Dagur - 11.11.1995, Síða 7

Dagur - 11.11.1995, Síða 7
Laugardagur 11. nóvember 1995 - DAGUR - 7 Löngum var á Hrauni stórt fjárbú og jafn- framt kúabúskapur, en hann lagðist reyndar af árið 1974 þegar tankvæðingin kom til sögunnnar. Fjósið á Hrauni fullnægði þá ekki kröfum sem gerðar voru og jafnframt var bærinn nokkuð úrleiðis. Núverandi heimreið og brú á henni, yfir Öxnadalsá, komu síðar. Því var ákveðið við þessar kringumstæður að hætta með kýr og einbeita sér að fjárbúskap. í dag er sem fyrr segir bú- ið á Hrauni með um 80 fjár og hefur því fækkað úr 150 frá fyrra vetri. Kvóta vilja þeir bræður halda við jörðina ef þeir myndu selja hana, en það stendur reyndar ekkert til. Á Hrauni vilja þeir vera. Hraunsfeðgum varð allt til fjár En það var fleira sem bændur á Hrauni gerðu. Guðmundur á Egilsá segir svo í Sögu bóndans á Hrauni: „Efnahagurinn blómgað- ist svo á þessum árum, að flestum þótti furðu gegna, enda varð þeim Hraunsfeðgum nú allt til fjár - vegagerð, sem var oft tekin í ákvæðisvinnu og skilaði miklu meiri launum en ef unnið var upp á tímakaup - með því móti, að orkan væri hvergi spömð né vinnu- dagur miðaður við ákveðinn stundafjölda. Þá skilaði og búið ákaflega góðum arði, enda kynbætur stundaðar af kappi og Hraunsbóndinn getur satt augu sín við að horfa á homprúða kynbótahrúta renna til húsa sinna hvert haust.“ „Mig er stundum að dreyma eitthvað mgl á nóttinni, þá finnst mér ég oft vera að smala kindum. Þá er ég ævinlega hér frammi í botni Öxnadals, við Varmavatnshóla, en aldrei hér á Hrauni. Mér finnst það svolítið skrýtið, svo lengi sem ég hef verið hér. En þessa vetur sem ég var í Gloppu var mig eitt haustið oft að dreyma tvö lömb, sem ég sá alltaf fyrir mér að væri í þröngum dal, frammi á árodda. Þeirra leitaði ég í svo- nefndum Melrakkadal, en sá aldrei neitt né fann. Ári síðar fór ég í Grjótárdal á Öxna- dalsheiði og við svipaðar aðstæður og ég sá fyrir mér í draumnum, á odda þar sem tvær ár skarast, fann ég beinagrind þessara lamba. Annars tel ég fé mjög veðurglöggt og hef oft rekið mig á það. I áhlaupinu nú á dögunum var forystuær frá okkur sem leiddi 25 kindur heim áður en veðrið skall á. Það bjargaði okkur. Við misstum engar kindur í þessu áhlaupi og það þakka ég þessari glöggu for- ystuá,“ sagði Aðalsteinn. Fagurt bæjarstæði Ekki er deilt um að bæjarstæðið á Hrauni í Öxnadal er eitt hið fegursta á landinu. Mest- an svip á staðinn setur sjálfsagt Hraundrangi sem gnæfir yfir staðnum, líkt og kóngur yfir ríki sínu. Land Hrauns er víðfeðmt en að stærstu leyti fjalllendi. Undirlendi er stórum minna - en ræktað land er rösklega 22 hekt- arar. Aðalsteinn segir að þó hann hafi búið á Hrauni lengi blasi alltaf eitthvað nýtt við. „Þetta er sérkennilegt land. Þó ég sé nú bú- inn að vera hér í 57 ár er ég alltaf að sjá eitt- hvað nýtt og nýtt. Héma uppi í hólunum er alltaf eitthvað nýtt að sjá hversu oft sem ég fer þar um,“ segir hann. Jón bróðir hans vitnar í þessu sambandi Aðalsteinn á Hrauni með hesta sína tvo. Brúnskjóni er til hægri og Höttur til vinstri. Myndin er úr albúmi þeirra bræðra. Hraun i ö\ii „Þar sem háir hólar hálfan daíinn fylla,“ lék í ljósi sólar, lærði hörpu að stilla