Dagur - 25.10.1995, Síða 16

Dagur - 25.10.1995, Síða 16
Vetraríþróttamiðstöð Islands á Akureyri: Úr litlu að spila fyrsta árið Veitustjórn Sauðárkróks: »M •• ^ M ■ I Konnuna pokkun og útflutningi vatns haldið áfram til áramóta Veitustjórn Sauðárkróks hefur samþykkt að halda áfram athugunum á mögu- leikum á útflutningi á fersk- vatni, t.d. til Bandaríkjanna, en bæði er að ekkert hús hefur verið tii staðar til að hýsa þessa starfsemi og eins er öll markaðskönnun og eftirfylgja hennar mjög kostnaðarsöm. Bæjarstjóm Sauðárkróks hefur samþykkt að verkefnið haldi áfram til næstu áramóta. Tiltölulega auðvelt mun vera að koma vatninu t verslanir t Bandaríkjunum en markaðs- setningin þarf að vera mjög markviss til þess að salan detti ekki niður tiltölulega fljótt eftir að nýjabrumið hefur farið af. Auk þess yrðu Sauðkræking- amir í umtalsverðri samkeppni við innlcnda aðila, m.a. Kaup- félag Eyfirðinga, sem hefur ver- ið að markaðssetja ferskvatn vestan hafs undir vörumerkinu AKVA en kostnaður við mark- aðssetningu og annan undirbún- ing er orðinn um milljarður króna. Eins hafa aðilar á höfuð- borgarsvæðinu verið að kanna útflutning á vatni. GG Fundaö vegna gjaldþrots A. Finnssonar hf.: Sumir treystu sér ekki til að koma - segir Vilhjálmur Ingi Árnason Fyrsti fundur stjórnar Vetrar- íþróttamiðstöðvar íslands á Akureyri (VMÍ) var haldinn á dögunum. Vetraríþróttamiðstöð- in er samstarfsverkefni Akureyr- arbæjar, íþróttabandalags Akur- eyrar, menntamálaráðuneytisins og íþróttasambands íslands. Skrifað var undir samning þessa efnis í mars sl. og rættist þá gamall draumur margra, ekki síst Hermanns Sigtryggssonar, íþrótta- og tómstundafulltrúa Akureyrarbæjar, sem barist hafði fyrir málinu um árabil. I reglugerð um VMI segir að hún sé þjónustustofnun, sem hafi það megin hlutverk að efla vetrar- íþróttir, íþróttafræðslu og útivist og stuðla þannig að heilbrigðu lífi og heilsurækt meðal almennings. Á sínum fyrsta fundi skipti stjórn- in með sér verkum. Þórarinn E. Sveinsson, bæjarfulltrúi á Akur- eyri, er formaður og Tómas Ingi Olrich, alþingismaður varafor- maður. Benedikt Geirsson er gjaldkeri og Steingrímur Birgis- son, ritari. Þórarinn E. Sveinsson, sagði þennan fyrsta stjómarfund hafa verið tíðindalítinn. Menn hafi tal- að vítt og breitt um málið og stefnt að því að ráða starfsmann í hálft starf og útbúa rekstraráætlun. Ljóst er að ekki verður úr miklum fjármunum að spila á næsta ári og Þórarinn segir að ekki hafi verið búist við öðru. „Það er Ijóst að Akureyrarbær er með hefðbundna áætlun varðandi vetrarfþrótta- Akureyri: Dularfullt heyrúlluhvarf Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri hefur nú til rannsóknar heyrúlluhvarf á Akureyri um síðustu helgi. Að sögn Gunnars Jóhannsson- ar, rannsóknarlögreglumanns, er um það að ræða að sl. laugardag eða sunnudag var stolið sjö hey- rúllum af túni norðan Hlíðarbraut- ar og austan Hörgárbrautar. Greinileg merki eru á túninu eftir kerru og dráttarvél og hefur lík- lega ekki af veitt, því hver rúlla er fleiri hundruð kfló að þyngd. Gunnar biður alla þá sem kynnu að geta gefið upplýsingar er varpað gætu ljósi á þetta dular- fulla heyrúlluhvarf, að hafa sam- band við rannsóknarlögregluna á Akureyri. óþh O VEÐRIÐ Um allt norðanvert landið er í dag, miðvikudag, spáð norðan hvassviðri með rign- ingu, slyddu eða éljum. Veðrið verður sýnu verst á Norðurlandi vestra. Hiti verður yfirleitt á bilinu eitt til fjögur stig. Veðri í þessum dúr er spáð út vikuna. mannvirki og ríkið er ekki með okkur inn á ljárhagsáætlun 1996, eins og reyndar var vitað. Við þurfum hins vegar að vera tilbúnir með rekstraráætlun í mars-aprfl á næsta ári, áður en fjárlagagerð fyrir 1997 byrjar. Sumir voru með væntingar um að fá umtalsverða peninga frá ríkinu strax á fyrsta