Dagur - 22.11.1995, Síða 1

Dagur - 22.11.1995, Síða 1
Skandia Ufandi samkeppni W - lœgri iðgjöld Geislagötu 12 • Sími 461 2222 Staða fiskvinnslu KEA sú versta í mörg ár - samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu átta mánuði ársins Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA, sagði á fundi Akureyrardeildar KEA sl. mánudagskvöld að staða sjáv- arútvegs félagsins væri mun lak- ari nú en í fyrra, staða fiskvinnsl- unar væri ein sú lakasta sem ver- ið hefði í mörg ár en rekstur út- gerðarinnar væri hins vegar mun skárri. Fyrir deildarfundinum lá milliuppgjör fyrir fyrstu átta mánuði ársins 1995. Ari Þorsteinsson, forstöðumað- ur sjávarútvegssviðs KEA, segir að ekki hafi verið að nást sami ár- angur í fiskvinnslunni og undan- farin ár en Jrað eigi ekki við um útgerðina. A síðasta ári var fisk- vinnslan í landinu rekin með 3 til 4% hagnaði. „Rekstur útgerðarinnar er já- kvæður það sem af er þessu ári, og eins hefur rekstur fiskvinnslunar verið mun betri nú síðustu mánuð- ina og við erum í góðum rekstri núna. Helsti orsakavaldur þessarar slælegu útkomu eru gengisbreyt- ingar en í gangi eru margir samn- ingar um dýrari afurðir, þ.e. í smá- pakka, en á sama tíma hefur gengi pundsins ekki hækkað, heldur fall- ið um 7%,“ sagði Ari Þorsteinsson. Togarinn Már SH, sem er eign Snæfellings hf. og KEA á stóran hlut í, er farinn að skila hráefni til vinnslu hjá fiskverkunarhúsum KEA í Hrísey og á Dalvík, en landanir hófust um miðjan septem- bermánuð. Aflanum er landað í Snæfellsbæ og ekið norður og eins eru margir samningar við línubáta á Suðurnesjum og Snæfellsnesi og er afla þeirra sömuleiðis ekið norð- ur og búið um fiskinn í körum. Flutningskostnaður er á bilinu 5 til 6 krónur fyrir kflóið en KEA er að fá að jafnaði um 100 tonn á viku og þar af hefur fiskur af togaranum Má SH verið alll að 60% heildar- innar. Togarinn hefur aðallega ver- ið á veiðum suðvestur af landinu og er fiskurinn sem fengist hefur mjög góður, en uppistaða aflans er þorskur. Ari segir að það samstarf sem tekið var upp í Snæfellsbæ skili KEA betri rekstri í sjávarút- vegi í dag, en rækjuvinnsla Snæ- fellings hf. hefur gengið mjög vel, mikið af hráefni og stöðug vinna. Ari Þorsteinsson segist gera ráð fyrir að afköst verksmiðjunnar verði um 4 þúsund tonn á ári, sem geri hana að einni stærstu rækju- verksmiðju landsins. GG Siglufjörður: Örlygur ráðinn snjóathugun- armaður • • Orlygur Kristfmnsson, kennari á Siglufirði, hef- ur verið ráðinn snjóathugun- armaður í bænum. Gengið var frá ráðningu hans í fyrra- dag. Örlygur hefur gegnt þessu sama starfi mörg undanfarin ár, en breyting sem nú er gerð er að fastráðið er í þessa stöðu sem hálft starf, að sögn Guð- geirs Eyjólfssonar, sýslu- manns. Aðstoðarmaður Örlygs verður Sverrir Júlíusson, bæj- arstarfsmaður. Til hans verður leitað eftir atvikum og þá greitt fyrir störf hans skv. tímataxta. -sbs. /jj' ,;g| m W akureYRIN Eftirmálar gjaldþrots A. Finnssonar hf.: Menn vissu að þetta var eins og að spila í lottói - segir Stefán Þengilsson, verktaki á Svaibarðsströnd „Vii frekar vera í því að vinna vinnuna mína í stað þess að standa í svona rugli,“ segir Stefán Þengilsson, sem var að útbúa vörubifreið sína fyrir snjómokstur vetrarins þegar myndin var tekin. Mynd: Halldór. Hl heimahafnar Að vonum var vel tekið á móti Akur- eyrinni EA þegar hún kom til heima- hafnar sl. mánudagskvöld með metafla úr Smugunni. Fjölskyldur skipverja fögnuðu þeim innilega eftir langa og stranga útivist. Sjá nánar á bls. 11. óþh/Mynd: gg Eyjafjarðarsveit: Vegarframkvæmdir halda áfram Nú stendur yfir vinna við þverbrautina milli Lauga- lands og Hrafnagils í Eyjafjarð- arsveit. í sumar var unnið