Dagur - 27.10.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 27.10.1995, Blaðsíða 7
Föstudagur 27. október 1995 - DAGUR - 7 Hafa orðið breytingar til batnaðar? ávarp Sigfríðar Þorsteinsdóttur, forseta bæjarstjórnar Akureyrar, í Deiglunni sl. þriðjudagskvöld, á 20 ára afmæli kvennafrídagsins Hvaða vangaveltur sitja í mér eftir ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kína og hvemig getum við haldið baráttuni áfram? í dag höldum við upp á að 20 ár em liðin frá kvennafrídeginum 1975. Kvennafrídagurinn var tákn um samstöðu kvenna. Nú er því lag að velta fyrir sér hverju tuttugu ára samstaða og fjórar kvennaráðstefnur hafa skil- að konum. Hefur líf okkar breyst? Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kína var meðal annars til þess að skoða hver árangur hefði orðið í að auka réttindi kvenna í heimin- um. í lokasamþykkt ráðstefnunnar þótti t.d. nauðsynlegt að leggja áherslu á réttindi stúlkubama, sem er þrátt fyrir allt árangur. Ýmsar stefnur, aðferðir og að- gerðir hafa verið reyndar til þess að bæta stöðu kvenna á íslandi: Kvennaframboð, kvennabarátta innan blandaðra stjómmálaflokka, mæðrahyggja, jafnréttisráðgjafar, námskeið sérstaklega fyrir konur, aðgerðir til að fjölga konum í karlagreinum, kennsla í sérstökum stelpu- og strákabekkjum o.s.frv., en hverju hefur það skilað? Hafa orðið breytingar til hins betra? Svo er ekki að sjá. Kannan- ir sýna t.d. að lífaldur kvenna fer lækkandi. Hvers vegna? Er það vegna þess að við höfum bætt við okkur verkefnum án þess að losna við önnur? Hvert á þá að vera næsta skref í jafnréttisátt? Samvinna kynjanna? Að vinna með körlum að betra jafnvægi, að gera þá ábyrga líka, að fá þáiil að skilja ávinninginn með breytingunum? Ef árangur á að nást er nauð- synlegt að gera karla ábyrga fyrir jafnréttisstarfinu, fá þá með sem samherja og hætta að kenna þeim um aðstæður sem þeir ráða engu um. Samtímis þurfum við konur að horfa með eigin augum á sjálf- ar okkur og á málefnin. Hætta að horfa til karlanna og meta með þeirra augum. Það tekur sinn tíma að hverfa frá því gamalgróna hlut- verki að vera þátttakandi og verða í staðinn mótandi. ímynd sú sem við konur búum við er ósveigjanleg og það er stöð- ugt hamrað á henni. Það þarf að minnka muninn á milli kynjanna í staðinn fyrir að undirstrika sífellt það sem er ólíkt. Best er að leggja áherslu á manneskjuímynd vegna þess að karl- og kvenímyndin spannar auðvitað allt litrófið. Ekki er hægt að alhæfa um hegðun út frá kynferði enda ekki réttlátt. Þá verða þér alltaf ætlaðir eiginleikar fyrirfram, og það gefur þér lítið svigrúm. Hefðbundna kynímyndin bygg- ir að langmestu leyti á æxlunar- hlutverkinu en það tekur í raun- inni æ skemmri tíma af æviskeið- inu. Fjöldi kvenna eignast aldrei böm, t.d. af því að þær velja það eða geta það ekki. Hinar eignast fá böm. Ekki er að sjá að bamlaus- um konum vegni betur en öðmm. Bameignir hafa því minni áhrif á stöðu kvenna í þjóðfélaginu en álitið er. Það er því kominn tími til að konur hætti að láta bameign- ir vera dragbít á lífsmáta sinn. Sú tilfinning kvenna að vera minni- máttar er lífseig. Okkur er vorkunn vegna