Dagur - 11.11.1995, Blaðsíða 20

Dagur - 11.11.1995, Blaðsíða 20
DAGUR Akureyri, laugardagur 11. nóvember 1995 Verið viðbúin vinningi! Nýja brúin yfir Laxá er mikið mannvirki og nú styttist vonandi í að hún verði tekin í notkun. Mynd: Halldór. Mývatnssveit: Laxárbrú á lokaspretti Undanfaranar vikur hefur brúarvinnuflokkur Vega- gerðarinnar undir stjórn Guð- Innimálning verði Cljá- stig 10 Verð frá kr. S69lítri KAUPLAND Kaupangi ■ Sími 462 3565 mundar Sigðurssonar unnið hörðum höndum að gerð nýrrar brúar yfir Laxá, milli Arnar- vatns og Helluvaðs í Mývatns- sveit. Nýja brúin leysir af hólmi tvær eldri brýr sem eru nokkru ofar við ána og eru komnar mjög til ára sinna. Nýja brúin er mikið mannvirki, © HELGARVEÐRIÐ Spáð er á laugardag suð- vestan og vestan strekkingi og vætu norðanlands um helgina. Hiti verður allt að sjö stig. Á sunnudag má bú- ast við strekkingi af sömu átt og skúrum og slydduélj- um. Hitastig verður óbreytt. Búast má við meinhægu ágætisveðri alla næstu viku og hlýju, að minnsta kosti miðað við árstíma. alls 51,5 metrar að lengd og 9,5 á breidd, tvær akreinar og 1,5 m breiður gangstígur. Hægt verður að ganga bakkana beggja megin árinnar undir brúna, sem kemur sér afar vel fyrir t.d. veiðimenn, en efri hluti Laxár er eitt vinsæl- asta urriðaveiðisvæði landsins. Þessa dagana er verið að steypa brúardekkið og þá er eftir að steypa bríkur, handrið og festing- ar. Að sögn Sigurðar Oddssonar hjá Vegagerðinni á Akureyri mun verkið klárast í næstu viku, ef veðurspá gengur eftir. Þá er eftir að tengja brúna og sagði Sigurður það verða gert í haust ef tíð leyfir. Nýja brúin nýtist þeim sem aka þjóðveginn norðan Mývatns. Þar hefur verið unnið að talsverðum vegabótum og slitlagslagningu á undanfömum ámm, nú síðast í sumar, en styttra er fyrir þá sem ætla í Reykjahlíð og koma Mý- vatnsheiði að aka norðan vatns en sunnan. HA Sauðkrækingar vinna að skipulagningu skíðasvæðis: Getur orðið sannkölluð skíðaparadís - sagði Gunnar B. Rögnvaldsson, formaður skíðadeildar Tindastóls Skíðadeild Ungmennafélagsins Tindastóls á Sauðárkróki hef- ur á undanfomum árum verið að láta hanna nýtt skíðasvæði fyrir Skagfirðinga. Gunnar B. Rögn- valdsson, formaður skíðadeildar UMFT, segist binda miklar vonir við nýja svæðið, sem bjóði upp á mjög mikla möguleika. Undirbúningur að þessu máli hefur nú staðið í 5 ár. „Við létum gera fyrir okkur fullkomið kort af svæðinu og af vegarstæðinu. Eftir áramót verður vegarlagningin væntanlega boðið út,“ sagði Gunn- ar. Hann kom til Sauðárkróks frá Siglufirði og vann m.a. að upp- byggingu þeirrar glæsilegu aðstöðu sem nú er þar. Framtíðarskíðasvæði Skagfirð- inga heitir Skarðsdalur, líkt og á Siglufirði, og er sunnan í svoköll- uðum Lambárbotnum í Tindastóln- um. Nokkru neðar er gömul tog- braut en nýja svæðið er að sögn Gunnars mun álitlegra. „Það eru allar aðstæður fyrir hendi til þess að þama geti orðið sannkölluð skíðaparadís og ég er satt best að segja hissa á að Skagfirðingar skuli ekki vera búnir að þessu fyrir löngu síðan. Þarna erum við t.d. í miklu skjóli fyrir. norðanáttinni,“ sagði Gunnar og bætti við að að- stæður til skíðagöngu væru einnig mjög góðar. Hann sagði þama komið skíðafæri í fyrstu snjóum, t.d. séu þrjár vikur síðan hægt hefði verið að fara á skíði. Vegalengdin frá Sauðárkróki er ekki mikil, aðeins 12 kílómetrar og þama á að setja niður 1.200 metra lyftu, sem stefnt er á að verði kom- in í gagnið fyrir næsta vetur. Gunn- ar segir skíðaáhuga hafa verið að aukast í Skagafirði en fólk setji mikið fyrir sig að núverandi tog- lyfta er erfið fyrir óvana. Fyrir liggur að erindi hefur ver- ið sent bæjarstjóm Sauðárkróks vegna kaupa á nýjum snjótroðara, sem Gunnar segist vonast til að komi áþessu ári. HA Norðurland eystra á botninum Samkvæmt úttekt Þjóðhags- stofnunar á atvinnutekjum á landinu voru tekjur fólks á Norð- urlandi eystra þær lægstu á síð- asta ári af öllum kjördæmum landsins. Skoðuð voru framtöl fólks á aldrinum 26-65 ára og reyndust meðalatvinnutekjur framteljenda á Norðurlandi eystra vera 1.407 þús. kr. Næstlægstu tekjumar voru í fyrra á Suðurlandi, 1.417 þús. kr. og á Norðurlandi vestra voru þær 1.420 þús. kr. Hæstu tekjur em hins vegar á Vestfjörðum, 1.605 þús. kr. Árið 1993 voru lægstu meðalat- vinnutekjur á Norðurlandi vestra, síðan kom Norðurland eystra og þriðju lægstu meðalatvinnutekjur reyndust þá vera á Vesturlandi. óþh BRAUÐGERÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.