Dagur - 31.10.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 31.10.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 31. október 1995 LEIÐARI----------------- Samhugur í verki ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON ((þróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 464 1585, fax 464 2285). LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSUSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 Þjóðin hefur sýnt það enn einu sinni hverju hún fær áorkað þegar hún tekur höndum sam- an. Þátttakan í þjóðarátaki fjölmiðla landsins, Hjálparstofnunar kirkjunnar, Pósts og síma og Rauða kross íslands, „Samhugur í verki", er til marks um það. Söfnunin hófst sl. laugardag og þjóðin sýndi strax hug sinn í verki. Hápunkti náði söfnunin í gær þegar útvarpsstöðvar landsins tóku höndum saman og í gærkvöld var viðamikil samsending Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2. Það er ánægjulegt þegar fjölmiðlar landsins taka sig saman og lyfta slíku bjargi sem þessi landssöfnun er. Framkvæmd söfnunarinnar hefur gengið afskaplega vel og má auðvitað þakka því að menn búa að þeirri reynslu sem fékkst með söfnuninni „Samhugur í verki'1 fyrir fórnarlömb snjóflóðsins í Súðavík í janúar sl. Um það er engum blöðum að fletta að lands- söfnun fyrir þá sem eiga um sárt að binda vegna náttúruhamfaranna á Flateyri, er þeim mjög mikilvæg. Það er fórnarlömbunum ómet- anlegur styrkur að fá á þennan hátt fjárhags- legan stuðning til þess að halda baráttunni áfram. Þrátt fyrir ólýsanlega erfiða daga, verða þeir Flateyringar sem lifðu af þessar náttúru- hamfarir, að horfast áfram í augu við lífið, og þá er fjárstuðningur einstaklinga, fyrirtækja og fé- lagasamtaka um allt land, og raunar líka er- lendis, afar mikilsverður. Þessi fjárframlög bæta vitaskuld ekki allt það eignatjón sem varð á Flateyri, en þau hafa sannarlega sitt að segja, þau létta róðurinn og eru umfram allt táknrænn stuðningur almennings í landinu sem er harmi sleginn yfir þeirri ógæfu sem yfir Vestfirði hafa riðið á einu ári. Fyrir þá sem ekki hafa þegar gefið í söfnun- ina, en ætla sér að gera það, er rétt að minna á að henni lýkur í kvöld. Tekið verður á móti framlögum í dag frá kl. 9 til 22 og er símanúm- erið 800 5050. Einnig er hægt að fara í næsta banka eða sparisjóð og leggja inn á reikning númer 1183-26-800 í Sparisjóði Önfirðinga á Flateyri. Á 80 ára afmæli Þórs - ávarp Sigfríðar Þorsteinsdóttur, forseta bæjarstjórnar Akureyrar, í Sjallanum sl. laugardagskvöld og athugasemd hennar Sigfríður Þorsteinsdóttir, forseti bœjarstjórnar Akureyrar, flutti ávarp á 80 ára afmœlishátíð Iþróttafélagsins Þórs í Sjallanum sl. laugardagskvöld. Að beiðni Sigfríðar birtist hér ávarp hennar í SjaUanum og þar á eftir athuga- semd hennar. Ritstj. „Ágætu Þórsarar. Það er mér sérstök ánægja að flytja ykkur ámaðaróskir Akureyr- arbæjar í tilefni þessara tímamóta. Eg kem ekki hér með íþrótta- hús á silfurfati, ef þið hafið átt von á því, en ég færi ykkur góðar kveðjur frá bæjarstjórn og íþrótta- og tómstundaráði. Einnig bað bæjarstjóri mig að bera ykkur kveðju sína. Tímamót á að nota til þess að líta yfir farinn veg, en einnig til þess að horfa til framtíðar og móta stefnuna. Saga Þórs, sem upphaflega hét íþróttafélag Oddeyrar, segir okkur frá baráttu og óeigingjömu starfi áhugasamra, dugnaðarforka, sem sjaldan létu deigan síga og hvert bæjarfélag má vera hreykið af. En það er mjög merkilegt að saga Þórs er eins og íslandssagan, kvenmannslaus. Vonandi breytist það til hins betra áður en félagið heldur upp á aldarafmælið. Á 25 ára afmæli Þórs minnist þáverandi formaður félagsins á ýmis óleyst verkefni, þar á meðal að það þurfi að berjast fyrir nýju leikfimihúsi. „Þar sem fyrsta og síðasta leikfimihúsi bæjarins hafi verið lokað fyrir hrörleika sakir.