Dagur - 31.10.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 31.10.1995, Blaðsíða 1
STUTT- FRAKKAR kr. 15.900,- HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 462 3599 Aldin hf. á Húsavík: Fyrirtæki um trjá- iðnað stofnað Aldin hf. heitir hlutafélag um trjáiðnað, sem starfrækja mun þurrkun og sögun á góðviði til markaðssetningar hér á landi og erlendis. Hlutafélagið var stofnað á Húsavík sl. föstudag. Eigendur þess eru Kaupfélag Þingeyinga, Kaupfélag Eyfírð- inga, JxK hf., Reykjavík, Rekst- ur og Ráðgjöf hf., Reykjavík, Norðurvík hf., Húsavík, og Stef- án Óskarsson, Rein, Reykja- hverfi. „Þetta verkefni er í eðli sínu áhugavert og virðist arðvænlegt og því ákváðum við að standa að stofnun þessa fyrirtækis," sagði Þorgeir B. Hlöðversson, stjómar- formaður Aldins og kaupfélags- stjóri KÞ. Kaupfélagið hefur þegar keypt húsnæði á Höfða af Iðnlána- sjóði, en þar var Trésmiðjan Fjalar áður til húsa. Stefán Jónsson hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga hefur unnið með stofnendum fé- lagsins að undirbúningi stofnunar tráiðnaðarfyrirtækisins. Gmnnur fyrirtækisins er áætlun um notkun ódýrrar orku úr hita- veituvatni til þurrkunar á góðvið. Markaðssetja á viðinn bæði hér- lendis og í Evrópu, en heimsvið- skipti með harðvið eru mjög mik- il, ekki síst til Evrópu, þar sem fyrirsjáanlegur er skortur á harð- viði um nána framtíð. Við skoðun málsins var ákveðið að flytja hrá- efnið inn óunnið og vinna hér- lendis. Sögun og þurrkun trjáviðar er talinn mjög umhverfisvænn iðnaður. Stofnsetning fyrirtækisins byggir á samstarfi við aðila í þess- um iðnaði í norðaustur fylkjum Bandaríkjanna, en þar er rótgróinn þekking og raunar menning í nytj- un skóga og úrvinnslu trjáviðar. Fyrirtækið hyggur þannig á sam- starf við aðila, sem leggja mikla áherslu á umhverfisvæna nýtingu skóga og er endumýjun skóga meiri en nýting á þessum svæðum í dag, að sögn Þorgeirs. „Stofnun fyrirtækis sem þessa krefst mikils innflutnings á þekk- ingu og nýjum venjum í nýtingu trjáviðar. Sú aukna þekking sem því fylgir er mikilvægur jarðvegur fyrir framþróun í þessari grein hérlendis og ekki síður mikilvæg Fjalarshúsið, þar sem starfsemi hins nýja hlutafélags verður til húsa. forsenda fyrir nýtingu innlendra nytjaskóga í framtíð. Þetta fyrirtæki gefur einnig nýja möguleika á nýtingu rekavið- ar sem hlunninda, en þeir mögu- leikar hafa verið mjög til skoðun- ar undanfarið,“ sagði Þorgeir. Ásamt honum voru kjörnir í stjóm Aldins hf þeir: Karl Ásmundsson, JxK hf„ varaformaður og Sig- Mynd: IM mundur Ófeigsson, KEA, ritari. Ákveðið er að hefja undirbún- ingsframkvæmdir að starfrækslu fyrirtækisins strax á næstu vikum. IM Tjón RARIK á Noröurlandi: Metið á um 250 milljónir Tjón Rafmagnsveitna ríkisins á Norðurlandi vegna óveð- ursins sem reið yfir landið í síð- 80 ára afmælisfagnaður íþróttafélagsins Þórs: Hálf milljón gef- in í byggingu íþróttahúss Fagnaður í tilefni af áttræðis- afmæli íþróttafélagsins Þórs var haldinn í Sjallanum á Akur- eyri sl. laugardagskvöld. Hús- fyllir var eins og við mátti búast og stemmning með miklum ágætum. Amar Einarsson, skólastjóri Húnavallaskóla, stjómaði sam- komunni af miklum skörungsskap og þá var einnig frumflutt nýtt lag eftir hann, sannkallað Þórslag. Eins og venja er á slíkum sam- komum var talsvert um heiðranir félagsmanna og ræður voru flutt- ar. Félaginu bárust góðar gjafir og sýnu stærstar voru þær sem tengd- ust byggingu íþróttahúss við fé- lagsheimilið Hamar, en það er einmitt helsta baráttumál félagsins um þessar mundir. Fyrsta gjöfin tengd íþróttahús- inu kom frá KA. Sigmundur Þór- isson, formaður félagsins, sagist vel skilja mikilvægi þess að Þór fengi íþróttahús við Hamar, því hann sæi sjálfur hvaða þýðingu slíkt hús hefði fyrir sitt félag. Til þess að taka fyrstu skóflustungu að íþróttahúsi færði hann Þór að gjöf forláta stunguspaða og hlaut fyrir mikið lófaklapp. Þórarinn B. Jónsson, bæjarfull- trúi og umboðsmaður