Dagur - 28.10.1995, Blaðsíða 12

Dagur - 28.10.1995, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 28. október 1995 ÖRÐIN OKKAR Móttökustöðvar fyrír spilliefni að spretta upp Lífsstíll íslendinga og annarra vestrænna þjóða einkennist að mörgu leyti af sóun á ýmsum hrá- efnum og verðmætum. Stóran hluta þess sorps sem fer á haugana væri hægt að endumýta eða end- urvinna, sem þýðir að varan fer í gegnum annað vinnsluferli og til verður ný. En þessi sóun á hráefn- um er ekki hið eina sem er athuga- vert við sorpið. Sum efni sem við hendum eru hreint og beint hættu- leg umhverfinu jafnvel í mjög litlu magni. Þessum efnum, sem eru kölluð spilliefni, er því nauðsyn- legt að eyða. Nokkuð er síðan sölustaðir sem selja rafhlöður fóru að bjóða við- skiptavinum sínum að koma með ónýtar rafhlöður sem var safnað sarnan í plastílát með loki og sölu- staðir sáu um að koma rafhlöðun- um í eyðingu. Sama hefur verið upp á teningnum með ýmis önnur efni, málningavöruverslanir hafa t.d. sumar tekið á móti ónýtri málningu, einhver sveitarfélög hafa tekið við rafgeymum og Hvað eru spilliefhí? Spilliefni innihalda efni sem geta verið lífríkinu og mönnunum stór- skaðleg, jafnvel í mjög litlu magni. Spilliefni eru margvísleg en þessi eru helst: • Allar gerðir málningar og lakks • Eiturefni s.s. illgresiseyðir og skordýraeitur • Áburður • Lífræn leysiefni, s.s. alkahól • Olía • Sýrur og basar • Viðhaldsefni fyrir bíla • Hreinsiefni • Frostlögur • Ljósmyndir og framköllun • Skrifstofu- og föndurefni s.s. leiðréttingarvökvi og prentlitir • Rafhlöður og rafgeymar • Lampar og ljósaperur Heimild: Græna bókin eftir GarÖar Guöjónsson áfram mætti telja. Upp á síðkastið hefur þeim stöðum þó verið að fjölga sem eru með sérstaka mót- töku fyrir allar tegundir spilliefna og eru þessar móttökur samvinnu- verkefni Endurvinnslunnar á Ak- ureyri og viðkomandi sveitarfé- laga. Móttaka í áhaldahúsum Endurvinnslan er í samstarfi við héraðsnefndir Eyjafjarðar, Norð- ur-Þingeyinga og Suður-Þingey- inga um mótttöku spilliefna. Mót- tökustaðir eru í flestum áhalda- húsum sveitafélaganna og þar er búið að útbúa sérstakan móttöku- búnað sem er skilað í og efnin eru send til Endurvinnslunnar á Akur- eyri í sérstökum flutningskörum. A Akureyri er móttakan í Réttar- hvammi þar sem Endurvinnslan er til húsa. Starfsmenn Endurvinnsl- unnar sjá um að ganga frá efnun- um til útflutnings en það er Sorpa sem flytur efnin út enda eini aðil- inn sem hefur fullgild leyfi til Gunnar Garöarsson, forstöðumaður Endurvinnslunnar, við eitt karanna sem notuð eru til að flytja spilliefnin. Mynd: Páimi þess. Gunnar Garðarsson, hjá Endurvinnslunni, segir að spilli- efnin sem komi inn séu t.d. máln- ing, rafhlöður, rafgeymar og ýmis önnur efni eins og olíur, plöntueit- ur og hitamælar með kvikasilfri í. Móttökubúnaður fyrir íslenskar aðstæður Gunnar segir að móttökubúnaður- inn sem Endurvinnslan sé með sé alíslensk uppfinning og hannaður fyrir íslenskt samfélag. „Allt það sem var til á árum áður var svo stórt og dýrt að fáir höfðu bol- magn til að kaupa þennan búnað. Þess vegna var farið að þróa ein- faldan og ódýran búnað sem er sérhæfður fýrir lítil samfélög eins og eru á Islandi. Þessi búnaður hefur virkað mjög vel þar sem hann er kominn,“ segir Gunnar. Endurvinnslan er umsjónaraðili og framkvæmdaraðili að móttök- um fyrir spilliefnin en starfsmenn sveitarfélaga sjá um móttöku á efnunum í áhaldahúsum sveitarfé- laganna. Eyfirðingar og Norður- Þingeyingar eru þegar komnir með móttökustaði í öllum sínum þéttbýliskjömum og búið er að skrifa undir samning við Suður- Þingeyinga en