við vegarkaflann frá Laugalandi og norður að eldra slitlagi og upp- haflega stóð til að láta þar við sitja í sumar, en síðan var ákveðið að flýta fyrir því að koma klæðningu á allan Eyja- íjarðarhringinn. Nú er verið að taka fyrir kafl- ann frá gatnamótunum við Lauga- land og vestur yfir að klæðningar- endanum. Að sögn Sigurðar Oddssonar hjá Vegagerðinni á Akureyri, verður vegurinn byggð- ur upp í haust og sett á hann burð- arlag, en efra burðarlag og klæðn- ing sett strax næsta vor. Þá verður klæðning komin á allan hringinn frá Akureyri og fram að Hrafna- gili eða Lauglandi og aftur til baka. Að sögn Sigurðar var horfið frá því að breyta vegstæðinu á þessum kafla sem unnið hefur ver- ið við í sumar, heldur er farið nánast alveg eftir gamla veginum, þverbrautin þó aðeins færð til á kafla. Að hans sögn er þessi lausn ódýrari en bygging á nýjum vegi og eins hafi ekki náðst samkomu- lag um breytingar. HA Stefán Þengilsson, verktaki á Svalbarðsströnd, er einn þeirra aðila sem nefndur er í margumræddri greinargerð Vilhjálms Inga Árnasonar vegna gjaldþrots A. Finnssonar hf. á Akureyri. Stefán tapaði sjálfur umtalsverðum fjárhæð- um vegna viðskipta við A. Finnsson hf., svo skiptir millj- ónum, en segir frekari mála- rekstur í þessu sambandi ger- samlega tilgangslausan og kominn tími til þess að menn snúi sér að framtíðinni í stað þess að veita sér upp úr fortíð- inni. Stefán segir að það sem eftir honum sé haft í greinargerðinni sé vissulega rétt eftir haft, en nú hafi komið í ljós að upplýsingar sem hann hafði um málið á sín- um tíma hafi ekki verið réttar. Þetta hafi komið til vegna þess að rétt gögn í málinu hafi ekki komið fram fyrr en fyrir stuttu síðan og sér þyki miður að fyrr- greindar upplýsingar hafi ekki reynst réttar. Hann segir það sína skoðun að ef rannsaka eigi þetta mál verði það að gerast af hlut- lausum aðila, sem búsettur sé annars staðar en á Akureyri. „Persónulega finnst mér málið vera frekar tilgangslaust, menn eru búnir að tapa þessum pening- um og það eru menn hingað og þangað að velta sér eitthvað upp úr þessu. Eins og málið hefur þróast þá hefur það lítið annað gert en að skapa leiðindi. Það má Ifka spyrja hversu miklu menn eru í raun og veru að tapa ef þeir hafa kannski haft at- vinnu af einhverjum fyrirtækjum í 20 ár og grætt vel á þeim, þó menn lendi svo í að tapa einhverjutn peningum á síðasta verkinu. Hverju eru menn þá að tapa?“ sagði Stefán. Og hann heldur áfram: „Mér finnst nær fyrir menn að snúa sér að því að byggja þetta bæjarfélag upp í stað þess að velta sér upp úr gömlum vandamálum. Þeir aðilar sem þarna töpuðu pening- um vissu að staða fyrirtækisins var slæm og þeir voru ekki neyddir til þess að vera í þessum viðskipum. Mönnum var ljóst að þetta var ekki ósvipað því að spila í lottói og líkurnar á að vera dreginn út kannski ekki miklar. Það eru engir neyddir til þess að spila í lottói og það verður hver og einn að taka ábyrgð á því sem hann gerir, en ekki koma því á aðra,“ sagði Stefán. „Þess vegna vil ég frekar vera í því að vinna vinnuna mína í stað þess að standa í svona rugli," bætti hann við. Hann segir athyglisvert að skoða Hvannavelli, götuna sem A. Finnsson hf. var við. „Það eru ekki mörg fyrirtæki þar í dag sem eru gömul. Vel flest þessi stærri hafa farið á hausinn og margir tapað aleigunni." Stefán tók einnig fram að það hafi verið Aðalgeir Finnsson, Smárinn og fleiri stór byggingafyrirtæki sem nánast byggðu upp bæjarfélagið Akureyri. Nú séu þessi fyrirtæki ekki lengur til en lítið um verð- launaafhendingar fyrir allar þess- ar framkvæmdir, frekar en til annarra sem standa í at- vinnurekstri. HA

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.