Dagur - 25.10.1995, Qupperneq 5
Miðvikudagur 25. október 1995 - DAGUR - 5
Ferðaþjónusta, matvæla-
iðnaður og sorphaugar
Akureyri, perla norðursins, einn
fallegasti bær landsins. Eyja-
fjörður, einn stærsti fjörður
landsins, búsældarlegur, með
mörg myndarbýli rómuð fyrir
snyrtimennsku. Fegurðin blasir
allsstaðar við. Að koma niður
Víkurskarðið og virða fyrir sér
fjallasýnina. Rómuð fegurð,
Hörgárdalurinn, Öxnadalurinn,
Lögmannshlíðin og Hlíðarfjallið.
Glerárdalurinn og Súlumar. Bæj-
arstæðið á Akureyri er einstak-
lega fallegt og allur gróðurinn,
trén og blómin. Akureyringar
hafa verið öðrum fremri í að
rækta bæinn sinn og garðarnir
hverjir öðrum fallegri. Trén há-
vaxin og bein enda vaxtarskil-
yrðin góð. Og Lystigarðurinn,
einn fallegasti garður landsins.
En hvað grillir í þama mitt í allri
fegurðinni, í miðjum Glerárdaln-
um. Opnir ruslahaugar, það er
ekki um að villast. Þar sem öllu
úir saman, allt frá matarleifum
upp í heilu húsgögnin. Þar er öllu
hent hvað sem það heitir. Jarðýta
skekur á haugnum og reynir að
jarða ófögnuðinn áður en vindur-
inn nær að feykja ruslinu yfir
bæinn. Þetta er stflbrot. Akureyr-
arbær sem eitt sinn var iðnaðar-
bær með öllum sínum Sam-
bandsverksmiðjum hefur verið
að skipta um hlutverk. Þjónusta
við landbúnað og ferðamenn hef-
ur að vísu lengi verið sterkur
þáttur í atvinnulífi Akureyrar og
sjávarútgerð ein sú öflugasta á
landinu. Fullvinnsla sjávar- og
landbúnaðarafurða eru greinar í
sókn. Síðast en ekki síst má kalla
Akureyri háskólabæ, eftir stofn-
un Háskólans á Akureyri. Opnir
sorphaugar eiga enga samleið
með þessari breyttu ímynd bæj-
arins.
Framsýnir menn sem koma
saman undir heitinu Úrbótamenn
hafa m.a. komið á legg tveimur
sem eru Endur-
\^fyrirtækjum
vinnslan og Úrvinnslan. í Úr-
vinnslunni er verið að vinna
plastkubba sem notaðir eru í
millilegg á vörubretti. Hingað til
hafa verið fluttir inn um 2,5
milljónir þannig kubba á ári fyrir
ærinn gjaldeyri. Hráefnið sem
notað er í kubbana er endurunn-
inn pappi, plast og pappír. Þessu
liefur hingað til verið hent á opnu
ruslahaugana í Glerárdalnum
eins og hverju öðru sorpi. Nú eru
komnir gámar á þó nokkrum
stöðum í bænum þar sem fólk
getur losað sig við pappír, plast
og pappa og er það vel. Það er þó
heldur nöturleg staðreynd að á
meðan framsýnir menn hafa
stofnað fyrirtæki á Akureyri til
að endurvinna pappír, plast og
pappa skuli þeir þurfa að flytja
„hráefni“ sunnan úr Reykjavík
vegna hráefnisskorts á meðan
stórum hluta hráefnisins sem til
fellur á svæðinu er hent á haug-
ana. Það er sennilega of stórt
stökk á milli þess að náð sé í allt
sorp til fólks og þess að það
flokki síðan pappann og plastið
úr og skili á gámastaðina. Þar að
auki er nánast ekkert annað
flokkað úr sorpinu sem til fellur.
f þessu er fólgin mikil sóun,
því verið er að kasta á glæ mikl-
um verðmætum. Ástandið á
Akureyri er án efa ekkert verra í
þessum efnum en annars staðar á
landinu og ekki veit undirritaður
til þess að sérstakar rannsóknir
hafi verið gerðar á því hvemig
íslendingar nýta hráefni og ann-
að efni sem þeir meðhöndla. Hér
skal þó vitnað í tvenn untmæli
sem segja svolítið um ástandið.
Undirritaður átti tal við starfs-
mann Sorpu í Reykjavík sem
tjáði honum að þangað bærust 80
tonn á dag af timburafgöngum
og úrkasti! Þetta er ótrúlega há
tala og halda mætti að landið
væri skógi vaxið og verið væri
að grisja skóginn. Þetta rennir
stoðum undir ummæli sem höfð
voru eftir bandarískum biskupi,
Michael Mikari í Mbl. 3. sept. sl.
