu-
gæslustöð sinni. Einnig er fólk
hvatt til að leita til presta og nýta
sér þjónustu þeirra. Mikilvægt er
að leita sér hjálpar strax fyrstu
dagana eftir atburðinn því al-
mennt er talið að hún skili best-
um árangri innan þriggja daga frá
því að áfallið átti sér stað. Söntu
tilmælum er beint til aðstandenda
þeirra mörgu sem lentu í slysinu.
Björgunarfólk sýslunnar vill auk
þess votta þeim samúð sína er
misstu ástvini í slysinu og vonar
að þeir sem urðu fyrir áverkum
nái bata og Iíði sem minnstar
þrautir.“
Reiki-aðdáandi skrifar.
Nú þegar tveir Reikimeistarar
auglýsa námskeið í Reiki-heilun á
Akureyri, þá eru nokkuð margir
sem spyrja, „Reiki - hvað er nú
það?“
Reiki er ævagömul heilunarað-
ferð, að mestu framkvæmd með
handayfirlagningu og hefur verið
notuð með góðum árangri gegn
mörgum erfiðustu sjúkdómum
okkar tíma. Reiki er mjög einfalt
og allir geta tileinkað sér það, því
allt sem þarf er viljinn til að hjálpa
sjálfum sér og öðrum. Það er
kennt þannig að það er flutt af
Reikimeistaranum til nemendans
með svokallaðri dulvígslu, sem
beinist að höfði hjarta og lófum
og eru áhrifin varanleg. Trúar-
brögð skipta næsta litlu máli í
þessu efni, þrátt fyrir að Reikið
kemur frá Guði.
Áður var verðið allhátt, en þró-
un mannsins hefur verið mikil á
undanfömum ámm, tíðnisvið jarð-
arinnar hefur aukist, svo nú er
hægt að kenna 1. og 2. stig jafn-
hliða á einni helgi. Við þetta upp-
haflega Reikikerfi, sem kennt er
við Búddatrúarmanninn Dr.
Mikao Usui, hefur síðan verið
bætt áhrifaríkum aðferðum til vit-
undarútvíkkunar og tíbeskum heil-
unaraðferðum.
Áætlanir um katta-
hald út í hött
Kona á Eyrinni hringdi:
„Mig langar til að þakka honum
Brynjólfi Brynjólfssyni fyrir
greinina sem hann skrifaði í Dag
um ketti. Mér finnst áætlanir um-
hverfisnefndar bæjarins varðandi
kattahald í bænum dálítið út í hött.
Það eru fjórir mánuðir á ári sem
kettir vilja vera lengur utandyra,
en hina mánuði ársins fara þeir
rétt út fyrir dymar til að pissa, og
ekkert annað. Það er hins vegar í
góðu lagi að fjarlægja ómerkta
ketti og flækingsketti."