Dagur - 27.10.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 27.10.1995, Blaðsíða 11
Föstudagur 27. október 1995 - DAGUR - 11 ísland er hvítt og írland er grænt Fram til 5. nóvember stendur í Listasafninu á Akureyri sýning þriggja írskra Listamanna og er hún einn hluti írskrar menningarhátíðar á Akureyri. I eftirfarandi grein No- els Sheridan, forstjóra Lista- og hönnunarháskólans í Dublin á ír- landi, veltir hann fyrir sér tengslum Islands og Irlands og gerir grein fyr- ir listamönnunum þremur sem kynna Norðlendingum verk sín. Fyrir þúsund árum stóðu við- skipta- og menningarleg samskipti Islands og frlands hvað hæst. Myndskreytt handrit, skartgripir og hinn mikli aragrúi smíðisgripa, hversdagslegra og viðhafnargripa, sem blómstraði í báðum samfélög- um á þessum tíma vitna um þessi miklu samskipti. Bæði samfélög nutu þess að beisla gormlaga form og einnig sér- kennilegra, smágerðra mannamynda innan flókins vefs margbrotinna teikninga sem lögðu upp í stefnu- lausar ferðir einungis til þess að lenda aftur í óumflýjanlegum mið- punkti hringsnúinnar orkuupp- sprettu sem knúði þær áfram að nýju. Það var ekki fyrr en Jackson Pollock kom fram á sjónarsviðið að listin losnaði úr þessum álögum með ofsafengnum glæsileika. En miðaldamunkamir höfðu tímann og trúna fyrir sér; Pollock var á hrað- ferð í tilvistarlegu tómarúmi 20. aldarinnar. Hugsanlega svipaði hon- um frekar, í hetjulegri leit sinni, til goðsagnakenndra stríðsmanna vík- inga sem buðu öllum byrginn í vægðarlausum átökum sínum við ósáttfúsa guði. Bæði írland og ísland þekkja þessar heiðnu hetjusögur í gegnum þær sögur sem em báðum samfélög- unum svo mikilvægar. Ritaðar upp- sprettur þessara sagna, Eddukvæðin og „Filliocht na Finioch", varðveita fyrir okkur frumstæðar furður þess heims. Allt sem var taumlaust og tryllt var að endingu tamið með kristni og landnámi hinna hemaðar- lega stærri og sterkari, ef ekki sterk- ari menningarlega þá sterkari á öðr- um sviðum. En það var okkar að viðhalda goðsögnunum og bárust þær munnlega manna í millum og, eins og góðri sagnahefð sæmir, biðu síns tíma með stóískri ró. Þegar svo báðar þjóðir lýstu yftr sjálfstæði á 20. öldinni var sem óslökkvandi þrá til frelsis og sjálfstæðis væri svalað - kjama vegferðar þjóðanna var náð. Forsetarnir, U2 og Björk En hvað vitum við um menningu hvorra annarra nú á dögum? Vigdís Finnbogadóttir og Mary Robinson vom fyrstu konurnar til að gegna forsetaembætti. (Vigdís var að vísu fyrri til, en enga óþarfa smámuna- semi). U2 og Björk eru þekkt fyrir- bæri í rokkheiminum. Island er hvítt og írland er grænt. Veðrið er slæmt; það ýmist snjóar eða rignir. Páfinn og Ronald Reagan sóttu okkur heim - að vísu sóttu þeir alla heim, við verðum sjálfsagt að sætta okkur við að hafa bara verið áningarstaðir í al- faraleið. Hver er að segja okkur hverjir við erum á svona yfirborðs- kenndan hátt? Sjónvarpið: þegar við heyrum daufan óminn í hvorum öðrum á árlegri Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva, hvar allir virðast syngja með sama nefi. Ferðamálaaðilar: þar lærum við að á öðrum staðnum séu álfar en á hin- um tröll, á báðum stöðum frum- stæðar þjóðir í fögru landslagi eins- konar skemmtigarða; „alveg æðis- legt“. Þannig lýsa þeir okkur án þess að votti fyrir háði. Þetta líða ekki þær þjóðir sem fundu Ameríku (það var frekar St. Brendan en Leif- ur, en enga smámunasemi). Þjóðir sem tendruðu að nýju logana sem slokknuðu á hinum myrku miðöld- um því rómverska heimsveldið leit ekki við okkur og þannig héldum við velli og breiddum út hina rót- tæku þekkingu sem lyfti brostnum sálunt Evrópu inn í birtuna. Fólk sem... látum hér staðar numið því þetta er liðin tíð. Birtan í landslaginu En til hverra getum við leitað sem geta veitt okkur betri sýn yfir and- legt og menningarlegt líf okkar? Til listamanna nú sem endranær. Lista- mennimir á þessari sýningu segja okkur ýmislegt um hvað það er að búa á írlandi en það er ekki alltaf dans á rósum. Við fyrstu sýn gætu verk Jackie Stanley virst gera það eingöngu. Þau lofsyngja landið af mikilli kunnáttu