Dagur - 27.10.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 27.10.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 27. október 1995 LEIÐARI--------------------------- Dagar sorgar á íslandi ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (l'þróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285). LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 Enn á ný stendur íslenska þjóðin orðlaus frammi fyrir ógnarhöndum náttúrunnar. Snjó- flóðið á Flateyri 1 fyrrinótt er þyngra áfail en orð fá lýst, hamfarir þar sem mannslíf töpuð- ust og húseignir og heimili fólks tættust 1 sundur. Öll þjóðin vottar þeim sem um sárt eiga að binda dýpstu samúð og á stundum sem þessum slá hjörtun í landinu í takt. í tveimur snjóflóðaslysum á aðeins 10 mán- uðum hefur verið höggvið stórt skarð í raðir fólks í tveimur byggðarlögum á Vestfjörðum, Flateyrar og Súðavíkur, og þeir hlutir hafa gerst sem engan óraði fyrir. Skyndilega stöndum við frammi fyrir því að hættusvæði byggðarlaga sem búa við snjóflóðaógnina eru mun stærri en áður var talið. Á fólk á þessum stöðum er ekki aðeins lögð sú byrði að takast á við sorgina og missinn heldur einnig að tak- ast á við það stöðuga hættuástand sem að því steðjar þegar vetur gengur í garð. Það er ekki hægt að ætlast til þess að tíminn einn lækni sárin og standi við hlið þessa fólks heldur þurfa allir að leggjast á eitt að veita alla þá aðstoð sem hægt er að veita. Starf björgunarmanna í slysunum á Flat- eyri og í Súðavík verður seint þakkað. Við er- um þakklát fyrir hvert það mannslíf sem tekst að bjarga úr rústunum og berum mikla virðingu fyrir þeim sem leggja hönd á plóg við björgun. Þessu fólki er líka nauðsyn að finna stuðning þjóðarinnar því þær hörmung- ar sem það verður vitni að á slysstað skilja eftir sig sár. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, ávarpaði þjóðina í gær og sagði þá meðal annars: „Við erum öll nú hverja stund með hugann hjá þeim sem hafa orðið fyrir þung- bærum raunum. Sorg þeirra er okkar sorg.“ Um leið og Dagur vottar þeim dýpstu sam- úð sem um sárt eiga að binda er tekið undir tilmæli forsætisráðuneytis um að íslenski fán- inn verði dreginn í hálfa stöng í dag. Af bæjarmálum í Ólafsfirði Mikil umræða hefur verið í Ólafs- firði að undanfömu um þátttöku bæjarins í fyrirhugaðri byggingu félagshúss Ungmenna og íþrótta- sambands Ólafsfjarðar. Bærinn hefur lofað að leggja fram fjármuni í bygginguna og ábyrgjast lán sem nema ríflega helmingi áætlaðs byggingarkostnaðar. Það er skilj- anlegt að forsvarsmenn íþróttamála hér í bæ þrýsti á um framkvæmdir en að mínu mati ekki eins skiljan- legt að bærinn kippi þessu máli fram fyrir önnur sem beðið hafa um langan tíma. Svo má einnig spyrja um fjárhagslegt bolmagn bæjarins til framkvæmda. Bráðabirgðalausn Á bæjarstjómarfundi í síðustu viku voru húsnæðismál tónskóla og bókasafns til umræðu. Það er reyndar ekkert nýtt að þessi mál séu rædd á fundum bæjarstjómar því í þau 10 ár sem ég hef setið í bæjarstjórn hafa húsnæðismál tón- skólans komið til umræðu á nær öllum fundum og bókasafnið fylgt fast á eftir. Draumur velunnara tónskólans er að skólinn komist sem fyrst í varanlegt húsnæði þannig að aðbúnaður nemenda og kennara verði í það minnsta jafn góður og öðrum er ætlað. Það er skemmst frá því að segja að bær- inn hefur ekki tekið vel í slíkar hugmyndir á undanfömum ámm. Það vakti athygli mína í umræðum um húsnæðismál tónskólans á síð- asta