Dagur - 31.10.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 31.10.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 31. október 1995 MINNINO Kristín Halldórsdóttir Fædd 30. mars 1935 - Dáin 22. október 1995 Kristín Halldórsdóttir var fædd í Búlandi, Arnarneshreppi, 30. mars 1935. Hún lést af slysforum sunnu- daginn 22. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Margrét Ólafsdóttir f. 1892, d. 1960 og Halldór Ólafsson f. 1890, d. 1975. Hálfsystkini hennar samfeðra eru Ólína f. 1922 og Baldur f. 1924. Þann 24. september 1955 giftist Kristín eftirlifandi eiginmanni sín- um Sigurði Hólm Gestssyni f. 27. október 1932. Dætur þeirra eru: 1) Sigríður Margrét f. 8. febrúar 1954, gift Reyni Björnssyni og eru börn þeirra Dagný Björk, sambýlismaður hennar er Birgir Örn Tómasson, Birgir Örn og Elva Kristín, 2) Lísa Björk f. 9. ágúst gift Hermanni Björnssyni en þau eiga Huldu Sif og Berglindi. 3) Yngst er Hallfríður Dóra f. 25. febrúar 1961, en hennar maður er Jón Þór og eiga þau son- inn Árna. Kristín og Sigurður bjuggu allan sinn búskap á Akureyri, síðustu 23 árin að Dalsgerði lb. Hún vann í Nýja Bíói í tæp 20 ár en síðustu 11 árin starfaði hún á Kristnesspítala, sem aðstoðarmaður iðjuþjálfa. Einnig starfaði hún mikið með kvenfélaginu Framtíðinni. Útför Kristínar fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Nokkur orð til ömmu Elsku amma, þú ert farin frá okkur alltof fljótt. Við áttum eftir að gera svo margt saman. Við áttum alltaf gleðistundir með þér. Þú fékkst okkur oft lánuð og hjálpaðir okkur við fönd- ur til að gefa og gleðja foreldra okkar. Við sváfum oft hjá ykkur afa, þó svo við værum ekki alltaf sátt við að fara að sofa þegar þú vildir en á morgnana beið okkar yndælis hafragrautur. Þú kenndir okkur svo margt sem við eigum eftir að nota á lífsleið okk- ar. Ogleymanlegar eru útilegumar með ykkur afa, þegar þú sýndir okkur og sagðir frá náttúru landsins, því þú naust þess svo að ferðast. Alltaf gafstu svo mikið af þér þegar þið afi buðuð fjölskyldum okkar í mat eða kaffi, að þú hafðir ekki tíma til að borða sjálf. Þú saumaðir og prjónaðir föt á okkur, málaðir á ýmsa postulíns- hluti handa okkur sem við geymum til minningar um handverk þitt. Elsku amma, við fyrirgefum Guði að taka þig svo snemma til sín, en við vitum líka að góður Guð og englar gæta okkar og afa hér á jörðinni. Elsku amma, takk fyrir samfylgdina og láttu þér líða vel. Dagný Björk, Birgir Örn, Elva Kristín, Hulda Sif, Berglind og Árni. Skammt er milli stórra högga. Nokkr- ir mánuðir eru frá því Friðjón mágur minn féll til jarðar í slysi, nokkrar vikur frá því sr. Þórhallur var borinn til grafar og nú er Kristín frænka mín á braut. Allt var þetta fólk í blóma aldurs síns og fullt af áhuga og virkri þátttöku hvert á sínu sviði og öllu er því svipt í burtu fyrirvaralaust. Það hefur fækkað í vinahópnum á Akur- eyri og skarð þess fólks verður ekki fyllt, þótt eflaust komi nýir kraftar til starfa. Þegar ég sat á nýliðnu sumri í stofu Kristínar og manns hennar, Sig- urðar Gestssonar, slökkviliðsmanns, og naut þar heimagerðra veitinga í hópi nokkurra ættingja og orti vísu í gestabókina, eins og jafnan var kraf- ist, kom mér síst af öllu til hugar að fáum vikum síðar sæti ég við að semja um hana minningargrein. Hún geislaði af krafti og áhuga og hafði margt á prjónunum. Veitingamar voru bomar fram að hætti fagurkerans eftir venju og með þeim fylgdu frá- sagnir af ferðalögum, félagsstarfi, sögulegum fróðleik og frumort ljóð. Kristín birti ekki ljóð sín, en las þau gjaman upp í vinahópi og hefur þó margur gefið út Ijóðabækjur af minni efnum en hún. Sagan var henni einnig hugleikin og hún viðaði að sér fróð- leik af ýmsu tagi varðandi hagi geng- inna kynslóða. Og listaverk hennar prýddu heimilisveggina. Hún átti góðan mann og gjörvilegar dætur sem allar hafa stofnað eigið heimili. Því blasti við hamningja manndómsár- anna og aukinn tími fyrir áhugamálin, þegar höggið dynur