Dagur - 31.10.1995, Qupperneq 16
1
Akureyri, þriðjudagur 31. október 1995
SLIDES
FRAMKÖLLUN
INNRÖMMUN
^Pe d tomyn din
Skipagata 16 • 600 Akureyri • Sími 462 3520
Tímamótaþing hjá Landssambandi hestamannafélaga:
Samþykkt að fjölga landsmótum
Landsþing Landssambands
hestamannafélaga var haldið
í Garðabæ um síðustu helgi. Að
sögn Sigfúsar Helgasonar, for-
manns hestamannafélagsins
Léttis á Akureyri, var þetta
mjög starfsamt þing og þar voru
Fjórir nautgripir drápust og
þann fímmta þurfti að aflífa
eftir 50 metra fall niður í gljúfur
milli bæjanna Þverár og Stein-
dyra í Svarfaðardal í síðustu
viku. Þetta voru nautgripir frá
bæjunum Tjörn og Bakka; tveir
uxar og þrjár kvígur sem allar
voru kálffullar.
„Þetta er talsvert tjón, því allar
kvígumar voru komnar að burði,“
sagði Árni Þórarinsson, bóndi á
Bakka, í samtali við Dag. „Við sá-
um nautgripina við girðingu hér
teknar ákvarðanir sem tvímæla-
laust marka ákveðin tímamót í
starfsemi sambandsins. Þar ber
hæst að samþykkt var að fjölga
Landsmótum þannig að þau
verði haldin á tveggja ára fresti.
Tekur það gildi eftir Landsmót-
fram við veg á þriðjudag, en síðan
gerði þetta vitlausa veður á mið-
vikudag. Þegar farið var að huga
aftur að þeim strax á fimmtudag-
inn fundust nautgripimir þar sem
þeir höfðu fallið niður í gilið.
Þetta er um 50 metra fall. Annar
uxinn, sem var í minni eigu, var
lifandi þegar að var komið, en var
skotinn á færi og kjötið af honum
verður nýtt. Tvær kvíganna fund-
ust í á sem rennur um gljúfrið,
sem þykir benda til að þær hafi
lifað fallið af, öslað út í ána en
ið á Melgerðismelum 1988, sem
Funi og Léttir standa sem kunn-
ugt er að.
„Umræðan um fjölgun Lands-
móta hefur verið í gangi um nokk-
um tíma og sýnist auðvitað sitt
hverjum. Meirihluti þingsins taldi
króknað þar úr kulda,“ sagði Ámi
ennfremur.
Jafnframt þessu varð Sigtrygg-
ur Jóhannsson, bóndi á Helgafelli
í Svarfaðardal, fyrir talsverðu
tjóni í áhlaupinu. Fé hans var á
beit á heimatúni þegar veðrið skall
á og grófust kindurnar niður allt
að 3 metra. Kom björgunarsveit
Slysavarnafélagsins á Dalvík til
aðstoðar og með snjóflóðastöng-
um var hægt að finna kindumar.
Þegar þær fundust höfðu 17 drep-
ist, en fjórar fundust lifandi. -sbs.
rétt að nota þann byr sem við njót-
um í þjóðmálaumræðunni í tengsl-
um við íslenska hestinn, sæta nú
lagi og fjölga Landsmótum. Þetta
er orðinn stór hluti af ferðamanna-
geiranum og eins að teknu tilliti til
ræktunarstefnunnar sem í iandinu
er þá töldu menn þetta rétt,“ sagði
Sigfús.
Annað stórmál er að gjörbylting
var gerð á reglum um gæðinga-
keppni. „Það hefur verið ósk að ég
held allra hestamanna á landinu í
mörg ár að gera þarna breytingar,
en menn hafa ekki fundið neina
lausn fyrr en nú. Þingeyingar eiga
lof skilið fyrir sitt framtak í fyrra
að brydda upp á nýjungum í gæð-
ingakeppninni. Þetta er það sem
við höfum viljað ansi lengi, að
fjölga keppendum inná í einu, gera
þetta meira spennandi, þannig að
við fáum fleiri áhorfendur."
Enn annað stórmál er skipan
nefndar til að vinna að sameiningu
samtaka hestamanna sem deildar
innan ISI. Eins og staðan er í dag
eru samtök hestamanna annars
vegar Landssamband hestamanna-
félaga og hins vegar Hestaíþrótta-
samband Islands og er hið síðara
deild innan ÍSÍ. Nefndin á að skila
áliti sínu fyrir 1. maí nk., en Sigfús
var einmitt skipaður í nefndina.
„Vinsælustu orðin í dag eru sam-
eining og hagræðing og á þessu
máli var tekið á þinginu. Menn
vilja sjá hestamenn sem eina heild,
þetta er sama fólk í báðum samtök-
unum sem í sjálfu sér er að vinna
að sama markmiðinu. Nefndin á að
búa til lög og finna leiðir til að fara
með alla starfsemi hestamanna inn
í íþróttahreyfinguna."
Þá minntist Sigfús á framgang
tillögu frá Léttisfólki um merk-
ingu stóðhrossa á afrétti. „Menn
voru mjög ánægðir með þessa til-
lögu, því þessi slys sem orðið hafa
á vegum, sérstaklega hér á Öxna-
dalsheiði og Norðurárdal í Skaga-
firði, eru auðvitað þannig að við
getum ekki horft á þau án ábyrgð-
ar. Við Léttismenn sendum tillögu
um að stóðbændur myndu merkja
sín hross með glitmerkjum og
Vegagerðin myndi koma að mál-
inu með girðingum meðfram stoð-
brautum gegnum afrétti."
