Dagur - 28.10.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 28. október 1995 - DAGUR - 5
◄ Vegg-
spjald sem
vakti mikla
umræðu.
Ófbeldi í
Deiglunni
Myndlistagagnrýnendurnir Þorsteinn (t.v.) og Kristján.
Mitt í friðsæld Akureyrar-
bæjar fer nú fram um-
ræða um eitt stærsta
vandamál samfélags okk-
ar en Gilfélagið hefur sett
upp sýningu í Deiglunni
með veggspjöldum sem
öll íjalla um þá ógnun
sem stafa af ofbeldi. Sýn-
ingin stendur til 5. nóv-
ember en myndirnar eru
afurð framtaks Félags ís-
lenskra teiknara sem, að
áskorun karlanefndar
Jafnréttisráðs í Reykja-
vík, efndu til samkeppni í
tengslum við átakið Karl-
ar gegn ofbeldi. Sýningin
hér á Akureyri er fram-
hald af þemakvöldi sem
haldið var fyrr í þessum
mánuði á vegum jafnrétt-
isnefndar Akureyrarbæjar
og þótti heppnast vel.
Umræður sem hófust þar
hafa því fengið nýjan
hljómgrunn.
Framkvæmdastjóri Deiglunnar,
Ragnheiður Ólafsdóttir, er frum-
kvöðull þess að sýningin var sett
upp hér á Akureyri. Hún telur
þetta mjög þarft framtak og vill
leggja sitt af mörkum til að stuðla
að því að tekið verði á ofbeldis-
málum í þjóðfélaginu. Þetta er
mál sem varðar alltof marga Is-
lendinga, bæði böm og fullorðna.
Ef vandinn er gerður sýnilegur em
meiri líkur á því að hægt sé að
leysa hann. Það má segja að þetta
sé framlag Gilfélagsins í þá átt.
Ragnheiður á von á að sýningin
verði vel sótt þar sem Akureyring-
ar em iðnir við að sækja sýningar
sem settar eru upp í bænum. Hún
er ánægð með myndimar og segir
þær vel til þess fallnar að vekja
upp umræðu. Hún telur verðlauna-
myndina, sem sýnir konu og bam
í búri og dýrsleg augu í bakgrunni,
túlka á áhrifaríkan hátt tilfinningar
þeirra sem búa við stöðuga ógn.
Ragnheiði finnst aðrar myndir
sýningarinnar þó ekki síður at-
hyglisverðar og bendir sérstaklega
á mynd af Jesú á krossinum og
stórum naglbíti. Hana má túlka
sem hvatningu til karlmanna þess
efnis að leysa kynbræður sína úr
þeirri ánauð sem ofbeldi er fyrir
þá sjálfa.
Hvað er karlmennska?
I samræmi við þema átaksins
Karlar gegn ofbeldi er vel við
hæfi að fá skoðun karlmanna á
sýningunni. Þeir Kristján M.
Magnússon, sálfræðingur, og Þor-
steinn Sigurðsson, fulltrúi í jafn-
réttisnefnd, eru meðal þeirra sem
stóðu að þemakvöldinu á Akur-
eyri og þeir tóku vel í þá hugmynd
að segja álit sitt á þeirri mynd sem
dregin er upp af ofbeldi á sýning-
unni. Þessi óvenjulega myndlistar-
gagnrýni leiddi ýmislegt skemmti-
legt í ljós.
Kristján segir sýninguna vera
mikilvægt framlag til átaksins og
góða leið til þess að breyta viðtek-
inni skilgreiningu á karlmennsku.
í hugum margra felist karl-
mennska í því að berja aðra.
Margar myndanna taka á þessarri
hugmynd og gefa í skyn að sönn
karlmennska felist fremur í and-
legum styrk en líkamlegu afli.
Þorsteinn bendir sérstaklega á
mynd af manni sem á dýrslegan
hátt æpir af öllum kröftum og ber
sér á brjóst. Yfirskriftin er Þér er
gefið vit - ekki berja það frá þér!
Hann segir veggspjaldið höfða
mjög til sín vegna þess að það
sýni að mesti veikleiki mannsins
geti einmitt birst sem bakhliðin á
hans mesta styrkleika. Þannig eru
líkamlegir burðir karlmannsins
ekki aðeins styrkur hans heldur
einnig baggi því hann á oft erfitt
með að beisla þá krafta sem í hon-
um búa. Veggspjald sem sýnir
einstakling sem er karlmaður að
ofan en kona að neðan lýsir einnig
tilfinningu margra ofbeldismanna
sem eru hræddir við það að vera
ekki alvöru karlmenn ef þeir lemja
ekki frá sér.
Þorsteinn telur sýninguna þó
bera þess vott hversu stutt á veg
þessi umræða er komin þar sem
fáar hugmyndir virðast vera fyrir
myndlistarmennina til að vinna úr.
