Dagur - 04.11.1995, Síða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 4. nóvember 1995
Lögleg vanabindandi lyf:
Tæp 20% meðferðarsjúklinga misnota róandi lyf
Guðbjörn Björnsson, læknir á Vogi, varar alkóhólista við að trúa því þegar
auglýst sé að búið sé að finna upp hið fullkomna svefnlyf, eða róandi lyf, þar
sem hætta á ávana sé minni. „Reynslan hefur sýnt mér að nýju lyfin eru síst
betri að þessu leyti og við trúum engu fyrr en einhver reynsla er koinin á lyf-
in.“ Mynd: AI
Töluvert hefur verið fjallað um
aukna fíkniefnaneyslu á Islandi í
fjölmiðlum undanfarna mánuði.
Þegar talað er um fíkniefni er
yfirleitt átt við ólögleg efni sem
einhver hefur smyglað inn til
landsins. Sennilega eru þó afleið-
ingar vegna neyslu á löglegum
vímuefnum alvarlegra vandamál
fyrir þjóðfélagið. Um 75% þeirra
2000 sjúklinga sem koma í með-
ferð á Vogi á ári eiga við áfengis-
vanda að stríða og um 19-20%
eru þar vegna misnotkunar á
annars konar löglegum efnum
sem geta valdið vímu, aðallega
róandi lyfjum eða svefnlyfjum.
Guðbjöm Bjömsson, læknir á
Vogi, var með fyrirlestur um lögleg
ávanabindandi Iyf á göngudeild
SÁÁ á Akureyri í vikunni. í fyrir-
lestrinum lagði hann áherslu á að
þó lögleg lyf, sem geta valdið vímu,
séu hættuleg sumum sé nauðsynlegt
að greina á milli þeirra sem era í
vanda og ánetjast þessum lyfjum og
hinna sem nota efnin í hófi.
Guðbjöm skilgreinir ávanabind-
andi lyf sem efni sem virka á heil-
ann og valda vímu. Mörg efni virki
á heilann en valdi ekki vímu og þau
séu ekki ávanabindandi.
Helstu flokkar ávanabindandi
lyfja eru róandi lyf, svefnlyf, gigtar-
lyf og ofnæmislyf en að sögn Guð-
bjöms era þeir flestir sem misnota
róandi lyf eða svefnlyf.
Gott lyfjaeftirlit
Guðbjöm segir lyfjaeftirlit á íslandi
vera mjög gott. „Menn eru varkárir
með að hleypa nýjum lyfjum á
markað og lyf eru líka vel merkt.
Öll lyf sem geta valdið vímu era
sérstaklega merkt með rauðum þrí-
hymingi og þessum merkingum er
hægt að treysta.“
Mörg þeirra lyfja sem hafa verið
lengi á markaðinum eru hættuleg
vegna þess að bilið milli skammts
sem hefur róandi áhrif og skammts
sem er svo stór að hann veldur
dauða er lítið og hafa orðið alvarleg
slys vegna þessa. Guðbjörn segir að
mikið af þessum gömlii lyfjum sé
verið að taka út af markaðinum og í
staðinn séu komin ný efni sem
einnig séu ávanabindandi en hagi
sér öðruvísi að því leyti að eftir því
sem þolið gagnvart lyfinu eykst
hækka líka banvænu mörkin og
hægt sé að taka stærri skammta án
þess að hljóta bana af. Eina lyfið
sem sé undanskilið þessu sé áfengið
en hins vegar falli menn yfirleitt í
dá áður en þeir hafa drukkið ban-
vænan skammt.
Guðbjöm varar alkóhólista við
að trúa því þegar auglýst sé að búið
sé að finna upp hið fullkomna
svefnlyf, eða róandi lyf, þar sem
hætta á ávana sé minni. „Reynslan
hefur sýnt mér að nýju lyfin eru síst
betri að þessu leyti og við trúum
Öll lyf sem geta valdið vímu eru sér-
staklega merkt með rauðum þrí-
hvrningi eins og þessum.
engu fyrr en einhver reynsla er
komin á lyfin. Þessi lyf eru yfirleitt
prófuð á ungu, fullfrísku fólki, sem
hefur ekki ánetjast neinum vímu-
efnum og slík próf segja lítið um
hvaða áhrif Iyfin hafa á alkóhól-
ista.“
Mjög slæm fráhvarfseinkenni
Fráhvarfseinkenni þeirra sem koma
í meðferð vegna róandi lyfja eða
svefnlyfja eru mjög slæm og senni-
lega þau verstu sem til eru að mati
Guðbjöms. „Það reynir mikið á
þetta fólk og því líður mjög illa.
