Dagur - 11.11.1995, Side 12

Dagur - 11.11.1995, Side 12
12 - DAGUR - Laugardagur 11. nóvember 1995 DÝRARÍKI ÍSLANDS $R. SICURÐUR ÆCISSON Skúfönd (Aythya fuligula) Skúfandarsteggur í sumarbúningi. (Þorsteinn Einarsson: Fuglahandbókin 1987) Fuglar 69. þáttur Skúföndin er af ættbálki gásfugla eða andfugla, eins og t.d. gæsir og álftir. Hún er síðan af andaættinni, sem hefur að geyma um 140 teg- undir fugla. Andaættin er tegundaflesta fuglaættin hér á landi, með um 25 tegundir árvissar og þar af 18 þeirra reglubundna varpfugla. Ættin skiptist í gráendur (sem einnig eru nefndar buslendur, grasendur, eða hálfkafarar) og kafendur. Skúföndin tilheyrir hin- um síðamefndu. Hún er aðeins minni en ná- frænka hennar, duggöndin, eða 40-47 sm á lengd, að meðaltali í kringum 700 g á þyngd (kvenfugl- ar 335-995 g, karlfuglar 475-1028 g) og með 67-73 sm vænghaf. Skúföndin er talsvert lík dugg- önd og ber reyndar með alþýðu heitið „litla duggönd." í varpbún- ingi er blikinn svartur að ofan (ólíkt duggönd), á bringu og að aftanverðu, en hvítur á síðum og kvið. Á höfuð slær málmgljáa (blágrænni eða purpurarauðri slikju). Kollan er hins vegar dökk- brún að ofan, en ljósbrún á síðum; kviður er eins og á blikanum. Bæði kyn eru með skúf aftur úr hnakka (meira áberandi á karl- fuglinum), þaðan er nafn tegund- arinnar dregið, og auk þess hvítt, langt belti eftir endilöngum vængjum, aftanverðum; mjög áberandi á flugi. Nefið er blýgrátt, en nöglin svört; fætur blágráir, með dekkri fitjum. Augu gul. Mjótt, hvítt band (en ekki skella, eins og á duggönd) er við nefrætur flestra kvenfugla, og þeirra einna. Skúföndin greinist ekki í neinar undirtegundir. Þetta er tiltölulega nýr land- nemi hér, byrjaði ekki að verpa fyrr en í lok 19. aldar, eða nánar tiltekið árið 1895, í kjölfar lofts- lagsbreytinga í Evrópu, að menn telja, sem opnaði ýmsum tegund- um leið norðar á bóginn en áður hafði verið mögulegt. Hún mun nú vera algengasta ferskvatnsand- artegund landsins og fjölgar stöð- ugt, ólíkt því sem er með aðrar andategundir. Mest er um skúfönd á iáglendi (þó er hún fáséð á Vest- fjörðum), en hana vantar nær alveg á hálendið. Varpheimkynnin ná í dag frá íslandi, um Bretlands- eyjar og þaðan yfir NV-Evrópu og Evrasíu, að Kamtsjatkaskaga og Japan. Tegundin fór ekki að verpa í Danmörku fyrr en árið 1904, í Tékkóslóvakíu 1914 og í Austur- ríki 1960, að eitthvað sé nefnt. Islenska skúföndin er að mestu farfugl, sem kemur til landsins fremur seint á vorin. Hún er ein- kvænisfugl. Tilhugalífið hefst síðla vetrar og eru fuglar að para sig jafnvel rétt fyrir varp, sem hefst í júní. Skúföndin verpir hjá grunnum, næringarríkum vötnum og tjöm- um og í árhólmum, bæði við sjáv- arsíðuna og inn til landsins. Hreiðrið, sem er búið til úr grasi, fjöðrum og dúni, er vel falið í einhverjum gróðri, oft sefi eða birkikjarri. Gjaman er notið sam- býlis við kríu og hettumáf, til verndar gegn ræningjum. Eggin eru oftast 5-8 (stundum þó 8-11, en geta þó verið allt að 14), grá- græn að lit. Sér kollan ein um ásetuna, sem tekur 23-28 daga, og eins um uppeldi unganna. Þeir koma mjög sjálfbjarga í þennan heim, eru m.