hann sem kveða kunni kvæðin, ljúfu, þýðu, skáld í muna og munni, mögur sveita-blíðu. Rétt við háa hóla hraunastalli undir, þar sem fögur fjóla fegrar sléttar grundir, blasir bær við hvammi, bjargaskriðum háður. Þar til fjalli frammi fæddist Jónas áður. Brosir laut og leiti, ljómar fjall og hjalli, lækur vætu veitir, vökvast bakka halli, geislar sumarsólar silungsána gylla þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla. (Hannes Hafstein) til Steindórs Steindórsonar frá Hlöðum, sem var herbergisfélagi hans á sjúkrahúsi fyrr á árinu. Þar og þá hafði Steindór á orði að ekkert landsvæði á íslandi hefði hrifið sig eins og Hraunslandið. Hvergi væri fegurra en við Hraunsvatn og sjá upp til drangans. „Steindór sagðist víða vera búinn að fara og sjá margbrotið landslag en ekkert hefði hrif- ið sig eins,“ segir Jón. Á slóðum Jónasar Frá bæjarhúsum á Hrauni og að vatninu er röskur hálfrar stundar gangur. Vatnið nefna sumir Hallgrím í höfuðið á föður Jónasar skálds. Sá hét Hallgrímur Þorsteinsson og druknaði í vatninu árið 1814, þegar sonurinn var á áttunda ári. Og nafn Hrauns ns hæst fyrir að vera fæðingarstaður þessa þjóðskálds íslands um alla tíma. „Jónas Hallgnmssonar var nú stutt héma. Hann var uppalinn á Steinsstöðum frá fyrsta ári og dvaldist hér nær ekkert. Jón Jónsson á Skjaldarstöðum hér í Öxnadal hreyfði meira að segja efasemdum við því að hann væri fæddur hér. Engan nema þann eina mann hef ég heyrt segja það. Hins veg- ar er ekki um deilt að Jónas ólst upp á Steinsstöðum og þar bjuggu ættingjar hans, meðal annars systir hans Rannveig löngu eftir hans dánardægur. Jónasarfólkið var býsna lengi á Steinsstöðum,“ segir Jón og hvorki hann né Aðalsteinn vilja kannast við að einhver andi þjóðskáldsins svífi yfir vötn- unum á þessum slóðum enn í dag. Sjónin að daprast Sem fyrr segir vom foreldrar þeirra Jóns og Aðalsteins á Hrauni þau Jónas Rósant Jóns- son og Elínborg Aðalsteinsdóttir. Jónas var fæddur 1893 og lést árið 1973, hann var Öxndælingur að ætt og uppruna. Elínborg Þessi mynd er úr bókinni Bóndinn á Hrauni eftir Guðmund á Egilsá og við hrífunar eru þau Jónas Rósant Jónsson og Elínborg Aðalsteinsdóttir. Bærinn á Hrauni er í bakgrunni myndarinnar. Texti: Sigurður Bogi Sævarsson átti hins vegar rætur sínar að rekja í Svarfað- ardal og ólst þar upp. Hún var fædd 1894 og lést árið 1991. Böm þeirra sjö festu öll rætur norðanlands, en eitt þeirra er nú látið. Jón er fæddur árið 1916 og Aðalsteinn þremur ámm síðar, eða 1919. Báðir em þeir þokkalega rólfærir, en Jón hefur þó mikið tapað sjón síðustu misseri. Allt frá fæðingu hefur sjón hans á hægra auga verið takmörk- uð og fyrir um ári hvarf hún að mestu. „Sjón á vinstra auganu er heldur betri, en nú er þessu þannig komið að ég get ekkert lesið. Það segi ég öllu bóka- og blaðsölufólkinu sem hingað hringir - og kaupi því ekkert. Ég kaupi þó ennþá Frey, Heima er best og Dag. Lengi fengum við sendan Tímann, en ég hætti því þegar sjónin tók að daprast svona,“ segir Jón. Jafnframt hefur hann verið með asmasjúkdóm. Aðalsteinn kveðst hins vegar vera þokkalegur til heilsu en sé þó orðinn nokkuð haltur og eigi erfitt með gang. „Hef aldrei komið til