og glæsibrag en það býr annað og meira að baki þessari til- raun listamannsins; að varðveita fyrir okkur minni landslags sem er að falla í vægðarlausar krumlur verktaka. Það er þessi dapurlega vit- und um það sem koma skal sem dregur fram hárfínan undirtón í verkum hennar, sem hún lýsir sem „tregafullum blæ“. Það er eitt af hlutverkum listar að varðveita fyrir okkur minninguna og dýpka skiln- ing okkar á henni. Það sem Jackie Stanley dregur fram í landslaginu er birta. Birta sem er skýrari og hlýrri' en hin bælda, þokukennda birta sem yfirleitt umlykur írskt landslag; hún skerpir útlínur landsins eins og hún ætli sér að bæta fyrir ömurleika steinsteypuklumpa nútímans. Fyrir írska áhorfendur glittir í von í verk- um hennar, möguleika á veglyndi og hlýju sem svo oft sneiðir hjá hinu napra írska lunderni. Hún fæddist á Englandi en hefur búið á Irlandi í um 25 ár og er orðin mikil- væg í sjónrænni menningu okkar sem listamaður, kennari og persóna sem með eldmóði og fagmennsku hefur haft áhrif á írlandi. Hvemig eru írskar landslags- myndir? Satt best að segja eru þær um margt líkar enskum landslags- myndum en bæði írskar og enskar sækja margt til Frakklands. Með sinni miklu þekkingu og áhuga á evrópskum hefðum sameinar Jackie Stanley margar stefnur í verkum sín- um á heiðarlegan og afdráttarlausan hátt. Það eru ekki margir írskir myndlistarmenn sem geta handfjatl- að litaspjaldið af jafnmikilli leikni. Hugsanlega hefur það einhver áhrif að hún ferðast og dvelur meðal ann- ars langdvölum í Suður-Evrópu. Hversu furðulegt sem það kann að virðast hóf Cecily Brennan, annar írskur listamaður, að nota þessa sterku liti í verkum sínum - eftir dvöl á íslandi fyrir skemmstu. Það kann að vera að það hversu sólskinið fær að njóta sín sé jafnt af sálfræði- legum sem jarðfræðilegum toga. Jackie Stanley hefur dálæti á sterkri birtu sem hún leyfir okkur að njóta með sér á örlátan og gjafmildan hátt. Hinn napri sannleikur En skuggamir lengjast með lækkandi sól. Nú er ekki lengur allt sem sýnist; tilgerðarlegt ljósið eykur þjáningar okkar í stað þess að draga úr þeim. Þetta eru örfá dæmi um hinn napra sannleik sem er að finna í verkum James Hanley. Hverjum eða hverju er hann að ögra í þeim ofurraunsæja heimi sem hann skap- ar? Þessir noir characters eru fastir líkt og framandleg fiðrildi festast á augabragði í leifturljósi. En þeir eru ekki svo framandi að við berum ekki kennsl á þá, jafnvel í okkur sjálfum. Útskýringar á því hverjir eða hvers vegna þeir eru rýra ein- ungis hin óhugnanlegu sannindi ástands þeirra, sem heldur bæði þeim og okkur í álögum. Þeir búa yfir sefandi aðdráttarafli sem dregur okkur inn í áhrifamikla ráðgátu verksins. Smám saman gerum við okkur grein fyrir því að hvorki þeir né við emm í brennidepli og að það sé málverkið sjálft sem er hinn sanni grunnur. Okkur gæti jafnvel dottið í hug að þessi verk séu eyð- ingaröfl listmálunar. Hér er um að ræða svo ákafa og nákvæma athug- un að það hriktir í stoðum hefð- bundinnar listmálunar. Franski gagnrýnandinn Louis Marin ber Po- ussinn og Caravaggio saman og Jumes Hanley. heldur því fram að Poussinn hafi reynt að búa til heim í listmálun en Caravaggio hafi hins vegar þrýst sannleika hins athugaða heims inn í þennan heim listmálunar uns sá heimur birtist í öllum sínum veik- leika og sviksemi. Þessa sér einhver merki í verkum James Hanley. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir mikla vandvirkni í verkum sínum. Þær raddir hafa einkum heyrst frá lærisveinum Poussins og missa því marks. Hanley er ungur listamaður sem fer ótroðnar slóðir. Þar við bætist að hann eykur framlag sitt til raunsæis af jafnvel meiri þráhyggju; hann dregur frá tjöld hins hefðbundna til að hrista upp í okkur með þeim end- anlega hryllingi að málverkið sé ónýtt. Um ómunatíð hefur Beckett stundað samskonar leit í bókmennt- um - og á kaldhæðnislegan hátt hversu slíkt viðheldur andlegum hæfileikum - og eitthvað svipað er innlimað í vinnu James Hanley. Gangi hann sem honum ber. Hvað sem vinna James Hanley ber í skauti sér er engum blöðum um