ö.o. hreiðurfælnir, leita strax eftir ábrot út á vatn í fylgd móður sinnar og geta þegar synt og kafað og náð í æti af eigin rammleik. Þeir verða fleygir 45- 50 daga gamlir og líkjast þá mjög orðið kollunni í útliti. Að ári liðnu eru þeir orðnir kynþroska, en flestir bíða þó annað ár, áður en lagst er í varp. Blikar, sem eru í felli (sárum) á eggja- og ungatímanum, þ.e.a.s. að endurnýja búning sinn, líkjast dökkum kollum. Málmgljái höf- uðs er þá enginn. Skúföndin lifir, eins og flestar kafendur hér, mest á smádýrum ýmsum, eins og t.d. lirfum mý- flugna, vorflugna og annarra skor- dýra, krabbadýrum (aðallega kornátu og skötuormi), vatna- bobbum og samlokum. Jurtir eru hins vegar afar lítill hluti fæðunn- ar. Ungamir taka ætíð mest af yfirborðinu, en hinir fullorðnu at- hafna sig meir í kafi (einkum á 0,5-3 m dýpi, en geta þó farið nið- ur á 7 m; sjaldan lengra). Seint á haustin er landið svo kvatt og yfirgefið, því á vetuma dvelur meginþorri allra skúfanda okkar suður með V-Evrópu, eink- um þó á Bretlandseyjum; ekki nema örfáir fuglar verða eftir hér á landi, á Mývatni og Úlfljóts- vatni, og eitthvað suðvestanlands (á Ósum, Hlíðarvatni, Soginu og í Reykjavík). Skúföndin er að mestu þögul, nema í tilhugalífinu; þá er rödd skúfandarblikans angurvært flaut, en kollan gefur frá sér urrandi hljóð, bæði á flugi og sundi. Islenski skúfandarstofninn mun telja um 10.000 varppör (eða 30.000 fugla að hausti), og af þeim eru um 5.000 pör við Mý- vatn, sem jafnframt er um helnt- ingur allra andategundanna 14 þar á vorin og sumrin. Elsti merkti fugl, sem ég veit um, er talinn hafa verið á.a.g. 14 ára gamall. En eflaust getur skúf- öndin náð enn hærri aldri en það. JÖRDIN OKKAR Mannfjölgun - rót vandans eða afleíðing? Breski sjónvarpsmaðurinn og nátt- úrufræðingurinn Sir David Atten- borough var nýlega staddur hér á landi til að kynna nýútkomna bók sína „Einkalíf plantna“. í viðtölum við fjölmiðla var var kappinn m.a. spurður hvað hann teldi vera al- varlegasta umhverfisvandamálið á jörðinni og var hann fljótur til svars. „Fólksfjölgunin er mesta vandamál mannsins og eina leiðin til að ráða bót á því er að ná tök- um á vandamálinu og stjóma fólksfjölguninni.“ Attenborough bendir á að jafnvel tíu ára krakki ætti að geta séð að ef mannkynið haldi áfram að ganga á forðabúr jarðar endi með að það tæmist. Þrátt fyrir að það virðist aug- ljóst að mannfjölgun sé gífurlegt vandamál deila fræðimenn hat- rammlega um að hve miklu leyti mannfjölgun sé orsök ýmissa vandamála s.s. mengunar, eyðingu auðlinda og fátæktar. Oft er þetta spuming um orsök og afleiðingu. Er fátækt t.d. afleiðing þess að of margt fólk býr á of litlu svæði, eða er hugsanlegt að fátæktin sé orsakavaldur og mikil fólksfjölg- un sé afleiðing hennar? Eins má spyrja hvort hægt sé að kenna fólksfjölgun um eyðingu auðlinda og mengun þegar staðreyndimar segja okkur að yfir 80% auðlinda- notkunar á jörðinni séu á ábyrgð hins vestræna heims, þar sem ein- ungis fjórðungur mannkyns býr. Iðnríki Norðursins bera einnig ábyrgð á stærstum hluta þeirrar mengunar sem veldur gróðurhúsa- áhrifum á jörðinni og þaðan kem- ur líka mest af þeim efnum sem eyða ósonlaginu. Auðæfum