“ Sagan endurtekur sig í sífellu og í dag er það draumur félagsmanna að byggja íþróttahús á félagssvæði sínu. Bæjarstjórn vill líta til þess með velvilja. En í hreinskilni sagt þá er fjárhagurinn þröngur og í mörg hom að líta. Ef það breytist ekki til muna á næstu ámm verður erfitt að verða við þeirri ósk. Bæjarstjóm gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi íþróttafélaganna Sigfríður Þorsteinsdóttir smellir ^ kossi á Aðalstein Sigurgeirsson, r formann Þórs, í afmælishófinu í Sjallanum sl. laugardagskvöld. Mynd: HA. hér í bænum og þess starfs sem þau sinna. Það er líka mjög mikil- vægt að íbúamir sýni frumkvæði og ábyrgð. Ég vil að lokum þakka fyrir hönd bæjarstjómar þetta glæsilega boð hér í kvöld og biðja alla sem hér eru staddir að lyfta glösum og drekka skál íþróttafélagsins Þórs og óska þeim heilla í framtíðinni." Athugasemd „En það er mjög merkilegt að saga Þórs er eins og Islandssag- an, kvenmannslaus.“ Þar sem þessi ummæli í ávarp- inu rnínu hafa valdið misskilningi og menn talið þau vera árás á kon- umar í Þór, vil ég koma skýring- um á framfæri: Þessi ummæli em ekki til þess að lítilsvirða konumar í Iþróttafé- laginu Þór. Þau era sögð til þess að vekja athygli á þeirri sö«u sem sögð er af starfi félagsins. I henni eins og Islandssögunni segir fátt af konum. Konur eru ósýnilegar þegar sögur eru skráðar og því er mikilvægt að breyta. Sigfríður Þorsteinsdóttir. Góðan daginn, Sigfiríður! Á laugardaginn fór ég í afmælis- fagnað þar sem Iþróttafélagið Þór hélt upp á 80 ára afmælið. Sjallinn var pakkfullur, eða um 250 at- kvæði saman að borða og skemmtu sér hið besta. Ymsir for- ystumenn íþróttamála landsins voru í veislunni og fluttu hlý og góð orð afmælisbaminu til handa og óskuðu velfamaðar. Þama var líka fulltrúi Akureyrarbæjar, Sig- friður Þorsteinsdóttir forseti bæj- arstjómar og flutti þar ávarp sem var hið einkennilegasta. I síðustu viku samþykkti íþrótta- og tómstundaráð fram- kvæmdaáætlun næstu þriggja ára og er þar m.a. gert ráð fyrir að Akureyrarbær og Þór geri samn- ing um byggingu íþróttahúss við Hamar. Nú er það auðvitað þannig að sömu flokkar skipa meirihluta í ÍTA og í bæjarstjóm. Því er ekki óeðlilegt að almenningur áætli að þessi framkvæmdaröð ITA hafi meirihlutastuðning í bæjarstjóm þó svo að málið hafi ekki verið tekið þar formlega fyrir. Þegar „Þegar Sigfríður sté í pontu vonuð- ust þeir bjartsýn- ustu eftir einhverjum orð- um bæjarstjórnar vegna þessa máls þar sem tækifærið var gráupplagt. En það var nú al- deilis ekki.“ Sigfríður sté í pontu vonuðust þeir bjartsýnustu eftir einhverjum orð- um bæjarstjómar vegna þessa máls þar sem tækifærið var grá- upplagt. En það var nú aldeilis ekki. Ef maður dregur orð Sigfríð- ar saman og segir það tæpitungu- laust vora skilaboðin eftirfarandi: Anton Benjamínsson. Þið fáið ekkert íþróttahús, auk þess sem þið eruð karlrembur og leyfið stelpunum ekki að vera með. Ágætir félagar okkar í KA færðu félaginu að gjöf í afmælinu ágætis reku til að taka fyrstu skóflustunguna, en Sigfríður möl- braut skófluna með sínu ávarpi. Síðari helming ræðu hennar nenni ég ekki að fjalla um enda óþarfi. Þó gæti verið skynsamlegt ef ein- hver hinna mörgu kvenna í Þór sem hlaut viðurkenningu fyrir störf sín, svaraði henni skriflega. Þess skal þó getið að mikill fjöldi kvenna starfar í ýmsum stjórnum og ráðum á vegum Þórs, ekki Út er komin hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi ný bók eftir Jónas Áma- son rithöfund, sem hann nefnir „Furður og feluleikir". Á síðasta ári kom út eftir Jónas bókin „Jón- asarlimrur" og hlaut frábærar við- tökur. Allir landsmenn þekkja leikrit og söngva hans sem hafa svo sannarlega snortið þjóðarsál- ina. Limruformið nýtur mikilla vinsælda. Óhætt er að fullyrða að hvað síst í bama- og unglinga- starfi. Auk þess er mjög öflug kvennadeild hjá félaginu sem er einmitt 20 ára um þessar mundir. Að lokum vil ég bara minna Þórsara á prófkjör sem gjaman eru skömmu fyrir kosningar. Anton Benjaniínsson. Höfundur er félagsmaður í íþróttafélaginu Þór á Akureyri. engum muni leiðast að lesa þessa nýju bók Jónasar Ámasonar. Hún er barmafull af skopi, en alltaf er samt stutt í alvörana hjá höfundin- um, eins og í öðrurn verkum hans. Bókin er 76 blaðsíður. Mynd af höfundi gerði Erla Sigurðardóttir myndlistarkona. Prentvinnsla: Oddi hf. Verð kr. 1.580,- Furður og feluleikír limrur og ljóð í sama dúr

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.