Einkenni eins og hjartsláttur, hiti,
lystarleysi, niðurgangur og minnis-
trutlanir era algeng. Fráhvarfsein-
kenni áfengissjúklinga og þeirra
sem misnota t.d. kókaín eða heróín
ganga yfirleitt yfir á nokkrum vik-
um en þeir sem hafa misnotað
svefnlyf eða róandi lyf era oft með
minniháttar fráhvarfseinkenni allt
upp í eitt ár þó verst séu einkennin
fyrstu vikurnar."
Guðbjöm bendir á að í blöðum
og ljósvakamiðlum sé mikið fjallað
um kókaín og ýmis ólögleg fíkni-
efni. „Kókaín er ekkert sérstakt
vandamál á íslandi. Þeir sem neita
kókaíns era fáir einfaldlega vegna
þess að efnið er of dýrt fyrir flesta,“
segir hann og þykir að fjölmiðlar
blási þetta vandamál út. I Banda-
ríkjunum hafí það t.d. verið fjöl-
miðlamir sem ýttu undir vinsældir
alsælu með sífeldri umfjöllun um
að meðal unglinga hefði gripið um
sig alsæluæði. „Vandamál vegna
misnotkunar róandi lyfja era hins
vegar miklu umfangsmeiri en vegna
nokkurra kókaínfíkla og fráhvarfs-
einkennin eru líka mun verri. Þó
efni eins og kókaín og heróín séu
mjög hættuleg að taka inn era frá-
hvarseinkennin þegar neyslu þeirra
er hætt ekki eins slæm og þeirra
sem hafa misnotað róandi lyfin."
Pumalputtareglur
„Þegar vímuefni kemst í samband
við boðefni í heilanum gerist eitt-
hvað annað hjá alkóhólistum en
öðra fólki. Það er alveg ljóst,“ segir
Guðbjöm og hvetur alkóhólista til
að taka enga áhættu. I því sambandi
telur hann upp þrjár þumalputta-
reglur sem allir sem hafa ánetjast
vímuefnum ættu að hafa í huga.
Sú fyrsta er að nota ekki lyf sem
merkt era rauðum þríhyrningi. Lyf
á Islandi era vel merkt og hægt að
treysta því að öll vímuvaldandi lyf
hafi á sér þríhyming að áfengi und-
anskyldu.
Önnur reglan felur í sér að alkó-
hólistar eiga alltaf að segja til sín
þegar þeir leita sér læknishjálpar,
fara á spítala eða heilslugæslu-
stöðvar. „Rétt eins og maður lætur
vita ef maður er með sykursýki,
slæman maga eða einhvem ætt-
gengan sjúkdóm er einnig nauðsyn-
legt að segja ef maður er alkóhólisti
jafnvel þó ástæða heimsóknarinnar
sé aðeins kvef eða bakverkur," seg-
ir Guðbjöm, en ef þessi háttur er
hafður á hjálpar það lækninum að
velja hvaða lyf henta sjúklingi best.
Þriðja reglan er að fikta ekki við
lyf og alls ekki þiggja lyf frá ætt-
ingjum eða vinum. „Það sem hentar
öðram hentar ekki endilega þeim
sem eru alkóhólistar,“ segir hann.
Auk þessara þumalputtareglna
varar Guðbjöm menn við að hlaupa
á eftir töfralausnum. „Ef við þjá-
umst af svefnleysi er mjög ólíklegt
að það sé vegna skorts á gingsengi
og best er að nota heilbrigða skyn-
semi og eðlilegar lausnir lil að
vinna sig frá vandanum." AI
Körfuknattleikur - úrvalsdeild:
Stólarnir höföu betur
- sigruöu KR-inga 62:60 á Króknum
Tindastólsmenn náðu sigri á
lokamínútunum gegn KR-ing-
um í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik á Sauðárkróki sl.
fimmtudagskvöld. Munurinn
var aðeins tvö stig þegar upp
var staðið, 62-60.
Framan af leiknum einkenndist
leikurinn af taugatitringi og mis-
tökum á báða bóga. KR-ingar
Hamar
félagsheimili Þórs:
Líkamsrækt og tækjasalur
Ljósabekkir
Vatnsgufubað
Nuddpottur
Salir til leigu
Beinar útsendingar
Getraunaþjónusta
Hamar
sími 461 2080
náðu þó fljótlega frumkvæðinu og
héldu því nánast allan leikinn, þar
til rétt í lokin þegar Tindastólsvél-
in hrökk í gang. Og það dugði -
tvö stig bættust við í stigasafn
Sauðkrækinga og þeir eru nú
komnir með 16 stig, jafnmörg stig
og Haukar og Keflavík í A-riðli.
Annað kvöld fara Stólamir
suður til Grindavíkur og má búast
við erfiðum róðri þar.
Stig Tindastóls: Torrey John
31, Láras Dagur Pálsson 10, Hin-
rik Gunnarsson 9, Ómar Sigmars-
son 7, Pétur Guðmundsson 4 og
Amar Kárason 1.