þungt og vægðar- laust. Hugurinn leitar til æskuáranna við störf og leik. Þegar afi okkar og amma hættu búskap í Pálmholti, tóku tveir synir þeirra við jörðinni. Pabbi bjó með sinni fjölskyldu áfram í Gamla bænum en Halldór bróðir hans reisti sér nýbýli á hluta jarðarinnar og nefndi það Búland. Hann byggði þar allt upp með eigin höndum frá grunni og ræktaði túnið. Halldór var tví- kvæntur, missti fyrri konuna úr berkl- um frá tveimur börnum en giftist svo Sigríði Ólafsdóttur frá Bakkagerði og var Kristín einkabam þeirra. Þeir bræður höfðu samvinnu um margt við búskapinn og tókum við krakkamir að sjálfsögðu þátt í öllu þessu. Áuk Kristínar ólu Búlandshjón upp að miklu leyti Erlu Bemharðs- dóttur, síðar húsfreyju að Ærlækjar- seli í Öxarftrði. Halldór var dugmikill bóndi og vinsæll gleðimaður, sem tók virkan þátt í málefnum sveitarinnar alla tfð, var m.a. oddviti hreppsnefnd- ar um áratuga skeið. I bók sem Hann- es Davíðsson á Hofi skráði um bænd- ur og búhagi í sveit sinni segir m.a. um Halldór: „Sveitungamir standa í þakkarskuld við Halldór Ólafsson, hann var hinn mætasti maður sem og konur hans báðar.“ Kristín Halldórs- dóttir bar með sér að hafa alist upp á menningarheimili við miklar gesta- komur og umræður um menn og mál- efni, bóklestur og skáldskaparáhuga. Svo var einnig heimili hennar sjálfrar. Hér verða vitaskuld ekki gerð nein tæmandi skil öllu því sem á hugann leitar við þennan hörmulega atburð, en Sigurði, dætrunum og fjölskyldum þeirra færðar samúðarkveðjur. Megi minningin um sterka og lífsglaða konu og móður vera þeim huggun í sorginni. Eg get ekki vikist undan því að kveðja Kristínu frænku mína með einni stöku. Þar sem mér er tregt tungu að hræra vel ég vísu eftir föður- bróður okkar, Ólaf Ólafsson á Ytri- bakka, en hún segir kannski það sem er huganum næst á þessari stundu: Alltafbreytist aldarfar, ekki eru tíðir samar. Nú verða gömlu göturnar gengnar aldrei framar. Að lokum sérstök kveðja frá Elínu systur minni sem var í fylgd með Kristínu í síðustu ferðinni. Hún liggur slösuð á Borgarspítalanum og getur því ekki fylgt henni síðasta spölinn. Kær kveðja frá okkur öllum. Jón frá Pálmholti. Elsku Stína mín. Margs er að minnast, margt er að þakka. Þetta eru orð sem koma upp í huga minn er ég frétti af andláti þínu. Eg á erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur og ég sjái þig ekki oft- ar. En minningin um þig lifír í hjarta mínu. Ég veit að ég fæ þér aldrei full- þakkað hversu yndisleg þú varst þeg- ar ég bjó hjá ykkur. Strax frá fyrstu viku var ég farin að líta á ykkur Sigga sem ömmu og afa og fljótt fannst mér sem ég væri ein af fjölskyldunni. Það voru svo ótal góðar stundir sem við vorum búnar að eiga saman. Með þessum línum vil ég þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig. Farþú ífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér núfylgi, lians dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Siggi, Sirrý, Lísa, Fríða Dóra og fjölskylda. Megi góður Guð styrkja ykkur öll í þessari miklu sorg. Erla Björk. I þessu lífí eru okkur oft greidd þung högg, svo þung að í fyrstu skiljum við ekki hvemig megi rísa undan þeim. Við neitum að trúa því að atburðimir hafi átt sér stað, fínnst hreinlega að lífið geti ekki leikið okkur svona hart. Svo fór um okkur í vinahópnum úr Dalsgerði 1 þegar við fréttum að ein úr hópnum Kristín Halldórsdóttir, eða Stína eins og við kölluðum hana alltaf hefði látið lífið ásamt annari konu í hörmulegu bílslysi þann 22. okt. s.l. Vináttan sem myndaðist á milli okkar, sem fíuttum í Dalsgerði 1 fyrir rúmum 23 árum, hefur gefið okkur svo ósegjanlega mikið í gegnum árin bæði í gleði og sorg og í samheldni hópsins átti Stína stóran, ef ekki stærstan þátt. Okkur langar því með nokkrum fátæklegum orðum að kveðja hana og þakka henni fyrir allt það sem hún var okkur. Var það er svo óendanlega erfitt að segja var um hana Stínu, erfitt að trúa því að við eigum ekki eftir að eiga fleiri