Reykjavíkur“ Þeir Hraunsbræður em ekki víðförlir menn í þeirri merkingu að þeir hafi lagt lönd og álf- ur undir sig. Öxnadal hafa þeir bundist böndum sem aldrei hafa rofnað og munu ekki gera. En vel em þeir að sér og geta tal- ist víðförlir af lestri góðra bóka. „Nei, ég hef aldrei komið til Reykjavíkur. En Jón fór þangað árið 1946 þegar hann leitaði til Kristjáns Sveinssonar augnlæknis," segir Aðalsteinn. Og blaðamaður, sem oft er í suðurferðum, býður Aðalsteini með í næstu ferð, en hann neitar. Hann segist ekki eiga heimangengt nú yfir vetrartímann þegar fé sé á húsi. Lengsta ferðalag sitt um dagana fór Aðal- steinn í fyrr á þessu ári. Þá bauð Fjarkinn, félag eldra fólks í Öxnadals-, Skriðu-, Glæsibæjar- og Amameshreppum í ferð um Norðurland, allt til Hvammstanga. Sú ferð þótti þeim bræðmm skemmtileg. Sömuleiðis var ánægjuleg ferð þeirra með Búnaðarfélagi Öxnadalshrepps á Borg- arfjörð eystri fyrir nokkmm ámm. Þá segir Jón jafnframt að hann hafi komist í flugferð nú fyrir nokkmm ámm, þegar safnaðarfull- trúar kirkna við Eyjafjörð hugðust halda fund í Gnmsey. Flugvélin tók á loft frá Ak- ureyrarflugvelli og var komin að Svalbarðs- eyri þegar tilkynnt var að lending í eynni væri ómöguleg vegna stífs hliðarvinds. Var snúið við og lent og fundurinn í staðinn haldinn á Akureyri. Stutt gaman en skemmtilegt - og bræðumir á Hrauni hlæja að þessu ferðalagi. Hófí, Linda og Jónas Hallgrímsson Þeir Aðalsteinn og Jón á Hrauni hafa löng- um verið kallaðir Hraunsstrákanir af sveit- ungum sínum. Og það getur talist réttnefni, að segja strákar, því hugur þeirra er frjór og ferskur - rétt eins og þeir væm ungir menn. Heimili þeirra ber og vott um snyrtimennsku en tækni nútímans hafa þeir ekki fært sér í nyt nema að takmörkuðu leyti. Olíufíringin í eldhúsinu gerir sitt gagn og það er funheitt í húsinu. Sólóeldavélin gerir það líka gott. Kannski sést best á stöðum sem þessum að þau tól og tæki sem nútímafólk ber í híbýli sín eru í mörgum tilfellum óþörf. „Ég er hrifinn af henni Vigdísi forseta. Hana kaus ég á sínum tíma og þykir miður að hún skuli vera að hætta nú,“ segir Aðal- steinn. Því eru glögglega til vitnisburðar fjölmargar myndir af forsetanum á veggjum, klipptar úr dagblöðunum. Þar em einnig myndir af fegurðardísunum Hólmfríði Karlsdóttur og Lindu Pétursdóttur. Það eru heitkonur þeirra bræðra. Aðrar segjast þeir ekki hafa átt um dagana. Jafnframt em á veggjum myndir af Jóni forseta Sigurðssyni og Jónasi Hallgrímssyni. Það er kannski ekki annað við hæfi en myndir séu á veggj- um af þjóðskáldinu á þessum stað. Karlinn segir ekki ósatt Hraunsstrákamir bjóða blaðamanni uppá kaffi og kleinur og sýna um leið fjölmargar myndir úr albúmum sínum. Myndir af fólki. Davíð Oddsson, Vigdís forseti, Páll Péturs- son og ættingjar þeirra bræða. Allt er þetta sómafólk. Með traustu handtaki kveðja þeir bræður á tröppunum heima á Hrauni. Æmar sem slanda við fjárhúsið horfa á og það heyrist gá í hundinum Týra. Hraundrangi gnæfir yf- ir og efist einhver um að blaðamaður hafi á annað borð komið að Hrauni getur karlinn í dranganum verið þar vitundarvottur. Karlinn segir ekki ósatt.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.