Dagur - 04.11.1995, Síða 3

Dagur - 04.11.1995, Síða 3
FRETTIR Laugardagur 4. nóvember 1995 - DAGUR - 3 Raufarhöfn: Londunarbryggja SR-mjols hf. logð i rust - flutningaskipið Haukur sigldi á hana og stöðvaðist inni í miðju iöndunarhúsinu Flutningaskipið Haukur sigldi um sjöleytið í gærmorgun á löndunarbryggju loðnuverk- smiðju SR-mjöis hf. á Raufar- höfn og stöðvast skipið ekki fyrr en inni í miðju löndunarhúsinu sem er á bryggjunni og hýsir m.a. vogirnar. Líklegt er að eitt- hvað hafi bilað í skiptingu, því þegar setja átti á fullt afturábak svaraði ekki og skipið hélt áfram á sama skriði. Skipið kom til Raufarhafnar til að Iesta mjöl. Tjónið er tilfinnanlegt fyrir loðnuverksmiðjuna, löndunarhús- ið nánast í rúst og bryggjan stór- skemmd. Þetta óhapp kemur á versta tíma fyrir verksmiðjuna; mikil loðnuveiði er um 70 mflur norður af Straumnesi og er að fær- ast austur eftir sem eykur líkur á löndun á Raufarhöfn. Ami Sörensson, verksmiðju- stjóri SR-mjöls hf., segir tjónið umtalsvert, skipið hafi keyrt alveg inn að mæni á húsinu og eyðilagt húsið. Tjalda verður fyrir það til að byrja með en óvíst er með bryggjuna, hún lítur út eins og eldspýtnamsl. I fyrstu virðast vog- imar hafa að mestu sloppið við tjón, en tvær dælur eru brotnar og eitthvað af lögnum hefur slitnað og eyðilagst. Það kemur ekki í ljós fyrr en hægt verður að prófa tæírin en Ami sagðist vongóður um að bráðabirgðaviðgerð lyki um helg- ina og þá væri hægt að taka á móti loðnu. GG Sauðárkrókur: Maður lést af völdum brunasára í fyrrinótt lést maður frá Sauðárkróki af brunasárum sem hann hlaut eftir að eldur kom upp í einbýlishúsi í bæn- um. Það var um kl. 16 í fyrradag sem eldsins varð vart en hann kom upp í eldhúsi hússins. Ekki var um mikinn eld að ræða, að sögn lögreglu, greið- lega gekk að ráða niðurlögum hans og skemmdir urðu ekki miklar. í húsinu var auk mannsins sem lést, móðir hans en hún slapp ómeidd. Maður- inn hlaut mikil bmnasár og var fluttur til Reykjavíkur þar sem hann lést. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. HA Loðnubátar með fullfermi 70 mílur norður af Straumnesi: Loðnuverksmiðjurnar greiða 5.500 krónur fyrir tonnið Mjög góð loðnuveiði var í fyrri- nótt um 70 mílur norður af . Straumnesi í góðu veðri og fengu fimm bátar þar fullfermi. Loðnu hefur orðið vart allt austur að Kolbeinsey. Tveir bátar fóru til Siglufjarðar; Albert GK með 704 tonn og Háberg GK með 700 tonn. Tveir bátar fóru til Bol- ungarvíkur; Örn KE og Sunnu- berg GK og Víkingur AK fór suður á Akranes auk Austfjarða- báta á leið til löndunar í heima- höfn. Fleiri bátar eru á leið norð- ur eftir og gætu þeir orðið um tveir tugir um helgina. Júpíter ÞH landaði 1.400 tonn- um á Þórshöfn í gær en skipið fer ekki inn með fullfermi nema á flóði, gæta þarf sjávarfalla. Láms Grímsson skipstjóri segir loðnuna stóra og feita en hún fari öll til bræðslu en ástand loðnunnar gæti Iiins vegar hentað til frystingar sem fóður fyrir háhyminga ef falast yrði eftir því. Rússar hafa hins veg- ar falast eftir 30 til 50 þúsund tonn- um af frystri loðnu til manneldis og eru tilbúnir að borga 25 krónur fyrir kílóið. Þessu væri betur hægt að sinna ef fleiri bátar væru með sjókælingu í lestum auk þess sem mörg frystihúsanna séu ekki að kafna í vinnu og gætu sinnt þessum markaði. Loðnusjómenn gerðu sér vonir um að verksmiðjumar mundu greiða um 6 þúsund krónur fyrir tonnið vegna góðs afurðaverðs á lýsi og mjöli en fyrir fyrstu farm- ana voru greiddar 5.500 krónur. Undanfarin ár hefur verið um 2.000 króna munur á verði milli sfldar og loðnu, í fyrra voru greidd- ar 6.500 kr./tonn fyrir sfld og 4.500 kr./tonn fyrir loðnu. í haust vom greiddar 8.500 kr./tonn fyrir sfld og því gerðu sjómenn sér vonir um að greiddar yrðu allt að 6.500 kr./tonn fyrir loðnuna nú. GG Akureyrarprestakall: Séra Sigurður settur sóknarprestur Veður til ad fara út að ganga Síðustu daga hefur verið gott veður um allt land til þess að fara út að ganga og samkvæmt veðurspánni virðist svo ætla að verða áfram næstu daga. Veðurstofan spáði í gær ákveðinni suðaustlægri átt um allt land, sem ætti að þýða ágætis veður á Norðurlandi. Um miðja næstu viku eru síðan horfur á einhverjum breytinguin, langtímaspár gera þá ráð fyrir norðvestlægri