Dagur - 27.10.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 27.10.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 27. október 1995 MINNINÚ Hulda Baldursdóttir Fædd 25. nóvember 1909 - Dáin 17. október 1995 Hulda Baldursdóttur, Bjarkarbraut 13, Dalvík, andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu, Akureyri, þann 17. október s.l., 85 ára gömul. Hulda fæddist 25. nóvember 1909 á Selaklöpp í Hrísey. Foreldrar hennar voru hjónin Seselía Sig- urðardóttir og Baldur Guðnason, búsett í Hrísey. Þau eignuðust þrjú böm, Sigurð, sem dó bam að aldri, Huldu og Isabellu, en hún er nú búsett á Akranesi. Hulda hóf búskap með manni sínum, Sigurði Kr. Olafssyni frá Amarfelli í Þingvallasveit, að Reykjavíkur- vegi 4 t Hafnarfirði. Eignuðust þau þar sitt fyrsta bam. Fljótlega fluttist fjölskyldan til Hríseyjar, þar sem þau bjuggu þar til þau fluttu til Dalvíkur árið 1947. Þar byggðu þau sér hús á Bjarkarbraut 13, þar sem þau áttu síðan heima. Sigurður lést 18. ágúst 1955, að- eins 55 ára gamall. Þau Hulda og Sigurður eignuðust 7 böm. Elstur er Baldur, maki Stefanía Ár- mannsdóttir. Þá Birgir, ógiftur. Síðan Öm, maki Rósa Jóhanns- dóttir. Tvíburamir Vema, maki Kristján Þórhallsson og Rafn, maki Svetlana Sigurðsson. Gísli, maki Bima Tobíasdóttir og Stein- þór, maki Kolbrún Sigurðardóttir. Rafn lést af slysförum 16. nóvem- ber 1967 og Kolbrún lést 23. des- ember 1985. Sigurður átti áður soninn Reinharð, maki Kristín Helgadóttir. Bamabömin eru 12 og bamabamabömin 19. Síðustu mánuðina dvaldi Hulda á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík. Nú þegar haustar að og laufin falla af trjánum eitt af öðru, hefur Hulda kvatt þennan heim. Hennar verður sárt saknað en eftir situr minningin um hana geislandi af orku og gleði á meðan heilsan leyfði. Hulda annaðist bamahópinn sinn af mikilli alúð og síðar nutu einnig fjölskyldur bama hennar sömu ástúðar og umhyggju. Það var alltaf gaman að koma til ömmu Huldu á Bjarkarbraut- inni, fá heitt súkkulaði og pönnu- kökur og allar góðu ömmukökum- ar. Hún var alltaf til staðar ef ein- hver þurfti á að halda og mjög trygg vinum sínum. Fjölskyldan í Aðalstræti 62, Akureyri, sendir innilegar þakkir fyrir allar ógleymanlegu samvem- stundimar með Huldu. Okkur finnst vel við hæfi að láta síðustu kveðjuorðin vera nokkur erindi úr ljóði eftir Ár- mann Dalmannsson, sem hann orti vegna andláts móður sinnar, Steinunnar, síðasta sumardag, 23. október 1942. MÓÐIR-það orð er í rilum rómað og reifað lofi í heljusögum. MAMMA-það orð hefur mildast hljómað og minning vakiðfrá liðnum dögitm. Það orð er tamast, efsvíða sár, efsorgir mœta, effalla tár. Oft móðurhendur þeim verkum valda, sem verða ofraunir jötunmenni. En móðirin hugsar minnst til gjalda, þó mesta erfiðið hvíli á henni. Hún geturfórnað, fallinn reist, fyrirgefið og vanda leyst. Þú ótal mörgu til bóta breyttir. Þitt boðorð var: öðrum liönd að rétta. Það gengdifurðu, hve vel þú veittir - hve vel af litlu þér tókst að metta. Að miðla öðrum þitt eðli var og annast meira en skyldurnar. Þínir vinir með þökkum gjalda þegna ástúð og góða kynning. Þeir munu lengi í heiðri halda með hlýju samúðarþinni minning. Nú blandast söknuði sérhvert lag, því sumar kveður með þér í dag. Nú þegar við kveðjum Huldu er