ári, en slíkt er algerlega óraun- Igær hófust æfingar á jólaverk- efni Leikfélags Akureyrar; Sporvagninum Girnd. Leikritið, sem verður frumsýnt 27. desem- ber, er eftir Tennessee Williams og hefur notið mikilla vinsælda frá því það kom fyrst fram. Með hlutverk Blanch og Stan- ley, sem eru aðalhlutverkin í sýn- ingunni, fara þau Rósa Guðný Þórsdóttir og Valdimar Flygenring en margir telja þessi hlutverk ein- hver þau best skrifuðu sem leikar- ar geta glímt við. Auk Rósu og Valdimars kemur fram fjöldi ann- arra leikara. Leikstjóri verður Haukur J. hæft. Áður en hægt er að gera sér vonir um fjármuni frá ríkinu verð- ur a.m.k. að liggja fyrir rekstrar- áætlun. Það er vissulega skiljan- legt að menn séu orðnir óþolin- móðir því margir eru búnir að bíða ansi lengi eftir að eitthvað gerist, en menn verða að sýna þol- inmæði aðeins lengur,“ sagði Þór- arinn E. Sveinsson. HA Gunnarsson og leikmynd gerir Svein Lund-Roland. Haukur hefur undanfarin 15 ár starfað sem leik- stjóri í Noregi og víðar og hefur verið leikhússtjóri Samíska Þjóð- leikhússins undanfarin ár. Svein Lund-Roland er meðal þekktustu leikmyndateiknara Norðurlanda og starfar jafnframt í Bandaríkjun- um og Englandi. Þeir Haukur og Svein unnu saman að rómaðri sýningu á Akureyri fyrir 12 árum á leikritinu Bréfberinn frá Arles, sem fjallaði um síðustu æviár Van Goghs. Leikfélagsmenn vænta því mikils af samstarfinu við þá fé- laga. AI Eins og frá hefur verið greint boðaði Vilhjálmur Ingi Árnason til fundar sl. sunnudag vegna gjaldþrota fyrirtækjanna A. Finnssonar hf. og forvera þess, Aðalgeirs Finnssonar hf. Þar var m.a. lögð fram ýtarleg greinagerð um ýmislegt sem Vil- hjálmur Ingi og fleiri telja stór- Rjúpnaveiði: Reytingsveiði hjá Húsvíkingum Menn sjá töluvert af rjúpu en hún er ljónstygg. Þeir hafa verið að fá 10 rjúpur og minna. Hæsta sem ég hef heyrt á Húsa- vík var að einn hefði fengið 30 einn daginn í síðustu viku,“ sagði Trausti Gunnarsson hjá Hlaði sf., skotfæragerðinni, að- spurður tíðinda af rjúpnaveið- inni. Trausti sagði að leiðinlegt veð- ur, snjór og erfið færð hafi hamlað rjúpnaveiðinni. Menn hafi lítið farið í Gæsafjöll og á Þeistareyki en fengið reytingsveiði í nágrenni Húsavíkur og í Búrfellshrauni. Árni Logi Sigurbjömsson, veiðimaður og meindýraeyðir, sagði aðspurður um rjúpnaveiðina að skásta veiðin hefði verið rétt við bæinn. Þokkalegt hefði verið fyrstu dagana og menn verið að fá frá 1 til 25 rjúpur yfir daginn. Veiðin hefði síðan verið léleg um helgina, bleytuhríð og grámi væri eins vont veiðiveður og hugsast gæti. Hann sagði að náttúran sæi um að friða rjúpuna sem ætti auð- velt með að fela sig. Hún væri snjöll og færi þangað sem erfitt væri að ná til hennar. IM lega athugavert í sambandi við gjaldþrotin og tengist það m.a. afskiptum íslandsbanka af mál- unum. „Fundurinn var ekki mjög fjöl- mennur, en það komu skilaboð frá mönnum um að þeir treystu sér ekki til að koma vegna þess að það myndi skapa þeim óþægindi. Þegar átti að bera upp á fundinum tillögu til bústjóra um að setja málið til Ríkissaksóknara, þá báð- ust a.m.k. tveir kröfuhafar sem á fundinum voru undan því, vegna þess að þeir myndu lenda í vand- ræðum í bankakerfinu ef þeir styddu þetta,“ sagði Vilhjálmur Ingi. Tillagan var því dregin til baka en Vilhjámur mun í eigin nafni beina þessari áskorun til bú- stjóra. Gögnin sem búið er að safna vegna málins verða einnig send fleiri aðilum, s.s. Seðlabank- anum og Skattrannsóknarstjóra. HA Innimálning á ótrúlegu verði Fyrsti samlestur á lcikritinu Sporvagninn Girnd, sem er jólaverkefni Leikfé- lagsins, var í gær. Myndin er af leikurum, leikst jóra og öðrum sem að sýn- ingunni standa. Mynd: BG Leikfélag Akureyrar: Æfingar hafnar á Sporvagninum Girnd

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.