valda- leysis, vorkunn vegna þess að röddin er ekki nógu sterk, vor- kunn vegna blæðinga, lrkamsafls, breytingaskeiðs eða af ýmsu öðm. Ekki er gott að byggja árangur á vorkunn. Ef aðstæðurnar eru óbreytanlegar er einungis spum- ing um tvennt, að breyta eigin við- horfi gagnvart þeim þannig að þær verði jákvæðar í augum viðkom- andi eða að finna einhverjar leiðir til að gera aðstæðurnar þolanlegri. Eru blæðingar meira vandamál en t.d. höfuðverkur sem fjöldi fólks þjáist af, jafnt karlar sem konur? Að minnsta kosti eru ýms- ir möguleikar til að gera blæðing- amar þolanlegri, m.a. jákvæðara viðhorf gagnvart þeim. Hvemig segja t.d. mæður dætrum sínum frá blæðingum, sem æfilöngum húskrossi eða sem jákvæðri upp- lifun? Körlum er líka vorkunn af ýmsum ástæðum en ekki sést að þeir láti það buga sig eða hindra. Þeim er vorkunn vegna lélegra fínhreyfinga sem m.a. sést í því að þeir fá ekki vinnu við snyrtingu á fiski. Þeim er vorkunn vegna sam- skiptaleysis við böm, sem lýsir sér í því að þeir fá ekki vinnu á upp- eldisstofnunum og að böm þeirra em venjulega tekin frá þeim við skilnað. Þeim er vorkunn vegna ofbeldishneigðar sem þeir ráða ekki við. Þeim er vorkunn vegna afbrota- og sjálfsmorðstíðni. Og þeir eiga oftar við geðræn vanda- mál að stríða. Karlar em nú að byrja að takast á við þessar höml- ur sínar en þeir virðast ekki mikið fara inn í vorkunnsemi í því sam- bandi. Konur þurfa að styðja karla í viðleitni sinni til að vinna að jafn- rétti. Átakið karlar gegn ofbeldi var algert kraftaverk í því sam- bandi. Studdum við konur karla í því verkefni?? Konur þurfa í ríkari mæli að velja á milli bameigna og starfs- frama. Það þyrftu karlar líka að gera ef við konumar værum ekki til taks. Málefni sem varða bamagæslu og skóla eru ekki einkamál okkar og við þurfum e.t.v. að ýta þessum málum svolítið frá okkur, ekki axla ábyrgðina sjálfkrafa. Gerum karlana samábyrga. Konur þurfa að líta á sjálfar sig sem einstakling, ekki hluta af heimili eða maka. Þær þurfa t.d. að skrá sig fyrir þeim eignum sem þeim tilheyra og í símaskrána. Konur þurfa að leggja áherslu á að komast í öll störf sem karlar einoka, ekki bara stjórnmál og stjómunarstörf. Konur geta stutt hver aðra til að sækja um slík störf. Einnig þarf að vinna í því að karlar komist inn í kvennastörf. Fá karla með í þá baráttu. Þrýstingurinn á konur að vera kvenlegar er hindrun í þessu sam- bandi. Skelfilegasta ógn sem dun- Sigfríöur Þorsteinsdóttir. ið getur yfir konu er að einhver (oftast kona) segi að hún sé eins og kall. Þó er auðvitað ekkert samhengi á milli starfa og útlits (kvenleika). Þetta hindrar konur í að fara í ýmis störf sem ekki em álitin kvenleg. Við þurfum að læra að meta þá hæfileika sem karlar búa yfir og nýta þá í eigin þágu, án þess að þurfa stöðugt að óttast dauðasynd- ina, að vera eins og kall. Hvemig getum við litið svo niður á karllega eiginleika en látið karla samt ráða ferðinni í allri til- verunni? Það er lítið samhengi þar á milli. Hvað hindrar konur í að taka völdin í eigin hendur? Ýmsar skýringar heyrast: - Karlar ráða hver verður ráð- in(n) í starfið. - Karlar eru meira áberandi í