fundi að þrír fulltrúar meiri- hlutans tóku sér orðið „bráða- birgða“ (í einni eða annarri mynd) alls tólf sinnum í munn. Það finnst mér segja allt sem segja þarf um hug þeirra til skólans. Skólinn hef- ur frá upphafi orðið að þola bráða- birgðalausnir og orðið „bráða- birgða“ er enn lykilorðið í umræð- um um tónskólann hjá bæjarstjóm. Ég man hins vegar ekki til þess að nokkur hafi rætt um að leysa hús- næðismál UÍÓ til bráðabirgða um einhvem tíma. Það væm þó þau rök til þess að bærinn hefur staðið í stóiframkvæmdum á sviði íþróttamála á undanfömum ámm. Ég er þeirrar skoðunar að ef bær- inn ætlar á annað borð að fara út í einhverjar framkvæmdir er komið að því að tónskólanum og bóka- safni verið komið fyrir í varanlegt húsnæði. Hins vegar sýnist mér að meðan að bærinn getur ekki greitt afborganir af lánum sínum sé tómt mál að tala um að fara í fjárfrekar framkvæmdir og auka skuldimar. Gjörgæsla Endurskoðendur bæjarins hafa var- að alvarlega við slæmri fjárhags- stöðu bæjarsjóðs og hafa bent á sí- versnandi skuldastöðu og að rekst- ur sé kominn fram úr viðmiðunar- mörkum félagsmálaráðuneytisins. Með öðmm orðum er fjárhagsstaða bæjarins á gjörgæslustigi. Eftirfarandi tölur og upplýsing- ar eru teknar úr bréfi endurskoð- endanna, sem fylgdu með reikn- ingum ársins 1994: 1. Gjöld ársins fóru kr. 55 millj. fram úr áætlun. 2. Rekstur málaflokka að frá- dregnum tekjum fór 43 millj. fram úr áætlun. 3. Veltufé lækkaði um 48 millj. á árinu 1994. 4. Peningaleg staða bæjarins versnaði um 106 millj. á árinu. 5. Skuldir á hvem íbúa hækkuðu um 72% á milli ára. 6. Tekjur á hvem íbúa minnkuðu um 3,5% á árinu. 7. Skuldir bæjarins um áramót námu rúmlega tvöföldum tekj- um hans. 8. Bærinn var um áramót í ábyrgð fyrir 55 millj. Þetta em skuggalegar tölur og sýna svo ekki verður um villst að staða bæjarsjóðs er afar slæm. Hvað er framundan? Ætla mætti að forsvarsmenn Á aðalfundi Öryrkjabandalagsins, sem haldinn var fyrr í mánuðin- um, var samþykkt ályktun þar sem mótmælt er harðlega skerðingu lífeyristrygginga, sem boðuð sé í fjárlagafrumvarpinu. Hún muni valda mörgum lífeyrisþegum þungum búsifjum, nái frumvarpið fram að ganga óbreytt. Fundurinn benti á að á þrennan hátt verði breytingamar þungar fyrir öryrkja. í fyrsta lagi sé áformað að skerða tekjur þessa fólks um 450 milljónir króna á næsta ári með því að aftengja bæt- ur almennri launaþróun í landinu og lækka eingreiðslu um leið. í öðm lagi boði frumvarpið skertar tekjur um 285 milljónir með því að fjármagnstekjur skuli skerða tekjutengdar bætur og eins með sérstakri skerðingu hjá þeim sem „Ný lán, þó hag- stæð séu, eru ekki það sem Olafs- fjarðarbæ vanhag- ar um í dag. Fjár- hagsáætlun ársins hefur enn ekki verið tekin til endurskoðunar, hvað þá að gerð hafi verið áætlun til lengri tíma.“ meirihluta bæjarstjómar hefðu áhyggjur af stöðu bæjarsjóðs og væru búnir að snúa vöm í sókn. En svo er alls ekki. í fjárhagsáætl- un ársins í ár má sjá eftirfarandi: 1. Bæjarsjóð vantar 3,55 millj. til að geta greitt af lánum sínum á árinu. 