Sjóvá-Al- mennra á Akureyri, kom einnig færandi hendi. Gjöfin var í formi bankabókar með 100 þúsund króna innistæðu frá Sjóvá-Al- mennum sem Þóarinn skoraði á menn að bæta við. Þá kom í pontu Atli Viðar Jóhannesson, „eða Atli rída,“ kunnur Þórsari búsettur á Sigmundur Þórisson, formaður KA, færði Þór stunguspaða til að taka fyrstu skóflustungu fyrir íþróttahús félagsins við Hamar og þáði Aðalsteinn Sigur- geirsson, formaður Þórs, gjöfina með þökkum. Mynd: Haildór. Eskifirði. Hann sagðist ekki geta verið minni maður en Sjóva-Al- mennar og lofaði sömu upphæð. Nokkru síðar tók til máls sr. Pétur Þórarinsson í Laufási, liðsmaður í B-liði Þórs, sem gert hefur garðinn frægan á hinum landsfrægu Polla- mótum félagsins. Pétur tilkynnti að B-liðið ætlaði að leggja fram 300 þúsund krónur til byggingar íþróttahúss og því hálf milljón komin á skammri stundu. Nánar verður sagt frá afmæli Þórs á morgun. HA ustu viku er metið á um 250 milljónir króna. Díselstöðvar eru ennþá keyrðar í Kelduhverfi og á Þórshöfn en vonir standa til að hægt verði að leysa þær af í lok þessarar viku. Tryggvi Þór Haraldsson, um- dæmisstjóri RARIK á Norðurlandi eystra, segir að verið sé að meta tjón Rafmagnsveitnanna á Norð- urlandi og það nemi nær 250 milljónum króna. Tryggvi Þór segir að þetta veður sé eitt hið versta sem dunið hafi yfir ef tekið sé mið af því tjóni sem það olli á rafstrengjum og staurum, en á Norðurlandi eystra hafi brotnað um 270 staurar og um 200 staurar hafi lagst á hliðina vegna þunga ísingar á línum. Tjón RARIK er fyrst og fremst á Norðurlandi, lít- ilsháttar tjón hafi orðið á Aust- fjörðum og á Vesturlandi. Tryggvi Þór segir að ef til þess fengist fjár- magn mundu þeir gjaman vilja koma sem flestum þverálmum í jörð en það sé mikið verk og mik- ill kostnaður. Draga megi af þessu þann lærdóm að alltaf megi búast við því að slík veður bresti á og að rafmagnsnotendur verði án raf- magns um lengri eða skemmri tíma. Það þurfi ekki að vera þorri til þess, nýyfirstaðið veður hafi t.d. komið á sumri samkvæmt fomu tímatali. Reiknað er með að lokið verði við að reisa allt sem reisa á í bili um miðja næstu viku en viðgerðum verði lokið um næstu áramót. Það verður hins vegar ekki fyrr en á næsta sumri sem varanleg viðgerð getur farið fram á sumum línulögnunum. GG Hross drápust í snjó- flóði í Langadal Bændur að Fagranesi og Móbergi í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu urðu fyrir umtalsverðu tjóni í óveðrinu á fimmtudag í síð- ustu viku er 18 hross fórust í snjóflóði í Langadalsfjalli, 12 frá Fagranesi og 6 frá Mó- bergi. Eitt hross frá Fagranesi náðist lifandi en farga varð því vegna ástands þess. Hross- in voru í hlíðinni milli Mó- bergs og Skriðulands en það uppgötvaðist ekki fyrr en á sunnudeginum að fallið hafði snjóflóð á þessum stað og ein- hverra hrossa var saknað. Björgunarsveit frá Blönduósi tók þátt í leitinni að hrossunum ásamt bændum í Langadal og Svartárdal og við að grafa hrossin upp og voru nær 40 manns við leit í hlíðinni þegar mest var. Jón Ingi Guðmunds- son, bóndi að Fagranesi, segir að á þessum slóðum falli yfir- leitt ekki snjóflóð, en fyrir rétt- um 70 árum hafi þó farist 9 hross. Jón Ingi segir hrossin sem fórust nú hafa hrakist und- an veðri og verið að standa af sér veðrið þegar snjóflóðið féll á þau. Snjóflóðið féll innan við 100 metrum sunnan bæjarhús- anna á Skriðulandi en enginn varð þess var á bænum, senni- lega vegna veðurofsans. Snjó- flóðið er um 100 metrar að breidd og töluvert þykkt, en það hross sem síðast fannst var á tæplega þriggja metra dýpi. Ekki er að sjá að annað snjótlóð hafi fallið í Langadalshlíðinni að undanskildu litlu flóði sem l'éll síðar en gerði engan usla. Frekari leit hefur verið hætt þar sem mjög erfitt vtu- orðið um vik við að moka þar sem snjór- inn var orðinn harður sem stál. Talið er að enn séu ófundinn allmörg hross, jafnvel svo skiptir tugum. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.