þjóðfélaginu, trana sér meira fram. - Karlar hafa lengri starfs- reynslu. - Karlar treysta körlum. Ef þetta er staðreynd þurfa konur að bregðast við því með einhverjum hætti. Jákvæð mis- munun er ekki bara æskileg held- ur nauðsynleg. Ef fólk, bæði karl- ar og konur, sér ekki þörfina á því er eitthvað mikið að. Úrskurður Evrópudómstólsins um að jákvæð mismunun gagnvart konum sé óheimil, er mikið áfall. En hann er ekki óumbreytanlegur. I þeirri umræðu hefur þó kom- ið í ljós að hér á landi em ekki í gangi neinar aðgerðir sem flokk- ast undir jákvæða mismunun gagnvart konum. Það er sannar- lega ekkert til að hrósa sér af. Uppeldi bama á íslandi styrkir hið hefðbundna frekar en brjóta það upp. Til þess að árangur náist þarf að vinna meðvitað að uppeldi barna. Fólk sem starfar með börh- um þarf að gera sér grein fyrir þessari ábyrgð. Það þarf að styrkja veikar hliðar hvors kyns. Aðeins í örfáum leikskólum hefur verið unnið markvisst í þessum málum en nánast hvergi í grunnskólum eða framhaldsskól- um. Þau verkefni sem bryddað hefur verið upp á í skólum hafa venjulega verið skammlíf, þannig að greinilega er litið á þau sem bara verkefni en ekki nýjan lífsstíl í kennslu. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að undirmeðvitund- in stýrir daglegu lífi okkar, því sem við segjum og gerum, við- móti og raddblæ, orðavali og um- ræðuefni. Þótt meðvitaðar séum breytist ekkert í þessum efnum nema við vinnum að því hverja einustu stund dagsins. Flestar konur hafa alist upp í þeirri trú að karlar geti allt og viti allt. Það hefur tekið tíma hjá okk- ur öllum að hrista af okkur þessa skelfilegu karlatrú. Næsta skref var að kenna körl- um um allt sem miður fór, ýmist sínum nánustu eða bara öllu karl- kyni, og stöppuðum við stálinu hver í aðra í þessum tilgangi. Því fylgdi venjulega mikil samstöðu- tilfinning að rakka karlana niður. í kjölfarið fóru konur að upphefja eigið kyn og komu þá auga á ým- islegt sem þeim væri til lista lagt. Við kröfðumst þess að fá að vinna þau störf sem við værum hæfastar til og fá það metið að verðleikum. Við gleymdum því að það voru karlar sem hafa ákveðið hvað konur eru hæfastar til. Karlar ráða ferðinni af því að við látum þá gera það, erum þeirra bakhjarl. Án stuðnings okkar eru þeir ekkert meiri en við. Samstaða kvenna er af hinu góða en það getur verið órökrétt að krefjast þess að konur standi alltaf saman. Þær lenda oft í vand- ræðum gagnvart slíkurn kröfum. Konur eru ekki einslitur hópur, jafnvel ekki einu sinni hópur. Markmið taka breytingum. Best er að setja sér skýr og einföld markmið til ákveðins tíma og meta árangurinn að þeirn tíma liðnum. Mjög gott orðtæki segir „Framtíðin er ekki eins og hún var“. Þess vegna verða markmið að taka sífelldum breytingum. Kannski lærir fólk aldrei af reynslunni, ekki einu sinni eigin reynslu, einkum vegna þess að ná- kvæmlega sömu aðstæður koma aldrei upp tvisvar. Það er a.m.k. tvennt sem mér finnst fjórar kvennaráðstefnur hafa skilað okkur: Það er sam- staða og kraftur til að halda áfram. Frá fundinum í Deiglunni sl. þriðjudagskvöld. Mynd: BG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.