stundir með henni. En við eigum margar minningar um þessa einstöku konu og ekkert nema góðar minningar. Við minnumst ótakmarkaðrar hjálpsemi hennar við okkur sem ævinlega var veitt með einstakri gleði og Ijúf- mennsku. Það var sama hvort þurfti að lagfæra 11 ík, skreyta tertur eða ef einhverjum datt í hug að setja eitt- hvað á blað hvort sem var í bundnu eða óbundnu máli, alltaf var sjálfsagt að leita til Stínu og hún gat alltaf gef- ið sér tíma til að leysa vandann og það án þess að nokkrum findist hann minni maður þótt hann leitaði sér að- stoðar. Ef einhver var að flytja, var hún niætt til að gera hreint, pakka niður eða hvað sem var. Það var svo ótal margt sem hún gat miðlað öðrum og vitum við að fleiri en við urðum þeirra gæða aðnjótandi. Við minnumst allra gleðistund- anna sem við áttum saman í Dals- gerði 1, þá var oft glatt á hjalla, hvort sem verið var að vinna saman, skemmta sér eða bara setið við eld- húsborðið í einhverri íbúðinni og rætt um lífíð og tilveruna. Eða þá öll gamlárskvöldin þegar komið var sam- an í einhverri íbúðinni og nýju ári fagnað. Svo voru það öll ferðalögin sem farið var í saman, þar eins og annarsstaðar var hún ein aðal drif- fjöðrin, enda hafði hún mjög gaman af því að ferðast og var óþreytandi að miðla okkur hinum af fróðleik sínum um hina ýmsu staði sem við komum á og ekki dró hún heldur af sér við leiki og söng þegar komið var á tjaldstað að kvöldi. Minnisstæð verður okkur líka ferðin út í Svarfaðardal fyrir 3 ár- um, sem við fórum til að minnast þess að 20 ár voru frá því að við flutt- um í Dalsgerðið. En það var ekki bara á gleðistund- um sem hún Stína gaf okkur mikið. Sorgin hefur áður kvatt dyra hjá þess- um hóp, á óvæginn hátt, og þá eins og ævinlega kom Stína til okkar og á sinn gefandi hátt veitti hún okkur sem fyrir áföllunum urðum allan þann styrk sem hún gat. Já það var svo gott að eiga hana að og núna vildum við óska þess að við gætum miðlað fjöl- skyldunni hennar einhverju af því sem hún gaf okkur á erfiðum stund- um. Vissulega höfum við öll misst mikið, fjölskylda hennar, vinir og ætt- ingjar en við skulum muna að þeir sem missa mikið hafa líka átt mikið og minningamar um þessa góðu og hlýhuga konu munu geymast í hugum okkar allra og sefa sárasta söknuðinn er frá líður. Við vottum Sigurði, dætrunum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu sam- úð og biðjum um styrk handa þeim í þeirra miklu sorg. Vertu svo sæl kæra vinkona og megi birta og friður umvefja þig í nýjum heimkynnum. Guð blessi minningu þína. Hver minning dýrmœt perla að liðnum lífsins degi hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þökk- um hér. Þinn kœrleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gœfa varþað öllum semfengu að kynnast þér. (i.s.) Gömlu vinirnir úr Dalsgerði 1. Á myrkum nöprum haustmorgni, sem færði mér svipleg tíðindi, flaug hug- urinn heim í sveitina okkar og ég minntist lítils telpuhnokka með geisl- andi bros í dökkum augum. Heimahagana höfðum við kvatt og æskuárin lagt að baki. Fundir urðu strjálir í önn dagsins. Leiðir okkar lágu saman að nýju á sameiginlegum vinnustað. Á vegferð Iífsins hafðir þú ekki glatað dýrmætri vöggugjöf, lífsgleði og eðlislægri hlýju. Af jreim nægtar- brunni veittir þú óspart og margir urðu þar þiggjendur. Þú varst sumarsins og gleðinnar bam, glettni þín og hlátur verður vöm okkar gegn hauströkkrinu og leiðsögn inn í vorið. Að leiðarlokum, hjartans þökk fyrir.birtuna sem þú varpaðir á veg okkar samferðafólksins. Sigríður Eiríksdóttir. Það var úti kvöld og mér heyrðist hálf- vegis barið, ég hlustaði um stund og tók afkertinu skarið, ég kallaðifram og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kyaddi lífið dyra og nú erþað farið. (Jón Helgason). Það eru oft skelfilegar fréttimar sem berast landsmönnum á öldum ljós- vakans, slysfarir, óveður, náttúruham- farir og margt annað ófyrirséð. Það var köld nóttin aðfaranótt mánudagsins 23. október sl„ það fór hrollur