Dagur - 27.10.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 27.10.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 27. október 1995 FRÉTTIR Þingeyjarsýslur: „Mikið brotið, sligað og slitið" „Við eigum við krapavandamál að stríða hérna og höfum skerta framleiðslu eins og staðan er núna. Akureyrarlínan er farin í sundur en áætlað að viðgerð verði lokið síðdegis,“ sagði Bjarni Már Júlíusson, stöðvar- stjóri Laxárvirkjunar, í gærdag. Mikið hefur verið um að vera síðustu dægur þegar barist hefur verið við að halda rafmagni á byggðum, línur hafa verið að detta út en ótrúlega vel hefur tekist að halda straumi á stóru línunum austur eða vestur því ein hefur tekið við þegar önnur hefur bilað í veðurhamnum. Tekist hefur að halda straum á Húsavíkurlínunni, en hún hefur aðeins dottið út. Kópaskerslínan er í lagi en allt er brotið frá spennistöðinni svo það er í fyrsta lagi í dag sem rafmagn kemst á. Byggðakjamar fá rafmagn frá varaaflsstöðvum en einhverjir dagar munu líða þar til búið verð- ur að lagfæra þær skemmdir sem orðnar eru. f Aðaldal var versta ástandið í Hvömmunum, við Staði og við Sandsbæi. Flokkur frá Akureyri var að koma viðgerðarmönnum til aðstoðar í gær en flokkur frá Egilsstöðum kom til viðgerða á Tjörnesi og í Kelduhverfi, þar sem miklar skemmdir urðu á línum. „Menn frá Rarik vom allan miðvikudaginn að reyna að taka skemmdar línur frá, hringtengja og bjarga málum á ýmsan hátt, þrátt fyrir vitlaust veður. Ég held þeir hafi gert meira en hægt var að ætlast til. Það hefur eiginlega allt farið sem farið getur nema Húsav- íkurlínan,“ sagði Bjami. „Það er mjög mikið brotið. Von er til að rafmagn komist á einhvem hluta á morgun en ein- hverjir dagar líða þar til rafmagn kemst á allt saman. Það em minnsta kosti 50 staurar famir, að- allega í Aðaldalnum," sagði Helgi Jónsson hjá Rarik, aðspurður um ástand rafmagnsmála í Suður- Þingeyjarsýslu. Eitthvað var einnig brotið af staurum í Kinn. „Það er mikið brotið, sligað og slitið, stauramir dragast upp úr jörðinni í frostleysinu,“ sagði Helgi, og átti von á að einhverjir bæir yrðu rafmagnslausir fram yf- ir helgi. IM Utanlandsferð 230 Norðlendinga lengdist vegna veðurs: Níu rútur í halarófu norður Halarófa níu rútubíla kom til Akureyrar í gærkvöld með alls 233 Norðlendinga, sem dvalist höfðu í Reykjavík síðustu nætur. Þetta var fólk sem fór á vegum tveggja ferðaskrifstofa í síðustu viku utan til Englands og ír- lands með beinu flugi frá Akur- eyri, en veður hamlaði að hægt væri að lenda á Akureyrarflug- velli í heimleiðinni. Því varð að lenda í Keflavík og síðustu næt- ur hefur fólkið dvalist á hótelum í Reykjavík, þar sem ekki var fært landleiðina norður vegna veðurs. Um tvo hópa er að ræða. Ann- ars vegar hóp 118 Norðlendinga, sem vom á vegum Samvinnu- ferða-Landsýnar í Cork á írlandi og kom til landsins á þriðjudags- kvöld. Þá hamlaði veður lendingu á Akureyrarflugvelli og var lent í Keflavík. Var dvalist á Hótel Esju í Reykjavík fram yfir hádegi í gær, þegar lagt var af stað norður. Hinn hópurinn var að koma úr fimm daga ferð til Newcastle á Englandi á vegum ferðaskrifstof- unnar Alís og kom til landsins á mánudagskvöld. Þá var sömu- leiðis lent í Keflavík, en ekki fyrir norðan eins og ráðgert var. Sá hópur taldi 115 manns og dvaldist á Hótel Loftleiðum. Laufey Jó- hannsdóttir, sölustjóri hjá Alís, sagði að komið hefði til greina að keyra farþega á vegum síns fyrir- tækis norður strax aðfaranótt mánudagsins. Hins vegar hefði óhugur verið í fólki vegna slyssins í Hrútafirði og því hefði verið dokað við með norðurferð. En á þriðjudag hefði foráttuveður skoll- ið á og ekki orðið fært fyrr en í gærdag. Jafnframt sagði Laufey að reynt hefði verið að fá þotu frá Atlanta til að flytja fólkið noður, en lending þotu hefði ekki reynst möguleg vegna slæmra brautar- skilyrða á Akureyri. „Við verðum að taka veðurfari á íslandi með skilningi og það gerði fólkið," sagði Laufey Jóhannsdóttir. -sbs. Aöaldalur: Lögregla flutti verðandi móður Lögreglubíll frá Húsavík var staddur í Aðaldal í fyrrinótt til aðstoðar mönnum frá Rarik, sem voru að glíma við línuvið- gerðir. Kallað var í bOinn og lög- reglan beðin að taka með konu í Aðaldal sem komin var að fæð- ingu. Það mátti ekki miklu muna því skömmu eftir að kon- an var kominn úr lögreglubfln- um og inn á Sjúkrahúsið á Húsa- vík fæddist myndarlegur piltur. Björgunarsveitin Garðar á Húsavík fór til aðstoðar Rarik- mönnum í Aðaldal á