Dagur - 25.10.1995, Qupperneq 7
Miðvikudagur 25. október 1995 - DAGUR - 7
Fjórar konur eru verslunarstýrur Hagkaups á Akureyri:
Aherslur í stjómun
ráðast ekki af kynferði
Þegar viðskipavinir koma inn í
verslun Hagkaups á Akureyri
blasa þar við myndir af fjórum
konum sem veita þessari verslun
forstöðu. Þetta vakti athygli
blaðamanns og við ákváðum að
taka þessar fjórar valkyrjur tali,
sem sýna og sanna að þær gefa
karlmönnum ekkert eftir.
Það er kannski engin ástæða að
tala um jafnréttismál þegar valkyrj-
ur Hagkaups eiga í hlut. Kynferði
skiptir litlu máli. Að sögn þeirra
sjálfra hafa þær unnið sig upp, frá
því að gegna almennum störfum í
versluninni og eru nú komnar í
stjórnunarstörf. Starfsmannastefna
fyrirtækisins er í þessum dúr, að
starfsmenn vinna sig upp stig af
stigi, líkt og gengið sé upp tröppur.
Karlmenn á sitt hvorum enda. Frá vinstri talið eru á þessari mynd; Einar Sigurjónsson lagerstjóri, Þórhalla Þórhallsdóttir verslunarstjóri, Elísabet Karls-
dóttir aðstoðarverslunarstjóri, Jóhanna Hjaltalín deildarstjóri í sérvöru, Harpa Hjaltested deildarstjóri í inatvörudeild og á hægri enda raðarinnar er Eiður
Stefánsson öryggisvörður. Myndir: -sbs.
Samræmd stefna
„Nei, ég held að engu breyti í
rekstri verslunar hvort henni stjórn-
ar karl eða kona. Allir stjórnendur
hjá fyrirtækinu vinna eftir sam-
ræmdri stefnu, sem á jafnt við í öll-
um verslununum," sagði Þórhalla
Þórhallsdóttir verslunarstjóri, þegar
blaðamaður Dags ræddi við hana.
Elísabet Karlsdóttir, aðstoðarversl-
unarstjóri, tók í sama streng. „Ég
held að áherslur í starfi hvers stjórn-
anda séu fyrst og fremst persónu-
bundnar, fremur en að kynferði segi
þar til um,“ sagði Elísabet.
Þórhalla hóf störf hjá Hagkaup
árið 1980. „Fyrst starfaði ég tvær
eða þrjár vikur við kjötborðið, en
fékk síðan stöðu sem deildarstjóri í
matvörudeild," segir Þórhalla. Hún
hefur verið verslunarstjóri frá árinu
1985. Elísabet Karlsdóttir hóf störf
hjá fyrirtækinu árið 1983, þá við af-
greiðslukassa en fór síðan í tröppu-
ganginn. Við starfi aðstoðarverslun-
arstjóra tók hún á síðasta ári. Harpa
Hjaltested hefur síðasta árið verið
deildarstjóri í matvörudeild, en hún
hefur starfað hjá Hagkaup allt frá
1983. Loks ber að nefna Jóhönnu
Hjaltalín. Hún hefur starfað hjá
Hagkaup í fjórtán ár, byrjaði fyrst
störf við að raða vörum í poka. Nú
er hún deildarstjóri sérvörudeildar.
Miðgengisfundir
Að sögn Þórhöllu hittast verslunar-
og deildarstjórar einu sinni í viku á
sameiginlegum fundi og fara yfir
helstu mál líðandi stundar í rekstri
verslunarinnar. Einu sinni í mánuði
er sameiginlegur fundur með öllum
starfsmönnum. Hann er haldinn í
kaffistofunni og þar geta allir reifað
þau mál sem lúta að versluninni.
Komið með hugmyndir um hvað
betur megi fara og hvað skuli taka
fyrir.
„Síðan erum við jafnframt með
svonefnda miðgengisfundi," segir
Þórhalla kímin. „Gengin eru tvö á
þessum fundum; fastagengi, sem
yfirmenn verslunarinnar skipa, í
flotgengi eru nokkrir almennir
starfsmenn, sem skipt er út reglu-
lega. Starfsmannastjóri Hagkaups,
sem staðsettur er í Reykjavík, kem-
ur norður á þessa fundi og stjómar
þeim. Allt á fundum þessum er í
anda þjónustustefnu sem Hagkaup
hefur í rekstri sínum, en hún miðar
fyrst og síðast að því að fara að ósk-
um viðskiptavinanna," segir við-
mælandi okkar.
Hörgull á fólki í heilar stöður
En vinna engir karlmenn hjá Hag-
kaup á Akureyri? Jú, þó það nú
væri. Einn karlmaður er þar í hópi
stjóra, það er Einar Sigurjónsson,
lagerstjóri. Hann vinnur með þess-
um valkyrjum og líkar með ágæt-
um. Segir að ekki sé hægt að alhæfa
um hvernig sé að vinna undir stjóm
kvenna með því að miða alfarið út
frá því starfi sem hann gegnir nú.
Meta verði hvert starf fyrir sig og
við hvað sé unnið. I sama streng
tekur Eiður Stefánsson, öryggis-
vórður verslunarinnar.
Alls 70 manns vinna hjá Hag-
kaup á Akureyri í 34 stöðugildum.
Að sögn verslunarstýranna leita
margir vinnu hjá þeim. „Það sem
stendur uppúr er hins vegar að hörg-
ull er á fólki sem ekki er tilbúið að
koma í hálfar stöður eða heilar og
höfum við leitað eftir fólki hjá
vinnumiðlunum og Félagi verslun-
ar- og skrifstofufólks á Akureyri. í
gegnum þessa aðila hefur okkur
ekki gengið nógu vel að fá það
starfsfólk sem við viljum. Hins veg-
ar vilja margir koma hér til starfa
síðdegis og um helgar. Mér finnst
þetta svolítið skrýtið á meðan at-
vinnuleysi er skráð hér í bænum. Jú,
ég hef mínar skýringar á þessu en
nú segi ég ekki meira,“ sagði Þór-
halla Þórhallsdóttir verslunarstjóri
að síðustu. -sbs.
Verslunarhús Hagkaups á Akureyri, er að Furuvöllum 17.
KÆRKOMIN NÝJUNG Á DISKINN ÞINN
BRACÐCÓÐIR ,
H O L L I R OC
FRÁBÆRI R MEÐ
HVERSKONAR
MEE3LÆTI,
S EM C E R I R
FRAMREIÐSLUMÖCU
L E I K A NÆ STUM
Ó Þ RJ ÓTAN D I .
♦ * • FORSTEIKTI
LAMBAKJÖTSBITAR
R
R A $ P I
EFTIR AÐEINS 10 MÍNÚTUR i HEITUM
BÖKUNAROFNI ERU NACCARNIR TILBÚNIR
FULLKOMIN MÁLTÍÐ Á AÐEINS BROTI A F
ÞEIM TIM A SEM ÞÚ ÁTT AÐ VENJAST!
FLOKKS
NORPLENSK
A NÁTTÚRUAFURÐ