Hann hélt að Bandaríkjamenn
ættu heimsmet í sóun þangað til
hann kom til íslands. Hann átti
ekki orð yfir hvað við nýttum
hluti illa og hendum jafnvel
ónotuðum hlutum.
íslendingar eiga langt í land í
sorpmálum en við erum á hinn
bóginn þekkt fyrir það að ganga
MAÚNÚS HALLDÓRSSON
SJONARMIÐ
ÁMIÐVIKU-
DECI
hreint til verks þegar mikið ligg-
ur við.
Undirritaður átti tal við tvo
bæjarfulltrúa í viðtalssíma þeirra
við Geislagötu sl. vetur. Þeirri
spumingu hvort það væri ekki
óheppilegt að halda áfram urðun
sorps í Glerárdalnum með tilliti
til jarðvegsmengunar, sjónmeng-
unar, loftmengunar og síðast en
ekki síst vegna bruðls með verð-
mæti, var svarað þannig af full-
trúa minnihlutans, að jarðvegur-
inn væri alveg einstakur í Glerár-
dalnum, hann tæki svo vel við
sorpi! „Lengi tekur sjórinn við“
er gamalt og úrelt viðkvæði.
Hvað ætli Glerárdalurinn taki
lengi við sorpi, úrgangi og jafn-
vel spilliefnum? Hver er svo
stefna bæjarins í sorpmálum?
Fulltrúi meirihlutans hafði
ekkert um sorphirðumál að segja.
Skorað er á sveitarfélög Eyja-
fjarðar að taka nú höndum saman
því þannig væri hægt að lyfta
grettistaki í sorpmálum svæðis-
ins. íslendingar hafa lengi státað
af því að eiga hreint og fagurt
land en það er ekki fyrr en á síð-
ustu árum sem byrjað hefur verið
á því að hefta skolprennsli í sjó
„Islendingar hafa lengi státað
af því að eiga hreint og fag-
urt land en það er ekki f/rr
en á síðustu árum sem
byrjað hefur verið á því að
hefta skolprennsli í sjó fram
og mjög víða eru enn opnir
sorphaugar. Eyjafjörðurinn
er um 21.000 manna svæði
og löngu orðið nógu fjöl-
mennt til að endurvinna
sorp.“
fram og mjög víða eru enn opnir
sorphaugar. Eyjafjörðurinn er um
21.000 manna svæði og löngu
orðið nógu fjölmennt til að end-
urvinna sorp.
Undirritaður stóð fyrir tilraun
sem gerð var með flokkun sorps í
einni af íbúðarblokkum Félags-
stofnunar stúdenta við Háskól-
ann á Akureyri. Þar áttu íbúar
„Útsteins“ við Skarðshlíð 46 hlut
að máli. Tilraunin stóð yfir sl.
vetur og hófst með því að safna
saman þeim dagblöðum og papp-
ír sem til féll og vanalega var
hent. Magnið var um einn svartur
ruslapoki á hálfs mánaðar fresti.
En það fór fljótt vaxandi þegar
íbúar fengu áhuga á því að
flokka meira úr sorpinu, þ.e. um-
búðir, bæði úr plasti og pappa.
Þegar tilrauninni lauk í apríl sl.
var magnið orðið tveir til þrír
stórir pokar á viku. Þá var vanda-
málið orðið hver ætti að losa
okkur við pokana. Eins og áður
er getið í þessari grein er mikið
stökk frá því að losna við allt
sorp beint í tunnu á staðnum og
fara síðan að flokka það og keyra
það í gáma út í bæ. Tilraunin
sýndi þó að stúdentum er um-
hugað um umhverfismál og voru
fljótir að komast upp á lagið með
flokkun heimilisúrgangs. Spurn-
ingin er á hinn bóginn hvort
Sorpsamlag Eyjafjarðar geti
komið eitthvað lengra til móts
við íbúa svæðisins en að hafa
nokkra gáma víðs vegar um bæ-
inn sem taka við endurvinnan-
legu efni.