Hann telur einnig að sumar mynd-
anna fari of langt út á þá braut að
stimpla alla karlmenn sem ofbeld-
ismenn. Ein sláandi mynd sýnir
t.d. blóði drifið andlit konu undir
yfirskriftinni smánarblettur sterk-
ara kynsins. Kristján vill þó benda
á að sú mynd taki á áhrifamikinn
hátt á samviskubitinu sem óneit-
anlega fylgi í kjölfar ofbeldis-
verka.
Þorsteinn og Kristján eru sam-
mála um að veggspjald sem sýnir
steytta hnefa karlmanns og bams
sé afskaplega sterkt. Við hnefa
karlmannsins stendur Þekkirþú
þennan? en hjá bamshnefanum er
skrifað Þetta er sonur hans. Þetta
er eina myndin á sýningunni sem
fjallar beint um keðjuverkun of-
beldis. Hún sýnir glögglega að of-
beldi leiðir til ofbeldis.
Veggspjald sem sýnir karl-
mannshendur handleika brotið egg
hefur einnig mikilvæg skilaboð
fram að færa. Kristjáni finnst at-
hyglisvert hvernig sú mynd sýnir
að ofbeldið eyðileggur það sem
manninum er kærast. Eggið er
gott tákn fyrir dýrmæta eign sem
er afar brothætt og vandmeðfarin,
eins og t.d. ástin. Þorsteinn bendir
einnig á að þó ofbeldismaður
hætti að berja þá haldi hann oft á
tjðum áfram að eyðileggja.
Ástandið á heimilinu batnar ekki
þó ofbeldið hætti ef hjón ráðast
Höfundur:
Inga Sigrún Þórarinsdóttir er
einn nemenda í hagnýtri fjöl-
miðslun viS Hóskóía Islands.
Hún er 25 óra og lauk BA-
prófi fró ensKudeild HÍ
síSastliðiS vor.
ekki að vandanum sjálfum, sam-
skiptaháttum sínum.
Karlmaðurinn er líka
fórnarlamb
Aðstandendur átaksins Karlar
gegn ofbeldi hafa lagt áherslu á að
nauðsynlegt sé að fjalla um afleið-
ingar ofbeldis fyrir karlmennina
sjálfa. Umræðan hingað til hefur
verið einskorðuð við konuna og
hlutverk hennar sem fómarlamb.
Veggspjaldasýningin er þó ekki
fullkomlega samkvæm þessari
stefnu og boðskapur sumra þeirra
örlítið ofnotaður. Fyrir vikið em
ekki allar myndimar jafn áhrifa-
ríkar og mynd sem sýnir bólgið
andlit konu undir yfirskriftinni
Sýnir konan þín þitt rétta andlit, á
ef til vill ekki heima á þessarri
sýningu.
Kristján sagðist sjálfur hafa
kosið á þemakvöldinu að fjalla um
karlinn og reyna að skilja orsakir
þess að karlar beiti ofbeldi. Þó það
komi illa við marga verðum við
að viðurkenna að konur eru einnig
gerendur í því samspili sem leiðir
til ofbeldis, segja þeir Kristján og
Þorsteinn. Andlegt ofbeldi og
áreiti getur haft áhrif á framgang
mála, hvort sem er af konunnar
hálfu eða mannsins. Oft er ofbeldi
viðleitni karla til þess að ná yfir-
burðum í baráttu þar sem þeir
verða undir ef þeirra eina vopn er
tungumálið, segir Kristján. Þetta
veitir þó aldrei geranda ofbeldis
afsökun fyrir verknaði sínum. Of-
beldi er alltaf óhæfa en við verð-
um þó að reyna að skilja það sam-
spil sem býr að baki. Það vill oft
gleymast.“ Á einu veggspjaldanna
myndar textinn hakakross og líkir
þannig ofbeldi við fasisma. Slík
skilaboð em vafasöm, segir Krist-
ján. Þau taka ekki tillit til þess
samspils tveggja aðila sem leiðir
til ofbeldis né gera ráð fyrir því að
ofbeldismaður geti einnig verið
fómarlamb. Kristjáni finnst verð-
launaveggspjaldið einnig misvís-
andi. Það er ekki aðeins konan og
bamið sem eru fangar í þessu búri
sem heitir ofbeldi. Karlinn er
einnig fangi í ofbeldisvítahringn-
um. Þetta er aðeins áframhald á
því þema sem gerir ráð fyrir því
að karlmaðurinn sé eini ógnvald-
urinn. Jesúmyndin fyrmefnda sýn-
ir hins vegar á skemmtilegan hátt
karlmanninn sem fómarlamb.
Krossfesting Krists er táknræn
mynd fyrir þann dóm sem ofbeld-
ismaður hlýtur þegar hann festist
inn í samskiptavítahring ofbeldis,
segir Kristján.
Kristján og Þorsteinn eru sam-
ntála um að sýningin sé áhugaverð
og gott framhald af þemakvöldinu
í Deiglunni. Þeir hafa fengið mikil
viðbrögð við átakinu á Akureyri
og eru ánægðir með þá umfjöllun
sem málefnið hefur fengið. Um-
ræðan er þó ekki á enda komin og
vonandi er þetta aðeins byrjunin á
átaki Akureyringa gegn ofbeldis-
vágestinum.