Dagur - 28.10.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 28. október 1995
Atvinna og
húsnœði óskast
Við erum tveir ungir menn og erum að flylja tíl
Akureyrar.
Okkur bráðvantar atvinnu og húsnæði frá 1. des-
ember.
Erum harðduglegir og áreiðanlegir.
Allar nánari upplýsingar í síma 421 2083.
-iL
T"
FRAMHALDSSKÓLINN Á LAUGUM
650 Laugar, S-Þing.
Umsjónarmaður
íþróttahúss
Við Framhaldsskólann á Laugum er staða umsjón-
armanns íþróttahúss laus til umsóknar og veitist
frá 1. janúar 1996.
Umsóknarfrestur ertil 15. nóvember.
Upplýsingar veitir skólameistari í síma 464 3112.
Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði
• Hjúkrunarfræðingar
óskast til starfa á blandaða legudeild.
Vaktavinna. Fjölbreytt og skemmtilegt starf við bráðahjúkrun,
fæðinga- og nýburahjúkrun, slysahjúkrun og öldrunarhjúkrun.
• Skurðhjúkrunarfræðingur
eða hjúkrunarfræðingur með reynslu í skurð- og/eða
slysahjúkrun óskast til starfa á skurðdeild FSÍ.
Starfið felst í almennri skurðhjúkrun, störfum við maga- og
ristilspeglanir, sótthreinsun, slysahjúkrun og göngudeildar-
þjónustu. Gæsluvaktir á móti 2 kollegum.
Ljósmóðir
óskast til starfa við fæðingarhjálp og umönnun sængur-
kvenna og nýbura á FSÍ.
Um er að ræða 67% starf á dagvöktum og gæsluvaktir að
auki. Æskilegt er að Ijósmóðirin sinni mæðravernd á heilsu-
gæslustöð í sama húsi í hlutastarfi. Á FSÍ/HSÍ starfa fyrir 2
Ijósmæður.
Upplýsingar um launakjör, húsnæði og kynnisferð veitir
hjúkrunarforstjóri í síma 456 4500 á dagvinnutíma og í
heimasíma 456 4228.
FSÍ er nýtt, vel búiö sjúkrahús sem þjónar (noröanveröum) Vestfjörö-
um. Viö veitum skjólstæðingum okkar alla almenna þjónustu á sviöi
skurö- og lyflækninga, öldrunarlækninga, fæðingarhjálpar, slysa- og
áfallahjálpar og endurhæfingar. Starfsemin hefur verið í stöðugri
sókn á undanförnum árum. Er það fyrst og fremst að þakka metnaö-
arfullu starfsfólki, frábærri vinnuaöstöðu, nýjum og góðum tækjakosti
og ánægðum viðskiþtavinum.
Ertu daðrari?
Daður er eitt af því sem gefur lífinu lit. Fáir
eru ónæmir fyrir athygli og það getur verið
ágætis styrking fyrir sjálfstraustið að finna
fyrir sakleysislegum áhuga einhvers af hinu
kyninu. En daður getur gengið út í öfgar og í
sumum tilfellum jafnvel valdið tjóni. Til eru
þeir sem kunna sér ekki hóf og hafa enga
stjórn á daðrinu. Hjá þessum einstaklingum
er daðrið orðið að fíkn, þeir nota það til að
bæta slæmt sjálfstraust. Því miður gerir daðr-
1. Eg daðra í veislum ef ég er í góðu
skapi en það fer eftir því hvemig ég
er upplögð hvort ég nenni því.
a) sammála
b) ósammála
2. Ef ég fæ einhven til að daðra við
mig vex sjálfsálitið.
a) sammála
b) ósammála
3. Eg daðra stöku sinnum mér til
gamans en veit yfirleitt hvar mörkin
eru og hvað væri hægt að misskilja.
a) sammála
b) ósammála
4. Eg myndi aldrei gefa neinum í
vinnunni undir fótinn. Slíkt er ekki
viðeigandi.
a) sammála
b) ósammála
5. Daður fær mig til að finnast ég
hafa ákveðin völd.
a) sammála
b) ósammála
6. Ef sá/sú sem ég daðra við færi að
reyna við mig yrði ég mjög hissa á
að viðkomandi héldi að mér hefði
verið alvara.
a) sammála
b) ósammála
ið þó lítið fyrir sjálfstraustið hjá þeim sem svo
er um farið. Afleiðingar óhóflegs daðurs eru
gjarnan þær að annað hvort verður viðkom-
andi enn meira einmana en áður eða hann
flækir sig í óæskilegt ástarsamband. Kannast
þú við sjálfan þig í þessari lýsingu eða ert þú
ein/einn af þeim sem tekur enga áhættu og
daðrar aldrei? Svaraðu eftirfarandi spurning-
um eins heiðarlega og þú getur til að komast
að því hversu mikill daðrari þú ert.
FMN
Flutningamiðstöð Norðurlands ehf.
Óseyri 1a - 600 Akureyri - Sími: 462 2624 - Fax: 461 2467
Frá og með 1. nóvember verður tekin upp vetraráætlun hjá FMN og þá breytast
áætlunarleiðir sem hér segir.