miðviku- dagskvöldið. I nógu hefur verið að snúast hjá lögreglunni við að að- stoða fólk og í gær var fylgst grannt með snjóflóðaspýjum í Fnjóskadal og Dalsmynni. IM Rekstur Petit leigður I tilkynningu sem send var frá Myndco hf. á Akureyri í gær kem- ur fram að rekstur Petit hf., sem varð gjaldþrota á dögunum, hefur verið leigður Myndco hf. Fram kemur að reksturinn verður áfram með sama formi og áður, þ.e. út- gáfa sjónvarpsdagskrár og prent- un. Gamlir sem nýir viðskiptavinir séu því velkomnir. SKEMMTISTABUB Föstudagun í staöinn Videotek ásamt sjóðheitu diskói. Tilboð kvöldsins: Lítill 250,- Stór 350,- Laugandagun SO ára afmæli Póns Sigga og Grétar í stuði KA-menn og Pórsarar velkomnip á ballið. Föstudag og laugandag Eyjafjörður: ■ jra ■ M gm •• Kindurifonn Fjöldi kinda frá nokkruin bæjum í Eyjafjarðarsveit fennti í áhlaupinu í fyrrinótt. Ekki var vitað í gær um íjölda fjárins, en leita átti fram í myrkur. Það var fé frá bæjunum Samkomugerði I, Miklagarði, Gils- bakka, Kálfagerði og Rauðhúsahólum sem fennti. Almennt hafa bændur ekki tekið fé sitt inn á þessum tíma hausts og voru eins og aðrir alveg óviðbúnir áhlaupinu í fyrradag og í -nótt. Bændur á þessum bæjum leituð fjárins í gær og jafnframt kom björgunarsveit- in Dalbjörg í Eyjafirði til aðstoðar. Þorsteinn Jónsson, bóndi í Sam- komugerði I, átti á túnum sínum um 70 kindur. Um miðjan dag í gær höfðu 30 þeirra fundist, allar lifandi, en hinna var leitað í sköfl- um, skurðum og við girðingar. „Menn fóru til leitar snemma í morgun og það verður leitað alveg fram í myrkur,“ sagði Þorsteinn. Þá fennti fé á nokkrum bæjum í Húnavatnssýslu, m.a. í Vestur- hópi, skv. upplýsingum frá lögreglu á Blönduósi. -sbs Aðaldalur: Kýrnar þyrstar í raf- magnsleysinu „Þegar rafmagnslaust er fer bæði hiti af húsinu og vatnið til okkar. Ég er með tvö lítil börn og það er ekki gott að vera vatns- laus og án hita í langan tíma undir þeim kringumstæðum. í morgun var börnunum orðið dálítið kalt þannig að ég ákvað að drífa mig til foreldra minna á Húsavík,“ sagði Hulda Ragnheið- ur Árnadóttir frá Hraunkoti í Aðaldal, einum bæjanna sem varð rafmagnslaus á miðvikudaginn. Búnaðarsambandið á tvær rafstöðvar sem flakka milli bæja þannig að hægt sé að mjólka. Hulda sagði að þetta væri ekki fljót- legt en hefði gengið upp með góðu samkomulagi. „Við búumst við margra daga rafmagnsleysi svo mér fannst eins gott að drífa mig strax að heiman. Það eru svo miklar skemmdir á línunum, staurar brotnir, eða skakkir og skemmdir. Það var engin ástæða til að sitja heima þegar aðstaða er til að komast í burtu,“ sagði Hulda. „Kýmar eru þyrstar því þær hafa ekkert að drekka nema á mjaltatímum. Við náðum að koma inn öllum skepnum áður en veðrið skall á, nema að geitumar okkar eru einhvers staðar í hraun- inu,“ sagði Hulda. Hún sagði að allir sem hún hefði heyrt í væm mjög yfirvegaðir og þætti það sem á Aðaldælingum dyndi ekkert miðað við það sem um væri að vera á Flateyri. „Miðað við þeirra böl þætti mér léttvægt þó ég kæmist ekki heim fyrr en í vor,“ sagði Hulda. IM Kelduhverfi: Gasið er þarfasti þjónninn „Við höfum lítinn bensínmótor sem við getum mjólkað með en að öðru leyti erum við rafmagnslaus. Við vorum líka að tengja mótorinn inn á frystikisturnar, sem ekki er gott að séu án raf- magns í marga daga,“ sagði María Pálsdóttir í Vogum í Keldu- hverfl. Þar er annað af tveimur kúabúum í sveitinni og María hafði spurnir af að tekist hefði að koma rafmótor í gang til að mjólka á hinu búinu í fyrrinótt. „Það er allt flatt sern ég sé, ýmist brotið eða stauramir á hliðinni. Verið var að gera upp rafmagnslínuna norðan við okkur. Bætt var í hana staurum en þessir nýju staurar virðast fyrst hafa hallast, síðan farið á hliðina, dregið aðra með sér og brotið gömlu staurana. Það er mikið flatt af línum á töngum köflum eftir því sem mér skilst,“ sagði María, aðspurð um ástand rafmagnslína á svæðinu. „Okkur líður ágætlega, við höfum gas til að elda, lampatýrur og kerti. Það er frostlaust veður svo það er ekki eins fljótt að kólna í húsunum. Ég steikti fisk í hádeginu og það er ekkert mál að elda á gasinu fyrir lítið heimili. Það er sæmilega notalegt í eldhúsinu ef ég læt loga á gasinu allan daginn. Ég get bakað pönnukökur, eldað og gert það sem mig langar til,“ sagði María. Hún sagði að mesta vandamálið væri að halda kulda í frystikistunum og hita á litlum börnum í sveitinni. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.