um landsbyggðina að morgni þess dags, þegar fréttir bámst um stórslys í Hrútafírði. Norðurleiðarrút- an hafði farið út af veginum með 40 manns innanborðs og tvær konur höfðu látist. Það var sárt og mörgum þungt fyrir brjósti þegar ljóst var að önnur konan var formaðurinn okkar Kristín Halldórsdóttir. - Þetta var allt svo óraunverulegt. Kristín var fædd 30. mars 1935. Hún var mikilhæf kona, vel gefin, listræn, hugmyndarík og síðast en ekki síst skemmtilega hagmælt. Við vorum heppnar Framtíðarkon- ur þegar hún gekk til liðs við Kvenfé- lagið Framtíðina á Akureyri. Á þeim vettvangi vann hún mikið og gott starf. Fyrir tæpum tveimur árum var Kristín kosin formaður Framtíðarinn- ar og gekk hún að því starfi með miklum áhuga. Hún stjómaði okkar árlegu merkjasölu og gekk vasklega fram við kökubasarana sem og aðra fjáröflun félagsins. Ekki er hægt annað en að minnast 100 ára afmælis Framtíðarinnar í janúar 1994 og minnast þar sérstak- lega Kristínar sem var potturinn og pannan í öllum framkvæmdum í sam- bandi við afmælishátíðina á Hótel KEA. Þar voru sýnd í hnotskum ýmis at- riði frá gömlu Jónsmessuhátíðinni sem Kvenfélagið Framtíðin stóð fyrir um árabil hér á árum áður. Þama var Kristín í essinu sínu en hún lék spá- konu með miklum tilþrifum og lagði henni orð í munn frá eigin brjósti og fékk mikið lof fyrir. - Nú er skarð fyrir skildi. Kristín var fríð kona, dökkhærð og dökkeygð, það geislaði af henni sér- staklega ef henni var mikið niðri fyr- ir. Kristín var gift Sigurði Gestssyni og eignuðust þau þrjár dætur. Við Framtíðarkonur viljum þakka Kristínu Halldórsdóttur allt hennar fómfúsa starf í þágu félagsins. Eiginmanni, dætrum og fjölskyld- um þeirra sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Kæra Kristín, hafðu innilegustu þakkir fyrir allt og allt. Kvenfélagið Framtíðin, Akureyri Þegar ég hóf störf við Kristnesspítala fyrir rúmum 5 árum varð Kristín Halldórsdóttir aðstoðamaður minn en áður hafði hún unnið við að aðstoða sjúklinga við handavinnu og aðra af- þreyingu. I þessu starfi naut luin sín vel og hún naut einnig starfsins sem nún vann af alhug. Listrænir hæfileikar hennar, hugkvæmni, vandvirkni og útsjónarsemi fengu notið sín til fulls. Það var ekki síður innsæi hennar og einlæg umhyggja sem gerði það að verkum að sjúklingar leituðu til henn- ar um úrlausnir á hverskonar vanda- málum. Það er vandrataður vegur að finna verkefni sem hæfa getu hvers einstak- iir.g , að aðlaga verkefnin þannig að ekki reynist um megn, og árangurinn verði engu að síður góður. Mjög al- gengt er að sjúklingar vanmeti getu sína og hafi ekki áhuga á að takast á við ný verkefni. Þá tókst Kristínu oft með undraverðri lagni að lokka fólk til að prófa, fyrr en varði var búið að mála fínustu silkislæður og bindi, mála og sauma svuntur, smekki, dúka og ótal aðra hluti, oft ætlaða fjöl- skyldu viðkomandi sjúklings, sönnun þess hvað hann var fær um að geta gert Ekki aðeins sjúklinganir leituðu til Kristínar, samstarfsfólkið átti alltaf vísa aðstoð hvort sem þurfti að semja brag fyrir skemmtun, útbúa kort og gjafir og á svo ótal mörgum öðrum sviðum. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt (Einar Ben.) Þessa ljóðlínu skrifaði Kristín á blómavasa sem hún málaði og gaf vinnustað sínum fyrir nokkrum árum. Innihald þessarar ljóðlínu var ein- kennandi fyrir lífsviðhorf Kristínar og alla framkomu. Hún var mjög lífsglöð kona sem hafði einstakt lag á að sjá spaugilegu hliðamar á tilverunni og reyndi ætíð að snúa öllu til betri veg- ar. Það er stórt skarð fyrir skildi og söknuðurinn er sár hjá samstarfsfólki hennar og sjúklingum. Enn meiri er þó sorgin hjá Sigurði, dætrunum og fjölskyldum þeirra. Þeim sendi ég mínar innilegustu samúðarkveður um leið og ég þakka Kristínu gott sam- starf og vináttu sem aldrei bar skugga á. Ólöf Leifsdóttir, iðjuþjálfi. Fleiri minningargreinar um Kristínu Halldórsdóttur bíða birtingar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.