Sem kunnugt er munu hesta-
mannafélögin Léttir og Funi
standa fyrir Landsmótinu á Mel-
gerðismelum 1988. Sigfús sagði
félögin hafa fengið mikið lof á
þinginu um helgina fyrir bækling
sem útbúinn var og dreift á
Heimsmeistaramótinu í Sviss sl.
sumar. Aðilar í ferðaþjónustu og
fleiri kunni t.d. vel að meta þegar
hugsað sé fram í tímann. Guðlaug
Hermannsdóttir úr Létti kom ný
inn í varastjórn LH. HA
Selurinn Snorri
Ekki er vitað hvort selurinn á myndinni ber nafnið flotkvíarinnar á athafnasvæði Slippstöðvarinnar-Odda
Snorri, eins og selurinn frægi í samnefndri bók, en svo hf. í gær. Mynd: bg
mikið er víst að hann tók lífinu með stóískri ró á væng
Svarfaðardalur:
Nautgripir féllu í gljúfur
og kindur fennti
O VEÐRIÐ
Nú er framundan nokkur
hlýindakafli, ef marka má
spá Veðurstofunnar. Fram á
laugardag í það minnsta er
spáð hægri breytilegri eða
suðvestlægri átt. Smá súld
verður um landið norðvest-
anvert en lengst af bjart
annars staðar. Hitinn verður
allt að 8 stig yfir daginn.
Sem sagt hið besta veður
miðað við árstíma.
Öxarfjarðarhreppur:
Seldi hlutabréf sín I Geflu
• •
Oxarljarðarhreppur hefur
tekið um það ákvörðun að
selja öll hlutabréf sín í rækju-
verksmiðjunni Geflu hf. á
Kópaskeri. Kaupandinn er
Jökull hf. á Raufarhöfn, sem
fyrr í haust gerði tilboð í bréf-
in. Þau voru seld á genginu 4,5
og fær hreppurinn 20,3 millj-
ónir fyrir hlut sinn.
„Við trúum því að með þessu
séum við að stíga gæfuspor fyrir
þetta svæði hér í heild sinni.
Samvinna á ýmsum sviðum hef-
ur verið að aukast, t.d. samein-
uðum við heilsugæsluna í fyrra.
Það er vissulega ekki sársauka-
laust að sleppa hendinni af fyrir-
tækinu, en við metum það svo
að þegar uppgangur er í atvinnu-
lífi og okkur býðst að draga okk-
ur út úr atvinnurekstri þá sé rétt
að gera það og koma inn með
auknum slagkrafti þegar illa ár-
ar,“ sagði Ingun St. Svavarsdótt-
ir, sveitarstjóri Öxarfjarðar-
hrepps. HA
Þróunarsjóður
sjávarútvegsins:
Beiðni
Hólaness
hf. um
hækkun
synjað
Sléttunúpur ÞH-272 frá
Raufarhöfn er eini bátur-
inn sem fengið hefur úreld-
ingarstyrk að undanförnu
hjá Þróunarsjóði sjávarút-
vegsins. Eftirspurnin datt al-
veg niður þegar hlutfall úr-
eldingarstyrks lækkaði úr
40% í 20%. Nokkrar trillur
hafa þó fengið úreldingar-
styrki og er þár aðallega um
skemmtibáta að ræða sem
áfram verða notaðir sem
skemmtibátar enda um báta
að ræða sem jafnvel hafa
ekki verið notaðir til veiða
um langa hríð. Upphæð úr-
eldingarstyrks til þeirra er
allt upp í þrjár milljónir
króna að hámarki fyrir
stærstu og dýrustu bátana en
algengasta upphæðin er á
bilinu 200 til 700 þúsund
krónur.
Hinrik Greipsson, fram-
kvæmdastjóri Þróunarsjóðs
sjávarútvegsins, segir að úreld-
ingarstyrkir til fiskverkunar-
op frystihúsa hall nokkuð ver-
ið til umræðu stjómar sjóðsins
og m.a. hafi stjóm Hólaness
hf. á Skagaströnd óskað eftir
því að kaupverð Þróunarsjóðs
á frystihúsi félagsins yrði
hækkað, en sjóðurinn var bú-
inn að samþykkja 50 milljón
króna úreldingarstyrk. Þeirri
beiðni var synjað að óbreyttum
forsendum. Búið er að úrelda
eitt fiskverkunarhús á Húsavík
og annað í Hafnarfirði og
einnig hafa verið samþykktir
úreldingarstyrkir til fiskverk-
unarhúsa í Reykjavík og
Grindavík auk fiskimjölsverk-
smiðju á Suðureyri við Súg-
andatjörð. Nýlega var svo
samþykkt úrelding á fiskverk-
unarhúsi Haraldar hf. á Dalvík,
sem bæjarsjóður Dalvíkur
eignaðist eftir gjaldþrot fyrir-
tækisins. í því húsi hefur
Hreinn hf., hreinlætisefnaverk-
smiðja, liafið starfsemi sína en
bæjarsjóður Dalvíkur keypti
það fyrirtæki fyrr á árinu og
flutti til Dalvíkur. GG
Innimálning
á ótrúlegu verði