átt. óþh/Mynd: BG Séra Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup, hefur verið settur sóknarprestur á Akureyri við hlið séra Birgis Snæbjörnsson- ar, en eins og fram hefur komið í blaðinu hefur verið auglýst staða aðstoðarprests á Akureyri og í Grímsey og er umsóknar- frestur til 30. nóveinber nk. í tilkynningu frá Biskupsstofu kemur fram að séra Sigurður Guð- mundsson muni væntanlega gegna stöðunni þar til nýr prestur hafi verið ráðinn. Séra Sigurður hefur aðstöðu sína í safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju og heimasími hans er 462 7046. óþh Víða skemmdir á hafnarmannvirkjum á Norður- og Norðausturlandi: Bryggja við norðurgarð Ólafsfjarðarhafnar brotin - smábátahöfnin opin fyrir fyllum Umtalsvert tjón varð á sumum hafnarmannvirkjum á Norður- landi í norðaustanhvassviðrinu, sem gekk yfír landið í síðustu viku. Stórstreymt var er veðrið gekk yfír og sjávarhæð mjög mikil og verður það á stór- straumsfjöru næsta árið. Á Hvammstanga hreyfðist til grjót í grjótvöminni en ekki er tal- ið að tjón hafi orðið á öðrum mannvirkjum. Á Blönduósi tók brimið að mestu 300 metra langa sjóvörn en brimið gekk hátt yfir hana sem er mjög óvanalegt. Eng- ar skemmdir urðu á hafnarmann- virkjum á Skagaströnd. Á Sauðárkróki gekk sjór inn á hafnargarðinn og flutti með sér sand og grjót sem skemmdi nokkra gáma sem þar stóðu. Brimið dró út úr hafnargarðinum að norðanverðu en þar er sand- tjara en engin grjótvöm og því viðbúið að eitthvað láti undan þegar sjór stendur svona hátt. Á Siglufirði skemmdist upp- fylling fyrir nýja löndunarbryggju verksmiðju SR-mjöls hf. og skol- aðist uppfyllingin út. Eftir var að ramma niður þilið og það verður ekki gert í bili af fyrrgreindum ástæðum. Verkið var hafið en erf- iðleikum var bundið að reka þilið niður vegna þess hve harður botn- inn er og stóð til að dýpka á svæðinu með krana eða dælu, en það verður ekki gert fyrr en í maí- mánuði 1996. í Ólafsfjarðarhöfn gekk sjór yfir norðurgtirðinn og færði til grjótvömina og tók úr henni. Bryggjan fyrir innan brotnaði mikið, bæði klæðningin og undir- stöður hennar sem bognuðu og brotnuðu. Bryggjan er fyrst og fremst notuð fyrir flutningaskip og er talið útilokað að hún verði notuð fyrir þau á komandi vetri. Brimið braut einnig skarð í brim- vöm í ósnum og við það opnaðist leið fyrir óbrotna úthafsöldu, fyll- umar, inn í vesturhöfnina, smá- bátahöfnina, sem gæti skapað mikið vandamál þar. Fyrirhugað var að bæta grjótvörnina fyrir vet- urinn en ekki var búið að korna því í framkvæmd. Ekkert tjón varð á Dalvík, og telja kunnugir að nýi brimvamargarðurinn þar liafi sitnnað ágæti sitt í þessu veðri. Á Grenivík tókst að koma í veg fyrir tjón, en verktaki við höfnina var á varðbergi meðan veðrið gekk yfir, tilbúinn til að- gerða ef með þyrlti. Akureyrar- höfn slapp við áföll, enda gætti veðursins minna þar. Mannvirki Húsavíkurhafnar sluppu við skemmdir, en mikil ólga var inni í höfninni og yfir að líta eins og í ólgusjó. Á Húsavík skemmdust einhverjir bátar er þeir lömdust saman, en það rnál skýrist ekki til fullnustu fyrr en þeir verað teknir í slipp. Engar skemmdir urðu á Kópaskeri. Á Raufarhöfn losnaði flot- bryggja í smábátahöfninni frá er festingar brotnuðu en öðru tjóni varð forðað að undanskildu því að úr fyllingum skolaði en mjög mikil hreyfing var inni í höfninni. Ekkert tjón varð á hafnarmann- virkjum á Þórshöfn. Þrjú skörð komu í innri hafnar- garðinn á Vopnafirði og var áætl- að að tjónið næmi um 5 milljón- um króna. Víða annars staðar urðu smáskemmdir. Á Bakkafirði gaf sig ytri klæðning á aðal hafn- argarðinum á 80 metra löngum kafla og því stendur garðurinn eftir berskjaldaður ef hann fær á sig annað brim í vetur. Brimið tók grjótið út og stendur því aðeins kjaminn eftir og því hætta á að í öðru brimi sígi garðurinn saman og falli fram fyrir sig. Sáralitlar líkur eru á því að hægt verði að laga garðinn í vetur; ekkert grjót er að hafa í garðinn á staðnum og þarf að sækja það um langan veg, jalnvel allt til Vopnatjarðar. Vandkvæðum gæti líka verið bundið að koma við viðgerðum á þessurn árstíma, treysta þarf stillu í nokkra daga meðan ekið er í garðinn, tækin þola ekki að fá á sig brimskafla. GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.