einnig síðasti sumardagur og þegar við lásum þetta ljóð að nýju, fundum við hve margt var líkt með þessum tveimur konum. Blessuð sé minning Huldu. Baldur, Stefanía, börn og barnabörn. Jóhannes Jósepsson Fæddur 13. apríl 1911 - Dáinn 8. október 1995 Jóhannes Jósepsson fæddist 13. apríl 1911 á Melstað í Miðfirði, sonur hjónanna Þóru Guðrúnar Jóhannsdóttur f. 19. mars 1889 á Hofi í Hjaltadal, d. 5. febrúar 1973 og Jóseps Jóhannessonar f. 6. september 1886 á Hörgshóli í Línakradal, d. 23. maí 1961. Systkini Jóhannesar voru Ingi- björg f. 12. mars 1912, Katrín f. 28. febrúar 1914, Jóhann Hjalti f. 28. maí 1916, Zóphonías f. 19. janúar 1920, Þóra Guðrún f. 2. mars 1924 og tvíburarnir Dýr- unn og Aðalsteinn f. 27. júní 1930. Jóhannes kvæntist Helgu Arnþóru Geirmundsdóttur f. 1. mars 1918, eftirlifandi konu sinni 7. október 1939 og eignuð- ust þau þrjú börn sem eru Freyja f. 10. júlí 1941, Bjarki f. 10. júlí 1949 og Elísabet f. 11. maí 1962. Látinn er á Akureyri Jóhannes Jósepsson, 84 ára að aldri. Ég vil í fáeinum orðum minnast þessa sómamanns. Hann fæddist 13. apríl 1911 á Melstað, Miðfirði, og ólst upp í foreldrahúsum í Múla, Vatnshól, Stórhól og á Bergsstöðum til 1929, fór það haust í 3. bekk Hvít- árbakkaskóla og lauk prófi þaðan vorið 1930. Las utanskóla undir gagnfræðapróf sem hann tók við M.A. 1931. Hann vann við síldveiðar og landbúnað eftir að skóla lauk og dvaldist síðan við nám í Moskvu 1934-35. Eftir heimkomu vann hann um skeið hjá Leðuriðjunni í Reykjavík og var formaður Félags ungra kommúnista og síðar Æsku- lýðsfylkingarinnar í Reykjavík á árunum 1935-38. Á árunum þar á eftir vann hann ýmsa vinnu, svo sem við síldveið- ar, setuliðsvinnu, verkamanna- vinnu og afgreiðslustörf hjá Bif- reiðastöðinni Stefni á Akureyri. Einnig var hann skrifstofustjóri Kaupfélags Siglfirðinga 1944-46. Jóhannes var meðal stofnenda Verkamannafélags Akureyrar- kaupstaðar 1943 og gegndi ýms- um trúnaðarstörfum, þar á meðal ritari þess félags, síðar varafor- maður og formaður 1954. Hann var í byggingamefnd Ak- ureyrar, varamaður í stjóm Út- gerðarfélags Akureyringa og Slippstöðvarinnar, í stjóm Spari- sjóðs Akureyrar og í byggingar- nefnd Sjálfsbjargar. Einnig var hann í yfirkjörstjóm Norðurlands- kjördæmis eystra 1971-87. Jóhannes hóf störf hjá Möl og sandi hf. 1963, en nokkru áður hafði hann tekið að sér launaút- reikning starfsmanna, þá starfandi á skrifstofu Sverris Ragnars. Starfaði Jóhannes með föður mín- um Hólmsteini Egilssyni í yfir tvo áratugi og var samstarf þeirra alla tíð traust og gott. Ég kynntist Jóhannesi strax á unglingsárum mínum í sumar- vinnu hjá Möl og sandi hf. og enn betur þegar ég hóf störf hjá fyrir- tækinu að námi loknu á miðjum 8. áratugnum. Jóhannes var hæglátur og yfir- vegaður, sama á hverju gekk og þótt skoðanir væru skiptar í póli- tík kom það aldrei niður á sam- starfinu. Mér eru minnisstæðir útborg- unardagamir, föstudagar, þegar Jóhannes greiddi út laun, fannst honum það ákveðin athöfn og kveikti hann sér þá í vindli í stað pípunnar sem hann reykti daglega á þeim árum. Ávallt vann Jóhannes af mikilli samviskusemi og trúmennsku fyr- ir fyrirtækið. Það heyrði til al- gjörra undantekninga að Jóhannes mætti ekki til vinnu vegna veik- inda, þó svo að hin síðari ár hafi hann