það að fletta að hann getur túlkað ýmis stig hræðslu, óbeitar og lofthræðslu af mikilli kúnst. Úr rokkinu í listmálun Það einkenndi tímabilið frá 1960 fram á 9. áratuginn að rokkstjömur voru flestar listaskólagengnar. Guggi kom hins vegar úr hinni áttinni; úr rokkinu í listmálun. Hann var með- lintur í þýðingarmiklu félagi tónlist- amianna „The Virgin Prunes" og þá er hann hélt sýningu í fyrsta skipti losaði hann á striga hið hráa og leiftrandi sem er eldsneyti rokksins. Frá þeim tíma hefur hann gripið hið Jacquline Stanley. mjög svo ólíka stef sem ræður takt- inum í heimi listmálunar. Hann hefur ekki aðeins fundið stíl sem hann kann við, hann hefur fundið stíl sem virðist kunna við hann. Hann ferðast hæglega um heima Rothko, Morandi og William Scott og hann gefur ein- földum hlutum og formum þyngdar- eiginleika og fangar eitthvað af þeirri fmmspeki sem er vitsmunalegt takmark allrar slíkrar vinnu. Verk hans ná yfir allt í listmálun sem er á einhvem hátt dularfullt. Hvemig á að sýna þrívíðan hlut á tvívíðu yfirborði þannig að hvort ástand um sig haldi sérkennum sínum? Hvað er gagn- stætt rúm? Hversu mikið er huglægt og hversu mikið hlutlægt? Hvemig má það vera að þeir hlutir sem eru hvað venjulegastir eru ætíð stórkost- legastir í lokagreiningu? Það er gott að vera innan um málverk Guggi. Þau eru eins og góðir vinir sem bera upp grundvallarspumingar án þess þó að vera ágengir eða upptrekktir. Hversu dæmigerðir fyrir írska nútímalist eru þessir þrír listamenn? 1 öllu því sem misjafnt er með þeim standa þeir fyrir þann fjölbreytileika aðferða sem einkennir ríkjandi stefnu. Fyrir 7. áratuginn reyndu flestir írskir listamenn að höndla eitthvað af hé-miantík og express- jónísma þ^kktasta malara okkar á zO. öld, Jack Yeats; bróður skálds- ins W.B. Yeats. Blær og sýn málar- ans endurspeglaði ntikla mælsku skáldsins; draumar um heiðið, strjálbyggt írland hvar bjuggu fúsk- arar, hrossakaupmenn og fjöllista- menn sem þjónuðu því hlutverki að túlka og varðveita hetjuleg og fyrir- frarn ákveðin örlög í horfnum heimi. Málarinn hampaði því sem honum fannst "era síðustu menjar þessa heims; strjálbyggt írland í lok 19. aldar. Verk ungra ntálara nútím- ans mætti bera saman við seinni verk skáldsins. Oft á tíðum pólitísk, fjalla um hversdagslega hluti og, hversu hræðilega sem það kann að hljóma, leitandi að betri menningar- legum fyrirmyndum fyrir framtíð- ina. Þessi leit hefur gefið byr undir báða vængi valkostum sem finna farveg sinn í innsetningu, rnynd- böndurn, gemingum og ýmsum stíl- brigðum Íistmálunar. Þetta er virk stefna sem gerir sér fulla grein fyrir hlutverki sínu í hinni nýju Evrópu og er ekki eins einstrengingsleg og áður. Hún er tilbúin að gerast al- þjóðleg og reyna að skapa sér sess með nafntoguðum írskunt skáldum og leikritahöfundum. Þar sem sögu- sagnir hafa lifað með írskri menn- ingu frá því sögur hófust - saga okk- ar, rétt eins og íslendinga, byggist á því að segja sögur - myndlist okkar Íá dormandi af margvíslegum efna- hagslegum og pólitískum ástæðum, eftir að blómaskeiði miðalda lauk. En tímamir breytast og mennirnir með og nú gætir töluverðrar bjart- sýni hvað varðar framtíð myndlistar á írlandi. Annar hópur írskra listamanna hefði sýnt aðra fleti demantsins - það er engin ein frásagnarhlið. Þetta er góð byrjun og ef menningarleg samskipti hefjast, þar sem listamenn frá Islandi taka stefnuna á írland, höfum við hafist handa við að tína upp þræði þess glæsilega vefnaðar sem fortíð okkar er. Go tiofaidh Dia an la. (Megi Guð hraða deginum). Noel Sheridan. Höfundur er forstjóri Lista- og hönnunarhá- skólans í Dublin á írlandi og birtist greinin í til- efni af írsku menningarhátíðinni á Akureyri. Millifyrirsagnir eru blaðsins. SlAt*Q Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 01.11.95 - 01.05.96 12.11.95 - 12.05.96 kr. 68.603,20 kr. 85.833,10 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextii; vaxtavextir og verðbætui: Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 27. október 1995 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.