jarðar misskipt Árið 1950 bjuggu í öllum heimin- um rúmlega 2500 milljónir manna. Um þessar mundir er fjöldi jarðarbúa í kringum 6 millj- arða og ekki sést fyrir endann á þessari mannfjöldasprengingu. Fólksfjölgunin hefur breytt hlut- föllum í heiminum því langmest er fjölgunin í löndum Suðursins, eða þeim heimshluta sem oft er nefndur þriðji heimurinn, þó sú skipting eigi vart lengur við miðað við breytta heimsskipan. Hlutfall íbúa Suðursins fer sífellt vaxandi, var komið upp í 78% af jarðarbú- um árið 1992 og má búast við að þetta hlutfall verði enn hærra á næstu árum. Fátækt og hungur eru alvarleg vandamál í löndum í suðri og margir vilja kenna þar offjölgun um. Fólkið sé einfaldlega orðið of margt og ekki nógur matur til að fæða alla. í þessu samhengi er rétt að minna á að mannkynið í heild framleiðir flest ár meiri mat en þarf til að fæða alla jarðarbúa og offramleiðsla á mat hefur áratug- um saman verið meðal erfiðustu efnahagsvandamála Vesturlanda. Kjötfjall okkar Islendinga er að- eins eitt lítið dæmi um þetta. Vandamálið er hins vegar að fólk Margir telja aðferðir Kínverja við að halda aftur af mannfjölgun harkaleg- ar og vega að mannréttindum. Enginn hefur þó náð betri árangri en þeir í þessari vonlausu en mikilvægu baráttu. hefur misgóðan aðgang að mat. Jörðin á nóg handa öllum en auð- æfunum er misskipt því sumir hafa meira en þeir þurfa og aðrir ekki neitt. Ef svó ólíklega vildi til að einhvem tímann tækist að skipta gæðum jarðar á fullkom- lega réttlátan hátt milli heimshluta yrðu vandamál jarðarbúa þó eng- an veginn leyst, a.m.k. ekki ef fólki heldur áfram að fjölga jafn hratt og síðustu áratugi. Þó nóg sé til af mat núna mun sá tími líkast til koma að jarðarbúar verða ein- faldlega of margir ef ekki hægir á fjölguninni. Hvað á að gera? Hvort sem fólksfjölgun er orsök eða afleiðing annarra vandamála mannkyns er ljóst að hún er gífur- legt vandamál. Til að mögulegt sé að taka á þessu vandamáli og reyna að draga úr fjölguninni er hins vegar nauðsynlegt að átta sig á rótum vandans. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að draga úr fólksfjölgun í heiminum og hafa þær tekist misvel. Ýmsar skýring- ar eru á hve illa hefur tekist til í mörgum tilfellum. Oft hafa vest- rænir sérfræðingar stýrt aðgerðum sem áttu að stuðla að færri bam- eignum og heimamenn hafa lítið fengið að leggja til málanna. Karl- ar hafa einnig yfirleitt verið við stjómvölinn þó augljóst sé að fækkun barneigna snerti stöðu kvenna frekar en karla. í baráttunni við fólksfjölgun hafa Kínverjar náð einna bestum árangri. Fólksfjölgun þar var 2,2% á ári frá 1960-80 sem þýddi fjölg- un um 20 milljónir á ári. Á síðustu árum hefur þeim tekist að minnka fjölgunina um helming þannig að hún er nú rúmlega 1%. Margir hafa gagnrýnt aðferðir Kínverja því þær þykja harkalegar og vega að mannréttindum. Sú staðreynd stendur þó engu að síður að eng- inn hefur náð betri árangri en þeir í einni vonlausustu en jafnframt mikilvægustu baráttu mannkyns- ins. AI Heimildir: Jón Ormur Halldórsson. Löndin í suðri (1992) Todaro, Michael P. Economic Development (1994)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.