móttaka þar er ekki komin af stað. Á Norðurlandi vestra er einnig verið að vinna að því að setja upp móttökur fyrir spilliefni. Sauðár- krókur er t.d. kominn með mót- tökubúnað frá Endurvinnslunni og fyrirspumir hafa borist t.d. frá Siglufirði og Blönduósi. AI Kaldir karlar í sundi íslendingar hafa löngum talið sig mikil hraustmenni og víst er að karlamir sem hittast í Sundlaug Akureyrar milli átta og níu á hverjum morgni eru ekki í vafa um hreysti sína. Flestir í hópnum mæta upp úr átta og fá sér sundsprett en laust fyrir klukkan hálf níu safnast þeir saman og taka hinar víðfrægu Múllersæfingar. „Mullersæfingar eru alhliða heilsubót og andleg upplyfting. Þær gera hvern mann betri,“ segir Jón Magnússon, einn af Mullers- mönnum. Jón fullyrðir að þeir sem mæti klukkan átta í sundið séu mun betur fyrirkallaðir en hinir sem mæta um sjö leytið. „Við er- um útsofnir og hressir en ekki úr- illir eins og þeir sem mæta á und- an,“ segir hann borubrattur. Daginn sem ljósmyndari og blaðamaður mættu upp í sundlaug var snælduvitlaust veður um allt land og var Akureyri ekki undan- tekning. Kappamir í Múllershópn- um létu hríðina þó ekki aftra sér frá æfingunum og framkvæmdu þær af mikilli innlifun. Ættfaðir æfing- anna er maður sem hét Múller og var íþróttakennari. Uppistaðan er 16 æfingar en Jón segir hópinn hafa lagfært nokkrar og bætt við nýjum. Allar hafa æfingarnar sín nöfn og janvel sögu bak við hvert nafn. „Við eigum líka okkar söng og syngjum stundum," segir Jón. Skæruliðinn vinsælastur Kjaminn í hópnum eru 16-18 menn en þennan morgun voru þó aðeins 9 mættir. Jón segir að stundum komi menn annars staðar frá og séu með þeim í einhvem tíma. Þeir hafi t.d. haft menn frá Rússlandi, Noregi og Reykjavík. „Nokkrir þingmenn komu líka í æfingar til okkar fyrir síðustu kosningar og yfirleitt var það þann- ig að þeir sem fóru í Múllersæfing- ar með okkur, eins og Guðmundur Bjamason, Halldór Asgrímsson og fleiri, áttu meira fylgi að fagna eftir það og eru flestir ráðherrar í dag. Hinir, sem ekki fóru, eru í stjómar- andstöðu eða bara óbreyttir,“ segir Jón og hlær við. Múllershópurinn kippti sér ekkert upp við þó úti væri hríð og vindur enda allir mikil hraustmenni (að eigin sögn!). Buxurnar voru sérsaumaðar á kappana og eru þær notaðar við hátíðleg tækifæri. Á venjulegum dögum mun fara minna fyrir klæðnaði. „Strákar, sömu hlið í einu. Þetta er svo hálfvitalegt svona,“ heyrðist í Vil- helmi Ágústssyni þegar þessi æfing var tekin. Myndir: BG „Arnþór“ mun þessi æfing heita og felst í því að berja sér hraustlega á brjóst. Það er rannsóknarlögreglumaðurinn Daníel Snorrason sem ber sig af hvað mestri innlifun á myndinni. „Við erum naktir við æfingamar en á merkisdögum erum við stund- um með opinberar sýningar og eig- um sérstakan hátíðisbúning til að nota við slík tækifæri. Við sýnum líka stundum í afmælum og erum vinsælir í gæsapartíum,“ segir Jón. Heimsókn Dagsfólksins var greini- lega ein af þessum merkisstundum því allir voru klæddir í dýrindis hnébuxur en buxurnar nrunu vera sérsaumaðar í Vouge. Og þá eru það æfingamar. Fyrsta æfingin hét Búnaðarbank- inn, þá íslandsbanki og svo komu þær hver af annarri: Arnþór, Lyng- dal, Kæruleysi, Siglufjarðarstökk, Skíðaæfingin, Lögregluæfingin og Skæruliðinn svo einhverjar séu nefndar. Aðspurðir segjast þeir halda mest upp á Skæruliðann, en hún felst í því að sveifla höndunum yfir höfuð með miklum tilþrifum og hoppa um leið. Þeir yngri halda einnig mikið upp á mjaðarhnykks- æfingu sem heitir Heimilisæfingin og Lögregluæfingin er líka vinsæl. AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.