í Iowa City, í einu af miðríkj-
um Bandaríkjanna, Iowa, þar
sem undirritaður býr nú í 60.000
rnanna bæ, er endurvinnsla vel á
veg komin. Að vísu býr bærinn
svo vel að hafa 27.000 manna
háskóla innan bæjarins, en þar er
flokkun sorps lengst komin. Inn-
an stúdentagarðanna er hvergi
lengra en 200 metrar í gám með
fimm hólfum, þ.e. 1. Glært gler,
2. Plast(brúsar og pokar), 3.
Pappír, pappi, 4. Tin- og áldósir
og 5. Dagblöð og tímarit. Þar að
auki er matarkvöm tengd við frá-
rennsli í hverri íbúð. Þetta em
allt verðmæti sem nýtt eru til
endurvinnslu. Á íslandi er víða
enn ekki farið að líta á þetta sem
raunveruleg verðmæti og
kannski of stórt stökk að flokka
sorp svona mikið niður. Við ætt-
um hins vegar að gera það að
skyldu okkar að skilja við landið
og náttúruna í jafngóðu eða helst
betra ástandi en við tókum við
því.
Höfundur er iðnfræðingur og stundaöi nám í
gæðastjómun við Háskólann á Akureyri.
News from Iceland
í nýjum búningí
- heitir nú The Iceland Reporter
Tveir áratugir eru liðnir frá því
NEWS FROM ICELAND var
hleypt af stokkunum af Icel
Review-útgáfunni í þeim til-
gangi að miðla fréttum frá ís-
landi til annarra landa.
Með októberútgáfunni nú hefur
blaðið breytt um nafn og búning,
heitir nú The ICELAND Report-
er - Incorporating NEWS FROM
ICELAND. Markmiðið með þess-
unt breytingum er að bæta þjón-
ustuna við lesendur og er liður í
þróun útgáfunnar til að gegna
hlutverki sínu betur við breyttar
aðstæður.
í vor hóf Iceland Review út-
gáfu daglegra frétta á Intemetinu
undir heitinu Daily News From
Iceland, sem fengið hefur feiki-
lega góðar viðtökur, en lesendur
þess em nú komnir yfir tíu þúsund
á mánuði. í framhaldi af þeirri út-
gáfu varð ljóst að rík ástæða væri
til að breyta áherslum í mánaðar-
legri útgáfu NEWS FROM ICE-
LAND.
Fréttir eru grunnþáttur The
ICELAND Reporter eins og áð-
ur í þessari útgáfu en aukin
áhersla er lögð á stuttar greinar,
svipmyndir úr lífi og starfi þjóðar-
innar og meiri rækt verður lögð
við menningarmál og það helsta
sem erlendir gestir geta séð og
notið í heimsóknum sínum til
landsins. TRAVEL er áfram fylgi-
rit um ferðamál og BUISNESS
um atvinnu- og viðskiptalíf.
Útgáfustarf Iceland Review
miðar sem fyrr að því að efla
tengsl við aðrar þjóðir, auka upp-
lýsingastreymið frá landinu og
gera ísland og það sem hér er að
gerast aðgengilegra fyrir útlend-
inga. Um þessar mundir er lögð
mikil vinna í þróunarstarf hjá fyr-
irtækinu sem til langs tíma á að
bæta þjónustuna sem það veitir og
styrkja stöðu þess á markaðnum.
Áskrifendur að blöðum og
tímaritum útgáfunnar eru í um eitt
hundrað löndum í öllum heimsálf-
um. Ef þessi þjónusta væri ekki
fyrir hendi væru möguleikar út-
lendinga til að halda tengslum við
ísland mun fábreyttari. Æ fleiri ís-
lensk fyrirtæki og einstaklingar
styrkja eigin sambönd með því að
senda kunningjum sínum og við-
skiptafélögum gjafaáskrift að
blöðum útgáfunnar.
The ICELAND Reporter
kemur út mánaðarlega, að jafnaði
32 blaðsíður í dagblaðsbroti. Út-
gefandi er Haraldur J. Hamar sem
er jafnframt ritstjóri ásamt Ásgeiri
Friðgeirssyni. Aðstoðarritstjóri er
Steinunn Böðvarsdóttir en á herð-
um hennar og Ásgeirs er hin dag-
lega útgáfa á Intemetinu. Elín
Jónsdóttir sér um Intemettengslin
og útfærslu á öllu efni útgáfunnar
á Veraldarvefnum. Guðjón Svein-
bjömsson, aðalhönnuður Iceland
Review, er ábyrgur fyrir útlits-
breytingunum.
Fyrirbab verö kr. 12.250
Fyrir sturtu verb kr. 9.648
Fyrir handlaug verb kr. 6.990
Fyrir eldhús verb kr. 6.990
0KKAR VERÐ ER ALLTAF BETRA
waMci.
DRAUPNISGÖTU 2 • AKUREYRI
SIMI 462 2360
Opið ó laugardögum kl. 10-12.
Kynniim nýja gerb
af blöndunartækjum
Pirafía