Dagur - 28.10.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 28. október 1995
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SIMI: 462 4222 • SÍMFAX: 462 7639
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • UUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR,
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285).
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Fyrsta hjálp
skiptir miklu máli
í þeim stórslysum sem yfir þjóðina hafa dunið á
síðustu dögum og mánuðum hefur verið eftir-
tektarvert hversu fljótt hefur verið lögð áhersla
á að veita þeim áfallahjálp sem eftir því leita.
Þetta starf reynir mjög á það fólk sem það ann-
ast en er jafnframt eitt mikilsverðasta skrefið,
næst á eftir björgunarstarfinu sjálfu. Þeim sem
verða fyrir ástvinamissi í slysum er mikils virði
að finna fyrir stuðningi fólks á fyrstu dögunum
en það er framtíðin sem skiptir máli, hvernig
þessu fólki gengur að takast á við lífsmyndina
sem á einni svipstundu hefur gjörbreyst. Fyrsta
aðstoð skiptir miklu máli í þessum efnum.
Það er virðingarvert að á undanförnum árum
hefur athygli björgunaraðila beinst að þessum
þætti sem einum af nauðsynlegustu fylgiþáttum
björgunarstarfs. Áhersla hefur verið lögð á að
sérþjálfa fólk í áfallahjálp enda krefst þetta
starfs mikils undirbúnings þar sem takast þarf á
við erfiðustu aðstæður sem hægt er að komast í.
Björgunarmennirnir sjálfir þurfa einnig að eiga
aðgang að áfallahjálparþjónustu til andlegrar
uppbyggingar eftir erfiðar raunir á slysstað.
Sá tollur sem frá þjóðinni hefur verið tekinn í
slysum á þessu ári er mikill og sér í lagi þung-
bær byggðarlögunum tveimur á Vestfjörðum.
Þetta ár verður talið til dimmustu ára íslands-
sögunnar og vandséð er hvernig meta á í ljósi
reynslunnar hvaða hætta steðjar að byggðarlög-
um á snjóflóðasvæðum. Fyrri skilgreiningar á
hættusvæðum eru fallnar og eftir stendur sú
spurning hvort nokkurn tímann verði hægt að
draga þær línur sem skilji að öryggi og óryggi.
Það verður heldur ekki hægt að ætlast til að
nokkur maður eða nokkur nefnd geti skilgreint
hér eftir hvar eru hættusvæði og hvar ekki. Sú
spurning snýst um náttúruöflin sem dæmin, því
miður sanna, að við getum aldrei ráðið til fulls í.
I UPPAHALDI
Fegurð Mývatnssveitar
með ólíkindum
- segir Þórhallur Pálsson, rafvirki
Þórhallúr Pálsson, raf-
virki á Akureyri, er
Isjálfsagt enn þekktari
fyrir áhugamál sitt,
sem er golf Þórhall-
ur er einn afbestu kylfung-
um Golfklúbbs Akureyrar og
hefur einnig unnið mjög
óeigingjarnt starfí þágu
golftþróttarinnar á Akureyri.
Hvaða matur er í mestu uppáhaldi
hjá þér?
Hangikjöt með uppstúf.
Uppáhaldsdrykkur?
Mjólk.
Hvaða heimilsstörffinnst þér
skemmtilegust/leiðinlegust?
Leiðinlegast er að vaska upp,
skemmtilegast að ryksuga.
Stundarþú einliverja markvissa
hreyfingu eða líkamsrœkt?
Eg spila golf á sumrin, svo hef
ég verið á líkamsræktarstöðinni
Bjargi yfir vetrartímann til að
styrkja mig.
Ert þú í einhverjum klúbb eða fé-
lagasamtökum?
Ég læt mér það nægja að vera f
Golfklúbbi Akureyrar.
Hvaða blöð og tímarit kaupir þú?
Við kaupum Morgunblaðið og
Dag, við látum það duga en svo
les ég einnig tímarit um golf.
Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?
Pórhallur Pálsson.
Engin eins og er, en síðast las ég
bók sem kom út fyrir jólin eftir
Ken Follet.
/ hvaða stjörnumerki ert þú?
Fiskunum.
Hvaða tónlistarmaður er í mestu
uppáhaldi lijá þér?
Ingimar Eydal var í mestu uppá-
haldi og er það sjálfsagt ennþá.
Ég lærði tónmennt hjá honum í
grunnskóla og hef alltaf haldið
mikið upp á hann síðan.
Uppáhaldsíþróttamaður/leikari?
Þetta er erfið spuming, en ég
ætla að segja Alfreð Gíslason,
handboltamaður úr KA, og Sig-
urpál Geir Sveinsson, kylfmgur
hjá Golfklúbbi Akureyrar.
Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi?
Ég horfi mest á fréttir og fram-
haldsmyndaflokka. Síðan horfi
ég mikið á golf.
Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu
mest álit?
Því miður hef ég ekki nógu mik-
ið álit á neinum í dag.
Hver er að þínu mati fegursti staður
á íslandi?
Mývatnssveit. Ég bjó þar um
tíma þegar ég var yngri, fegurðin
þar er með ólíkindum.
Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir
að flytja búferlum nú?
Eins og umræðan hefur verið þá
hef ég velt þessu fyrir ntér. Ég
hugsa að ég mundi flytja til Dan-
merkur og veðursæld spilar svo-
lítið inn í það.
Efþúynnirstóra vinninginn ílóttó-
inu hvernig myndirþú eyða pening-
unum?
Byrja á því að greiða upp skuldir
og taka mér síðan gott frí.
Hvernig vilt þú helst verja frístund-
um þínum?
Með vinum, kunningjum og fjöl-
skyldunni.
Hvað gerðirþú í sumarfríinu?
Það má segja að það litla sumar-
frí sem ég tók hafí farið í að mála
húsið að utan.
Hvað œtlarðu að gera um helgina?
Slappa af. fe.
tíma snjóaði áður en
laufblöðin næðu að
detta aftur af trján-
um. Jamm þannig er
það, enda langt í
burtu og hann var
sannfærður.
Hér snjóar hins-
vegar laufblöðum og
rignir hnetum í
hausinn á okkur.
Það er langt haust
hafið og tími til að
taka inn garðstólana
og kveikja á kynd-
ingunni aftur. Krakk-
arnir í skólunum eru
nýkomnir úr haustfrí-
um sem eru yfirleitt
tvær vikur eða
næstum jafnlengi og
sumarfríið. Barna-
skólar byrja í ágúst
en háskólar ekki fyrr
en um miðjan októ-
ber. Það er samt
venjulega þannig að
duglegir námsmenn
eru að læra meira
eða minna allt sum-
arið enda þarf að
skila verkefnum og
ritgerðum og undir-
búa sig fyrir haust-
prófin.
Ég hef ekki við að
ryksuga kóngulóar-
vefi úr öllum horn-
um enda finnst
kóngulónum óþarf-
lega kalt úti þegar
það er komið niður
fyrir fimmtán gráður
og auk þess flestar
flugur lagstar í dvala.
Okkar íbúð verður
hinsvegar ekki gisti-
heimili fyrir kulvísar
kóngulær þetta
haustið. Það er full
ómannúðlegt að ryk-
suga þær sjálfar svo
ég læt mér bara
nægja að taka vefina
þeirra sem hvort
sem er engar flugur
flækjast í. Og von-
andi gefast þessar
kóngulær svo bara
upp á spunanum og
fara aftur út í ferskt
haustloftið sjálfviljug-
ar.
Eitt af haustverk-
unum er líka að
hefja bréfaskriftir til
vina og ættingja og
þar kemur að áhuga-
máli mínu sem er
ekki frímerkjasöfnun
heldur kaup á hinum
fjölbreyttustu frí-
merkjum sem eru
gefin út reglulega og
gleðja vonandi við-
takendur bréfanna
enn meira. Þetta er
mjög skemmtilegt
áhugamál og til upp-
lýsingar fyrir þá sem
hafa áhuga á þess-
um þýsku sögulegu
frímerkjum skal þess
getið hér að þau
heita einu nafni -
Sondermarken - og
gott er að vita vilji
maður kaupa þau.
Póstburðargjöld eru
annars eitt af því fáa
sem er miklu dýrara
hér í landi en á ís-
landinu góða. Þýskir
sumar á Islandi,
sagði ég við þýskan
vin minn sem vildi
fræðast um tíðarfar-
ið á Fróni. Þetta þótti
honum náttúrulega
frekar ótrúlegt. Alla-
vega þetta með
sumarið því hann
gat vel séð fyrir sér
að veturinn væri
löngu kominn þarna
noröurfrá með stór-
hríð og ísilögðum
vötnum. Ekkert vor
og ekkert haust
spurði hann og
gapti. Ó nei, sumar-
dagurinn síðasti og
svo fyrsti vetrardag-
ur svaraði ég og
bætti við að sumarið
kæmi líka á einum
degi nefnilega sum-
ardeginum fyrsta.
Hann sá fyrir sér
blómin stingast upp-
úr snjósköflunum
sem bráðnuðu á
svipstundu og svo
að á þessum árs-
fyrirtækjaeigendur
eru búnir að átta sig
á þessu og vita líka
að í nágrannaland-
inu Póllandi er afar
ódýrt að senda póst.
Þegar þeir þurfa að
senda helling af
bréfum í einu borgar
það sig þessvegna
að aka með allan
staflann yfir landa-
mærin og pósleggja
allt dótið í nærliggj-
andi pólskum bæ,
jafnvel þó að öll bréf-
in eigi að fara í
næstu hús við fyrir-
tækið þeirra í Þýska-
landi. Þetta ergir
eðlilega yfirmenn
hlutafélagsins
Deutsce Post AG,
því ekki selja þeir
nein frímerki með
þessum hætti.
En nú er kominn
tími til að ná í litla
snáðann okkar í leik-
skólann. Bið að
heilsa.
POSTKORT FRA ÞVSKALANPI
HLYNUR HALLSSON
NÚNA ER VETUR ENÍGÆRVAR