Dagur - 27.10.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 27.10.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 27. október 1995 BRÆÐINOUR Þó svo að margir ökumenn ó Akureyri hafi bölvað sniónum þegar fara ótti í vinnuna í gærmorgun, þó var yngri kynslóðin ekki svo óhress. í þaS minnst ekki þeir HörSur og Arnar, sem Björn Gíslason, Ijósmyndari Dags, smellti þessari mynd af. Hvað veistu? Þambara, vambara þursinn er sterkur heimurinn har&ur og sljór: úti í þeim grænu löndum er enginn snjór - samt deyja börnin úr hungri, ó kóngur almættis tignarstór. Nokkrar Ijóblínur úr fróbæru Ijóbverki. Hver yrkir svo? 'n)0|dwo!|ij o (n ^æAjjolXGj^g uuuojjD|9^0(_j jo6 6n|ojo juXj •o6u!9œ|spuDjD§o|SJ84 wnjjoiiuos jd 99^1 ^UD 44ng jsjXj nocj njon 60 6o| uossjDj jniaj igjsö !9æAjjD -|X8|9s 9!/\ !9æA))jD!X8|9s J wn||0)| jn sauuDijgf jjSjjX oas Hvað ætlar þú að gera um helgina? „Því er fljótsvarað hvað ég ætla að gera um helgina," svarar Jóhann Norðfjörð, sýningarstjóri í Borgarbíói á Akureyri, spurningunni um fyriræltanir sínar þessa helgina. „Eg ætla að vinna eins og ég geri aðrar helgar. Bíómyndir eru helsta óhugamólið og því verður maður líka að sinna um helg- ar en ég hef kannski umfram aðra að vinna við óhugamólið og fó þar með frítt í bíó! Það er nóg að gera í þessu þannig að helgarnar eru vinnudagar eins og aðrir dagar vikunnar og það er í lagi þegar maður hefur gaman af þessu." \ Afmælisbörn helgarinnnr Laufey Leifsdóttir 20 óra, Klauf, Eyjafjarðarsveit Laugardagur 28. október Petrína Berta Jónsdóttir 20 óra, Heiðarlundi 6g, Akureyri Laugardagur 28. október Andri Mór Sigurðarson 20 óra, Kolgerði 1, Akureyri Sunnudagur 29. október Jóhannes Ingi Hjartarson 20 óra, Barmahlíð 6, Sauðórkróki Sunnudagur 29. október Svanur Guðmundsson 40 óra, Raftahlíð 60, Akureyri Sunnudagur 29. október Fróðleikur Elsta brautarstöð heims Elsta brautarstöð heims er Liverpool Road stöðin í Manchester á Englandi. Hún var tekin í notkun 15. september 1830 og nú hluti af safni. Heilræði dagsins Sá, sem ekki gefur gætur aS smámunum, öSI- ast aldrei þá stærri. •jsaujDUJDjjps d jnjs8jdiou)|os 'J!t)opspunw -jn0 DJDJ DI8A|0S 'JS J8 SU0l| DUOSjUIDig 'Sl -puapa 6o Dwiaij J8ij igæq njsnuolcjisajd jBusB jnjsij uuojj jjj p|!8p!gæjjgn61 jjjja o jdc| 6o uuojojsojóuuoy i ud^is jo) uudjj g% [ §ud yÝ) oi) yojdsjuapnjs jnoj uudjj 'gyýj judo 'g2 uXajrojy 9 jsjppæj uossupf jj|Xq -j$ Er Janet að stríða löggunni? Eins og flestir vita hefur poppgoðið Michael Jackson verið undir smásjá bandarísku lögreglunnar vegna gruns um kynferðislega misnotkun á ungum drengjum. Ef það er nú sannleikur og að þess- ar tómstundir gætu hugsanlega erfst milli fjölskyldumeðlima, er þá ekki systir Michaels, Janet Jackson, ansi grunsamleg? Þegar hún var svo spurð hvers vegna hún klæddist þessum skrýtna bol með áletruninni „Pervert 2" (sem gæti útlagst sem „Eg er líka perri" eða öfuguggi), sagði hún aðeins í afsökunartón: „Eg tek það fram að ég keypti hann ekkil!" Spurning vikunnar __________________Spurt á Akureyri. Finnst jbér veðráttan hafa breyst? Helgi Sigurjónsson: Þetta er nú óvenju snemmt í ár en hefur þó oft komið fyrir áður. Veðurlagið ó Vestfjörðum hefur hins vegar ekki verið þessu líkt í fjölda ára. Rafn Gislason: Já, mér finnst vera miklu umhleypinga- samara en áður fyrr. Eg man eftir mörg- um vetrum hér á Akureyri frá 1952 þegar nánast bara voru stillur og frost. Gerða Pétursdóttir: Mér finnst það, já. Veturinn er snemma á ferðinni í ár og t.d. í Dýrafirði þar sem ég bý þá er miklu meiri snjór en áður hefur verið. Matthea Kristjánsdóttir: Já, mér finnst veturnir hafa versnað að undanförnu. Það hefur orðið einhver breyting sem ég get ekki alveg útskýrt. Rafn Herbertsson: Það er orðið heldur vindasamara finnst mér, núna síðastliðin ár, meira um svona hvelli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.