Akureyri - Siglufjörður
Kl. 06.00 þriðjudaga
fimmtudaga
föstudaga
✓
Akureyri - Olafsfjörður
Kl. 12.00 mánudaga
miðvikudaga
Kl. 08.30 föstudaga
vörumóttaka daginn áður milli kl. 8.00-16.00
vörumóttaka daginn áður milli kl. 8.00-16.00
vörumóttaka daginn áður milli kl. 8.00-16.00
vörumóttaka til kl. 11.30
vörumóttaka til kl. 11.30
vörumóttaka til kl. 16.00 daginn áður.
7. Ég væri ekki ánægð(ur) ef maki
minn gæfi öðrum undir fótinn þegar
ég væri með og þess vegna geri ég
ekki slíkt þegar hann er nálægt. Það
væri ekki sanngjamt.
a) sammála
b) ósammála
8. Ef einhver gæfi til kynna að ég
væri að daðra við maka þeirra myndi
ég reyna að forðast makann, jafnvel
þó ásakanamar ættu ekki við rök að
styðjast, því ég vil ekki særa neinn.
a) sammála
b) ósammála
9. Ég hef aldrei haft samviskubit
vegna daðurs.
a) sammála
b) ósammála
10. Oft hef ég farið út að skemmta
mér með maka, staðráðin(n) í því að
daðra ekki við neina aðra, en gert
það engu að síður.
a) sammála
b) ósammála
11. Daður af minni hálfu hefur
aldrei haft áhrif á samband mitt við
vini mína.
a) sammála
b) ósammála
12. Ég myndi aldrei daðra við mann-
eskju sem mér þætti óaðlaðandi.
a) sammála
b) ósammála
13. Langflestir vina minna eru af
gagnstæðu kyni. Mér hættir til að
líta á alla af sama kyni sem keppi-
nauta.
a) sammála
b) ósammála
14. Ég myndi aldrei daðra við ein-
hvem af sama kyni.
a) sammála
b) ósammála
15. Oft er talað um tvíræðar augn-
gotur og tælandi klæðnað í sam-
bandi við daður. Ég er viss um að
ég geri aldrei neitt í þessum dúr og
held ég hafi aldrei daðrað við neinn.
a) sammála
b) ósammála
16. Þegar ég daðra er ég einungis að
sýna að mér þyki viðkomandi aðlað-
andi. Það gerir þeim sem verður fyr-
ir því gott fremur en mér.
a) sammála
b) ósammála
17. Þegar ég daðra veit ég alltaf af
því. Daður er aldrei ómeðvitað.
a) sammála
b) ósammála
18. Jafnvel þó ég viti að ég sé að
bjóða hættunni heim daðra ég samt.
Eg held reyndar að spennan hvetji
mig áfram.
a) sammála
b) ósammála
1. a) 0, b) 1
2. a) 1, b) 0
3. a) 0, b) 1
4. a) 0, b) 1
5. a) 1, b) 0
6. a) 1, b) 0
7. a) 0, b) 1
8. a) 0, b) 1
9. a) 0, b) 1
Stigagjöf:
10. a) 1, b) 0
11. a) 0, b) 1
12. a) 0, b) 1
13. a) 1, b) 0
14. a) 0, b) 1
15. a) 1, b) 0
16. a) 1, b) 0
17. a) 0, b) 1
18. a) 1, b) 0
Ef stigin sem þú fékkst voru..
...færri en 5: Þú þarft ekki að hafa
áhyggjur af því að þú sért daðrari.
Þvert á móti ert þú mjög meðvit-
uð/meðvitaður um þær hættur sem
fylgja daðri og nógu hrædd(ur) við
afleiðingar þess að þú lætur það
sjaldan eða aldrei eftir þér að daðra.
Það er engin ástæða til að vera
svona feimin(n). Ef þú átt maka mun
fólk taka daðrinu sem smá glensi en
ef þú ert að leita er ekkert betra til að
koma manni á sporið en ofurlítið
daður.
...5-13:
Þú ert í nokkuð góðu jafnvægi hvað
daðri viðkemur og leikur þér þegar
þú ert í skapi til þess. Þú viðurkennir
að daður spilar mikilvægt félagslegt
hlutverk og er gott ( hófi. Jafnframt
gerir þú þér grein fyrir að hægt sé að
ganga of langt og veist hvar er best
að draga mörkin.
...fleiri en 13:
Þú ert greinilga óbetranlegur daðr-
ari. Þú notar daður til að vekja á þér
athygli og reynir þannig að bæta
bágborið sjálfstraust. Jafnvel þó þú
sért ósátt(ur) við að hafa ekki stjóm
á daðrinu neitar þú að um vandamál
sé að ræða og áttar þig ekki á hve
mikið þú daðrar. Þig langar til að
hætta en getur það ekki. Reyndu að
átta þig á hvers vegna þörfin til að
vekja athygli er svona yfirþyrmandi.
Með því að horfast í augu við
vandamálið verður auðveldara að
vinna bug á því.