verið mjög slæmur í mjöðm- um og gengist undir aðgerðir þess vegna. Éftir að hann hætti störfum hélt hann mikilli tryggð við okkur sem unnum með honum. Á morg- ungönguferðum sínum heimsótti hann okkur oft til þess að spjalla og fylgjast með hvað væri að ger- ast í fyrirtækinu. Eftir að Jóhannes lét af störfum hjá Möl og sandi hf. 1983, gegndi hann ýmsum störfum fyrir félagið, því við vildum ekki missa Jóhann- es alveg frá okkur. Hann var með- al annars ritari stjórnar og sat alla stjómarfundi félagsins og félags- kjörinn endurskoðandi var hann allt til dauðadags. Það er óhætt að segja það að Jóhannes átti sinn þátt í því að byggja þetta fyrirtæki upp, sem hann vann svo vel fyrir, og gera það að því sem það er í dag. Þakka ég fyrir að hafa átt sam- leið með þessum sómamanni. Blessuð sé minning hans. Eiginkonu, börnum, tengda- bömum og öðrum aðstandendum votta ég samúð mína. Hólmsteinn T. Hólmsteinsson. Þakklæti til Akureyringa Ég vil koma á framfæri þakklæti mínu til Akureyringa sem gerðu dvöl mína á íslandi, vegna írsku menningarhátíðarinnar á Akur- eyri, mjög eftirminnilega. Haraldur Ingi Haraldsson, for- stöðumaður Listasafnsins á Akur- eyri, og hans starfsfólk hafa verið góðir fulltrúar bæjarins og í geng- um þau góðu tengsl sem skapast hafa vonumst við til að geta tekið vel á móti listamönnum ykkar í Dublin. Mér þótti mikið koma til nátt- úrufegurðarinnar á Akureyri og þessi staður mun eftirleiðis skipa sérstakan sess í huga mér. Um leið og ég óska bæjarbúum velfamaðar hlakka ég til heimsækja bæinn á ný, einhvem tíma í framtíðinni. Suzanne Bisset. Höfundur starfaði á írlandi að undirbúningi írsku menningarhátíðarinnar á Akureyri. Aldar- minnmg Davíðs Þessa dagana er að koma í versl- anir nýr geisladiskur, „Aldar- minning“ - Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Á diskinum eru 13 lög við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi. Meðal flytjenda em Berg- þór Pálsson, Sigrún Hjálmtýsdótt- ir, Egill Olafsson, Oskar Péturs- son, Jóhanna Linnet, Elín Osk Óskarsdóttir, Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir, Magnús og Jóhann og Bergþóra Ámadóttir. Reikinámskeib á Akureyri 1.-2. stig 28. og 29. október 3. stig 30. október Upplýsingar í síma 562 3677 Reykjavík, í síma 462 3293 Akureyri. BERGUR BJÖRNSSON, Reikimeistari. Ilfí Kjördæmi^þÍHg MM Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið að Hótel Húsavík 3. og 4. nóvember og hefst kl. 20 á föstudagskvöldið með hefðbund- inni dagskrá og erindi félagsmálaráðherra Páls Péturssonar, sá dagskrárliður verður opinn öllum þeim sem áhuga hafa. Á laugardag verða ávörp gesta þingsins og þing- manna flokksins í Norðurlandi eystra, afgreiðsla mála og kosningar. Um kvöldið verður hátíð í umsjón Framsóknarfé- lags Húsavíkur. Stjórn K.F.N.E. Lögreglan á Akureyri Skotvopnanámskeið Námskeið í meðferð skotvopna og skotfæra verður haldið í Lögreglustöðinni, Þórunnarstræti 138, Ak- ureyri, dagana 8. og 9. nóvember nk. kl. 20.00 ef næg þátttaka fæst. Umsóknareyðublöð fást á Lögreglustöðinni og skal þeim ásamt sakavottorði skilað fyrir 3. nóvember. Námskeiðsgjald er kr. 8.000,- og eru námskeiðsgögn, skotæfingar og skotvopnaleyfi innifalið. LÖGREGLAN Á AKUREYRI.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.