Stig KR: Jonathan Bow 17,
Hermann Hauksson 14, Ingvar
Ormsson 12, Óskar Kristjánsson
8, Ósvaldur Knudsen 7, Atli Ein-
arsson 2 og Láras Árnason 1.
Tap Pórsara í Hafnarfirði
Þórsarar riðu ekki feitum hesti frá
viðureign sinni við Hauka í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik í
Hafnarfirði sl. fimmtudagskvöld.
Þegar upp var staðið munaði tólf
stigum á liðunum, 86-74, en stað-
an í hálfleik var 51-34. Staða
Þórsara er því allt önnur en góð,
liðið hefur einungis sex stig að
loknum 10 leikjum.
Það var ljóst strax frá fyrstu
mínútu að Haukarnir ætluðu að
selja sig dýrt. Þórsarar komust
vart á blað á fyrstu mínútum leiks-
ins á meðan Haukarnir höluðu inn
stigin jafnt og þétt. Sá eini sem
eitthvað lét til sín taka í liði Þórs í
fyrri hálfleik var Fred Williams.
Þórsarar komu mun ákveðnari
til síðari hálfleiks en það dugði
ekki til, munurinn frá í fyrri hálf-
leik var of mikill til að gestirnir
næðu að brúa bilið. Þessum leik
verða Þórsarar að gleyma sem
fyrst og bíta á jaxlinn fyrir leikinn
gegn ÍR í íþróttahöllinni á Akur-
eyri annað kvöld. Nú er að duga
eða drepast.
Stig Hauka: Jason Williford 25,
Jón Amar Ingvarsson 22, Bergur
Eðvarðsson 12, Sigfús Gizurarson
11, Ivar Ásgrímsson 5, Pétur Ing-
varsson 4, Björgvin Jónsson 4 og
Pálmar Sigurðsson 3.
Stig Þórs: Fred Williams 30,
Kristján Guðlaugsson 11, Haf-
steinn Lúðvíksson 9, Konráð Ósk-
arsson 8, Kristinn Friðriksson 7,
Birgir Öm Birgisson 5 og Böðvar
Kristjánsson 4.
Litaleikur Dags og Borgarbíós:
Fyrstu miöarnir á
Leynivopnið dregnir út
í laugardagsblaðinu fyrir viku var
birt teikning af sögupersónum í
teiknimyndinni Leynivopninu,
sem Borgarbíó á Akureyri hefur
nú til sýningar og yngstu lesend-
umir hvattir til að lita hana og
senda til blaðsins. Margar lit-
skrúðugar og fallegar myndir bár-
ust blaðinu í vikunni og nú er bú-
ið að draga úr bunkanum 20
teikningar og höfundar þeirra fá
miða á sýningu á Leynivopinu í
Borgarbíói. Næsta sýning er á
sunnudag kl. 15 og geta þeir sem
taldir era upp hér á eftir vitjað um
miða sinn í Borgarbíói. Eins og
frani kom í síðasta helgarblaði
verður lfka dregið út næsta
fimmtudag úr teikningabunkanum
þannig að nú er um að gera að
finna blaðið, lita myndina, senda
blaðinu og vinna miða á sýningu
á Leynivopninu.
Þeir sem höfðu heppnina með
sér þessa vikuna voru:
Saniúel Gunnarsson
Vestursíðu 1 a, Akurevri
Friðrik Gunnarsson
Vestursíðu 1 a, Akureyri
Þrúður Maren Einarsdóttir
Borgarsíðu 37, Akureyri
Jón Björn Þorsteinsson
Skíðabraut 6, Dalvík
Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Grenilundi 3, Akureyri
Ambjörg Jónsdóttir
Byggðavegi 99, Akureyri
Alex Orrason
Krabbastíg 1 b, Akureyri
Kolbrún Dögg Tryggvadóttir
Borgarsíðu 19, Akureyri
Helga Margrét Clarke
Grænumýri 6, Akureyri
Skúli Einarsson
Engimýri 14, Akureyri
Ebba Hlíf Hlífarsdóttir
Víðiholti, 560 Varmahlíð
Iris Tanja Flygenring
Kantbagerði 7, Akureyri
Sara Svavarsdóttir
Bjarkarstíg 1, Akureyri
Þórdís Ragna Sigurbjömsdóttir
Kleifargerði 5, Akureyri
Margrét Einarsdóttir
Engimýri 14, Akureyri
Hulda Margrét Hallgrímsdóttir
Tröllagili 10, Akureyri
Júlfa B. Róbertsdóttir
Stapasíðu 13a, Akureyri
íris Bjömsdóttir
Hjallalundi 13 h, Akureyri
Grétar Már Axelsson
Grundargötu 7, Akurcyri
Audrey Freyja Clarke
Grænumýri 6, Akureyri