2. Þegar fyrirtæki bæjarins hafa lagt í púkkið eru 2.85 millj. eftir til framkvæmda. ekki hafi greitt í lífeyrissjóð eftir að það varð lagaskylda. í þriðja lagi sé ætlunin að lækka heimild- arbætur lífeyrisþega um 250 millj- ónir og þau áform skerði tekjur lífeyrisþega ffá því sem orðið hefði um nær einn milljarð la-óna. „Öryrkjabandalag íslands treystir því að bætur lífeyrisþega fylgi launaþróun í landinu hverju sinni og að eingreiðslur launakerf- isins skili sér að fullu inn í trygg- ingakerfið. Öryrkjabandalagið vill einnig mega treysta því að á með- an fjármagnstekjuskattur hefur al- mennt ekki verið lagður á þá þyki fjarstæða að skerða bætur lífeyris- þega af völdum hugsanlegra fjár- magnstekna. Öryrkjabandalagið bendir sömuleiðis á að hinar ýmsu heimildarbætur til lífeyrisþega hafa oft úrslitaáhrif á það að þeir Björn Valur Gíslason. 3. Áætlað er að greiða niður lang- tímalán að upphæð kr. 30 millj. 4. Taka á ný lán fyrir kr. 55 millj. Þegar þessi mál báru á góma á síðasta fundi bæjarstjómar og bent var á að lántaka á árinu væri nærri því tvöfalt hærri en afborganir, barði forseti bæjarstjómar sér á brjóst og sagðist vera að laga veltufjárhlutfallið með hærri lán- um. Það vita jú flestir að veltan komist af og því er varað sérstak- lega við lækkun þeirra,“ segir í ályktun Öryrkjabandalagsins. Á aðalfundinum var einnig samþykkt ályktun þar sem skorað er á Álþingi að breyta lögum um almannatryggingar á þann veg að Öryrkjabandalag íslands tilnefni fulltrúa í tryggingaráð með fullum réttindum til allrar ákvarðanatöku. „Lög um málefni fatlaðra kveða á um fulla stjómunaraðild samtaka fatlaðra að Stjómamefnd um mál- efni fatlaðra og ekki síður ætti sú stjómunaraðild að gilda um trygg- ingaráð sem hefur svo víðtækt valdsvið í málefnum fatlaðra sem raun ber vitni.“ Mörg önnur mál vom Öryrkja- bandalaginu ályktunarefni, þar á meðal sú ákvörðun tryggingaráðs að hætta skuli frá og með næstu eykst með auknu fjármagni í um- ferð en það gera skuldimar líka! Forseti bæjarstjómar virtist ekki hafa áhyggjur af því. Hann bætti því reyndar við að aðalástæða þess að fara á út í byggingu á fé- lagshúsi UÍÓ væri sú að fengist hefðu hagstæð lán!!! Ný lán, þó hagstæð séu, em ekki það sem 01- afsfjarðarbæ vanhagar um í dag. Fjárhagsáætlun ársins hefur enn ekki verið tekin til endurskoðunar, hvað þá að gerð hafi verið áætlun til lengri tíma. Það er rétt að ljúka þessari grein á niðurlagi úr bréfi endur- skoðenda Ólafsfjarðarbæjar til bæjarstjómar: „Að framansögðu er Ijóst að fjárhagsstaða bœjarins er slæm. Rekstur er kominn fram úr við- miðunum félagsmálaráðuneytisins og skuldir eru mjög miklar. Því þarf að gæta ýtrustu aðhaldsað- gerða og leita allra leiða til að lœkka skuldir bæjarfélagsins svo að það geti staðið við skuldbind- ingar sínar íframtíðinni. “ Svo mörg vom þau orð. Björn Valur Gíslason. Höfundur er bæjarfulltrúi H-lista vinstri manna og óháðra í bæjarstjóm Ólafsfjarðar. áramótum að veita lán til bifreiða- kaupa hreyfihamlaðra hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. „Um áratugaskeið hafa hreyfi- hamlaðir nýtt sér hin ágætu greiðslukjör þessara lána sem ásamt styrkjum til bifreiðakaupa hafa oft mestu ráðið um mögu- leika þeirra til að eignast bifreið. Greiðslukjör þessara lána hafa verið og eru enn miklum mun hag- stæðari en annars staðar á lána- markaði og því hafa hreyfihamlað- ir í ríkum mæli leitað til Trygg- ingastofnunar ríkisins og fengið þar góða og ömgga fyrirgreiðslu. Aðalfundur Óryrkjabandalags íslands skorar á tryggingaráð að endurskoða þessa ákvörðun sína í ljósi mikilvægis þess fyrir hreyfi- hamlaða að njóta áfram þessarar fyrirgreiðslu.“ JÓH Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands: Boðskapur fjárlagafrumvarpsins mikið áhyggjuefni lífeyrisþega

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.