Dagur - 28.10.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 28.10.1995, Blaðsíða 15
UTAN LAND5TEINANNA Laugardagur 28. október 1995 - DAGUR - 15 ELSA JÓHANNSDÓTTIR Vínkonur með mjólkurskegg Eru þessar tvær ekki eitthvað kunnuglegar? Jú, þær munu vera í þáttunum „Friends“, sem Stöð 2 sýnir nú á laugardagskvöldum við miklar vinsældir. Nýlega var þessi þáttur valinn besti sjónvarpsþátt- urinn í Bandaríkjunum ásamt öðr- um þáttum sem allir eru eða hafa verið til sýninga hér á landi, Bráðavaktin (,,ER“), Ráðgátur (,,X-files“), Lífið kallar („My so- called life“) og Seinfeld. En nóg um það, hér gefur að líta þær vin- konumar Phoebe og Rachel, eins og þær heita í þáttunum, en þær tóku sig til og auglýstu mjólk með þessum árangri... Só eRirsótlosli í Hellvuieed ^ Leikarinn Antonio Banderas myndi örugglega ekki græða ^ neitt minna á módelstörfum en kvikmyndaleik, eins og gef- ur að sjá. Hann þykir einn sá kynþokkafyllsti sem spígsporar um götur Hollywood og virðist vera jafnmikill vinur mynda- vélarinnar og Marilyn Monroe var á sínum tíma. Nú bíðum við bara í ofvæni eftir að hann fari að auglýsa léttan fatnað, eins og t.d. sundskýlur eða bara pungbindi fyrir eitt af þessum am- erísku fótboltaliðum... Ulesley meðol skroutfuglo Töffarinn Wesley Snipes og leik- munum eftir úr myndinni Another konan Rosie O’Donnell, sem við Stakeout, voru viðstödd frumsýn- ingu myndarinnar „To Wong Foo, Thanks for Everything, Julie Newmar“ í New York, en í þeirri mynd brá Snipes sér í kjól og hælaskó ásamt stífmáluðum félaga sínum Patrick Swayse. Hér hrósar einn sýningargesta Wesley fyrir góðan og sannfærandi leik og ann- ar aðdáandi myndarinnar, fyrir- sætan og söngvarinn RuPaul (sem nú er líkamlega orðinn kona), lét þau orð falla að „undir öllu meik- inu og málningunni erum við samt manneskjur". Myndin fjallar um það að þykja vænt um náungann. RuPaul varð m.a. þekkt(ur) fyr- ir það að vera valin(n)til að aug- lýsa frægar snyrtivörur, auk þess að vera ekkert svo ómyndar- leg(ur)... Aðalsportið í Hollywood virðist vera að eiga veitingastað í Planet Hollywood-keðjunni og á dögun- um var sá 28. opnaður með pompi og pragt. Á meðfylgjandi mynd eru stofnendur keðjunnar, félag- amir Amold Schwarzenegger og Sylvester Stallone ásamt hjónun- um Bruce Willis og Deini Moore, á. sjálfu opnunarkvöldinu. í öllu fjörinu hafa greinilega komið nokkrir rólegir punktar inn á milli og þá hefur gefist gullið tækifæri fyrir vöðvabúntið og þokkagyðj- una að setjast niður, hvíla lúin bein og bora svolítið í nefið...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.